Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 5
Tkgur FRÉTTIR • ' ’ < ' ' O > 1 r. n 11 >>• < FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1999 Rauði lierinn á Frá Þingeyri. Þar og á Bíidudai hafa nú orðið kaflaskil í atvinnumálum með því að Rauðsíða og tengd fyrirtæki eru hætt við greiðslustöðvun sína. Hætt við greiðslu- stöðvun vegna neitun- ar Byggðastofnunar um lán. Fiskverkunarfyrirtækið Rauðsíða í Bolungarvík, sem einnig hefur verið með starfsemi á Þingeyri og Bíldudal undir nafninu Rauð- feldur, hefur hætt við áform um greiðslustöðvun sem byggðust m.a. á því að lán fengist hjá Byggðastofnun til þess að halda starfseminni gangandi. Hún hef- ur legið niðri um hríð og starfs- menn verið atvinnulausir. Ketill Helgason, framkvæmda- stjóri Rauðsíðu, segir meginá- stæðu þess að hætt sé við öll áform um greiðslustöðvun og hagræðingar í kjölfar þess, neit- un Byggðastofnunar um að veita fyrirtækinu lán. „Byggðastofnun synjaði okkur um lán en það voru forsendur þess að starfsemin gæti haldið áfram. Við náum ekki lánsfjár- magni annars staðar frá,“ segir Ketill Helgason. - Hvað gerist næst? „Það hafa ekki verið teknar ákvarðanir um það en stjórn fyr- irtækisins mun taka ákvörðun um framhaldið þegar hún kemur saman. Málið er orðið mun erf- iðara og þyngra fyrir fæti en áður.“ - Eru líkur ú því að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota? „Já, það sérð þú, maður, eins og allir aðrir.“ Sighvatur Björgvinsson, þing- maður Vestfjarðakjördæmis, seg- ir það mjög alvarlegt mál þegar fyrirtæki sem veitir svona mörg- um vinnu fer í gjaldþrot. Þing- menn eigi mjög erfitt með að að- hafast eitthvað í málinu þar sem þeir standi ekki í atvinnurekstri og því sé erfitt að sjá til hvaða úr- ræða þeir eigi að gnpa á þessari stundu. „Við gætum hins vegar reynt að greiða fyrir því að önnur at- vinnustarfsemi gæti komið á þessa staði, en við höfum enga fjármuni til að setja í það. Fyrir- tæki eru ekki lengur upp á náð og miskunn stjórnmálamanna komin en hlutverk Alþingis er að setja lög og almennar reglur um samskiptin í þjóðfélaginu," sagði Sighvatur Björgvinsson. — GG Þórólfur Árnason, forstjóri Tals. Vonbrigði „Mín fyrstu viðbrögð eru vonbrigði yfir því að svörin skuli ekki vera af- dráttarlaus, sérstaklega í ljósi af- dráttarlausra ummæla ráðherrans á Alþingi um þessi mál, þar sem hann meðal annars nefndi Eftir- litsstofnun EFTA sem úrræði. Við munum skoða þessi mál og ákveða okkar gang í framhaldinu," sagði Þórólfur Amason, forstjóri Tals, í samtali við Dag í gær, þá nýbúinn að fá í hendur svar Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra og Ragnhildar Hjaltadóttur, skrif- stofustjóra í ráðuneytinu, við er- indi Tals sem sent var í síðustu viku. Þar var ráðherra m.a. spurð- ur hvort og hvemig hann ætlaði að verða við tilmælum Samkeppnis- ráðs í svokölluðu Landssímamáli. I svarinu til Tals segir m.a. að ráðuneytið sé að fara yfir málið og síðan verði settur upp starfshópur sem geri tillögur um viðbrögð og þegar hann hafí lokið störfum verði málið skoðað betur. - BJB Margir koma að viðreisiiiimi vestra Margir að viiuia að því að stofna útgerð- ar- og fiskvinnslufyr- irtæki á ísafirði til þess að halda uppi at- viunu á staðnum og bjarga kvóta sem er á leið úr byggðarlaginu. Eins og Dagur skýrði frá í gær eru þreifingar í gangi á Vestfjörð- um um stofnun fyrirtækis til að kaupa skip með kvóta til að bjarga atvinnulífinu á Isafírði eft- ir að 100 manns var þar sagt upp störfum á dögunum vegna sam- einingar íshúsfélags ísfirðinga og Hraðfrystihússins í Hnífsdal. Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður staðfesti að hann hefði heyrt af þessu sem og Karitas Pálsdóttir, stjórnarmaður í Al- þýðusambandi Vestfjarða. Einar K. Guðfinnsson, 1. þing- maður Vestfjarða, var spurður hvort hann kannaðist við þetta Einar K. Guðfinnsson segir að mjög margir hafi verið að ræða málið. mál og sagði hann svo vera. „Eg hef eins og aðrir orðið var við þær miklu áhyggjur sem fólk hér um slóðir hefur vegna stöðu atvinnumálanna og þess sem gæti gerst eins og sölu á afla- heimildum úr byggðarlaginu. Eg veit Iíka að mjög margir hafa ver- ið að ræða málið sfn í milli hvað hægt sé að gera og með hvaða hætti hægt sé að bregðast við. Eg held að enn sé ekkert fast í hendi og get í raun ekki tjáð mig frekar um málið á þessu stigi," sagði Einar K. Guðfinnsson. Kvótinn verði kyrr Stjórn Básafells hf. hefur ákveð- ið að selja togarann Sléttanes IS og með honum 1200 lesta þorskígildiskvóta. Það er ekki síst þessi kvóti sem menn fyrír vestan horfa nú á, sem ákjósanlegan grunn fyrir nýju fyrirtæki og hugsa með skelfingu til þess ef hann yrði seldur úr