Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 - 9 * / hW' ’ 8-FÖSTÚDAGUR 9. JÚLÍ 1999 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR Hugurinn ber mig hálfa leið Kj ördæmabreytingiii sem keinur til fram- kvæmda í næstu Al- þmgiskosningum get- ur miklu bre)it. Þing- menn viðurkenna að þeir séu famir að hugsa öðru vísi kjör- dæmalega séð í ljósi verðandi breytinga - margir óttast að fá- mennar jaðarbyggðir verði útundan í fram- tíðinni. í gegnum árin hafa þingmenn Vestfjarða verið þekktir fyrir hagsmunagæslu í sinu kjördæmi þótt kvótakerfið hafi verið þeim sá veggur sem þeir hafa ekki komist yfir. I þeim erfiðleikum sem Vestfirðingar hafa orðið að ganga í gegnum síðustu vikurnar hefur minna heyrst í þingmönn- um Vestfirðinga en oftast áður. Til að mynda sagði Einar K. Guð- finnsson, fyrsti þingmaður Vest- Qarða og stjórnarmaður í Byggða- stofnun, ekkert opinberlega á dögunum þegar Byggðastofnun hafnaði lánsumsókn Bauða-hers- ins. Sú höfnun gerði útum þann draum Þingeyringa og Bílddæl- inga að atvinnustarfsemi kæmist þar á aftur þegar í stað. Einar segir augljósa skýringu á þessu. Vald þingmanna sé ekkert svipað því sem það var fyrir tíu til tutt- ugu árum síðan varðandi svona mál. Akvarðanir um vexti, útlán banka og önnur efnahagsmál séu ekki teknar við borð þingmanna og ráðherra lengur. Markaðurinn ráði ferðinni. Þessar miklu breyt- ingar séu ef til vill ástæðan fyrir því að minna heyrist opinberlega í þingmönnum en áður, sem segi þó ekkert um það hvað þeir séu að vinna í málunum. Menn spyrja samt hvort það geti verið að þingmenn almennt séu farnir að hugsa öðru vísi kjör- dæmalega séð eftir að ákveðið var að fækka og stækka kjördæmin við næstu þingkosningar. Almennt viðurkenna alþingis- menn að þeri séu farnir að líta öðru vísi á málin í ljósi þessara breytinga. „Auðvátað huga þing- menn að framtíðinni," sagði Hjálmar Árnason, þingmaður Reyknesinga. Hans kjördæmi munu næst ná frá Vatnsleysu- strönd meðfram suðurströndinni og allt til og með V-Skaftafells- sýslu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra, segir að þingmenn komist ekkert hjá því að hugsa öðru vísi en áður í þessum efn- um. Sama segir Sighvatur Björg- vinsson, þingmaður Vestfjarða. Hans kjördæmi mun næst ná frá Hvalfjarðarbotni, vestur um Vest- urland og Vestfirði og síðan norð- Þingmenn eru nú farnir að hugsa í nýjum kjördæmum, en í næstu kosningum tekur kjördæmabreytingin giidi. Ýmsir telja þetta vera farið að setja mark sitt á stjórnmál dagsins. mynd: hilmar ur Norðurlandskjördæmi vestra allt að Siglufirði. Engin smá breyting það. Á Vestfjörðum eru kjósendur rúmlega fjögur þúsund en á því svæði sem bætist við eru kjósendur tæp sextán þúsund. Allt að breytast „Hvort sem menn eru bytjaðir að hugsa í annarri kjördæmastærð eða ekki, liggur það alveg ljóst fyrir að á því kjörtímabili sem er að heljast mun hugsunarháttur- inn breytast," segir Sighvatur Björgvinsson. Hann var spurður hvort hann óttist að fámenn jaðarsvæði þess- ara stóru kjördæma muni í fram tíðinni verða útundan hjá þing- mönnum? „Ekki í heild. En í þessu sam- bandi langar mig til að benda á að við þingmenn Vestfjarða höfum haldið lengst allra í þá fornu hefð að halda framboðsfundi í öllum byggðalögunum á Vestfjörðum og verið með allt að 14 fundi. Það liggur nokkuð í augum uppi að þegar kjördæmið stækkar