Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR Simi 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nBtt.is/borgarbio Sýnd kl. 19 og 21 Sýnd kl. 17 og 23.40 DMX I3BCLEY Stefnir í spennandi úrslitaleik á HM Á laugardag inuim BaudaríMu og Kína leika til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í knattspymu sem nú fer fram í Bandaríkjunum. Leikurinn fer fram á Rose Bowl leikvanginum í Pasadena sem tekur 90.000 manns í sæti og er þegar uppselt á leikinn. Til við- miðunar má geta þess að 80.000 manns sáu úrslitaleikinn á HM karla í Frakklandi. Clinton Bandaríkjaforseti og frú munu mæta á völlinn og er víst að mikið verður um dýrðir að hætti Bandaríkjamanna. Mik- ill áhugi hefur verið fyrir leikjum bandaríska liðsins í keppninni og hefur verið uppselt á alla leiki þess. Bæði liðin koma taplaus til keppni í úrslitaleikinn, en Bandaríkin unnu Nígeríu, N- Kóreu og Danmörku í riðla- keppninni og í 8-liða úrslitum unnu þau Þýskaland 3-2 og síð- an Brasilíu 2-0 í undanúrslitum. Kínverska liðið vann Svíþjóð, Astralíu og Ghana í riðlakeppn- inni, Rússland 2-1 í 8-liða úrslit- unum og síðan Noreg örugglega 5-0 í undanúrslitunum. Þær koma því fullar sjálfstrausts í leikinn og ætla sér örugglega sig- ur og hefna þar með ófaranna frá síðustu HM kvenna, sem fram fór í Kína fyrir fjórum árum. Þar sigruðu bandarísku stúlkurnar og komu heim fær- andi hendi, með HM-bikarinn. Að mati sparksérfræðinga hef- ur kínverska liðið verið mun sterkara það sem af er og sýnt mikið öryggi í leikjum sínum á mótinu. Heimavöllurinn gæti þó haft nokkuð að segja fyrir það bandaríska og ekki ónýtt að hafa allan áhorfendaskarann á sínu bandi. Úrslit leikja í 8-liða úrslitum: Noregur - Svíþjóð 3-1 Kína - Rússland 2-1 Brasilía - Nígería 4-3 Bandaríkin - Þýskaland 3-2 Undanúrslit: Kína - Noregur 5-0 Bandaríkin - Brasilía 2-0 Hér að neðan sjáum við loka- stöðuna í riðlunum. A-riðill L U J T Mörk S Bandaríkin 3 3 0 0 13-1 9 Nígería 3 2 0 1 5-8 6 N-Kórea 3 1 0 2 4-6 3 Danmörk 3 0 0 3 1-8 0 Bandaríkin og Nígería áfram í 8-Iiða úrslit C-riðill L U J T Mörk S Noregur 3 3 0 0 13-2 9 Rússland 3 2 0 1 10-3 6 Japan 3 0 1 2 1-10 1 Kanada 3 0 1 2 3-12 1 Noregur og Rússland áfram í 8-Iiða úrslit B-riðill L U J T Mörk S Brasilía 3 2 1 0 12-4 7 Þýskaland 3 1 2 0 10-4 5 Ítalía 3 1 1 1 3-3 4 Mexíkó 3 0 0 3 1-15 0 Brasilía og Þýskaland áfram í 8-liða úrslit D-riðill Kína L 3 U 3 J 0 T 0 Mörk 12-2 Svíþjóð 3 2 0 1 6-3 Astralía 3 0 1 2 3-7 Ghana 3 0 1 2 1-10 Kína og Svíþjóð áfram í 8-liða úrslit Eistiim Jaan Kirsipuu í gulu treyjunni á Tour de France Belginn Tom Steels vann 2. áfanga hjólreiðakeppninnar Tour de France, sem hjólreiða- menn líta á sem óopinbera heimsmeistarakeppni í íþrótt- inni. í 3. áfanga sem hjólaður var á þriðjudag, 195 km leið milli Nantes og Laval, varð Belg- inn einnig hlutskarpastur. I fyrradag var hjóluð 194 km Ieið milli Laval og Blois, í gær var hjólað milli Blois og Amiens og í dag verður hjólað til Meuseuge. í heildarkeppninni er Eistinn Jaan Kirsipuu í forystu en hann náði henni af Bandaríkjamann- inum Lance Armstrong, sem er með krabbamein, en lætur það ekkert hafa áhrif á sig. A öðrum degi mótsins, milli Montaigu og Nantes, lentu 10 hjólreiðamenn í einni bendu í árekstri á mjórri spildu, Passage du Gois, þ.m.t. ,?umir. af', fremjtu p).öpnunujT! .en, aðrir sem voru í baráttunni um efstu sætin, s.s. Alex Zulle, Michael Boogerd og Ivan Gotti, komust ekki fram hjá kraðakinu og töpuðu dýrmætum mínútum. Tveir hjólreiðamannanna voru fluttir á sjúkrahús og eru úr leik. A sunnudag byrja hjólreiða- mennirnir að hjóla í fjöllunum og segir Armstrong að þá byrji hin eiginlega keppni enda hefur keppnin þar oft verið mjög spennandi. Franski hjólreiðamaðurinn Richard Virenque hefur verið undir sérstöku eftirliti frönsku eiturlyfjanefndarinnar en hann varð uppvís að neyslu á Tour de France 1998. Fleiri keppendur mega eiga von á því að lenda í fyrirvaralausri rannsókn. Sigur- vegari ársins 1998 var Italinn Marco Pantani, árið 1997 sigr- aði Þjóðverjinn Jan Ullrich og 1996 Daninn Bjarpe Ffiis, en, • m er ekki með nú vegna meiðsla á hendi, sem hann hlaut á móti í Sviss skömmu fyrir Tour de France. Bjarne Riis, sem er 35 ára, hefur hjólað fyrir þýska liðið Telekom sióan a ái. .u 1995, en talsmaður þess hefur sagt að samingurinn við hann verði ekki endurnýjaður. Tel- ekom hefur einnig misst sigur- vegarann 1997, Jan Ullrich, vegna meiðsla. — GG Úrslit leikjaí gærkvöld Bikarkeppni KSI Stjarnan - KR 1-3 Breiðablik - Valur 2-0 1. deild karla KA-Dalvík. ^ 0-0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.