Dagur - 16.07.1999, Page 6
6 - FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999
V ... . .. ..
ÞJÓÐMÁL
Dmmr
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6100 OG soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.soo kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.ts
Símar auglýsingadeildar: CREYKJAV(K)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Óntnr Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Slmbréf ritstjórnar: 460 6171cakureyri) 551 6270 (reykjav(K)
Hættur í jarðgðngum
í fyrsta lagi
Dagur hefur að undanförnu vakið sérstaka athygli á þeirri miklu
hættu sem er til staðar í jarðgöngum, þar sem notað er svokallað
PE-einangrunareftii. Samkvæmt skýrslu sem stimpluð var sem
leyndarmál innan norsku vegagerðarinnar, en dagblað þar í landi
komst yfir, telja sérlræðingar að 250-300 jarðgöng í Noregi séu
stórhættulegar brunagildrur vegna þessa efnis. Það er afar eld-
fimt, brennur gífurlega hratt og við mjög hátt hitastig. Ef kvikn-
ar í bifreið inni í göngum þar sem slíkt efni er notað til einangr-
unar má búast við miklu báli með hörmulegum afleiðingum.
í öðru lagi
Athugun Dags Ieiddi í Ijós að þetta einangrunarefni er mikið not-
að í Olafsíjarðargöngunum, en í minna mæli á Vestfjörðum og
alls ekki í Hvalfjarðargöngunum - einmitt vegna eldhættunnar.
Og þetta er svo sannarlega engin ímynduð hætta. Ýmsir sérfræð-
ingar um eldvarnir hafa lýst alvöru málsins með afgerandi hætti
í viðtölum við Dag. „Við erum mjög ósáttir við þetta og höfum
miklar áhyggjur af málinu,“ segir slökkviliðsstjórinn í Olafsfírði.
„Eg tel ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu í Olafs-
fjarðargöngunum því þar er efnið algjörlega óvarið ólíkt því sem
er í Vestfjarðagöngunum," segir kollegi hans á Isafírði.
í þriðja lagi
Brunamálastjóri sagði við Dag að hann hefði bent Vegagerðinni
á þessa hættu, en hvorki yfirmenn þar né í samgönguráðuneyt-
inu hafa talið ástæðu til að stöðva notkun þessa hættulega efnis
eða láta verja það með steypu. Hvað þá að þessar opinberu stofn-
anir hafi talið það skyldu sína að upplýsa vegfarendur, sem aka
gegnum göngin, um þá auknu hættu sem því er samfara vegna
þessa einangrunarefnis. Það hefur Dagur nú gert. Talsmenn
byggðanna við göngin og forsvarsmenn bíleigenda hljóta að krelj-
ast þess að þegar í stað verði gripið til nauðsynlegra úrbóta til að
draga úr eldhættunni í Ólafsfjarðargöngum, sem reyndar virðast
nú þegar þurfa mikla og dýra viðgerð af öðrum ástæðum.
Elías Snæland Jónsson.
BúkoUuheimt
Einu sinni voru karl og kerling í
koti sínu. Þau áttu sér einn son
og svo hana Búkollu. Sonurinn
flutti suður, seldi Búkollu og
hellti sér út í pólitík. Hann vildi
virkja Island, byggja stóriðju,
bora í fjöll, auka hagvöxt og
halda í stöðugleikann.
Mjólk út í kafíiö
Karl gekk nú af stað með nesti
og nýja skó. Leitaði lengi að
Búkollu en fann eigi. Endrum
og sinnum kall-
aði hann hátt:
Baulaðu nú
Búkolla mín ef
þú heyrir til
mín. Einn dag-
inn heyrði hann
í Búkollu sinni,
rann á hljóðið
og fann hana
bundna á bás í
Stjórnarráðinu.
Þar skaffaði hún
sérfræðingum
mjólk út í kaffið og þótti duga
vel. Mjólkaði Búkolla svo vel að
þrátt fyrir aukna kaffidrykkju
náðu stjórnarráðsmenn ekki að
nýta alla mjólkina sem Búkolla
gaf. Umframmjólkinni var hent.
Karlinn beið færis og þegar
ráðuneytismenn höfðu lokið
símahálftímanum frá ellefu til
hálftólf og brugðu sér aftur í
kaffistofuna, greip hann tækið-
færið, leysti Búkollu og hélt
heim á Ieið.
Taktu tíu milljarða
Sóttist ferðin vel en innan
skamms heyrði hann að ráðu-
neytisrisinn var á eftir honum
og dró mjög saman með þeim.
