Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 11
FtKlMTVDAGVR 5T.ÁG&STT999 - ‘11 Thypr Teknr við af Solana Tilkynnt var í gær að samstaða hefði náðst meðal allra 19 aðildarríkja NATO (Norður-Atlantshafsbanda- lagsins) um að George Robertsson, varnarmálaráðherra Breta, tæki við af Javier Solana sem framkvæmda- stjóri bandalagsins. Solana mun væntanlega láta af embætti í október næstkomandi og taka þá við starfi hjá Evrópusambandinu. Robertsson: tekur við af Solana. Mikið manntjón í flóðum Enn berast fréttir af mildu tjóni í flóðum sem orðið hafa í mörgum löndum í Asíu. Þannig er óttast að nokkrir tugir manna hafi látið líf- ið þegar rigningar Ieiddu til skriðufalla skammt frá Manila á Filipps- eyjum. I Suður-Kóreu hafa 35 lík fundist eftir flóð sem eyðilögði heimili um 25 þúsund manna. Þá er vitað um dauða 24 Víetnama í flóðum þar í landi og 5 í Tælandi. Margra er enn saknað í þessum löndum öllum, og eignartjón er afar mikið. Einnig er talið víst að margir hafi misst lífið í Norður-Kóreu, en þar hafa flóð aukið á hörm- ungar sveltandi þjóðar. Drottningarmóður fagnað Bresku drottning- armóðurinni var vel fagnað í London í gær, en þá átti hún 99 ára afmæli. Hún heils- aði upp á fjölda fólks sem safnast hafði saman fyrir utan heimili henn- ar, en var síðan ekið til baka í golf- vagni. Meðal þeirra sem óskuðu henni til hamingju snem- ma í gærmorgun Drottningamóðirin breska: 99 ára. voru synir Karls rikisarfa og Díönu prinessu - Vil- hjálmur og Harry. Drottningamóðurinn varð ekkja fyrir 47 árum þeg- ar eiginmaður hennar, Georg sjötti konungur, lést úr krabbameini. Sjónvarp slæmt lyrir smáböm Bandariskir barnasérfræðingar segja í nýrri skýrslu að sjónvarpsgláp sé slæmt fyrir þroska barna. Þeir leggja til að foreldrar taki alveg fyr- ir áhorf barna sem eru yngri en tveggja ára, og að alls ekki eigi að leyfa eldri börnum að hafa sjónvarpstæki í svefnherbergjum sínum. Dow kaupir Union Carbide Bandaríska stórryrirtækið Dow Chemical hefur keypt annan risa, Union Carbide, fyrir 9.3 milljarða dollara (hátt í 700 milljarða ís- lenskra króna). Nýja samsteypan verður annað stærsta efnafram- leiðslufyrirtæki í heiminum. Fækkað verður um tvö þúsund starfs- menn til að gera reksturinn hagkvæmari. Loftárásir á Irak Bandarískar herþotur létu sprengjum rigna yfir loftvarnarbyrgi Iraka í gær eftir að skotið var að vélunum yfir bannsvæði í norðurhluta Iandsins, að sögn talsmanns bandaríska flughersins. Bannsvæðinu var komið á við lok Persaflóastríðsins til að vernda kúrda sem þar búa. Dauðadómar fvrir spillmgu Sex Víetnamar voru dæmdir til dauða í gær þegar niðurstaða fékkst í viðamestu spillingarréttarhöldum sem fram hafa farið í Víetnam. Sex aðrir fengu lífstíðarfangelsi, en alls voru 77 hinna ákærðu sakfelldir. Þeirra á meðal voru 18 bankastarfsmenn. Höfuðpaurarnir höfðu sett á laggirnar hátt í fimmtíu pappírsfyrirtæki og náð gífurlegum fjár- hæðum út úr opinberum lánastofnunum án þess að neinar raunveru- legar tryggingar væru fyrir hendi. Réttarhöldin vöktu mikla athygli í landinu og var þeim sjónvarpað. Kastro skammar Bandaríkjamenn Fídel Kastro, forseti Kúbu, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega fyrir að standa ekki við gerða samn- inga um landvistarleyfi fyrir Kúbumenn sem vilja flytja til Bandaríkjanna. Hann sakaði öfgamenn til hægri fyrir að vilja spilla samskipt- um ríkjanna enn frekar af pólitískum ástæðum. Kastro: skammar Bandarikjamenn. Volke glersteinn. 2 flokkur 19xl9cm. Verð áður: 8.898,- m2 Stanley málband: 5 metra, 2 geröir Verð áður: 1.444,- Wáttur f8e'ð* u.'JUL),- JJAJJJ" Þ°' Þakmálning: 4 Itr. Allir litir Verð áður: 3.334,. Velux þakg'uééar' 55x78 til 94x160 Virkir dagar Laugard. Sunnud. Broiddin-Verslun Stmi: 515 4001 8-18 10-16 Breiddin-Timbursala Stmi: 515 4100 (Lokaó 12-13) 8-18 10-14 Breiddin-Hólf & Gólf Sími: 515 4030 8-18 10-16 Hringbraut Sími: 562 9400 8-18 10-16 11-15 Virkir dagar Laugard. Hafnarfjörður Sími: 555 4411 8-18 9-13 Suðurnes Sími: 421 7000 8-18 9-13 Akureyri Stmi: 461 2780 8-18 10-14 www.byko.is Tilboð gilda, til ágústloka eða á meðan birgðir endast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.