Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 6
€ -F.IMMTVDAGUR S , Á G Ú S T-1 9 9 9
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: eli'as snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6ioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.soo kr. A mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6is Amundi Amundason
(AKUREYRID460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (reykjavík)
Atlaga að náttúmnni
f fyrsta lagi
Margir hafa orðið til að lofa þá öld, sem nú er að renna sitt
skeið á enda, einkum fyrir gífurlegar framfarir á fjölmörgum
sviðum. Það á ekki síst við um þær tæknibyltingar sem fært
hafa lífskjör sumra þjóða langt upp fyrir það sem forfeður okk-
ar gátu látið sig dreyma um. En hafi framfarirnar verið stór-
stígar síðustu áratugina þá hafa hörmulegar afleiðingar af um-
svifum mannsins líka verið mun stærri í sniðum en áður.
Þannig er tuttugasta öldin ekki aðeins sú allra blóðugasta í
sögunni - maðurinn hefur heldur aldrei unnið jafn mikið tjón
á náttúru jarðar á jafn skömmum tíma.
1 öðru lagi
Á fjölmennri ráðstefnu í Bandaríkjunum hafa fræðimenn
dregið upp dökka mynd af áhrifum mannkynsins á lífríki jarð-
arinnar. Þetta birtist meðal annars í stórfelldri útrýmingu teg-
undanna. Talið er að þeim fækki nú þúsundfalt miðað við það
sem gerist þar sem atlögu mannsins að lífríkinu gætir ekki.
Fari svo fram sem horfir mun að minnsta kosti þriðjungur allra
tegunda á jörðinni deyja út á fyrri hluta nýrrar aldar - og
kannski allt að tveir þriðju ef myrkustu spár vísindamanna
rætast. Sennilega verður einungis um helmingur þeirra
plantna sem nú lifa á jörðinni ennþá til í þeirri veröld sem
barnabörn ríkjandi kynslóðar fá í arf.
í þriðja lagi
Mannkynið hefur lengi lagt mikið kapp á að hemja náttúruna
og umbreyta henni í samræmi við sínar þarfir, raunverulegar
eða ímyndaðar. Enda reiknast sérfræðingum til að maðurinn
hafi nú þegar gjörbreytt hátt í helmingi alls lands á jörðinni -
einkum með þurrkun votlendis, víðtækri ræktun og stórfelldri
útrýmingu skóglendis og annars gróðurs við útþenslu þéttbýl-
is. En áhrifanna gætir einnig í hafinu. Þannig hafa vísinda-
menn fundið að minnsta kosti fimmtíu „dauðahöf1 undan
ströndum - hafsvæði þar sem lítið sem ekkert súrefni er leng-
ur til staðar vegna ofnotkunar eiturefna. Slík misþyrming á
náttúrunni hlýtur fyrr en síðar að hefna sín grimmilega.
Elias Snæland Jónsson
Hvemig 1,7 er ekki
það samaog 1,7
Það er auðvitað fráleitt annað
en að Þórarinn V. Þórarinsson
fái að byggja hús fyrir 1,7
milljarða í Laugardalnum.
Þórarinn var ekki að brjótast
til valda og forstjórastóls í
Símanum til þess að setjast
inn í einhvern kústaskáp.
Skárra væri það nú að maður-
inn fengi vistarverur við hæfi!
Og þá er það nú ekki minna
atriði að vistarverurnar séu á
réttum stað og þar skiptir máli
að grasagarðurinn f Laugardal
og gróðurinn þar allt í kring sé
hluti útsýnisins úr glugga for-
stjóraskrifstofunnar.
Það er minnsta mál
að sætta þau sjónar-
mið að Laugardalur-
inn sé frátekinn fyrir
íþróttaiðkun; æfinga-
og leikfimisalurinn
hans Tóta fimmta
mun að sjálfsögðu
uppfylla alþjóðlega
staðla.
íslands úr-
tölumeim
Það verkur athygli Garra að
öfundar- og úrtölumenn eru
nú farnir að benda á að hús
Landssímans eigi að kosta
álíka mikið og framkvæmdafé
Vegagerðarinnar er á heilu ári.