Spurði karlinn þá í öngum sín-
um: Hvað gerum við nú Búkolla
mín? „Taktu tíu milljarða úr
vasa mínum og leggðu þá á jörð-
ina. Legg ég svo á og mæli svo
um að úr þeim verði svo stórt
miðlunarlón að enginn komist
yfir nema fuglinn fljúgandi.
Gerði hann svo og tafðist risinn
um hríð. En vegna þurrka lækk-
aði ört í miðlunarlóninu og
komst hann þá Ieiðar sinnar.
Oðru sinni var risinn alveg að
ná þeim og spurði karl þá aftur:
Hvað gerum við nú Búkolla
mín? „Taktu tíu milljarða úr
vasa mínum og leggðu þá á jörð-
ina. Legg ég svo á og mæli svo
um að úr þeim verði svo mikil
stóriðja og svo svartur reykur að
enginn komist þar um nema
fuglinn fljúg-
andi.“ Ekki Ieið
þó á Iöngu áður
en stóriðjan
lenti í skerðingu
ótryggðs raf-
magns og fram-
leiðsla stöðvað-
ist. Reykurinn
hvarf og risinn
gat haldið eftir-
förinni áfram.
I þriðja skiptið
sem risinn var
alveg að ná karii og Búkollu fór
allt á sömu leið. Þegar hann
hafði lagt tíu milljarða á jörðina
sagði Búkolla: „Legg ég svo á og
mæli svo um að úr þeim verði
svo stórt fjall að enginn komist
þar um nema sá sem hefur lof-
orð samgönguráðherrans um
göng upp á vasann.“
Ætlaði risinn að bora en vildi
þá ekki betur til en svo að bor-
inn hafði verið fluttur f annað
kjördæmi og hafin borun þar.
Fjallið stóra varð að bíða, risinn
komst ekki leiðar sinnar og karl
hélt heim með Búkollu. Urðu
fagnaðarfundir í kotinu. Karl og
kerling vildu hokra áfram en
fengu þá tölvupóst frá ráðuneyt-
inu. Leyfi þeirra til að stunda
búskap var afturkallað þar sem
haughúsið við fjós Búkollu
stóðst ekki nútímakröfur. Uti er
ævintýri. — GARRl
Skýrslum um þjóðarhag rignir yfir
okkur og samanburður við önnur
lönd sýnir hve vel við stöndum
okkur á flestum eða öllum svið-
um. Þjóðarhagir okkar eru alls
staðar í meistaraflokki meðal rík-
ustu og framsæknustu þjóða
heims. Meira að segja hrjáðu og
kúguðu konurnar búa í einhverju
kvennavænsta þjóðfélagi
heimskringlunnar - samkvæmt
skýrslu.
Hið allra nýjasta í niðurröðun
ríkja er að Island rýkur upp listann
um samkeppnishæfni ríkja og fær-
ist æ nær augasteinum alþjóða-
auðvaldsins, borgríkjunum Hong
Kong og Singapúr, sem hafa aðdá-
unarvert lag á að sjúga til sín Ijár-
magn og lífsþrótt þjóða sem halda
að verðmgetasköpun verði til með
framleiðslu nauðsynja og verð-
mæta en ekki á tölvuskjám spá-
kaupmanna verðbréfamarkaðar og
gjaldeyrisbraskara.
Einn svartur blettur er samt á
efnahagsundrinu hans Davíðs.
Við geruni það gott
;amk
væmt skýrslum
Hann er sá að starfskrafturinn hér
gefur minna af sér en vinnudýr
flestra annarra innan UNICE,
sem er óþarfi að greina nánar því
heiti stofnunarinnar er álíka
óskiljanlegt og skammstöfunin, en
E-ið í restina þýðir Evrópa, eins og
í öllum hinum
upphafsstafa-
stofhununum.
Kröíur uin
meiri ríldsað-
stoð
í þessu liggur
skýringin á lágum
launum og Iöng-
um vinnutíma,
segja spakir menn
og sérfróðir um verðbréfamarkaði,
sem vinna fyrir kaupinu sínu með
því að veðja á rétta hesta í hrossa-
prangi kauphallanna. Ekki stend-
ur á skýringunum á því hvers
vegna ekki er hægt að kreista
meira út úr vinnandi fólki. Hér er
nefnilega alls ófullnægjandi
starfsumhverfi fyrir frumkvöðla.
Hið opinbera gerir ekki nóg íyr-
ir einkaframtakið. Það verður að
borga vexti af lánum og skatta,
sem eru glatað fé, nema auðvitað
þegar launþegarnir eiga í hlut.
