Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 6
6 -FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 ÞJÓÐMÁL D'éjjgwr Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Amundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Dapur síldarvals í fyrsta lagi Greinilegt er að þær reglur sem gilda um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum eru stórgallaðar og að ákveðin mistök hafa verið gerð þegar þær voru búnar til. Þessar reglur hvetja til ótímabærrar sóknar, sem nú hefur orðið til þess að íslensk- ir útgerðaraðilar eru búnir að veiða upp kvóta sinn þegar sann- kölluð demantssíld er að gefa sig innan íslenskrar lögsögu. Is- lendingar sitja uppi með að hafa í bráðræði tekið upp á miðju sumri kartöflurnar sem þeir sáðu um vorið. Norðmenn biðu hins vegar og raka nú saman tífaldri uppskeru og landa dem- antssíldinni sem þeir veiða hér uppi við landsteinana á Islandi - íslensku úthlutunarreglunum til háðungar. í öðru lagi Árni Mathiesen ver þessar reglur í Degi í gær og tekur þar með ábyrgð á þeim, þótt strangt til tekið megi segja að þær séu arf- ur sem honum hafi tæmst eftir Þorstein Pálsson, sendiherra í Bretaveldi. RökÁrna eru þau, að svo mikil óvissa hafi verið um hvort tækist að veiða íslenska kvótann að raunhæft markmið hafi verið að stefna að því að ná honum öllum. Síðan segir ráð- herrann um þá sem gagnrýna nú úthlutunarreglurnar: „Þeir sem eru að segja annað eru aðeins vitrir eftir á, annars hefðu þeir væntanlega komið þeim upplýsingum tímanlega til ráðu- neytisins." (sic !?!) í þriðja lagi Þetta er auðvitað fullkomlega þarflaus skætingur. Komið hvaða upplýsingum til ráðuneytisins? Kjarni málsins er sá að um þetta fór fram talsverð umræða á sínum tíma og margir þeirra sem nú eru krítískir á kerfið voru það líka áður en kerf- ið var formlega sett á. Stjórnvöld stóðu frammi fyrir skil- greindu vali og þau völdu einfaldlega lakari kostinn. Gagnrýn- in nú er því fullkomlega eðlileg. Hitt er annað mál að ráðherr- ann virðist ætla að bregðast við gagnrýninni og þeirri stöðu sem upp er komin, og endurmeta úthlutunarreglurnar fyrir næstu vertíð. Það eru skynsamleg viðbrögð. Birgir Guðmimdsson Og maturiim... Garra þykir illa vegið að lax- veiðimönnum ef rétt er að Iög- reglan sé farin að beina spjót- um sínum í ríkari mæli að þeim en fyrr. Jafnvel virðist sú reyndin að í einstökum héruð- um gangi laganna verðir svo langt að stöðva forstjóra á glæsijeppum og inna þá eftir ölvunarástandi í miðjum veiði- ferðum. Á Húsavík munu stórlaxar hafa fallið f valinn af þessum sökum og hvers eiga menn að gjalda? Auðvitað veit Garri að eftir einn, aki ei neinn, en er nokkur regla án undantekninga? Laxveiðimenn eru upp til hópa stjórnendur í ábyrgðarstöðum, menn sem sitja dags daglega undir gífur- legu álagi og er nokkuð að undra að þessi hópur vilji fá sér aðeins í tána úti í guðs grænni náttúrunni? Oft er um þekkta einstaklinga að ræða sem eru annars í brennidepli samfélagsins. Veiðiferðirnar eru notaðar sem slökun frá amstri dagsins og vettvangur viðskiptasamninga. Er við því að búast að slíkir menn drekki mysu í þessum ferðum? Jákvæðir Garri hefur aldrei trúað þeim sögum sem illa stæðir almúga- menn á íslandi halda oft fram að svokallaðar veiðiferðir séu bara drykkjugigg fjarri konum og börnum. Að vísu á Garri kunningja sem veiða aldrei neitt í svona túrum en þeir eru lagnir við að sjá hið jákvæða og segja gjarnan þegar spurt er um aflann: „Þetta er ekki spurning um veiði heldur fyrst og fremst náttúruna, maður. Og maturinn....