Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 7
FÖ s\'\jb\%\jR^ 9‘. Yb,iJX\'i9?9 9 - 7 ÞJÓÐMÁL Umhverfísmál koma ölliim viö „Eyjafjörður er þekktur fyrir aðlaðandi umhverfi. Mikill gróður er á Akureyri, taisvert er þar affaiiegum húsum og húsaröðum frá fyrri hluta aldarinnar og umgjörð fjallanna og sjávarins gera bæinn að eftirsóknarverðum dvalar- stað, “ segir Guðmundur m.a. í grein sinni. GUÐMUND- URSIG VALDASON VERKEFNISSTJÓRI HJÁ SORPEYÐINGU EYJA- FJARÐAR OG AKUREYRARBÆ SKRIFAR Þjóðir heimsins hafa ákveðið, með alþjóðlegum samþykktum sem ríkisstjórnir hafa staðfest, að snúa við þeirri þróun að stöðugt sé tekið meira frá náttúr- unni en hún framleiðir og að úr- gangi frá heimilum og fyrirtækj- um sé hent lítt hugsað og taki sí- fellt meira pláss. Koinandi kynslóðix Það kemur hverjum jarðarbúa við hvaða lífsskilyrði komandi kynslóðum eru búin á jörðinni, hverjum Eyfirðingi eins og öðr- um jarðarbúum. Daglegt líf hvers og eins hefur mikil áhrif á þessi lífsskilyrði, hvað menn kaupa niikið af varningi og orku og hversu vel þeir nýta út úr hlutunum. Orkunotkun Eyfirð- inga, eins og flestra Islendinga, er talsvert yfir meðaltali á íbúa í heiminum, en væntanlega svip- uð og meðaltal hins vestræna heims. En í þessu sambandi skiptir mikiu máli að kalt Ioftslag kallar á mun meiri orku til hús- hitunar á Islandi en víðast ann- ars staðar í heiminum, að hita- veituvatn er nánast mengunar- laust og að raforkunotkun Is- Iendinga hefur ekki enn gengið mjög nærri landinu. Eyfirðingar þurfa hins vegar, eins og flestir aðrir í hinu vestræna neyslusam- félagi, að vera sér meðvitaðir um þá gífurlegu mengun sem brennsla á bensíni og olíum hef- ur í för með sér. Einkabíllinn, svo góður sem hann getur verið, er ekki allur þar sem hann er séður! Akureyri í fremstu röð Eyjafjörður er þekktur fyrir að- Iaðandi umhverfi. Mikill gróður er á Akureyri, talsvert er þar af fallegum húsum og húsaröðum frá fyrri hluta aldarinnar og um- gjörð fjallanna og sjávarins gera bæinn að eftirsóknarverðum dvalarstað. Undanfarin mörg ár hefur markvisst verið unnið að því að styrkja þessa þætti með gróðursetningu trjáa á opnum svæðum, styrkveitingum til eig- enda gamalla húsa sem gera þau upp o.fl. Núverandi bæjarstjórn vill gera enn betur og setja Akur- eyri í fremstu röð þeirra sveitar- félaga sem bera umhverfismál í víðu samhengi fyrir brjósti. Heildaráætlun A Eyjafjarðarsvæðinu eru fimm sveitarfélög að helja gerð fram- sækinna heildaráætlana um um- hverfismál langt fram á næstu öld. Þessi sveitarfélög eru: Akur- eyri, Dalvíkurbyggð, Grýtu- bakkahreppur, Hrísey og Siglu- fjörður. Aætlanirnar eru gerðar undir formerkjum svokallaðrar Staðardagskrár 21, sem á rætur sínar að rekja til ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Ríó de Janeiró í Brasilíu árið 1992. Þar var samþykkt eins konar dagskipun jarðarbúa fyrir 21. öldina í um- hverfismálum. I örstuttu máli er hún sú að á næstu öld verði hætt að sóa hráefnum og orku og að engum úrgangi verði hent. Gerð hefur verið stutt úttekt á núverandi stöðu þessara mála á Akureyri, Siglufirði og í Grýtu- bakkahreppi. Þar kemur fram að ýmsir hlutir eru í nokkuð góðu horfi, en á nokkrum þátt- um þarf að taka sérstaldega. I öllum tihákum má betur gera, eins og alltaf er. Taki virkan þátt Mikilvægt er að íbúar sveitarfé- laganna taki virkan þátt í þeim aðgerðum sem gera þarf í um- hverfismálunum á næstunni. Víða erlendis eru litlir og stórir hópar fólks sem leggja sitt að mörkum að skapa komandi kyn- slóðum viðunandi lífsskilyrði á jörðinni á skemmtilegan og upp- byggilegan hátt. Slíkir hópar eru nú þegar að störfum, svo sem í Garðyrkjufélagi Akureyrar og Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Eyfirðingar eru duglegir og hug- myndaríkir, og ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að gera sér ánægju úr umhverfismálun- um. Ein leið af mörgum til þess er að taka þátt í mótun Staðar- dagskrár 21 fyrir samfélagið. Þeir sem áhuga hafa á slíku eru beðnir um að hafa samband við undirritaðan í síma 460 1458 