Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR S. ÁGÚST 1999 . Djtgur FRÉTTASKÝRING Passaði ekki í fc GUÐMUNDUR ! R. HEIÐARS- SON — -j K h : Í£. SKRIFAR Byggðastofnim vann eftir ákveðnu módeli þegar 1500 tonna kvóta var úthlutað. Tekið mið af íbúaþró- un, kvótatapi, ársverk- um í fiskvinnslu og meðaltekjum. Þingfor- seti skilur ekki for- sendur úthlutunarinn- ar. Fjarvera stjóm- valda veldur undrun. Ekkert hólar á nefnd um sátt í sjávarútvegi. Þegar stjórn Byggðastofnunar út- hlutaði 1500 tonna byggðakvóta til sveitarfélaga á dögunum var stuðst við ákveðið módel eða for- múlu sem embættismenn höfðu unnið fvrir stjórnina. Þar var m.a. tekið mið af þróun nokkurra at- riða á sl. fimm árum eins og t.d. íbúaþróun byggðarlaga, kvóta- tapi, fækkun ársverka í fisk- vinnslu og meðaltekjum á árs- . grundvelli. Fyrstu tvö atriðin L vógu þó einna þyngst að sögn , Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur frá f Suðureyri við Súgandafjörð sem á r sæti í stjórn Byggðastofnunar. ’ Sjálf segist hún vera sátt við þetta verklag en ósátt við uppsagnir hjá r Sæunni Axels þar sem fiskverka- fólki sé stillt upp við vegg. Hins- vegar hafi alltaf verið vitað að 1 500 tonna byggðakvóti „bjargar ekki heiminum" og því viðbúið að , einhverjir séu óánægðir. Hún segir að þau sveitarfélög sem hafa r fengið úthlutað eiga síðan eftir að - gera tillögur til Byggðastofnunar hverníg kvótanum verður ráðstaf- að innan héraðs. Þegar þær til- lögur liggja fyrir mun stjórn Byggðastofnunar fjalla um þær. Reiknað er með að þessar tillögur og afgreiðsla Byggðastofnunar á þeim liggi fyrir í tíma eða áður en nýtt fiskveiðiár hefst í byrjun næsta mánaðar. Endurskoðað að ári Sem kunnugt er þá ákváð stjórn Byggðastofnunar að úthluta þess- um 1 500 tonna kvóta aðallega til byggðarlaga á Vestfjörðum og Austfjörðum. Samkvæmt því virð- ast þau hafa komið best eða verst út úr þessu módeli eftir því hvað miðað er við. I það minnsta fékk Olafsfjörður ekki neitt og trúlega mörg önnur sjávarpláss þar sem I landvinnslan hefur farið illa út úr kvótakerfinu á liðnum árum. I Þessi byggðakvóti er óframseljan- legur og verður úthlutunin end- urskoðuð að ári. Hinsvegar hafa aðeins Olafsfirðingar, með at- hafnakonuna Sæunni Axelsdóttur fiskverkanda í fararabroddi, mót- mælt þessari úthlutun. Sæunn hefur ekki aðeins mótmælt í orði heldur einnig látið verkin tala og hefur sagt upp 70 manns sem hafa unnið hjá fyrirtæki hennar á Olafsfirði. Hún segir að forsend- ur rekstrarins séu brostnar eftir úthlutun Byggðastofnunar. Fisk- verkun hennar á ekki kvóta og hefur þurft að afla sér hráefnis til vinnslu víða að og m.a. frá Alaska, Kína og jafnvel frá Nýja- Sjálandi. Samkvæmt þeim upp- sagnarbréfum sem starfsfólkið hefur fengið er stefnt að því að fyr- irtækið hætti starfsemi í lok næsta mánaðar. Gangi þessar áætlanir Sæunnar eftir verður þetta án efa mikill skellur fyrir atvinnulífíð á Olafsfírði þar sem íbúar voru um 1100 þann 1. desember sl. Obb- inn af þessu starfsfólki eru konur. Að öllu óbreyttu blasir atvinnu- leysi við þessu fólki því fátt er um önnur atvinnutækifæri handa fisk- verkafólki á Ólafsfirði þótt þar séu starfsræktar nokkrar aðrar físk- vinnslur. Auknar tekjur Hinsvegar segjast bæjaryfírvöld vera með ýmsar hugmyndir á pijónunum til að efla atvinnulífíð á staðnum og m.a. íjarvinnslu. Anna María Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að tekjur bæj- arbúa hafi verið að aukast. Það hefur svo aftur hefur skilað sér í meiri tekjum til bæjarsjóðs en áætlanir hafa gert ráð fyrir. Engu að síður telur hún að þessi ákvörðun Sæunnar Axelsdóttir sé mjög alvarlegt mál sem menn munu takast á við á einn eða ann- an máta. Þá séu starfræktar nokkrar aðrar fískvinnslur í bæn- um auk þess sem landað sé upp- úr þremur frystitogurum Þor- móðs ramma - Sæbergs á Ólafs- firði. Hún telur einnig að hlutur heimamanna í áhöfnum þessara skipa sé eitthvað um 80%-90%. Þessutan hefur verið iítið um at- vinnuleysi í bænum, eða eitthvað um einn tugur manna sl. vor. Þótt atvinnumálin hafi ekki verið á dagskrá fundar bæjarráðs, sem haldinn var síðdegis í gær, þá taldi Anna María Iíklegt fyrir fund að þau yrðu eitthvað reifuð í ljósi þeirra uppsagna sem fýrirtæki Sæunnar Axelsdóttur hefði til- kynnt starfsmönnum sínum. Hinsvegar sé því ekki að neita að frystitogaravæðingin hefur komið niður á landvinnslunn vítt og beitt um Iandið. Af þeim sökum hefur landvinnslan átt í erfiðleik- um með að útvega sér hráefni til vinnslu. A Ólafsfirði sé t.d. ekki lengur landað neinum ferskum afla til vinnslu af neinu ráði nema því sem smábátar koma með yfir sumarið. Alvarleg tíðindi Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrsti þingmaður í Norður- Iandskjördæmi eystra, segir að til- kynntar uppsagnir fiskverkafólks á Ólafsfirði séu mjög alvarleg tíð- indi. Hann segist einnig vera nokkuð kvfðinn yfir því hver framvindan verður þar nyrðra. Hinsvegar segist ætla að vona það í Iengstu lög að það takist að finna möguleika til hráefnisöfl- unar. Þá finnst honum mjög und- arlegt hvernig staðið hafi verið að úthlutun Byggðastofnunar. Hann segist hinsvegar ekki átta sig á þeim forsendum og reglum sem lágu til grundvallar þessari út- hlutun úr 1500 tonna kvóla sem Byggðastofnun hefur til ráðstöf- unar. Undarleg úthlutun „Ef við horfum á atvinnustigið þá Um 70 manns hefur verið sagt upp störfum á Úlafsfirði. Úthlutun kvóta Byggðastofnunar kennt um. finnst mér undarlegt að ísaljarða- komið til álita og kannski fleiri hlutun Byggðastofunar sé til eins kaupstaðar skuli fá úthlutun til staðir, segir Halldór Blöndal. árs og bindi ekki hendur stjórnar þriggja staða en Ólafsfjörður ekki Hann segist líta svo á að þessi út- stofnunarinnar í framtíðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.