“ Svona eru veiðimenn snjallir. Garri hefur líka heyrt af ein- stökum veiðimönnum sem sögur herma að hafi ekki einu sinni með sér veiðigræjur eða taki þær a.m.k. aldrei upp í þessum ferð- um. Þeir hinir sömu eru sagðir óvenju blóð- hlaupnir til augnanna er þeir snúa aftur en engin ástæða er til að trúa þessum sögum. Garra finnst rétt að topparnir í þjóðfélaginu eigi sér athvarf og geti komið sam- an til að spjalla og slappa af. Þetta eru mennirnir sem ráða framtíð okkar. Garri þurfti einu sinni að ná í bankastjóra Búnaðarbank- ans. Sá var sagður í laxi og virtist svo vera allt sumarið því svörin voru þau sömu vikum saman. Skömmu síðar kom í ljós að afkoma Búnaðarbank- ans var með besta móti og því hefur bankastjórinn væntan- lega verið að hnýta samninga en ekki bara flugur í þessum ferðum. Stórgróðasamninga. Hvar væri íslenska þjóðin stödd ef topparnir hefðu ekki þetta svigrúm? Löggan verður að láta af þessari hnýsni. GARRI Straumur innflytjenda til Reykjavíkur er svo stríður að land undir lóðir á borgartorfunni er upp urið og nágrannabyggðir hafa ekki undan að skipuleggja ný lönd og brjóta þau undir byggð. Þótt borgin sé búin að kaupa vænar spildur af Mosfells- sveit og innlima Kjalarnes eru Iandþrengslin slík að Island er orðið alltof lítið og svo hlaðið náttúruperlum, að ekki finnast önnur ráð en að leggja hafið líka undir byggð. Verið er að kynna nokkra land- fyllingarkosti með það fyrir aug- um að gera Faxaflóa byggilegan og einnig er hugað að byggð úti í Skeijafirði. Flugvellir á hafi úti eru taldir til náttúruspjalla, svo að ekki verður af Iagningu þeirra þar í bráð. Hins vegar telja sam- gönguráðuneytið og borgaryfir- völd að flugvöllur tilheyri mið- borgarlífi og eru skotheld á öll rök þar um og eru lagin að leiða Lengi tekur sjórinn við hjá sér allar umræður við borgar- búa um þá tilhögun, en Ieggja þeim mun betur eyrun við hveij- ar eru ímyndaðar þarfir hrepp- stjóra úr fjarlægum og íbúa- snauðum þorpum varðandi land- nýtingu í miðkjama Reykjavíkur. Geðslegt nábýli Orfirisey er orðin stór og þar er mikið athafnapláss. Þar er fiskihöfn og þar er Kaffivagninn, fisk- vinnslustöðvar og pen- ingaþefjandi mjölverk- smiðja. Þar er einnig helsta olíuhöfn landsins og birgðageymslur sem taka milljónir tonna af olíu. Eigendunum finnast tank- arnir slíkt augnayndi, að í skammdeginu eru þeir Iýstir upp, eins og Iistaverk og glæsibygging- ar. Jafnvel postmódernistum hryllir við slíkum smekk. Nú er f ráði að aka milljörðum A .r.i/Gím.c'. li.t bJuJTÍr/icbnYiíijli'/ tonna af grjótí út að bauju 7 og planta fimm þúsund manna íbúðabyggð í strenginn suður af Hvalfirði. Næsta byggð f Iandi verða olíugeymarnir fögru og fiskimjölsverksmiðjan, sem allir finna fnykinn úr nema eigend- urnir. Þar með rætast draumar skipu- lagsins að teygja og toga Reykja- vík upp á heiðar, inn fyrir öll Sund og Iang- leiðina út á Svið, þar sem löngum voru hel- stu fiskimið Innnes- inga. En Seltirningar friða sín óbyggðu lönd og kalla