Ófyrirleitnin er meira að segja
slík hjá sumum að tala um
byggingu Landssímahússins í
sömu andrá og þensluna á
byggingamarkaði, rétt eins og
það sé eitthvað sem hægt er að
tengja saman! Þetta er auðvit-
að hin mesta svívirða því Þór-
arin veit það betur en allir aðr-
ir Islendingar að þensluna þarf
að varast sem heitan eldinn.
Þórarinn er búinn að skamma
allar ríkisstjórnir síðustu tvo
áratugina fyrir að passa sig
Þórarinn Viðar Þór-
arinsson.
ekki á þenslunni og segja má
að hann eigi Islansmetið í
þensluskömmum. Þess vegna
er það algerlega fráleitt að
halda að Þórarinn sjálfur fari
út í þensluhvetjandi fram-
kvæmdir. Jesús guðlastar ekki!
Háeffið gerir
æfumimiim
að sem menn skilja ekki er
það, að þó vegagerð hist og her
um Iandið upp á 1,7 milljarða
sé gríðarlega þensluhvetjandi
þá er bygging húss í Laugardal
upp á 1,7 milljarða
alls ekkert þenslu-
hvetjandi. Málið
snýst ekki endilega
um það hvað
hlutumir kosta, held-
ur hver gerir þá.
Þannig að þó Stulli
Bö sé aðal karlinn
bæði varðandi vega-
gerðina og Lands-
símabygginguna þá
er grundvallar munur
á þeim Þórarni V. og
Helga Hallgrímssyni vega-
málastjóra. Helgi stýrir Vega-
gerð ríkisins en Þórarinn
Landssímanum Háeff. Háeffið
gerir gæfumuninn. Landssím-
inn er nefnilega einkalyrirtæki
en Vegagerðin ríkisfyrirtæki og
einkafyrirtækjum er ekki hægt
að kenna um þenslu - bara rík-
isfyrirtækjum. Þetta hefur
Þórarinn alltaf sagt og segir
enn. Og af því að Garri að-
hyllist þórarinsisma leggur
hann nú til nýtt slagorð gegn
efnahagsvánni: Stöðvum
þenslu - háeffum Vegagerðina,
Alþingi og Barnaspítala
hringsins! GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
skrifar
Hrossakaupin á eyriuui
Það á ekki af íslenskum hestaút-
flytjendum að ganga. Þegar
hrossasóttinn geysaði og útflutn-
ingsbann í kjölfarið, gáfu þeir
stórar yfirlýsingar um að þeir
myndu tapa svo og svo mörgum
milljörðum. Þá sperrtu íslensk
skattayfirvöld eyrun og töldu
harla torkennilegt því útflutn-
ingsskýrslur bentu til þess að
tekjur hrossabænda væru marg-
falt lægri en áætlað tap þeirra
sjálfra í útflutningsbanninu. Og
raunar virtist sem svo að meiri-
hluti útfluttra hrossa væri bykkj-
ur, a.m.k. voru hrossín seld á
bykkjuverði samkvæmt útflutn-
ingsskjölum og sölusamningum.
Þáverandi landbúnaðarráð-
herra bar blak af bændum og
taldi þá milli steins og sleggju,
því óprúttnir erlendir hestakaup-
menn krefðust þess oftar en ekki
að söluaðilar gæfu upp lægra
verð en raun var á þannig að
kaupendur losnuðu við að greiða
keisaranum f sínum heimalönd-
um það sem keisaranum bar.
Nígeriuhross
Löngum lá það orð á skreiðar-
kaupmönnum í
Nígeriu að þeir
neyddu íslenska
skreiðarsala til
óhappaverka svo
sem faktúrufals-
ana og mútu-
greiðslna sem
þætti eðlilegt þar
ytra en að sjálf-
sögðu ósvinna
hér heima. En
nú virðist ljóst að
hrossakaupmenn í Austurríki og
víðar eru ekki hótinu skárri en
skreiðarhöndlarar nígerískir. I
Austurríkí er sem sé hafin viða-
mikil rannsókn á innflutningi ís-
lenskra hesta vegna gruns tolla-
yfirvalda um að verð hrossanna
hafi verið of lágt skráð í toll-
skýrslum.
Nú mun almennt álitið að það
þurfi tvo til að falsa tollaskýrslur,
yfirleitt seljanda og kaupanda.
