Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 2
t 'f & il i> i
> Kcl-tí 'm **'. \ v-i
2 - FIMMTUDAGUH 5. ÁGÚST 1999
FRÉTTIR
Ohreinir gámar
eru grddrarstía
Gámaþjónusta Norðurlands býryfir tilskyldri aðstöðu til að þrífa og sótthreinsa gáma,
en ekki eru öll fyrirtæki svo vel í stakk búin. mynd: billi
Misvel er staðið að hrein-
gerningu ruslagáma hjá
gámaþjónustuin. „Gróðr-
arstía fyrir hakterínr ef
ekki er sótthreinsað,“
segir framkvæmdastjóri
Heilhrigðiseftirlits Suð-
urlauds.
Gámaþjónustur í kringum landið eru
misvel í stakk búnar til að standa sem
best að sótthreinsun gáma sinna. Það
eru alls ekki öll gámafyrirtæki, sem
búa yfir réttum sótthreinsibúnaði, en
flest þeirra eiga möguleika á því að
komast í slíkan búnað með gáma sína,
að mati Matthíasar Garðarssonar,
framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands.
Eins og kunnugt er hafa ásakanir
borist á vfxl á milli Reykjagarðs og
Gámastöðvarinnar ehf. um hvor aðil-
inn hafi borið ábyrgð á óhreinindum
og uppsöfhun rusls við Asmundar-
staði, sem olli meðal annars sýkinga-
hættu við framleiðslu matvæla.
Sjukdómahætta myndast
En hvað er það sem að getur gerst ef
að gámur er ekki nógu vel þrifinn?
Að sögn Matthíasar getur margs
konar hætta skapast. „Það sem gerist
er að þá byrjar að rotna og það kemur
lykt og það koma flugur, sem verpa og
þá koma slímugar, ógeðslegar lirfur
meðal annars. Flugurnar bústna og
verða feitar og sællegar og fljúga um,
því verður sjúkdómahætta í umhverf-
inu. SérstakJega er hætt við þessu ef
að gámarnir eru ekki heilir, þannig að
safi eða vökvi leki úr þeim. Þá gerist
það sama í þessum fúla safa sem lekur
út í umhverfið. Með öðrum orðum
myndast sjúkdómahætta, það myndast
gróðrarstía og kjöraðstæður fyrir bakt-
eríur og veirur sem að geta síðan borist
í matvæli og valdið veikindum hjá
fólki.“
Af þessum ástæðum telur Matthías
að það sé bráðnauðsynlegt að gámar
séu vel sótthreinsaðir og að sú aðstaða
sé fyrir hendi hjá gámaþjónustum.
„Það skal vera aðstaða fyrir öll gáma-
fyrirtæki til þess að þrífa og sótt-
hreinsa gáma.“
Reynt að þrifa alla gáma
Hjá Gámastöðinni ehf, sem þjónustaði
Reykjagarð, er þetta gert að einhverju
leyti, en þó er engin sérstök aðstaða til
þess. „Við höfum ekkert nema klór-
vökva til þrifa. Við notum sem sagt
bara klór, sápu og háþrýstiþvott," segir
Ólafur Rúnar Árnason hjá Gámastöð-
inni. Hann segir að fyrirtækið reyni
sitt besta í að þrífa alla gáma sem
koma til þeirra.
Ólafur vildi ekki tjá sig um það á
þessum tímapunkti, hvort það væri í
verkahring þjónustuaðilans eða fyrir-
tækisins sem kaupir þjónustuna, að
sækja og sótthreinsa gámana.
„Verða að koma sér upp aðstöðu“
Gámaþjónusta Norðurlands þjónust-
ar mörg matvælafyrirtæki á og við
Akureyri og Jörundur H. Þorgeirs-
son, framkvæmdastjóri gámaþjónust-
unnar, segir að öll nauðsynleg að-
staða sé fyrir hendi þar á bæ. Hann
segist líka vita um svipaða sótt-
hreinsiaðstæður á Sauðárkróki og í
Reykjavík.
Vitað er að einhver fyrirtæki hafa
fullkomna aðstöðu til þessara þrifa,
en einhver þeirra ekki. Matthías
Garðarsson telur þó að flest fyrirtæki
komist í þessa aðstöðu hjá einhverj-
um öðrum, ef hún er ekki fyrir hendi
í þeirra eigin fyrirtæki, en ef svo sé
ekki þurfi fyrirtækin að koma sér
henni upp hið snarasta. Viðskiptavin-
ir fyrirtækjanna verði einnig að gæta
þess vel að fyllsta hreinlætis sé gætt.
AÞM
FRÉTTAVIÐTALIÐ
.Dwyu-
Abdulllah Jórdanlukon-
ungur tók nýlega upp á
þeim sið arabískra valda-
manna að bregða sér í
dulargervi og fara út á
meðal þegna sinna. Þannig fær konungur fregn-
ir af íbúunum mflliliðalaust. Nú heyra pottvcrj-
ar að eldri borgarar og ýmslr láglaunahópar á al-
mennum vinnumarkaði velti iýrir sér hvort
ekld sé möguleiki iýrir Davið Oddsson að taka
upp þennan sið, en í síðustu kosningabaráttu
kom í Ijós að þegar fólk var að kvarta yfir kjör-
um sínum þá var svar Davíðs ætíð á þá leið að
fólk hefði það þrátt fýrir allt bara fjári gott því
hagtölumar sýndu það einfaldlega. Aðal vand-
inn íýrir Davið við þessa stjómunaraðferð telja
menn þó að yrði dulargerMð sjálft en kxullum-
ar hans gætu hæglega komið
ckki upp um hann, en að
hans eigin sögn liafa þær
sjálfstæðan vilja. í pottmum
mæla menn með fiskvinnslu-
búningi, en landsfrægt var
þegar Davið lýsti sjálfum sér
í því gervi sein „pólskri fisk-
vinnslukonu“...
