Dagur - 15.07.1999, Síða 2
2 - FIMMTUDAGUR 1S. JÚLÍ 1999
Vagur
FRÉTTIR
Bílastæðin eru nánast eini vandi Reykvíkinga efmarka má „vandamálaleit" Húmanistaflokksins.
Vandamál vand-
í'undin í Revkjavík
Hljóta menu ekki að vera
hamingjusamir í borg þar
sem fjórði hver maii ekki
eftir neinimi vanda og
helmingur hinna helst híla-
stæðavanda?
I Þingholtunum í Reykjavík virðast
menn hreint ekki þjakaðir af vandamál-
um ef marka má árangurinn af „vanda-
málaleit" sem Húmanistahreyfingin tók
sér fyrir hendur og sögðu nýlega frá í
blaði sínu. Húmanistar gengu í 73 hús í
grennd við miðstöð sfna á Grettisgöt-
unni og spurðu fólk hvað það teldi brýn-
asta vandamálið í hverfinu. En eftirtekj-
an verður að teljast ansi rýr.
I íjórða hveiju húsi fannst ekkert
vandamál. Hátt í helmingur hinna sögðu
skort á bílastæðum og mikla umferð
(þ.e. að hinir bíleigendurnir keyra allt of
mikið) brýnast sinna vandamála. Hjá
næstum helmingi hópsins sem þá var
FRÉTTA VIÐTALIÐ
eftir var bannsettur draslaragangur ná-
grannanna brýnasti vandinn: Fyrst og
fremst drasl og rusl í bakgörðunum en
einn nefndi leti við snjómokstur og tveir
veggjakrot.
Hallgrúnskirkia og kettimir
Aðeins á fimm heimilum (7%) var
minnst á einhver vandamál sem vörðuðu
börn og unglinga í hverfinu; skort á dag-
mæðrum; of marga í bekk í Austurbæjar-
skóla; og vöntun á leiksvæðum og félags-
aðstöðu fyrir stálpuð börn og unglinga.
Oregla og læti angrar heldur ekki
marga íbúa gamla bæjarins. Aðeins einn
nefndi helgarónæði. Einn sagði róna við
Nóatún brýnastan vanda. Og einn fíkni-
efnavanda, en fleiri vandræði fundust
ekki sem fallið gætu í þennan flokk.
Hávaði frá Hallgrímskirkju reyndist
hins vegar brýnasti vandinn á tveim
heimilanna. Mesta angur annarra var:
Krakkar í görðum að reykja; kettir og
áform um byggingu háhýsa. Og hjá ein-
um var brýnasti vandinn „of mikið af
húsum" í hverfinu.
„Gædavottorð“ fyrir
borgarstjómma
Borgaryfirvöld gleðjast væntanlega yfir
útkomunni úr þessari vandamálaleit
Húmanista. Reyndar hlýtur að jaðra við
vandamálaskort í miðborg þar sem brýn-
asti vandinn er vöntun á bílastæðum
(sem sfðan hefur komið í Ijós að er ekki
meiri en svo að nær enginn vill þyggja
kostaboð borgarstjóra um frítt bílastæði
og frítt í strætó). Enginn kvartaði t.d. um
Iélega skóla, skort á leikskólaplássum,
hættulegt umhverfi, lélega sorphirðu,
sóðalegar götur og torg, há fasteigna-
gjöld eða slakar gatnaviðgerðir og aðeins
einn um helgarónæði. Og raunar voru
það einungis 10% þátttakenda sem
kvörtuðu undan einhverju sem borgaryf-
irvöl ráða nokkru um eða hafa með að
gera, ef bílastæðin eru undanskilin. En
þeim verður varla fjölgað í Þingholtun-
um nema að jafna hús við jörðu. Og all-
ir ættu að vita að í gamla bænum má
ekki rífa hús. — HEI
Davíð klassa, góðærið bullandi, heimilin
Oddsson. hlaða á sig skuldum og ein skýrslan
sagði vanskilin hins vegar fara
minnkandi. Pottverjar taka eftir því hvað Davfð
tekur þessum tíðindmn fagnandi og segir þetta ein-
faldlega merki um góðærið sem hann hefur verið
svo duglegur að básúna út um móa og mel. En það
er kannski einföld skýring á þessu ef marka má það
sem einn pottverji hafði að segja þegar hami brá sér
á tjaldvagnaútsölu. Honum var boðið að borga af
vagninum iýrst eftix tvö ár og er þá nema von að
vanskilin séu að minnka...
Heljarinnar Hríseyjarhátíö er íýrirhuguð um
næstu helgi og kvisaðist út í pottinum að óvæntar
uppákomur yrðu í boði íýrir eyjaskeggja og gesti
þeirra. Óvissuferð hefur verið fastur liður í dag-
skránni og það ku hafa spurst út að iðnaðarmenn
voru nýlega að koma upp Mum trépalli úti í hólma
skammt undan landi. Pottverjar hafa það fyrir satt
að þar eigi nektardansmær að spóka sig í kvöldsól-
inni, þ.e. ef sólin lætur sjá sig. Erlendar dansmcyj-
ar fengust víst ekki 1 verkið vegna hitastigsms úti
iýrir og því mun íslensk freyja hafa verið pöntuð, ef
marka má orð pottveija...
