Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 16.07.1999, Blaðsíða 2
2 - FÖSTVDAGUR 16. J Ú L í 1999 D^ur FRÉTTIR Kaloriurnar í hamborgurum og frönskum eru ófáar. Að jafnaði fara ofan í okkur 3.100 kaloríur á dag sem er 10% meira en fyrir áratug. - mynd: brink Islendingar hvað neyslugrennstir Islendingar éta (eða henda) minnst af mat af öllum þjóðum Vestur-Evrópu, að Finnum undanskyldum, en Danir eru heimsins mestu mathákar. Allar þjóðir Vestur-Evrópu virðast éta (eða henda) meira af mat heldur en Is- lendingar og Finnar, en Danir eru mestu heimsins átvögl, samkvæmt lífsjgæða- skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Ut frá heildar matvælaífamleiðslu í hverju landi árið 1996, auk matvælainnflutnings að frádregnum útflutningi, er þar reiknaður út meðalfjöldi hitaeininga á mann á dag. Grammaljöldi á mann á dag af prótíni og af fítu er sýndur sérstakega og sömuleið- is breytingar sem orðið hafa síðan 1970. Múrna prótín - meiri sykur A íslandi er kaloríuframboðið um 3.100 á mann á dag, um 10% fleiri en fyrir ald- arfjórðungi. Athygli vekur að prótínn- eysla Islendinga (111 gr./dag) hefur minnkað um rúm 8% síðan 1970, sem væntanlega skýrist af minnkandi fiskáti. Fituneysla er aftur á móti óbreytt, rúm 116 grömm á dag, þannig að við fáum að jafnaði þriðjung allra okkar hitaeininga úr fitu. AUar viðbótarkaloríurnar á tíma- bilinu og gott betur, eða rúmlega 320 kal./dag, koma því með auknu kolvetna- áti. Sú viðbót samsvarar t.d. kaloríuljölda í 80 grömmum af sykri. Danir éta mest allra af filu Með rúmlega 3.800 kaloríur á mann á dag dæmast Danir heimsins mestu mat- hákar, enda hafa þeir aukið skammtinn um ríflega fímmtung síðasta aldaríjórð- unginn. Yfirburðir þeirra skýrast einkum af ógurlegu fítuáti, 181 gr. á mann á dag (=1.630 kak). Næstir þeim koma Portú- galir, Bandaríkjamenn og írar með í kringum 3.650 kal./dag. Þá Grikkir, Belg- ar, Tyrkir, Frakkar og ítalir með í kringum 3.550 kal./dag. Meðalskammturinn í iðn- ríkjunum er 3.380 kal./dag á mann, og flestar aðrar V-Evrópuþjóðir eru nálægt því. Neyslugrennri en við, meðal vest- rænna þjóða, eru einungis Kanadamenn og Finnar, sem éta minna en 1970, en flestar þjóðir éta nú meira en þá. Próteinskammturinn á mann er 105 gr. að meðaltali og fíta 133 gr. í iðnríkjum, en þriðjungi og helmingi minni í þróun- arlöndunum. Frjálsir - með tóman maga í mörgum fyrrum Sovétlýðvelda gefur kaloríuneysla til kynna að þar gangi margir svangir til sængur á kvöldin. I öll- um þessum löndum, m.a. Rússlandi, eru kaloríur á dag færri, í mörgum þessara landa miklu færri, en 2.800 kaloríu-með- altalið fyrir þessi Iönd og A-Evrópu, þ.e. 17% lægra en í iðnríkjum. I Kákasus- Iöndum er skammturinn undir 2.200 kal./dag, líkt og í fátækustu Afríkulönd- um. Pólveijar, Ungveijar, Tékkar og Hvf- trússar geta aftur á móti kýlt vömbina líkt og V-Evrópumenn. Eim jafn svangir og 1970 I þróunarlöndunum er meðaltalið 2.630 kaloríur á mann á dag - næstum íjórð- ungi meiri en íyrir aldarijórðungi. En öll sú aukning hefur orðið í Araba- og Asíu- Iöndum. I Kína hefur meðalskammtur- inn t.d. aukist úr 2.000 upp í 2.840 kal./dag síðan 1970 en hjá Indveijum helmingi minna, eða í 2.420 kal./dag. I löndum í suðurhluta Afríku og öðrum lágþróuðustu löndum heims er meðal- skammturinn aðeins 2.200 og 2.100 kal./dag og hefur ekkert aukist síðasta aldarfjórðunginn. Suður-Afríka, með 2.930 kal./dag á mann sker sig því alger- Iega úr í þessum hópi. — HEI FRÉTTAVIÐTALIÐ Eréttastofa Stöðvar 2 hefur verið dugleg að fjalla um ófremdará- standið hjá íbúðalánasjóðnum og er það vel, enda óþolandi að bíða endalaust eftir húshréfaláni og greiðslumati. Pottverjar hafa liiiis vegar tekið eftir myndskreyting- unni því að á myndum af húsum í borginni hefur gamla strompinum í Gufunesi ítrekað brugðið fyrir á skjánum. Pott- verjum finnst auðvitað með öllu óþolandi að nota úrcltar myndir í umfjöllun um úrelt húsbréfalána- kerfi - ekki nema að þetta sé með ráðum gert hjá Páli Magnússyni og hans spræku fréttahaukum... Páll Magnús- son. í pottinum var verið að ræða mál kennara í Reykja- vík og sýndist sitt hverjum. „Þeir ættu að fara að vinna fyrir