En eins og áður
eru bláeygir fs-
Ienskir hrossa-
bændur ekki í
vondum málum
þó erlendir toll-
heimtumenn
telji hugsanlegt
að þeir hafi íátið
undan þrýstingi
og komið til
móts við kröfur
kaupenda eins
og góðum sölumönnum auðvitað
ber. Enda segir núverandi Iand-
búnaðarráðherra um málið í
Mogga að hann hafi engar vís-
bendingar um að staðið hafi ver-
ið í skattsvikum vegna útflutn-
ings íslenskra hesta. Og bætir
svo við: „Auðvitað er rétt sem
hestamenn segja, að Þjóðverjar
geri oft á tíðum þá kröfu að þetta
verð sé gefið upp þótt þeir borgi
kannski hærra.“
En ráðherra hefur, þrátt fyrir
þessa vitneskju, aungvar vís-
bendingar um að íslenskir hesta-
útflytjendur komi til móts við
kröfur Þjóðverjanna með einum
eða öðrum hætti. En samt telur
hann nauðsynlegt að ráðuneytin
komi sér saman um hvernig
hægt sé að standa að útflutningi
hrossa og vil! að samið sé um
tollalækkanir við Evrópusam-
bandið og Noreg.
Er fræðilegur möguleiki á að
pottur sé lítilsháttar brotinn í
þessum viðskiptum, þó engar
vísbendingar séu um slíkt að
mati ráðherra?
X^UT'
Á ríkið að lækka skntta á
betisíni?
Geir Magnússon
forstjóri Olíufélagsins.
„Ég Iýsti því yfir í
maí þegar vega-
gjald var hækkað
um 1,35 kr. að
það væri óheppi-
legt, vegna þess
hve hátt bensín-
verð var um þær
mundir. Þá vorum við að gera
okkur vonir um að bensínverð á
heimsmarkaði myndi lækka, en
það hefur hækkað stöðugt síðan.
Dag frá degi og sér ekki fyrir
endann á því. Mér þótti þetta
aukagjald í maí óheppilegt, en ég
ætla ekki að dæma frekar nú um
hvað sé rétt í skattamálum.“
Pétur Blöndal
„Skattar á bíleig-
endur í landinu
eru afar miklir og
kannski er
ástæðulaust að
þeir hækki alltaf
hlutfallslega í
samræmi við
heimsmarkaðsverð, einsog nú er
að gerast með bensínverð. Breyt-
ingar á þessu má gjarnan skoða.
En hinsvegar væri tæknileg út-
færsla slíkra breytinga nokkuð
flókin og Iagabreytingu þyrfti til
að þetta gæti gengið í gegn.“
Runólfur Ólafsson
framkvæmdastjóri Félags ísl. bifreiða-
eigeitda.
„Þegar heims-
markaðsverð
hækkar svo mjög
eins og gerst hef-
ur að undanförnu
þá finnst mér
eðlilegt að ríkið
grípi inní til að
tryggja stöðugleika. Bensín er
háskattavara, ofan á innflutn-
ingsverð Ieggst 97% vörugjald og
þar við bætist svonefnt bensín-
gjald sem er föst krónutala,
28,60, per. Iítra af 95 okt. bens-
íni, en sú upphæð er eyrnamerkt
vegagerð. Við horfum í þetta háa
vörugjald, 97%; að það sé eðli-
legt að lækka það nú. Fyrir slíku
eru fordæmi m.a. frá tímum
Persaflóaátakanna. Á þessum
áratug hefur vörugjaldið verið að
hækka, en það var í upphafi ára-
tugarins um 50%. Bensín hefur
mikil áhrif á neysluvísitölu og því
mikilvægt að draga úr miklum
verðsveiflum og þeim áhrifum
sem þær hafa á efnahagslíf þjóð-
arinnar."
alþingismaður.
Jóhanna Siguröardóttir
alþingismaðttr.
„Við þær aðstæð-
ur sem nú eru
finnst mér að rík-
ið eigi að gera
það. Það er Ijóst
að þær bensín-
hækkanir sem
dunið hafa yfir að
undanförnu hafa að lang mestu
leyti skilað sér í ríkissjóð og þær
hafa á undanförnum mánuðum
leitt tii aukinna verðbólgu og
hækkunar á vísitölu. Ríkið getur
dregið úr verðbólgu með því að
draga úr sínum hluta af bensín-
hækkuninni."