verða ekki haldnir margir slíkir fram- boðsfundir á Vestfjörðum. Það verður lögð áhersla á ísafjarðar- svæðið og sennilega munu menn ekki heldur sniðganga Patreks- fjörð. Menn munu án nokkurs vafa hugsa fyrst og fremst til stóru kaupstaðanna í kjördæm- unum þegar þeir eru að sækja sér atkvæði," segir Sighvatur. Hann segir annað sem menn eigi eftir að upplifa í þessum stóru kjördæmum og það séu erf- ið og fokdýr prófkjör. Nú séu kjördæmin orðin svo stór að ekki sé hægt að treysta bara á eitt svæði sér til fylgis. Hann bendir á sem dæmi Vesturlandskjördæmi þar geti menn geti treyst á Akra- nes sökum þess hve fjölmennur kaupstaðurinn er. I Vestfjarða- kjördæmi stóli menn mest á ísa- fjarðarsvæðið, í Norðurlandi ves- tra eru það Sauðárkrókur og Siglufjörður, í Norðurlandi eystra Akureryi o.s.frv. „Vegna þessa óttast ég að þing- menn eigi eftir að sjá prófkjör sem eigi engan samjöfnuð kostn- aðarlega séð. Dýrar auglýsingar verða eini möguleikinn fyrir frambjóðendur til að koma sér á framfæri í þessum stóru kjör- dæmum í prófkjöri. Það getur enginn heimsótt hvert byggðarlag á öllu svæðinu í prófkjörsbaráttu. Menn munu heimsækja fjöl- mennustu byggðarkjarnana en síðan nota auglýsingar. Þá geta allir séð hver kostnaðurinn verð- ur og hvílíkt forskot þeir hafa sem eiga auðveldan aðgang að fjár- munum. Þær upphæðir sem menn hafa séð til þessa í próf- kjörskostnaði verða barnaleikur við það sem koma mun," segir Sighvatur Björgvinsson. Minna vald þingmaima „Eg finn alla vega ekki fyrir þessu hjá mér enn þá og er ef til vill vegna þess að ég hef verið með fangið fullt af vandamálum og verkefnum fyrir mitt kjördæmi hér á Vestfjörðum að undan- förnu. Eg get því ekki sagt að ég finni neinn mun á mér síðan 8. maí,“ sagði Einar K. Guðfinns- son, 1. þingmaður Vestfjarða. Hann var þá spurður hvað valdi því að minna hefur heyrst í hon- um og öðrum þingmönnum Vest- fjarða vegna allra þeirra erfiðleika sem steðja að víða fyrir vestan en oftast áður þegar dimmt hefur í lofti fyrir vestan? „Ég held að á þessu séu aðrar skýringar en að þingmenn séu farnir að hugsa um stóra kjör- dæmið sem verður í næstu kosn- ingum. Ástæðuna tel ég vera þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað síðustu árin og þar með hvað vald alþingismanna hefur minnkað frá því sem áður var. Möguleikar þeirra til að hafa áhrif eru einfaldlega minni en áður var. Oll markaðsvæðing þjóðfélagsins, ákvarðanir um vexti og útlán og annað þess hátt- ar var áður tengt stjórnvöldum en er það ekki lengur. Ákvaðanir í þessum efnum eru teknar annars staðar en við skrifborð þing- manna,“ segir Einar K. Guðfinns- son. Hann segir varðandi vandamál- in á Vestfjörðum að undanförnu, að þótt minna hafi heyrst í þing- mönnum í fjölmiðlum en oft áður, hafi síst verið unnið minna í að leysa vandamálin en áður þegar þau hafa komið upp. Það hafi bara verið farnar aðrar leiðir. Sofandi ríkisstjóm „Við í VG höfum ákveðið að hugsa ekki um kjördæmabreyt- inguna fyrr en hún er orðin stað- reynd vegna þess að við erum ekki sátt við hana og áskiljum okkar allan rétt til að beijast fyrir breytingum á kjördæmamörkun- um eins og þau eru nú hugsuð. Hins vegar hygg ég að það sé rétt hjá þér að þingmenn séu að ein- hveiju leyti farnir að hugsa öðru vísi en þeir gerðu kjördæmalega séð. Eg hygg að það sé frekar í Vesturkjördæminu, þar