Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 - 13
ÍÞRÓTTIR
Edgar Davids til United?
Enskir fjölmiðlar hafa að und-
anfömu haldið því fram að
Edgar Davids, leikmaður
Juventus, væri á leiðinni til
Manchester United.
Aðeins ætti eftir að skrifa undir samninga og
Davids væri þegar mættur til Englands til að
ganga frá sínum málum. Á einum netvefnum
er því haldið fram að fyrir liggi 10 milljóna
punda tilboð í Davids og að stjórn United
hafi þegar samþykkt það fyrir sitt leyti eftir
fund í fyrradag.
Talað er um að Davids sé heitasta ósk Alex
Fergusons, eftir frábæra Ieiki með Juventus
gegn United í meistaradeild Evrópu í vor, þar
Mikill fengur væri I Edgar Davids fyrir
Manchester United. Hér er hann í baráttu í leik
gegn Roma á Ítalíu fyrr í vetur.
sem hann hafði mjög góð tök á Roy Keane,
fyrirliða United, og hélt honum niðri lengst
af. Hann væri því heitasta óskin í að full-
komna miðjukvartett Fergusons, sem þá yrði
auk þeirra Keane og Davids, skipaður þeim
David Beckham og Ryan Giggs.
Fréttir af málinu voru mjög óljósar í gær og
í viðtali sem Ferguson átti við Sky, fullyrti
hann að engar viðræður væru í gangi. Þegar
Ferguson var spurður um þann orðróm um
að viðræður hefðu átt sér stað milli félag-
anna á síðustu vikum, sagði hann að það
væri ekki rétt. „Við höfum alls ekki átt í nein-
um viðræðum við Juventus,“ sagði Ferguson.
Enskir íjölmiðlar taka þessi ummæli þó
með fyrirvara og minna á að Fergson hafi
heldur ekki kannast við að Mark Bosnich
væri á leið til félagsins.
PolU fjri r lávarð í marki Vals
Ólafur K. Ólafs kom í mark Vals-
manna í Ieik þeirra gegn Fram í
úrvalsdeildinni á dögunum. Ólaf-
ur varð meistari með Val í Lá-
varðadeild Pollamótsins á Akur-
eyri um síðustu helgi, og var á
varamannabekknum gegn Fram,
en bjóst alls ekki við að þurfa að
fara inn á.
Þegar Hjörvar Hafliðason,
markvörður Vals, fór út af með
rautt spjald á 53. mínútu leiksins,
eftir að hafa fellt Höskuld Þór-
hallsson í teignum, kom Ólafur í
markið til að freista þess að veija
vítið, en Agúst Gylfason skoraði
örugglega. Þá voru Iiðin 12 ár frá
því að sá „gamli“, sem nú er 42
ára, stóð síðast í markinu í efstu
deild, þá í marki Fram gegn Hús-
víkingum. Ólafur lék einnig með
Þrótti. Þetta var fyrsti leikur hans
fyrir Val í úrvalsdeild. Reiknað var
með að Ólafur stæði í marki Vals í
gærkvöld, er Valur Iék gegn
Breiðabliki í bikarkeppni KSI á
Kópavogsvelli. Það gekk þó ekki
eftir, því í markinu stóð Haukur
Bragason, fyrrum markvörður KA,
Leifturs og Grindavíkur. Haukur
varð PoIIameistari með KA á nýaf-
stöðnu Pollamóti Þórs og því
leysti Pollameistari Lávarðameist-
ara af í marki Vals. - GG
Ólafur K. Ólafs ver víti með tilþrifum í úrslitaleik Vals gegn Fylki í lávarðadeild Pollamótsins á Akureyri. Markvarsl-
an tryggði Val sigurlaunin. - mynd: gg
SKODUN
GUÐNI Þ.