byggðarlag- inu. Menn eru mjög varkárir þegar spurt er um hverjir standi á bak við þessa viðreisnartilraun. Þó er vitað um áhuga verkalýðsfélag- anna vestra á málinu. Sömuleið- is mun ætlunin að Ieita eftir stuðningi almennings á Isafirði og síðast en ekki síst eru fjár- sterkir aðilar, bæði fyrir vestan og brottfluttir Vestfirðingar inni í myndinni. Þá hefur Dagur heim- ildir fyrir því að þingmenn kjör- dæmisins vinni með heima- mönnum í þessu máli. — S.DÓR Mávur olli milljdnatjóni Fugl, sem að öllum lfkindum er mávur, olli flugfélaginu Atlanta 70 milljóna króna tjóni f gær- morgun þegar hann fór í þotu- hreyfil á Boeing 747 vél skömmu eftir flugtak frá Keflan'kurflug- velli. Að auki tafði hann skemmtiferð fjölda Islendinga um tólf tíma. Atlantavélin var í 1.700 feta hæð þegar þetta gerð- ist og var henni án tafar snúið við og lent giftusamlega í Kefla- vík. Um borð var ■ ! farþegi og 15 manna áhöfn á Ieiðinni til London. Við athugun komu í Ijós töluverðar skemmdir á mótorn- um og þurfti að skipta honum út. Hreyfill af þessu tagi kostar um 70 milljónir króna en við við- gerð í Lúxemborg í dag kemur í ljós hvað tjón Atlanta er mikið. Flugfélagið er tryggt fyrir skakkaföllum sem þessum. Sam- kvæmt upplýsingum frá flugum- ferðarstjórn í Leifsstöð er þetta í annað sinn á þessu ári sem fugl lendir í þotuhreyfli í og eftir flug- tak. A síðasta ári voru 12 slík til- felli skráð, oftast í júlí og ágúst, en engar skemmdir á hreyílun- um. Að sögn Björns Knútssonar flugumferðarstjóra er þessi árekstur við Atlanta-vélina sá fyrsti í sjö ár sem veldur tjóni á þotuhreyfli. Björn sagði vargfugli skipulega haldið í skefjum við flugvöllinn og að á þessu ári væri búið að skjóta 2.500 fugla. - BJB Landsbankinn hefur samið um lántöku á alþjóðamarkaði að fíárhæð 162 milljónir evra sem samsvarar 12,3 milljörðum króna. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum átti upphaflega að taka lán upp á 100 milljónir evra en vegna mikils áhuga fíárfesta á lánamarkaði varð end- anleg lánsfíárhæð 162 milljónir. Umsjón með lántökunni hafði Bank- gesellschaft Berlin í London. Lántakan fór fram í tveimur áföngum og alls tóku 23 bankar þátt í lánveitingunni. Þeirra á meðal eru bank- ar í S-Evrópu sem ekki hafa lánað Landsbankanum áður. Afnám ríldsstyrkja í sjávanitvegi Fastafulltrúi Islands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni í Genf (WTO) flutti í gær tillögu í aðalráði stofnunarinnar um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi. I tillögunni stóð m.a. að aðildarríki ættu að afnema rík- isstyrki sem leiddu til ofveiði í ljósi þess að ríkisstyrkir feli í sér höml- ur í viðskiptum, stuðli að óskynsamlegri nýtingu fiskistofna og rjúfí sjálfbæra þróun þeirra. Tilgangurinn með þessari tillögu er að koma málinu á dagskrá næsta ráðherrafundar Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar sem verður haldinn í Seattle í Bandaríkjunum í lok þessa árs. Komist málið á dagskrána þá munu viðræður um afnám ríldsstyrkja í sjávarútvegi verða eitt af viðfangsefnum næstu lotu viðskiptavið- ræðna á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem Iíklega verður hleypt af stokkunum snemma næsta árs. Meðal ríkja sem hafa lýst stuðningi við tillögu Islands eru Astralía, Argentína, Bandaríkin, Brasilía, Chile, Filippseyjar, Kanada, Noregur, Nýja-Sjáland, Perú og Tæland. — ÁÁ Færri bekkjardeildir? Eiríkur Brynjólfsson í kjarahópi uppsagnarkennara í Reykjavík segir að það komi ekki til greina að snúa aftur til starfa ef viðbótarfjárveit- ingin .sem borgaryfirvöld buðu í vor sé það eina sem þau hafi upp á að bjóða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að til greina komi að fækka bekkjardeildum og ráða leiðbeinendur, snúi kennarar ekld til starfa, þrátt fyrir viðbótarfíárveitingu. Þetta kom fram í frétt hjá Ríkisútvarpinu í gærkvöld. Birkifrjómagn vel yfir meðaltali Niðurstöður frjómælinga í júní í Reykjavík og á Akureyri liggja nú fyr- ir hjá Náttúrufræðistofnun Islands. Heildarfíöldi frjókorna í einum rúmmetra andrúmslofts var vel yfir meðallagi í Reykjavík eða alls 618. Meðaltal síðustu 11 ára í júní er 496 ffíókorn á hvern rúmmetra. Birkifrjómagn í borginni hefur ekki mælst meira f júní sfðan 1994 en miðað við sama mánuð í fyrra er minna frjómagn frá flestum öðrum gróðurtegundum, s.s. grasi, súrum og stör. A Akure\TÍ revndist þessu öfugt farið í júní. Þar mældist minna af birkifrjókornum en f sama mánuði í fyrra en meira af flestum öðrum tegundum. Þau hjá Náttúru- fræðistofnun spá háum frjótölum á þurn'iðrisdögum í júlí og vanlíðan hjá þeim sem haldnir eru ofnæmi fyrir gras- og súrufrjóum. - BJB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.