Dagur - 15.07.1999, Síða 1

Dagur - 15.07.1999, Síða 1
Salur 1 í Háskólabíó mun ekki bjóða upp á 5-sýningar í vetur. Kaupa upp 5'm > > • -01010 Nú er ljóst að gífurleg aðsókn er í viðskiptafræðinám í Háskóla Is- lands, en um 500 nemendur verða í sumum námskeiðunum sem áður hafa haft um 240-290 nemendur. Tvennt kemur til þessarar aðsóknarsprengju. Ann- ars vegar er boðið upp á í fyrsta sinn stuttar og hagnýtar náms- leiðir eða svokallað diplómunám. Diplómunám tekur eitt og hálft ár og er hugsað m.a. til að auð- velda fólki úr atvinnulífinu að fá háskólapróf. Hins vegar hefur hinn almenni áhugi á viðskipta- fræðitengdu námi aukist. Vegna þessa milda fjölda mun Háskól- inn þurfa að kaupa upp 5-bíóið í sal 1 í Háskólabíóinu í allan vet- ur og fara að kenna þar á ný en það hefur ekki verið gert í mörg ár. Salur 1 er með stærstu sölum landsins og tekur hann um 1000 manns í sæti. Er ódýrasti kosturiim Kristín Klara Einarsdóttir, skrif- stofustjóri Viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Islands, segir að aðalatriðið sé að al- mennilega sé búið að nemend- unum. „Um 500 manns eru í stóru kúrsunum þremur, þjóð- hagfræði, rekstrarhagfræði og reikningshaldi á fyrsta ári, en hins vegar verða allir fimm kúrs- ar fyrsta árs í sal 1 til að geta haft stundatöfluna almennilega. Kennt verður frá kl. 15:00 til kl. 18:00 alla virka daga vikunnar," segir Kristfn Klara. Varðandi kostnaðinn við salarleiguna taldi Kristín Klara að þetta væri hag- kvæmara en að leigja einhvern annan sal eða skipta hópnum niður og tók Skúli Júlíusson, rekstrarstjóri fasteigna í Háskól- anum, í sama streng. Þessi ráð- stöfun á ekki að raska högum Sinfóníunnar sem einnig notar sal 1 í Háskólabíóinu fyrir æfing- ar sínar. — ÁA 1200 e-töfl- ur gerðar upptækar Búið er að leggja hald á 1200 e- töflur það sem af er árinu sam- kvæmt upplýsingum frá Karli Steinari Vaissyni, aðstoðaryfirlög- regluþjóni í Reykjavík. Svo virðist sem töluvert magn sé af e-töflum í umferð sem stendur. Skaðsemi töflunnar er alvarleg og kom upp tilvik í höfuðborginni um síðustu helgi þar sem ung stúlka var flutt á sjúkrahús með hjartsláttartrufl- anir í kjölfar neyslu. Um ræðir sjötta bráðatilfellið frá í vor og eru fórnarlömbin einkum á aldrinum 16-19 ára. „Það virðist töluvert framboð af e-töflum f augnablikinu. Hún kemur og fer. Það var lítið af henni í fyrra en að undanförnu höfum við lagt hald á 1200 töfl- ur,“ segir Karl Steinar. Til saman- burðar má geta þess að lögreglan í Reykjavík lagði hald á ríflega 2 þúsund e-töflur á öllu síðasta ári í einu máli. — BÞ Almennt ríkti góð stemmning á útitónleikum sem efnt var tii í Reykjavík í gær. Sumir sýndu þó meiri innlifun en aðrir. - mynd: teitur Ganga simdraðir til kj arasanininga Sérsamböndin sem eiga í deilu við ASÍ munu standa sér í komandi kjarasamn- ingum. Verkalýðs- hreyfingm því sundr- uð gegn sameinuðum vinnuveitendum. Á sama tíma og hin tvö öflugu samtök vinnuveitenda eru að sameinast og koma sterkari til kjarasamninga en nokkru sinni fyrr, er verkalýðshreyfingin að sundrast. Það er ekki bara að nokkur sérsambönd séu á leið úr Alþýðusambandi Islands vegna deilna um skipulagsmál sam- bandsins, heldur munu þau hin sömu sambönd ganga til kjara- samninga í haust hvert fýrir sig. Þetta fullyrðir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnað- arsambands Islands. Hervar Gunnarsson, 1. varafor- seti ASÍ, segist enn bera þá von í brjósti að ná megi sam- komulagi um að sérsamböndin gangi ekki úr ASI á þingi þess eftir ár. Hins vegar segist hann að verða vonlaus um að hreyfingin gangi sameinuð til kjarasamninga í haust. „Baia skætingiu og útúrsniming- ar“ Guðmundur Gunnarsson segir að Rafiðnaðarsambandið hafi lagt ákveðnar spurningar fyrir forráða- menn ASI um skipulagsmálin, en út úr því hafi ekkert komið. „Við fengum bara skæting og útúrsnúninga sem svör. Eg veit að það voru fundir f síðustu viku og í þessari viku með formönnum þeirra sambanda sem verða kyrr eins og Verslunarmannasamband- ið og Verkamannasambandið. Á þeim fundum var það sama upp á teningnum. Þeir þvertaka fyrir að koma til móts við þær athugasemdir sem við höfum gert. Þeir neita einnig að breyta nokkru varð- andi skipulag ASI til að koma til móts við okkur og þau sambönd önnur sem eru með blöndu af faglærðu og ófaglærðu fólki. Hin samböndin sem hafa verið að reyna að komast inn, eins og Bókagerðarmenn og Matvís, munu ekki komast inn í ASI vegna hins nýja skipulags ASI,“ segir Guðmundur Gunnarsson. Sundraðir „Það er ekki bara að þessi þver- girðingsháttur ASI forystunnar í garð blandaðra sérsambanda verði til þess að þau gangi úr AI- þýðusambandinu á þingi þess haustið 2000, heldur mun verka- lýðshreyfingin, vegna þessara deilna, ganga sundruð til kjara- samninga í vetur," segir Guð- mundur. Ráðherraprósenta „Eg el enn þá von í bijósti um að samkomulag geti tekist í deilu sérsambandanna og ASI. Aftur á móti óttast ég, eftir því sem á sumarið líður, að verkalýðshreyf- ingin gangi sundruð til kjara- samninganna í haust og vetur,“ segir Hervar Gunnarsson, 1. vara- forseti Alþýðusambandsins, í samtali við Dag. Þeir Guðmundur og Hervar eru sammáia um eitt og það er að launahækkunarkrafan muni verða fast að „ráðherraprósent- unni“, sem er 30% eins og menn eflaust muna. Guðmundur segir að fyrir rafiðnaðarmenn með fast- launasamninga, eins og þá sem starfa hjá Landssímanum, Lands- virkjun og öðrum slíkum stofnun- um, verði krafan „ráðherrapró- senta“. - S.DÓR r i Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands- ins: Fengum skæting frá ASÍ. FERJAYFIR BREIÐAFJÖRÐj Sigling yfir Breiöafjörö er ógleymanleg ferð inn í stórbrotna náttúru Vestfjarða. H iIj L'1 Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 ir\

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.