ÖLVERSSON
Komið sem
fyllti mælinn
Það eru stór og slæm tíðindi
þegar menn eins og Jónas Þór-
hallsson, stjórnarmaður í knatt-
spymudeild UMFG, neyðast til
að hætta störfum að knatt-
spyrnumálum vegna þreytu á
aðgerðarleysi forystu KSI. Jónas
hefur verið í fylkingarbrjósti
þeirra er rutt hafa brautina fyrir
svökölluð lítil félög innan KSI
og hann á stóran þátt í vel-
gengni knattspyrnuliðs Grind-
víkinga. En nú er jónasi nóg
boðið og vill ekki starfa lengur
innan raða KSI. Frammistaða
dómara og aðstoðarmanna hans
í leik UMFG og Leifturs var
kornið sem fyllti mælinn.
Knattspyrnudómarar eru ein-
hveijir valdamestu menn verald-
arinnar. Það er ekki hægt að
áfrýja dómi þeirra og það er gott.
En þeir verða að vera ábyrgir
gerða sinna. Knattspyrnuhreyf-
ingin á að sjá til þess. Það á að
skipta dómurum sem ekki
standa sig út, á nákvæmlega
sama hátt og gert er við leik-
menn. KSI á að bera ábyrgð á að
svo sé. Þeir eru ekki aðeins að
eyðileggja fyrir leikmönnum
heldur líka fyrir aðstandendum
knattspymufélaganna, sem lagt
hafa ómælda vinnu á sig fyrir
KSÍ.
Jónas Þórhallsson er góður og
grandvar drengur sem unnið
hefur að knattspyrnunni af heil-
um hug á þriðja áratug. Nú er
hann að bugast undan aðgerðar-
leysi KSÍ, sem enn eitt árið horf-
ir aðgerðasrlaust á dómara
slátra litlu félögunum. Eg skil
ákvörðun Jónasar en ég er alls
ekki sammála henni. Einfald-
lega vegna þess að hún bitnar á
þeim sem síst skyldi, knatt-
spyrnuliði UMFG og öðrum
landsbyggðarfélögum. Það er
missir af Jónasi Þórhallssyni úr
starfi.
ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ
MUdð að gerast hjá HSK um helgina
Engilbert
Olgeirsson
framkvæmdastjóri HSK
Um helgina verðurmikii
aðgerast áfélagssvæði Hér-
aðssambandsins Skarphéð-
ins og verða tveirstórir
íþróttaviðburðir á dag-
skránni. Íþróttahátíð á
Hvolsvelli og íslandsmóW
í hestaíþróttum á Hellu.
Engilbert Olgeirsson,
framkvæmdastjóri HSK, á
von á skemmtilegri helgi á
báðinn stöðwn.
- Það er mikið að gerast hjá ykk-
ur um lielgina?
„Það verður nóg að gera hjá
okkur hér fyrir austan um helg-
ina og tvær stórar uppákomur í
gangi. I fyrsta lagi er það árleg
íþróttahátíð HSK sem haldin
verður á Hvolsvelli og síðan Is-
Iandsmót í hestaíþróttum sem fer
fram á Hellu. Iþróttahátíðin, sem
er sú fimmtánda í röðinni, stend-
ur í tvo daga og hefst með hóp-
göngu íþróttafólksins klukkan
10:15 á morgun, laugardag. Sjálf
íþróttakeppnin hefst svo klukkan
11:00 með keppni í frjálsum
íþróttum og mun hún standa
fram eftir degi. A sunnudag held-
ur frjálsíþróttakeppnin svo áfram
klukkan 11:00. A sama tíma á
sunnudag verður keppt í knatt-
spyrnu 7. flokks, 8 ára og yngri
og verður keppt í 7 manna liðum.
A sunnudag verður einnig keppt í
sundi í flokkum 12 ára og yngri
og í flokki 13-14 ára og hefst sú
keppni klukkan 13:30. í íþrótt-
um fatlaðra verður keppt í sundi
og frjálsum íþróttum karla og
kvenna og hefst keppnin klukkan
14:30 á sunnudag.