kaupinu sínu þessir andsk...,“ sagði einn, á meðan aimar tók upp hanskann fyrir þessa þrasgjömu stétt. Þá hafði það spurst út að kennarar ætluðu að svara ærlega fyrir sig á fundi í dag og til samkomunnar hoðaði hópur sem kallaði sig „Hóp- ur uppsagnakennara í Reykjavík“. Við höfum ís- lenskukeimara, stærðfræðikennara, enskukennara, og þannig mætti lengi telja, en hér virðast komnir nýir fræðimenn, uppsagnakennarar. í pottinum veltu menn því íyrir sér hvort uppsagnafræði skyldi vera komin á námsskrána í Kemió.... I pottinum var ehmig verið að fjalla um frétt Dags í gær uin skrið- una sem féll í Almenningum á Siglufjarðarvegi á dögunum. Skriðan stendur þar óhögguð og segjast vegagerðarmenn vera hræddir við að hreyfa við henni. Sé það gert geti allt ljalliö farið af stað. Pottveijarsáufyrirsérglottið á Kristjáni L. Möller, þingmanni og Siglfirðhigi nr. 1, sem berst hetjulega fyrir Héðinsljarðargöngun- um til Ólaísfjaröar. Því lengur sem skriðan er á sm- Kristján L Möller. um staó gætu likur neínilega aukist á að draumur_ hans rætist... Borgin búin að missa marga hæfa kennara Eiríkur Jónsson fonruiður Kennarasambands íshnds Uppsagtiirketinara tnunu margarhverjarkoma til fram- kvæmda enda ekkiaðeins um sýndarhótanirað ræða að sðgn Kennarasambandsins. Sífelld mannaskipti skaðaskólastarf Karl Bjömsson, fortnaður launanefndar sveitaifélaga, kallaði hópuppsagnir kenn- ara í Degi í gær ógeðfellt tæki í kjarabar- áttu. Lausnin á yfirvofandi kennaraskorti á höfuðborgarsvæðinu felst í þvt að kenn- arar dragi uppsagnir stnar til baka að mati hans? „Ég á ekki von á að þessi hópur dragi upp- sagnir sínar til baka. Ég skildi ekki alveg samhengið hjá Karli. Hann gerði sjálfur einn af betri samningum landsins við sína kennara við svipaðar aðstæður. Ef hann hef- ur þessa trú hefðu kennarar í hans sveitar- félagi alveg eins átt að draga uppsagnir sín- ar til baka þannig að hann er ekki sjálfum sér samkvæmur. Þótt einhveijir kennarar dragi uppsagnir sínar til baka er borgin þegar búin að missa marga hæfa einstaklinga. Þetta fólk segir upp til að komast í betur Iaunuð störf. Ann- að hvort kennslu annars staðar eða allt aðra vinnu. Vandamálið snýst ekki um hópupp- sagnir. Fólkið sættir sig ekki við sín kjör.“ - Vill KÍ aukinn sveigjanleika hjá sveit- arfélögum til að gera sérsamninga við kennara? „Þau hafa allan þann sveigjanleika sem þarf til að geta gert betur við sitt fólk en kjarasamningar segja til um. Samningar eru lágmarkskjör. Mér finnst svolítið skondið að hugsa til þess að vinnuveitendur fetta alltaf fingur út í sérkjarasamninga við kennara þrátt fyrir að þessar aðferðir tíðkist alls stað- ar í atvinnlífinu. Að öðru leyti höfum við lýst því yfir að við erum tilbúin að mæta sveitarféíögunum annað hvort sem einni heild eða semja við hvert og eitt sveitarfé- lag.“ - Einhverjir neikvæðir þættir hljóta þó að fylgja þvt að framboð og eftirspum ráði kjörum kennara. Að eitt sveitarfélag þurft að greiða miklu hærri laun en annað? „Það er alveg rétt að sú staða er ekki þægi- leg. Það hefur loðað við okkur að fólk vill hrúgast hér á suðvesturhornið og sveitarfé- Iögin standa auðvitað frammi fyrir ákveðn- um aðstöðumun. Rótin að þessum vanda er hins vegar sú að árið 1996 vildu sveitarfé- lögin ekki meiri peninga með grunnskólan- um þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá okk- ur og þar ber Karl Björnsson mikla ábyrgð sem einn þáverandi forsvarsmanna sveitar- félaganna í samningum um flutning tekju- stofna. Við bentum þeim ítrekað á hvaða ástand myndi skapast en maður talaði gjör- samlega fyrir daufum eyrum.“ - Hefurþað verið rannsakað hvort fylgni er milli launakjara kennara og árangurs í kennslu? „Nei, ekki svo ég viti. Hins vegar hafa sum sveitarfélög ákveðið að gera betur við kenn- ara en lágmarkssamningar segja um og þar er fylgni milli kjaranna og hvernig gengur að ráða fólk til starfa. Það er fylgni milli árang- urs í skólastarfi og stöðugleika í starfs- mannahaldi." - Umhleypingar hafa neikvæð áhrif á skólastarf? „Þær gera það. Það versta sem hægt er að lenda í eru stöðugar mannabreytingar." - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.