Dagur - 09.07.1999, Qupperneq 11

Dagur - 09.07.1999, Qupperneq 11
FÖSTIJDAGUR 9. ÍÚLÍ 1999 - 11 Kjaxnorlnisprengjiir keyptar og seldar Bandarísk þingnefnd sem unnið hefur að rannsóknum á út- breiðslu gjöreyðingarvopna hefur skilað skýrslu og er niðurstaðan sú, að efni til að setja saman kjarnorkusprengjur ganga kaup- um og sölum og efna- og sýkla- vopn verða sífellt útbreiddari og að engin tök séu á því fyrir Bandaríkjastjórn að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Er harla Iítið hægt að gera í málunum. I skýrslunni er sérstaklega vak- in athygli á ástandinu í Rúss- landi, þar sem vopnabirgðir eru miklar frá dögum kalda stríðsins og tæknikunnátta fyrir hendi að framleiða og beita gjöreyðingar- vopnum. En efnahagshrun vofir yfir í Rússlandi og algjört stjórn- leysi getur fylgt í kjölfarið. I skýrslunni er tekið fram að stað- fest séu sjö tilvik sem vitað er um að kjarnakleyfum efnum, sem nota má í atómvopn, hafi verið stolið. Rússar vita ekki hve mikið þeir eiga af kjarnakleyfum efnum eða gjöreyðingarvopnum yfirleitt. Er því erfitt að fylgjast með hvort eitthvað hverfur af birgðum eða hvað af þeim verður. Gæslu- menn vopna og efna sem nota má í hernaði fá laun sín ekki greidd langtímum saman og grunur Ieikur á að stjórnleysi ríki á þeim sviðum eins og víðar í hnignandi risaveldinu. Alítur þingnefndin að mesta hættan sem nú steðjar að vegna gjöreyð- ingarvopna stafi af því sem marg- ir óttast, að Rússland Ieysist upp veg" óstjórnar og margvíslegra erfiðleika og hverfi úr hópi þeirra Nýrraf- magnsstóll vígður I gær var maður tekinn af lífi í splunkunýjum rafmagnsstól í Florida í Bandaríkjunum. Mað- urinn var dæmdur fyrir 17 árum fyrir morð á vanfærri konu og tveim ungum börnum hennar. Stóllinn virkaði eins og til var ætlast. ríkja sem hafa fótað sig á lýðræð- isbrautinni. Hættumerkin eru víðar og er varað sterldega við útflutningi Kínverja á eldflaugum og gjör- eyðingarvopnum til ríkja og hópa sem eru til alls vísir. Þannig selja Kínverjar efni til atómvopna- gerðar og aðstoða við framleiðslu þeirra og efna- og sýklavopna. Norður-Kóreumenn eru færir um að framleiða kjarnorkuvopn og þeir hafa sýnt að þeir ráða yfir eldflaugum, sem þeir geta skotið á nágrannalönd sín, svo sem Jap- an. Þá er vitað að mörg ríki í Aust- urlöndum nær og í Suður- og Austur-Asíu ráða yfir vopnum sem geta gert út af við heilu þjóðirnar. Eitt af því sem flækir málin og gerir erfiðara um vik að fylgjast með vopnaframleiðslu og sölu á þeim er, að mörg þeirra efna sem notuð eru í gereyðingarvopn og til að dreifa banvænum efnum og sýklum eru einnig notuð í frið- samlegum tilgangi. Er því erfitt að stöðva verslunarviðskipti með þau. Niðurstaða nefndarinnar er sú, að Bandaríkjamenn hafa enga aðstöðu eða lagalegar Ieiðir til að koma í veg fyrir enn frekari út- breiðslu mannskæðustu vopna sem fundin hafa verið upp. örn Árnason kann að segja stórbrotnari veiðisögur en flestir aðrir enda sjálfur oft komist í hann krappann við veiðar. Örn vill helst segja sögur af sjálfum sér og er því meinilla við að missa þann stóra. Hann velur því veiðivörur sem hann getur reitt sig á. VEIÐIHORNIÐ Veiðibúðin i bcenum Hafnarstræti 5 • 101 Rcykjavík • Sími 551 6760 • Fax 561 4800 www.veidihornid.is • olafur@veidihornid.is Opið alla da>’a

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.