sem breytingin er meiri en hér hjá okkur í Norðurlandi eystra og Austfjörðum. Það sjá allir í hendi sér hvílík breyting það verður fyr- ir þingmenn Vestfjarða og vinna suður um allt að Hvalfirði og austur um allt til Siglufjarðar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra og formaður VG. Hann var spurður hvort hann óttist ekki að litlu jaðarbyggðirnar verði útundan í framtíðinni eftir að kjördæmin hafa stækkað eins og fyrirhugað er? „Við stækkun kjördæmanna fjölgar litlum jaðarbyggðum í hverju þeirra. Það gæti boðið þeir- ri hættu heim að athyglin beinist ekki að vandamálum hvers og eins með sama hætti og áður. Vissulega er þessi hætta fyrir hendi, þótt ég voni að menn forðist þann pytt að gleyma minni stöðunum," segir Steingrímur. Varðandi það hvað þingmenn Vestfjarða eru stilltir núna segir Steingrímur að hann telji orsökina þá að þeir hafi ekki upp á neitt að bjóða íólkinu vestra. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur far- ið með sjávarútvegsmálin og lands- byggðarmálin sl. 8 ár og afleiðing þeirrar stefnu blasir nú við á Vest- fjörðum. Hvað eiga þingmenn Sjálfstæðisflokksins þar að bjóða uppá? Eg sé það ekki. Auk þess sem ég man ekki eftir jafn daufum hveitibrauðsdögum hjá nokkurri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr. Hún hætti þreytt og byijar dauð- þreytt og sefur alla hveitibrauðs- dagana sem nú standa yfir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Byrjuðu strax „Eg er því alveg sammála að menn eru farnir að hugsa í nýjum kjör- dæmum og ég held að þeir hafi strax byrjað á því þegar kjördæma- breytingin var ákveðin. Maður heyrði það við umræðurnar um kjördæmabreytinguna á þinginu að menn voru farnir að hugsa öðru vísi en áður kjördæmalega séð. Margir voru þeirrar skoðunar að kjósa ætti strax eftir nýju kjör- dæmaskipaninni og ég var einn af þeim sem taldi það skynsamlegt. Rök margra voru á þá leið að nú þurfi þeir að þjóna sínu kjördæmi eins og það er núna en jafnframt að horfa til þess svæðis sem bætist við í næstu kosningum. Menn munu og eru byijaðir að taka mið af þessari breytingu. En vissulega er þetta misjafnft. Sumir þing- menn hugsa bara um kjördæmið en aðrar hugsa á landsvísu. Sú flokkun mun halda áfram,“ segir Hjálmar Árnason. Hann segir að andstæðingar kjördæmabreytingarinnar og að stækka þau, beittu þeim rökum að jaðarbyggðir yrðu útundan. Hjálm- ar segist ekki vera viss um að svo verði en bendir jafnframt á að hættan á því sé fyrir hendi, en að þetta verði einstaklingsbundið. Hann segir það vissulega freist- andi fyrir þingmenn að þjóna þeim stöðum best þar sem fjöldinn er fyrir hendi. Hann segist ekki vera í vafa um að næstu fjögur árin muni þingmenn bæði vinna og hugsa öðru vísi en áður í ljósi þeirrar kjördæmabreytingar sem verður við næstu kosningar. Vekur grunsemdir, að fjölgun kampýlóbakter-sýkinganna hefur orðið samhliða aukinni sölu ferskra kjúklinga Csýkillinn þolir iila frostj Kampýlóbakter skákar salmonellu Kamþýlóbakter orðin algengasta bakterían sem veldur matarsýk- ingum á íslandi. „Kampýlóbakter hefur nú náð þeim sessi að vera algengasta bakterían sem veldur sýkingum í mönnum á Islandi vegna meng- aðra matvæla," segir í „Farsóttar- fréttum" Læknablaðsins. Fjöldi sýkinga af innlendu smiti fjór- faldaðist í fyTra (150 tilfelli) og ekkert Iát er á aukningunni það sem af er þessu ári. Yfirleitt er um að ræða stök tilfelli sem dreifast um landið. Þykir það benda til að sýkillinn berist með menguðum matvælum, sem dreift er í verslunum Iandsins og sýki neytendur sé matreiðslan ófullnægjandi. Vekur grunsemdir, að fjölgun kampýlóbakter-sýking- anna hefur orðið samhliða auk- inni sölu ferskra kjúklinga (sýkill- inn þolir illa frost). Enda kom í ljós að 2/3 kjúklinga reyndust sýktir í skyndiúttekt heilbrigðis- eftirlits höfuðborgarinnar í fyrra- haust. 