Dagur - 09.07.1999, Qupperneq 3

Dagur - 09.07.1999, Qupperneq 3
FRÉTTIR Koimr og lýðræði í 40 niillj óna útboð Bandaríkjastjóm borgar fyrir komu Hillary. Ráðstefnan Konur og lýðræði í haust gæti kostað ríkissjóð 50- 60 milljónir króna. B andaríkj amenn horga fyrir frú Hillary. Nýlega fór fram útboð hjá Ríkis- kaupum vegna ráðstefnunnar * „Konur og lýðræði við árþús- undamót", sem ríkisstjórn Is- lands býður til í Borgarleikhús- inu 8. til 10. október næstkom- andi. Oskað var tilboða í flug, gistingu, veitingar, ferðir til landsins og innanlands ásamt til- boðum í fundargögn. Kostnaðar- áætlun Ríkiskaupa hljóðaði upp á 40 milljónir króna en 10 millj- ónir spöruðust með útboðinu. Tekið var tilboði Samvinnuferða- Landsýnar um að koma nálægt 400 gestum til landsins fyrir 9 milljónir króna og tilboð Ráð- stefna og funda bf. upp á 21 milljón var lægst í veitingar, gist- ingu og ferðir innanlands. Ut- boði vegna fundargagna var frestað til hausts, þar sem end- anleg dagskrá ráðstefnunnar lá ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum er þetta í fyrsta sinn sem útboð vegna ráðstefnu fer fram hér á landi. Þar sem um stóra alþjóðlega ráðstefnu er að ræða var farið eftir útboðsregl- um á EES-svæðinu en þar segir m.a. að bjóða verði út öll verk, sem kosta meira en 16 milljónir króna. Undirbúningur fyrir ráðstefn- una stendur sem hæst. Sem kunnugt er ætlar forsetafrú Bandaríkjanna, HiIIary Rodham Clinton, að heiðra ráðstefnu- gesti með nærveru sinni og verð- ur það án efa hápunkturinn. Ríkisstjórnin býður til ráðstefn- unnar eins og áður sagði en rík- isstjórn Bandaríkjanna og Nor- ræna ráðherranefndin standa einnig að dagskránni. Þannig greiða Bandarfkjamenn fyrir komu Hillary hingað en Qöldi fréttamanna mun fylgja henni. Reiknað er með um 400 gestum á ráðstefnuna frá Bandaríkjun- um, Rússlandi, Eystrasaltsríkj- unum, Islandi og öðrum Norður- löndum. Vonast eftii styrkjum Sigríður Dúna Kristmundsdóttir stýrir undirbúningi fyrir ráð- stefnuna og með henni starfa á sérstakri skrifstofu tvær konur úr forsætisráðuneytinu. Ekki náðist í þær þar sem þær voru á undir- búningsfundi í Kaupmannahöfn en að sögn Skarphéðins Stein- arssonar, skrifstofustjóra í for- sætisráðuneytinu, var í upphafi reiknað með heildarkostnaði upp á 63 milljónir króna. Með útboð- inu og styrkjum frá Norrænu ráðherranefndinni, og jafnvel einkaaðilum, mun sá kostnaður væntanlega lækka, að sögn Skarphéðins. A ráðstefnunni á að kynna og ræða áætlanir um hvernig tryggja megi að konur geti notað lýðréttindi sín til að taka fullan þátt í mótun þjóðfélagsins. Þessu markmiði verður fylgt eft- ir með sérstökum verkefnum í samvinnu stjórnvalda, frjálsra fé- lagasamtaka og einkaaðila. - bjb Guðni Ágústsson. Hraði smgilsins Nú er Guðni orðinn ráðherra þessa sama ráðuneytis sem hann gagnrýndi svo hart og því Ieitaði Dagur til Guðna um hvort ráðuneytið undir stjórn hans ynni enn á hraða snigils- ins. „Ég gagnrýndi ákveðinn seinagang í þessu ráðuneyti sem orð fór af og ég get viðurkennt að þetta er ekki eina ríkisstofn- unin sem þetta á við um. Ég tel mér skylt að gera miklar kröfur til sjálfs míns í þessu starfi og vil sjá árangur fyrir þjóðina og landbúnaðinn. I ráðuneytinu er margt ágætt fólk og ég vil hafa kerfi sem bæði virkar vel og fljótt. Þetta hef ég rætt við ráðu- neytisstjórann og erum við nú að fara yfir það. Það eru gerðar miklar kröfur til landbúnaðar- ráðuneytisins og ég geri kröfur til þess en ég hef engar áhyggjur af því að við í ráðuneytinu náum ekki saman um að hafa þetta ráðuneyti í fremstu röð,“ segir Guðni. - ÁA Hafnar niðurstöðu uni EngeyjarvöUiim Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi og helsti talsmaður nýs innanlandsflugvallar með land- fyllingu um Engey, hafnar þeirri niðurstöðu í skýrslu Borgarverk- fræðings og Borgarskipulags að hugmyndin hafi marga ókosti og geti ekki talist raunhæf. „Ég tel, miðað við hversu grunnt menn fara í þessari könnun og hversu henni er að mörgu leyti ábóta- vant, að málið sé á engan veg fyllilega kannað og niðurstöð- urnar rangar," segir Júlíus Vífill. Hann segist hafa lagt fram til- lögu um að skoðaður yrði fýsi- leiki þess að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og færa hann út f Engey og segir þetta hafa marga kosti framyfir hugmyndir um flugvöll úti í