Það er allt í lagi að rífa bróður-
partinn af tekjum
þeirra f opinberu
hítina, sem aftur
á að sýna fyrir-
tækjum og frum-
kvöðlum linkind
og helst að gefa
þeim peninga til
fyrirtækjarekst-
urs. Þar má
nefnda frum-
kvöðla bíógerðar,
sem er einn helsti vaxtarbroddur-
inn í atvinnulífinu.
Netbrjálæðið
Upplýsingaiðnaðurinn hér kvað
vera ósköp veikburða, að því er
segir í skýrslu og samkeppnis-
hæfni hans því Iéleg, miðað við
t.d. Bandaríkin þar sem kjafta-
þættir og stjörnustríð gefa af sér
milljarða á milljarða ofan. En sín
alvörustríð heyja Kanar eftir göml-
um og úreltum götukortum af
helstu borgum Balkanskagans. En
þau eru ekki færð til bókar í Wall
Street.
Lítt skilgreind hugbúnaðar-
framleiðsla er sá vonarpeningur
sem velmegun framtíðar á að
byggja á. I skýrslu er dáðst að því
hve greiðan aðgang íslendingar
eiga að veraldarvef, sem verður í
askana Iátinn. Enginn efast um þá
djörfu sýn. En lítil setning, sem
vert er að gefa gaum, rataði inn í
viðskiptakálf Mogga í gær. Mar-
geir Pétursson löggiltur verðbréfa-
sali varar við „netbijálæðinu sem
nú ræður ríkjum á bandarískum
verðbréfamarkaði.“
En auðvitað tökum við þátt í
þeim galskap eins og öðrum til að
standa jafnfætis þeim ríkjum sem
eru að gera það gott - samkvæmt
skýrslum.
gJ)9<4 . UCJ IIIUTG)
Eiga íslendingarað
heýja strax veiðar í
Smugunni, þar sem
dregist hefurað stað-
festa samningimi við
Noiúmenn ogRússa?
Jóhann A. Jónsson
framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar
Þórshafiiar.
„Eg hef ekki trú
á því að slík um-
ræða hafi mikið
uppá sig. Við
munum hvern-
ig, í sjávarút-
vegsráðuneyt-
inu, var tekið á
upphafi Smuguveiðanna 1993,
þar sem hugmyndir ráðuneytis-
ins voru þá að stöðva veiðarnar
með reglugerð og ég hræddur
um að þannig yrði tekið á málun-
um í dag, þar sem samið hefur
verið - þó svo að Rússarnir eigi
eftir að staðfesta samninginn.
Þess ber og að geta að fiskveiði-
árið í Barentshafinu er til ára-
móta, en ekki 1. september, eins-
og hjá okkur."
Lúðvík Bergvinsson
þitigmaónr Samfylkingar.
„Þá samninga
sem við höfum
gert eigum við
að virða, það er
grundvallar-
regla. En ef
Rússar eru vís-
vitandi að telj'a
staðfestingu samninganna, til að
koma í veg fyrir veiðar þar nú, á
þessum besta veiðitíma ársins,
þá er komin upp ný staða sem
verður að skoða sérstaklega.“
Bjami Hafþór Helgason
framkvæmdastj. Útvegsmannafélags
Notónrlands.
„Ég skil mjög vel
útgerðarmenn
sem eru búnir
með kvóta sinn
hér heima og
eru tilbúnir að
taka þá áhættu
að fara þarna
norður til veiða. Vænlegasti
veiðitíminn í Smugunni er nú að
fara í hönd, sem Iiggur mjög vel
við lúkningu fiskveiðiárs hér.
Hinsvegar treysti ég því að tafir
Rússanna stafi ekki af því að þeir
séu mótfallnir undirritun sam-
komulagsins, heldur sé þetta
seinagangur sem okkur finnst að
sjálfsögðu erfitt að búa \dð. Afar
mikilvægt er að íslensk stjórn-
völd noti vel hverja mínútu þessa
dagana til að leysa úr þessu
máli.“
Kristinn H. Gunnarsson
þingmaðnrFramsóknarflokks.
„Það er vanda-
samt. Fyrst
menn eru að
semja á annað
borð þarf býsna
mikið til þess að
menn heíji veið-
ar einhliða og
því tel ég rétt að við förum samn-
ingaleiðina enn um sinn. En
eitthvað virðist ekki virka í Rúss-
landi, sem kemur svo sem ekki á
óvart. Enn bíðum við eftir undir-
ritun þessara samninga."
ÍJ3 Iíl>' I . 1
lorri