220 sýkingar í fyrra.... Kampýlóbakter-sýkingar voru hér í kringum fjörutíu árlega framan af áratugnum, hvar af helmingur- inn var upprunninn innanlands. Fjölgunar varð fyrst vart 1996 og síðan gífurleg fjölgun í fyrra þeg- ar alls 220 kampýlóbakter-sýk- ingar voru skráðar, hvar af 150 voru af innlendum uppruna og ekkert lát er á aukningunni. Uppruni bakteríunnar er í meltingarfærum dýra. I mönnum veldur hún bólgu í þörmum, nið- urgangi, kviðverkjum, hita, ógleði og uppköstum, þó dæmi séu um sýkingu án einkenna. Bakterían getur líka borist frá fuglum í yf- irborðsvatn. Vitað er um þrjár hópsýkingar af menguðu vatni hér á landi. Einkenni geta verið misjafnlega svæsin og sýking gengur oftast yfir á nokkrum dög- um án meðferðar. En stundum getur hún valdið langvarandi og jafnvel viðvarandi fylgikvillum. Vilja ærlega raunsókn Sóttvarnarlæknir, ásamt sýkla- deild Landspítalans, Hollustu- vernd og yfirdýralæknir hafa nú lagt til að umfangsmikil rann- sókn verði gerð á útbreiðslu iðra- sýkinga og orsökum þeirra hér á landi og að almenningur verði fræddur um meðferð matvæla. Forðast skal að Iáta hrátt kjöt eða blóðvökva úr því menga önnur matvæli. Og varast neyslu á illa steiktu/soðnu kjöti og yfirborðs- vatni. - HEI Skotió fyrst og síðan spurt? Undnm hjá íbúum í grennd við Mýrarveg jrfir því að fram- kvæmdir hefjist við umdeild fjölbýlishús áður en kærufrestur rennur út. Óánægðir íbúar hafa ákveðið að kæra skipulagsyfirvöld á Akureyri vegna umdeildra fjölbýlishúsa sem nú eru að rísa við Mýrarveg. Ibúar nágrennisins telja húsin of há og ríkir undrun meðal þeirra um að framkvæmdir séu þegar hafnar án þess að kærufrestur sé runninn út. Tryggvi Þór Haraldsson, einn óánægðra íbúa, segir að kæru- fresturinn renni ekki út lýrr en næsta fimmtudag. Fyrir þann tíma muni íbúarnir senda frá sér kæru þótt endanlega sé ekki frá- gengið í hvaða formi hún verði. Tryggvi Þór Haraldsson, talsmaður íbúa. Hann orðar það sem svo að það sé „dálítið merkilegt" að fram- kvæmdir hefjíst áður en kæru- fresturinn rennur út. Ekki síst þar sem óljóst sé hvernig brugð- ist verður við ef kæran verður tekin til greina. Hægt er að hugsa sér að íbúunum yrðu greiddar bætur og sama striki haldið og fýrr. Önnur leið væri að stöðva framkvæmdir og málið færi aftur á byijunarpunkt. Kloíningur Skipulagsnefnd klofnaði á sínum tima í afgreiðslu sinni en yfirvöld hafa að nokkru leyti komið á móts við íbúana, þ.e.a.s. lækkað húsin úr 7 hæðum í uppruna- legri áætlun í 5-hæða hús. Tryggvi segir svo háar byggingar á þessum stað hins vegar gróft stílbrot í umhverfinu, en 2ja-3ja hæða hús væru nær Iagi til að heildarmynd svæðisins yrði við- unandi. Óánægjan er almenn í grennd við blokkirnar þótt íbúar hafi gengið mislangt í gagnrýni sinni. Fjölbýlishúsin eru ætluð eldri borgurum. - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.