Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 1
Deilt uiii dreifða
eignaraðild í FBA
Formaður efnahags- og
viðskiptanefndar blæs
á áform um dreifða
eignaraðild að FBA.
Utanríkisráðherra tel-
ur nauðsynlegt að
halda þeim áformum
uppi.
Viðskipd með hlutabréf Fjárfest-
ingabanka atvinnulífsins, FBA,
voru stöðvuð á Verðbréfaþingi í
gærmorgun vegna fregna um
kaup nokkurra þekktra fjárfesta, á
bakvið eignarhaldsfélagið Orca, á
26,5% hlut í bankanum, en þar af
var 22% hlutur í eigu Kaupþings,
Sparisjóðabankans og sparisjóð-
anna. Vegna þeirrar leyndar sem
var í gær um hverjir ættu Orca var
sala á bréfunum stöðvuð. Talið
var að eigendur Orca væru Jón
Ólafsson í Skífunni, Pétur
Björnsson, fyrrv. aðaleigandi Vífil-
fels hf., Bónusfeðgar og forsvars-
menn Samherja hf. Þetta hefur
ekki fengist staðfest. Páll G. Páls-
son sagði við Dag í
gær að tilkynning um
eigendurna hefði
borist honum. Vegna
trúnaðar eftirlitsins
myndi hann ekki upp-
lýsa hverjir það væru.
„Dreifð aðild í há-
tíðarræðum en ekki
í markaðsþjóðfé-
Iagi“
Davíð Oddsson, for-
sætiráðherra, hefur
sagt í viðtölum að sér
findist það eðlilegt að
eignaraðild að bankan-
um væri dreifð. Vil-
hjálmur Egilsson segir hins vegar
í samtali við Dag að það sé engin
leið til að tryggja dreifða eignar-
aðild á fyrirtækjum sem eru kom-
in á markað. „I upphafi sölunnar
er hins vegar hægt að hafa mark-
mið um dreifða eignaraðild,'1 seg-
ir Vilhjálmur.
Jafet Ólafsson hjá Verðbréfa-
stofunni segir um markmið
stjómvalda um dreifða eignarað-
ild að allt slíkt tal eigi heima í há-
tíðarræðum en ekki í markaðs-
þjóðfélagi.
„Þessi viðskipti
eru í sjálfu sér
engin breyting. I
öllum lýðræðis-
ríkjum eru verð-
bréfamarkaðir
frjálsir og stjórn-
völd stýra því
ekki, hvort sem
mönnum líkar
það betur eða
verr,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra
og formaður
Framsóknar-
flokksins, við Dag,
aðspurður hvort viðskiptin með
hlutabréf FBA ógnuðu áformum
stjórnvalda um dreifða eignarað-
ild.
„Ég tel að dreifð eignaraðild sé
nauðsynleg en geri mér jafnframt
grein fyrir því að erfitt er að setja
reglur sem tryggja það um alla
framtíð," sagði Halldór og taldi
þau áform stjórnvalda óbreytt að
eignaraðild að FBA ætti að vera
dreifð. Afram yrði staðið að sölu
bréfa ríksins eins og upphaflega
var ætlað.
Mikil leynd um kaupendur
Af umræddum fjárfestum náðist
aðeins í Jóhannes Jónsson í Bón-
usi í gær. Hann sagði að við þá
feðga „hafi verið rætt“ um kaup á
bréfum í FBA. Að öðru Ieyti vildi
hann ekki tjá sig um málið og
vísaði á son sinn, Jón Ásgeir.
Ekki náðist í hann í gær en í
fréttum Utvarps vísaði hann því
á bug að þeir feðgar væru í þess-
um hópi fjárfesta. Eigendur
Samherja svöruðu ekki skilaboð-
um.
Stóll Bjarna var orðinn heit-
ur
Ymsar vangaveltur hafa verið um
stöðu Bjarna Ármannssonar, for-
stjóra FBA, og nefndi einn heim-
ildarmaður Dags að stóllinn
undir Bjarna hafi verið orðinn
afar heitur fyrir söluna vegna
hugsanlegrar sameiningar FBA
og Kaupþings. Nú væri það ekki
lengur í dæminu og ætti því
staða Bjarna að hafa styrkst.