Fullorðna fólkið fær einnig
sinn skammt af dagskránni og
verður keppt í tveimur greinum
svokallaðra starfsíþrótta, sem
eru pönnukökubakstur og starfs-
hlaup. Sú keppni fer fram á
sunnudag og hefst pönnuköku-
baksturinn klukkan 13:00, en
starfshlaupið klukkan 14:30.
Starfshlaupið fer þannig fram að
fólk hleypur ákveðnar vegalengd-
ir og síðan er ákveðnum þraut-
um fléttað inn í hlaupið, svipað
og á landsmótunum, en fyrir-
fram rita keppendur ekki hverjar
þrautirnar verða.
íslandsmótið í hestaíþróttum
fer síðan fram á Gaddastaðaflöt-
um og hófst það strax í morgun
klukkan 9:00 og stendur fram á
seinni part sunnudags. Sex
hestamannafélög hér á svæðinu
sjá um mótshaldið og er búist við
miklu íjölmenni.
Það verður því enginn svikinn
af því að leggja leið sína hingað í
Rangárþing um helgina og ör-
uggt að allir ættu að finna eitt-
hvað við sitt hæfi.“
- Áttu von á mikilli þátttöku
á íþróttahátíðinni og verða
tjaldbúðir á staðnum?
„Eg á frekar von á að þátttakan
verði góð, en þáttakendur á síð-
ustu mótum hafa verið þetta frá
400 til 800 manns. Þarna verður
öll nauðsynleg aðstaða og veit-
ingar seldar á staðnum. Þess skal
getið að þetta er tilvalin skemmt-
un fyrir alla Qölskylduna og að-
gangur er ókeypis og allir vel-
komnir."
- Hvað er svo aðfrétta afstarf-
inu hjá ykkur í sumar?
„Það sem af er sumri hefur
ýmislegt verið að gerast hjá okk-
ur. Um síðustu helgi fór til dæm-
is Bláskógarskokkið fram og
einnig Islandsmeistaramótið í
sundi sem haldið var í Hvera-
gerði. I Bláskógarskokkinu voru
hlaupnar tvær vegalengdir, 10
mílur og 5 km og voru þátttak-
endur alls 44, sem er heldur
minna en í fyrra. Það vakti sér-
staka athygli að Guðrún Bára
Skúladóttir, HSK, sigraði í 5 km
skemmtiskokki. Fróðir menn
telja að það sé í fyrsta skipti sem
kona kemur fyrst í mark í því
hlaupi, en Guðrún var þar heilli
mínútu á undan fyrsta karl-
manninum, sem var Þorvaldur
Jónsson, FH. I 10 mílna hlaup-
inu sigraði Jóhann Ingibergsson,
FH í karlaflokki, en Jóhanna
Skúladóttir, Þokka, í kvenna-
flokki.
Héraðsmótinu í skotfimi er
einnig nýlokið, en það fór fram á
skotsvæðinu við Eyrarbakkaveg
og einnig fór héraðsmótið í golfi
nýlega fram, en það var haldið á
Selsvelli við Flúðir.
Það sem er svo framundan hjá
okkur á næstunni er til dæmis
héraðsmótið í sundi sem fer
fram í Hveragerði í næstu viku.
I ágúst verður svo bikarkeppnin í
frjálsum íþróttum 16 ára og
yngri haldin á Laugarvatni og
einnig Islandsmótið í Ijölþraut
fullorðinna á sama tíma. Þessi
mót munu fara fram þann 20.
ágúst, daginn fyrir Reykjavíkur-
maraþon.
Héraðsmótin í knattspyrnu
eru líka á næstunni og verður til
dæmis keppt í 4. flokki þann 21.
júlí og 3. flokkur 25. júlí.
Það má því segja að starfið hjá
okkur sé mjög Ifflegt og mikið að
gerast.“