Skerjafirði. „Það sem fyrir mér vakir er fyrst og fremst að í Vatnsmýrinni fengist verðmætasta byggingar- land sem fyrirfinnst á Suðvestur- Júlíus Vífíll Ingvarsson borgarfulltrúi: Hallast að því að könnun Borgar- skipulags hafi ekki verið nægjanlega hlutlaus. horninu. Ég hef sjaldan heyrt menn draga úr þeim möguleik- um sem slíkt land myndi skapa varðandi uppbyggingu miðbæjar- ins. Það kemur því mjög á óvart þegar ég les skýrsluna að Borgar- skipulagið dregur úr þeim mögu- Ieikum og kostum sem fylgja því að byggja upp Vatnsmýrina og telja öfugt við alla aðra að upp- bygging þar geti haft neikvæð áhrif á miðbæinn. Ég Iýsi furðu minni á þessari niðurstöðu Borg- arskipulags og tel hana alranga. Ef eitthvað getur eflt miðbæinn er það einmitt að vegleg byggð rísi í Vatnsmýrinni. Það vekur síðan athygli að þegar verið er að ræða um uppbyggingu á landfýll- ingum út í Akurey er ekkert minnst á neikvæð áhrif á miðbæ- inn. Þar með veltir maður því fyrir sér hvort þarna endur- speglist fyrirfram mótaðar hug- myndir og hvort menn hafi ekki gengið að gerð þessarar athugun- ar með nægjanlega hlutlausum hætti," segir Júlíus Vífill. - FÞG Reykjavikurkvóti minnkandi Aflamark Reykvíkinga hefur hlutfallslega minnkað um fjórð- ung á síðustu þremur árum; úr rúmlega 10,2% af úthlutuðum kvóta fiskveiðiárið 1995/96 nið- ur í 7,85% á yfirstandandi fisk- veiðári, samkvæmt frétt í Ægi, sem segir þennan mun samsvara um 3.000 þorskígildistonnum. Hlutur krókabáta hefur hins veg- ar ekki breyst, er í kringum 6,4% bæði árin. Hjá Ægi segja menn þó rétt að hafa í huga að skýringarnar á þessari Iækkun aflamarks kunni að Iiggja í niðurskurði aflaheim- ilda í tegundum sem vegi þungt í kvóta höfuðborgarinnar. Þannig hafi rækjukvóti til að mynda minnkað, sem komi greinilega fram hjá stóru rækjuútgerðunum ( Reykjavík: Pétri Jónssyni RE og Helgu RE. - HEl Kio í Hæstarétti í næstu viku Málflutningur í máli Kio Briggs mun hefjast í Hæstarétti næsta mið- vikudag þrátt fyrir réttarhlé Hæstaréttar sem er í júlí og ágúst. Fyrir rúmri viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Kio Briggs fyrir stór- felldan innflutning á e-pillum. Rikissaksóknari áfrýjaði málinu strax til Hæstaréttar. Að sögn embættis ríkissaksóknara fara mál sem Hæsti- réttur hefur vísað aftur til héraðs yfirleitt frekar fljótt aftur upp í hæstarétt sé þeim áfrýjað eins og hér er tilfellið. Hæstiréttur hefur úr- skurðað Kio Briggs í farbann þar til dómur fellur í Hæstarétti en þó ekki lengur en til 1. október næstkomandi. Nú ætti því að styttast í lokaniðurstöðu málsins. - ÁÁ Uppbyggiug Hóluiatúushverfis í Bessa- staðahreppi hafiu Byggingafélögin Ármannsfell og Ulfarsfell, sem eru hluti af samsteypu íslenskra aðalverktaka, munu á næstu misserum standa að uppbygg- ingu íbúðasvæðis í landi Traðar, Deildar og Landakots í Bessastaða- hreppi, alls 58 íbúðir, 23 einbýlishús, 9 raðbús, 8 keðjuhús og 18 par- hús. Byggingasvæðið hefur verið nefnt Hólmatún. Gerður hefur verið samningur við sveitarstjórn Bessastaðahrepps um uppbygginguna og munu félögin sjá um alla þætti uppbyggingar- innar, s.s. kaup á landi og fjármögnun; skipulagninu og hönnun; gatnagerð, lagningu fráveitu og vatnsveitu; hönnun og byggingu húsa og sölu íbúða, markaðssetningu og kjTiningu. Áætluð framkvæmdalok eru í desembermánuði árið 2000. - GG Tal í Borgarfjörðiim Tal-GSM síma er nú hægt að nota í Borgarfirði. Stefán Kalmannsson, nýráðinn bæjarstjóri Borgarbyggðar, tók fyrsta GSM-sendi Tals í notk- un í gærmorgun en hann er staðsettur í miðju Borgarnesi. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, var viðstaddur. Fyrsta samtalið var milli Stef- áns bæjarstjóra og Þorbjörns Hlyns Arnasonar, sóknarprests að Borg, en hann er bróðir Þórólfs, forstjóra Tals. Sendirinn í Borgarnesi á að þjóna stærstum hluta Borgarbyggðar og vestur á Mýrar. Fleiri sendar verða settir upp í Borgarfirði innan tíðar á vegum Tals. - GG Islandshaúki keypti flest Baugshréfin Utboði á nýju 40 milljóna króna hlutafé að nafnvirði í Baugi hf. er Iok- ið. Islandsbanki sölutrj'ggði útboðið en hluthafarnir neyttu forkaups- réttar að um fjórðungi hlutafjár eða 10,7 milljóna að nafnvirði. I fram- haldi af því keypti Islandsbankinn eftirstöðvar hins nýja hlutafjár. k nov : uuiy/íc

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.