eða netfangi: gudm@ak.is Nokkur orð um ósaunindi BX DRNBR. BJC )RNSSON EINN AF EIGENDUM HUGSJÓNAR SKRIFAR f Degi, fimmtudaginn 2. júlí, er grein undir fyrirsögninni „Mað- ur er nefndur til umljöllunar“. Þar fjallar blaðamaður um þá gagnrýni sem fram hefur komið á þættina „Maður er nefndur" fyrir lélega tæknilega vinnslu. Jónas Sigurgeirsson, forsvars- maður fyrirtækisins AIvís, sem ábyrgt er fyrir tæknilegri vinnslu þáttanna, kýs í samtali við Dag að draga kvikmyndafyrirtækið Hugsjón inn í þetta mál með heldur ósmekklegum hætti. Að- spurður hvort hann hyggist svara skrifum Geirs Hólmarssonar um gerð þáttanna, sem Geir kallaði „tæknilegan subbuskap" í grein í Morgunblaðinu, sagði Jónas: „Hann á sjálfur að sjá sóma sinn í að Ieiðrétta ósannindi sín. Eg vona sannarlega að það hafi ekki haft áhrif á hann, að hann er ná- tengdur kvikmyndagerðinni Hugsjón, sem hefur verið að móta hugmynd um framleiðslu svipaðra þátta fyrir Stöð 2. Það er því miður allt of mikið um öf- und og úlfúð í hópi kvikmynda- framleiðenda". Við þessi um- mæli er óhjákvæmilegt að gera nokkrar athugasemdir. í fyrsta lagi er kostulegt að Jónas skuli komast upp með að kalla gagn- rýni á ytri gerð þáttanna „ósann- indi“. Hitt mun miklu nær að þar liggi hinn beiski sannleikur. Þættirnir eru illa gerðir. Það finnst ekki neinn fagmaður í kvikmyndagerð á Islandi sem heldur því fram að þessir þættir séu vel unnir. I öðru lagi er það ekki rétt að Geir Hólmarsson sé nátengdur kvikmyndagerðinni Hugsjón. Svo vill til að hann er ekki í hópi þeirra mörgu tuga kvikmynda- gerðarmanna sem unnið hafa fyrir Hugsjón á undanförnum árum. Geir er hinsvegar hálf- bróðir eins af eigendum Hug- sjónar og Jónas vísar því væntan- lega til ímyndaðs samsæris um Mér er hins vegar illa við að hann reyui að tengja nafn Hugsjón- ar við sitt vonda verk. Kvikmyndagerðin Hugsjón hefur á und- anfömum tíu árum einkum einbeitt sér að framleiðslu sjón- varpsauglýsinga með þeim árangri að við höfum fengið fleiri verðlaun fyrir sjón- varpsauglýsingagerð en öU önnur íslensk kvikmyndafyrirtæki til samans. að halda fram „ósannindunum“. I þriðja lagi er hinn meinti grundvöllur hins meinta sam- særis ekki til staðar. Hugsjón hefur ekki verið „að móta hug- mynd um framleiðslu svipaðra þátta fyrir Stöð 2“. Hugsjón hef- ur öngva hagsmuni, hvorki í bráð né lengd, af því að bregða fæti fyrir Alvís og hefur ekki gert neinar tilraunir í þá átt. I fjórða lagi kannast ég hvorki við öfund né úlfúð í garð Jónas- ar né kvikmyndagerðarinnar Al- vís. Það má kannski heita úlfúð að svara rangfærslum hans og þá verður svo að vera. Um öfund er fráleitt að ræða. Eg öfunda Alvís ekki af því að framleiða sjón- varpsþætti fyrir 150 þúsund krónur og ég öfunda Jónas sann- arlega ekki af þvi verki sem hann hefur skilað. Mér er hins vegar illa við að hann reyni að tengja nafn Hug- sjónar við sitt vonda verk. Kvik- myndagerðin Hugsjón hefur á undanförnum tíu árum einkum einbeitt sér að framleiðslu sjón- varpsauglýsinga með þeim ár- angri að við höfum fengið fleiri verðlaun fyrir sjónvarpsauglýs- ingagerð en öll önnur íslensk kvikmyndafyrirtæki til samans. A þeim markaði eru lykilorðin; gæði og vönduð vinnubrögð. Af verkefnum á sviði dagskrárgerð- ar má nefna „Skáldatíma"; tólf þátta röð um íslenska rithöfunda sem sýndir voru á Stöð 2 og sex þætti sem Sjónvarpið sýndi í vet- ur undir samheitinu „Sönn ís- lensk sakamál". Hugsjón er þekkt fyrir allt annað en þann tæknilega subbuskap sem Alvís hefur orðið ber að - og þannig verður það áfram. Mér finnst hugmyndin að baki þáttunum Maður er nefndur vera mjög góð, sú hugmynd að taka viðtöl við hundrað Islend- inga í tilefni aldamótanna. Bæði eru viðtölin ágætlega unnin frá hendi spyijenda og vel virðist hafa tekist til við val á viðmæl- endum. Ekki aðeins höfum við sem nú lifum gagn og gaman af, heldur er heimildagildi þessara viðtala ómetanlegt. Þess vegna er grátlegt að sjá gildi þessa góða efnis rýrt með tæknilegum vinnubrögðum sem tilheyra for- tíðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.