Davið Oddsson.
Jón ísleifsson, prestur í Ámesi á Ströndum, er
frægur maður, bæði fyrir kemiimennsku sína og
eins vcrklega tilburði að hætti sr. Jóns prímusar
enda oft við hann kendur. í pottinum fréttist að
nýjustu ævintýri Jóns hafðu átt sér stað fýrir
verslunarmannahelgina þegar verktakar frá
Prestsetrasjóði, sem vinna að endurgerð prest-
setursins í Ámcsi, réðust í það stórvirki að ýta
burt hálfhrundum fjárhúsum sem standa neðan
við bæjarhúsin. Prestur mun hafa verið á ættar-
móti þegar þetta gerðist, en komið heim fyrr en
búist var við. Vom ýtumenn þá að búa sig til
verka. Skipti þá engum togum að sr. Jón sem
vildi bjarga Muta húsanna, ók Lödu-bíl sínum
milli ýtu og fjárhúsa, en það það dugði ekki.
Hlj óp hann sj álfur þá í veg íýrir ýtuna og kyrj aði
um leið sálmalög af ýmsum toga, sem pottverjar
kunna þó ckki skil á. Fór þó svo að lokum að
fjárhúsin urðu undir ýtutöiminni og þurfti fjár-
hirðir drottins þvl að láta í minni pokann.
Norrænir bændur funda
Álfhildur
Ólafsdóttir,
einnforsvarsmanna fundarins.
AMfundur Norrænu
bændasamtakanna hófst á
Akureyri í gær og stendur
áfram í dag. Meðal annars
verðurfjallað um stöðu kven-
na meðal hænda og sérstök
menningarvetðlaun verða
veitt.
- Geturðu sagt aðeins frá Norrænu
bændasamtökunum?
„Þetta eru samtök samtaka, það er að
segja það eru í hverju landi ýmist bænda-
samtökin þar eða jafnvel fleiri bændasam-
tök saman, sem mynda aðildina að þess-
um Norrænu samtökum. Eðli málsins
samkvæmt eru þetta auðvitað ekki samtök
sem eru í samfelldu starfi. Aðalskrifstofa
þessara samtaka er í landi formannsins
hverju sinni. Islendingar eru núna búnir
að hafa formennsku síðustu tvö árin og þá
er það okkar hlutverk hér á Iandi að vera í
forsvari, þannig að menn hittast nokkrum
sinnum á ári. Aðalfundurinn er á tveggja
ára fresti.“
- Hvert er hlutverk samtakanna?
„Það má segja að aðalhlutverk samtak-
anna sé að halda sambandi á milli bænda
á Norðurlöndunum og vinna saman í
þeim málum, þar sem að er grundvöllur
fyrir samvinnu. Samvinnugrundvöllurinn
hefur breyst dálítið mikið núna á síðustu
árum eftir að Finnar og Svíar gengu í
Efnahagsbandalagið. Eftir sem áður þá
halda þessi lönd saman í þessu alþjóðlega
samstarfi og mynda ákveðna Norræna
blokk í alþjóðasamtökum bænda.“
- Hvert er mikilvægi samtakanna fyr-
ir íslenska bændur?
„Eg held að það sé nú kannski aðallega
þessi möguleiki sem að þetta gefur okkur
á að hafa kannski pínulítið gildi í alþjóð-
legu samstarfi, bæði á vettfangi alþjóða-
sambandi bænda og í WTO-viðræðunum.
Þegar að við getum verið þarna saman
með hinum Norðurlöndunum eigum við
auðveldara að koma okkar sjónarmiðum
að, sem að getur skipt gífurlegu máli. Síð-
an hefur þetta líka þann tilgang fyrir okk-
ur að það gerir það að verkum að við höf-
um alltaf tengsl við bændur í hinum Iönd-
unum og eigum auðveldara með að afla
upplýsinga frá þeim ef að eitthvað nýtt
gerist. Það hefur margreynt á og þeir hjálpa
okkur oft.“
- Hver eru helstu málefni fundarins?
„Þau eru annars vegar þessi WTO-ráð-
stefna. Það er tekinn hálfur dagur í hana
og fengnir erlendir fyrirlesarar, sem eru í
sérfræðingar í þessum alþjóðamálum.
Hins vegar eru þau mál, sem oft er fjallað
um á vettfangi Norrænu bændasmatak-
anna, en það er málefni kvenna. Á
fimmtudaginn verður innlegg frá öllum
löndunum um þau mál.“
- Er sérstök ástæða til þess aðfjalla um
málefni kvenna meðal bænda?
„Það virðist vera það. Menn þurfa ekki
annað en að hringja út á Búnaðarsam-
band hér í Eyjafirði og spyrja þar hvað eru
margar konur sem skráðar eru sem bænd-
ur í Eyjafirði, þá myndu menn komast að
því að það er sennilega ekki sami fjöldinn
og maður sér ef maður bregður sér í fjós-
in.“
- Síðan verða veitt menningarverðlaun
á fundinum.
„Já, samtökin veita menningarverðlaun
til eins eða fleiri verðlaunahafa, sem hafa
með menningaviðleitni sinni reynst Iand-
búnaði vel. Verðlaunahafar eru valdir frá
því Iandi, þar sem aðalfundurinn er hald-
inn og sér undirbúningsnefnd viðkomandi
lands um það. Núna fær Páll Lýðsson,
bóndi og sagnfræðingur í Litlu-Sandvík,
verðlaunin fyrir margháttuð félagsmála-
störf og störf að menningarmálum." AÞM