Milliuppgjör FBA fyrir fyrstu
sex mánuði ársins er væntanlegt
í dag. -áá/bjb
Bjarni Ármannsson. For-
stjórastóll hans var orðinn
heitur.
Ragnar
varni
Leikritið Landkrabbinn eftir
Ragnar Arnalds hlaut fyrstu
verðlaun í leikritasamkeppni
Þjóðleikhússins. Urslit í keppn-
inni voru kunngerð í gær, en til
hennar var efnt var efnt í tilefni
af 50 ára afmælis leikhússins
sem er á næsta ári. Alls bárust 40
leikrit í keppnina. Leikritin Vatn
lífsins eftir Benóný Ægisson og
Undir bláhimni eftir Þórarinn
Eyfjörð deildu 2. sæti og Villi-
börnin á bláa hnettinum eftir
Andra Snæ Magnason varð í 3.
sæti. Auk þeirra verka sem hér
hafa verið nefnd vöktu athygli
dómnefndar þrjú verk en skv.
auglýstum keppnisreglum hafa
umslög með nöfnum höfunda
þeirra ekki verið opnuð. Ragnar
Arnalds höfundur verðlaunaleik-
ritsins hlýtur 500 þús. lvr. í verð-
laun og stefnt er að því að verkið
verði flutt á vegum leikhússins á
næsta ári. -SBS
í Þjóðleikhúsinu í gærdag. Ragnar Arnalds tekur við verðlaunum fyrir verk sitt, Landkrabbinn, sem fer á fjalirnar
næsta vetur í tilefni af hálfrar aldar afmæli leikhússins. mynd: hilmar.
Sigurður Sigurðarson og Prins
héldu uppi heiðri íslendinga.
Mistök í
Þýskalandi
„Það er óhætt að segja að þetta
hafi verið dagur hinna stóru mis-
taka hjá Islendingunum," sagði
Júlíus Brjánsson, tíðindamaður
Dags á HM íslenska hestsins í
Þýskalandi, eftir daginn í gær.
Tveir knapar voru dæmdir úr
leik. Auðunn Kristjánsson, sem á
hestinum Baldri frá Bakka var
langefstur eftir slaktaumatöltið,
var dæmdur úr leik vegna ólög-
legs beislabúnaðar. Sá úrskurður
var kærður en að sögn Júlíusar
var síðdegis í gær talin veik von
um að kæran breytti niðurstöð-
unni. Bestum árangri Islendinga
í töltinu náðu Sigurður Sigurðar-
son og Prins frá Hörgshóli, eða
9. sæti. Að vísu var íslenskur
knapi í 4. sætinu, Guðni Jóns-
son, en hann keppti fyrir hönd
Svíþjóðar.
„Þetta var mikið áfall fyrir ís-
lenska landsliðið og áhorfendur
hér. Hann var kominn með aðra
höndina á gullið. Þetta eru mis-
tök sem eiga ekki að sjást og
gætu haft áhrif á sameiginleg
stig íslenska landsliðsins á mót-
inu,“ sagði Júlíus.
Eitt kynbótagull
Þá var Olil Amble, norsk kona
búsett á Islandi, dæmd úr Ieik í
hlýðnikeppni fyrir ólöglega
hlýðniæfingu með fáki sínum.
Júlíus sagði þau mistök sömu-
leiðis ófyrirgefanleg.
„Þetta dró úr stemmningunni
á meðal Islendinganna hér. Að
öðru leyti er sólarstemmning og
mótssvæðið glæsilegt. Þó skortir
eitthvað á þýska nákvæmni varð-
andi tímasetningar," sagði Júlíus
en þá stóð keppni í gæðinga-
skeiði yfir. Islendingar áttu þar
ágæta von á verðlaunasætum.
Til sárabóta skal það nefnt að
Islendingar náðu einu gulli í
gærmorgun í kynbótadómum.
Það var Glaður frá Hólabaki í
elsta flokki stóðhesta. Knapi var
Hinrik Bragason. Til tiðinda
dregur á mótinu í dag þegar for-
keppni í fjór- og fimmgangi fer
fram. -BJB/jB
mam
—■MM
FERJAYFIR
BREIÐAFJÖRÐJ
Sigling yfir Breiðafjörð er
ógleymanieg ferð inn í stórbrotna
náttúru Vestfjarða. já
Afgreiddir samdægurs
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524
WORWWtíX eXPRESX
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100