náttúruperlur og aka Bensum sínum og jeppum um hálfstíflaðar um- ferðaræðar gegnum íbúðahverfi höfuðborgar, og er heldur betur fart á þeim mörgum hverjum. Öngþveiti Þegar búið verður að planta nokkur þúsund manns á uppfyll- ingar úti í Faxaflóa verður kannski farið að hyggja að hvern- ig bregðast á við enn aukinni bílaumferð á grandann milli hafnar og flugvallar. Lausnin hlýtur að felast í jarðgöngum, sem opnast úti í Flóa en skipu- lagið og guðirnir mega vita hvar stinga á hinum endanum upp svo að enn verði ekki aukið á um- ferðaröngþveitið, sem ökumenn halda að ríki í Reykjavfk vegna þess að þeir geta ekki ekið alls staðar viðstöðulaust á 90. Allt skal til vinna að gera Reykjavík að víðlendustu borg veraldar og það er sama hvað það kostar í peningum, mengun, óþægindum og illri meðferð á fólki. Hrörlegi flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er slíkur auga- steinn ráðamanna að varðveisla hans er að verða ein dýrasta þrá- hyggja Islandssögunnar. Er þá mikð sagt. inu zhasemfie «oebnym'i liJ ejj: DMjur spuria svaraið) Á að endumýja staifs- leyfi Faxamjöls, sem rennurútá næsta ári? Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri Radisson Hótel Sögu. „Eg er meðal þeirra sem lagði inn kvörtun vegna þess óþefs sem kom frá verksmiðju Faxa- mjöls. Hér voru gestir sem undr- uðust þessa lykt og spurðu hvað þetta væri. Síðan vill svo til að ég var niðri í bæ þetta kvöld og þá var skemmtiferðaskip við höfn- ina, frá því voru ferðamenn á bæjarrúnti, sem varla hefur þótt gaman að lenda í þessu. Um- rædda helgi vorum við með er- lenda blaðamenn hér á hótelinu sem eru að skrifa hér um Island - og þó ég viti ekki hvort þeir skrifa um þennan óþef þá er ekki gaman að þessi uppákoma verði á sama tíma og þegar við erum að markaðssetja hreina ímynd landsins." Giumlaugur Sævar Gunn- laugsson framkvæmdastjóri Faxamjöls. „Eg svara þessari spurningu ját- andi. Grandamjöl hefur staðið sig vel við að upp- fylla þau skilyrði sem fyrirtækinu hafa verið sett fyrir starfsleyfi sínu, en vissulega gerðist óhapp á dögunum og það hörmum við. Verksmiðja Faxa- mjöls er hér inni á skipulagi og var á sínum tíma byggð af borg- aryfirvöldum og ég minni á að í dag er engin fiskimjölsverk- smiðja sem er eins vel búin mengunarvarnarbúnaði eða starfar eftir jafn ströngum skil- yrðum í þeim efnum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson borgatfulltníi Sjálfstæðisflokks. „Um Faxamjöl gilda sömu reglur og önnur fyrir- tæki og brjóti menn þar af sér verður að taka á málinu. Eg minni á að fagleg ábyrgð í þessu máli er á hendi Hollustuverndar ríkisins og Um- hverfisráðuneytisins, sem aftur gefa út starfsleyfið. Borgin hefur hinsvegar umsagnarrétt í mál- inu. Vegna þessa tilviks sem kom upp hjá Faxamjöli verður borgar- stjóri að gæta samræmis í mál- flutningi sínum. Sömu vinnu- brögð skulu þá gilda og í öðrum sambærilegum málum, sama hvort í hlut eiga Jón eða séra Jón.“ Helgi Pétuisson borgaifidltrui Reykjavíkurlistans. „Við munum fylgjast grannt með starfsemi Faxamjöls og sjá til þess að fyrr- tækið starfi sam- kvæmt sínu starfsleyfi. Ef fyr- irtækið ætlar ekki að gera það þarf að skoða málið.“ i/bta i'hid óf;c| (>n GgahfiníiGí uno

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.