Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 1
1,5 milljarðar fyrir sölu ÚA-bréfauna Allar líkur á ad 20% hlutur Akureyrarbæj- ar í Útgerðarfélagiuu verði seldur á næst- uuui. Tekist á uut söl- una. Bæjarfulltrúi miunihlutaus telur að lántaka hefði verið skynsamlegri til að mæta fjárþörf. Umdeilt skref var stigið í at- vinnusögu Akureyrar í gær þegar bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar tillögu um að öll bréf Akureyrar- bæjar í Útgerðarfélagi Akureyrar yrðu seld. Um er að ræða allt að 1500 milljóna króna sölu og á Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, von á að meirihlutinn samþykki söluna. Ljóst er að skoðanir eru mjög skiptar meðal bæjarfulltrúa sem og bæjarbúa, enda hefur Iengi verið tekist á um eignaraðild bæjarins að UA. Oddur Helgi Halldórsson, bæj- arfulltrúi L-Iistans, lýsir sig al- gjörlega andvígan sölunni. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri segir að um eðlilegt skref sé að ræða frá því að fjárhagsá- ætlun var lögð fram í desember. Hvað ráðstöfun Ijárins varðar sé af nógu að taka en ekkert hafi verið ákveðið. „Eðlilega hefur verið rætt að at- vinnulífið fái vítt og breitt að njóta góðs af þessu. Allt frá því að hafa nægilegt framboð af leik- skólarýmum til nýsköpunar í atvinnulífinu," seg- ir bæjarstjórinn á Akureyri. Þörf á peninguin Ásgeir Magnússon bendir á að Akureyrarbær standi í meiri framkvæmdum en ráðstöfunarfé leyfi og alltaf hafi verið rætt um að taka málið til skoðunar. Stað- an sé allt önnur nú gagnvart eigninni en var þegar bærinn átti meirihluta í ÚA. Sjálfsagt sé að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að nýta peningana sem Iiggja í ÚA-bréfunum með betri hætti en ella. „Eg tel mjög líklegt að bæjarstjórn samþykki söl- una,“ segir Asgeir. Um er að ræða 20% hlut og hefur gengi bréfanna í ÚA farið stighækkandi allt árið. Skráð gengi var um 6,3 í gær þannig að söluverðið er 1200-1300 milljónir sam- kvæmt því. Við þá tölu má að mati sérfræð- inga bæta 10- 15% enda líkur á að „slegist verði um bréfin" svo vitnað sé í orð verðbréfasala. As- geir segir engan veginn tímabært að velta því fyrir sér hverjir muni kaupa eða hvernig verði staðið að sölunni. „Aðalatriðið er að fá sem best verð fyrir bréfin.“ Oddur Helgi Halldórsson, full- trúi L-listans á Akureyri, segist mjög ósáttur, enda hafi L-listinn haft á stefnuskrá sinni fyrir síð- ustu kosningar að bréfin yrðu ekki seld. „Þorri Akureyringa vill að bærinn eigi áfram þennan hlut og við bæjarfulltrúar eigum að endurspegla vilja fólksins," segir Oddur. Hann bendir á mik- ilvægi þess að tryggja stöðu fyrir- tækisins innan bæjarins, enda sé ÚA einn stærsti vinnustaður Ak- ureyrar. „Ég sé enga ástæðu til að selja þessi bréf og mun greiða atkvæði gegn því.“ Frekar lán en eignasölu Varðandi Ijárþörf bæjarins segist Oddur frekar hafa kosið að auka lántökur ef þess þurfi, enda njóti bærinn mjög góðra vaxtakjara. „Eg tel að ávöxtun útgerðarfé- lagsins sé meiri en sem nemur vöxtum af samsvarandi láni.“ Vildu selja strax Oddur segir að fyrir bæjarráðs- fundinum í gær hafi uppruna- lega legið fyrir tillaga um að bæj- arráð samþykkti söluna og bæj- arstjóra yrði falið að leita tilboða. Hann ásamt fulltrúa Framsókn- arflokks hafi lagst gegn þessu og lendingin hafi orðið sú að vfsa málinu til bæjarstjómar. Bæjar- stjórn mun afgreiða málið 20. júlí nk. - Bl> Feiknadýr prófkjör Sighvatur Björgvinsson sér fyrir gríðarlega kostnaðaraukningu í sambandi við prófkjör flokka í nýju kjördæmaskipaninni þar sem Iandsbyggðarkjördæmin stækka. Sighvatur segir: „Vegna þessa óttast ég að þingmenn eigi eftir að sjá prófkjör sem eigi eng- an samjöfnuð kostnaðarlega séð. Dýrar auglýsingar verða eini möguleikinn fyrir frambjóðendur til að koma sér á framfæri í þess- um stóru kjördæmum í prófkjöri. Það getur enginn heimsótt hvert byggðarlag á öllu svæðinu í próf- kjörsbaráttu. Menn munu heim- sækja fjölmennustu byggða- kjarnana en síðan nota auglýs- ingar.“ Þetta kemur m.a. fram í fréttaskýringu í blaðinu í dag um áhrif nýju kjördæmaskipunar- innar á stjórnmál dagsins í dag. Sjá bls. 8 og 9. Þessir ungu ferðamenn voru að grilla í um 20 stiga hita á Akureyri í gær. Nú er ferðamannastraumurinn að kom- ast í hámark og með biaðinu í dag fylgir 16 síðna sérblað um ferðir innanlands. mynd billi Lausi stóll- inn óræddur „Þetta mál hefur ekkert komið til kasta okkar í bankaráðinu og hefur ekki verið á dagskrá allar götur frá því að stóllinn losnaði þegar Steingrímur Hermanns- son hætti í júní á síðasta ári. Eg hlýt að gera ráð fyrir því að stað- an verði auglýst og að bankaráð- ið afgreiði síðan tillögu til við- skiptaráðherra," segir Þröstur Olafsson, varaformaður banka- ráðs Seðlabankans, í samtali við Dag. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í fréttum sl. þriðjudags- kvöld að það væri frágengið mál að Halldór Guðbjarnason, fyrr- um Landsbankastjóri, myndi setjast í þann bankastjórastól í Seðlabankanum sem losnaði þegar Steingrímur Hermanns- son hætti fyrir rúmu ári. Degi hefur ekki tekist að ná tali af Finni Ingólfssyni, bankamála- ráðherra, né Olafi G. Einars- syni, formanni bankaráðs Seðla- bankans. Hins vegar segja heim- ildarmenn Dags að lengi hafi staðið til að fá Halldór í stólinn og var beðið eftir niðurstöðun- um í rannsókn Lindarmálsins. Nú er það mál frá og styttist óðum í að Seðlabankinn færist undir forsætisráðuneytið. Æra óstöðugan „Það er hins vegar mín skoðun að menn ættu að nota tækifærið til að fækka Seðlabankastjórum. Til þess þarf lagabreytingu og fram að því ætti að vera hægt að búa við lögleysu eins og gert hefur verið síðastliðið ár, en Iög- in segja sem kunnugt er að bankastjórarnir skuli vera þrír,“ segir Þröstur Olafsson. Halldór Guðbjarnason vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Dag og sagði það „æra óstöðugan að tjá sig um frétta- flutning Stöðvar 2 af málinu." - FÞG Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 WORUJWIX EXPRCSS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.