Það fór ekki fram hjá þjóðinni þeg-
ar líkamsræktarparið Ágústa Jolm-
son og Hrafn Eriðbjörnsson skildu,
gott ef Séð & Heyrt hafi ekki slegið
því upp á forsíðu. Ágústa og Hrafn
ráku sem kunnugt er vinsæla lík-
amsræktarstöð og nú situr hún ein
við stjómvöliim þar. í pottinum
var það svo fullyrt að Hrafn væri
kominn til aðalkeppinautarins, Bjössá í World
Class, og farinn að kenna þar. Það fýlgir sögumri að
Hrafn hafi tekið mér sér fullt af kúirnum og því
virðist skilnaðurinn hafa verið vatn á myllu
Karl Bjomsson
formaðitrlaunanefndar
sveitaifélaga
Sveitarfélög hafa með ýms-
um hætti reyntað laða til sín
hennaraaðundanfömu. Nýj-
ast herast sögur afstyrkjum
til kennaranemaáAkureyri
og á Suðumesjum. Núver-
andi keifi þaifað endur-
skoða.
Ogeðfelldar aðfarir kennara
- Gera þessi „kennarauppboð11 ekki starf
launanefndar sveitarfélaganna dálttiðflók-
ið?
„Að vissu leyti, jú. Launanefndin hefur
haft fullnaðarumboð til að gera heildarkjara-
samning á landsgrundvelli og við teljum
óæskilegt þegar menn breyta þeim grunni og
bæta við eða breyta ákvæðum. Varðandi stað-
aruppbætur og sérstök tilboð hefur þetta þó
alltaf tíðkast að einhverju leyti. Umframeftir-
spurn eftir ákveðnum starfskröftum bæði í
einkageiranum sem og hinum opinbera hvar
sem er hefur alltaf kallað á staðaruppbætur,
styrki og annað. Við getum ekkert sagt við því
en aðalatriðið er að grunnsamningum verði
ekki breytt."
- Eru teikn á lofti um að staðið verði öðru-
vísi að launagreiðslum til hennara í fram-
tíðinni en með heildarsamningum?
„Við erum að skoða alla fleti ef svo má
segja. Launanefndin stendur á tímamótum
og er að hugsa sinn gang og undirbúa næstu
samningsgerð. Nefndin mun vinna í miklu
samstarfi við sveitarfélögin. Við munum
kynna ýmsa valkosti í þeim efnum en sveitar-
félögin verða að taka ákvörðun um hvort þau
vilja nýta sér þjónustu launanefndarinnar
eða ekki. Ef til vill verða gerðarbreytingar á
einhverjum sviðum og búast má við því að
einhver sveitarfélög vilji alfarið eða að
minnsta kosti að hluta sjá sjálf um samnings-
gerðina heima í héraði."
- Er hugsanlegt að það hæfi ekki kenn-
arastéttinni lengur að vera í einum heild-
arpaltka?
„Það er tæknilega alveg framkvæmanlegt
áfram að gera einn heildarkjarasamning en
þó eru menn t.d. nú að ræða kosti og galla
vinnustaðasamninga þar sem byggt yrði á
ákveðnum þáttum á landsgrundvelli en út-
færslur annarra þátta færu fram í héraði. Að-
alatriðið er að slíkar útfærslur færu fram
undir merkjum friðarskyldu og menn virði
sína samninga. Það er Iykilatriði að skilgreina
mjög vel hvaða þættir eigi hvar heima.“
- Hvað finnst þér um það sem margir
kalla hópuppsagnir tiltekinna stétta að
undanförnu?
„Sú aðferð finnst mér afskaplega ógeðfelld
til að ná fram kjarabótum. Menn eiga að
virða þá samninga sem eru í gildi. Agaleysið
sem felst í vanvirðu samninga eru vond skila-
boð inn í allt þjóðfélagið. Bæði til æskunnar
og þeirra eldri.“
- Myndu skipulagsbreytingar e.t.v. auka
líkumar áfriði?
„Menn hljóta að skoða það. Núverandi
ferli hefur greinilega ekki haldið og við verð-
um annað hvort að bæta það eða finna upp á
einhverju nýju. Ég trúi því ekki að menn kjósi
sér það öryggisleysi sem fylgir því að búa við
þá hættu að samningar verði ekki virtir í
framtíðinni."
- Hvernig Ust þér á kennaraskortinn sem
við blasir á höfuðborgarsvæðinu í haust?
„Ég vona að vandinn leysist á farsælan hátt
með því að kennarar dragi uppsagnir sínar til
baka. Eins og ég sagði áður finnst mér ógeð-
fellt að nota hópuppsagnir sem kjarabaráttu-
tæki þegar í gildi eru samningar milli aðila."
- BÞ