Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR S.ÁGÚST 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Man. United og Arsenal líklegust til stdrafreka Leikmenn Manchester United fagna sigri í ensku bikarkeppninni í vor. Þessi bikar er aðeins einn af þremur stórum sem þeir unnu á síðustu leiktíð. Tony Adams, fyrirliði Arsenal, og Arsene Wenger, framkvæmdastjóri félags- ins, með bikarana sem Arsenal hlaut þegar þeir unnu tvöfalt árið 1998. Um helgina hefst kepp- ni í ensku úrvalsdeild- inni í knattspymu. Manchester United og Arsenal eru líklegust til að draga vagninn í deildinni í vetur. Houllier hristir hlönd- una á Anfield og vonar að hún skili titli á næsta ári. Bryan Roh- son treður marvaða í köldum hafragraut Fjandvinirnir, Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hófu Ieikinn í enska boltanum á sunnudaginn var. Enginn vafi Ieikur á því að þeir hafa bestu spilin á hendi þeg- ar leiktíðin hefst fyrir alvöru á laugardaginn. Ætli aðrir sér vinn- ing í „Olsen - Ólsen“ spili þeirra félaga verða þeir að vinna Manchester United og Arsenal á vellinum í vetur. Eins og er hefur Sir Alex þrjár áttur af fjórum á hendi og aðeins er spurning hvort einhverjum tekst að reita þær af honum næstu tíu mánuðina. United er spáð sigri Flestir spekingar, og þarf ekki spekinga til, spá Manchester United enn einum sigrinum í ensku deildinni á komandi leiktíð. Ferguson stillir upp sama mann- skap og á sfðustu leiktíð nema hvað Mark Bosnich hefur tekið við markvarðarstöðunni af Dan- anum, Peter Schmeichel. Það veikir Old Trafford liðið, en ekki nóg til þess að önnur lið eigi greiðan aðgang að Unitedmark- inu. Til þess er vörn liðsins alltof sterk. Þar skilur nefnilega á milli meistaranna ogArsenal. Þrátt fyr- ir að nú sé Steve Bould á bak og burt úr Arsenalvörninnni er hún enn elsta vörn úrvalsdeildarinnar og sein eftir því. Einnig er óvíst hvort mikilvægasti Ieikmaður Arsenal síðasata áratuginn, fyrir- Iiðinn Tony Adams, getur leikið eitthvað í vetur vegna meiðsla og elli. Þá er óvíst hvenær Dennis Bergkamp og Marc Overmars verða klárir í slaginn og ofan á allt annað er nú landsliðsmarkvörður Englendinga, David Seaman kominn á sjúkralista. Allir leik- menn United, að undanskildum fyrirliðanum Roy Keane, eru hinsvegar heilir. Miklar brcytingar hjá Arsenal Arsene Wenger hefur orðið að gera mikilvægar breytingar á lið- inu frá síðustu leiktíð. Vandræða- gemlingurinn, Anelka, er endan- lega á brott og munar um minna. Hvort hinn 31 árs Davor Suker og Frakkinn Thierry Henrie, sem keyptur var til liðsins í fyrradag, koma til með að fylla skarð hans verður tíminn að leiða í ljós. Þá verður fróðlegt að sjá hvort Bras- ilíumaðurinn Silvinho kemur til með að eiga betri tíð í enska bolt- anum en landar hans áður. Hins vegar er ljóst að Ukraínumaður- inn, Oleg Luzhny, styrkir Arsenal- vörnina. Arsene Wenger verður samt að játa sig sem litla risann í samanburðinum við Sir Alex Ferguson í dag. Chelsea verður að híða og vona Gianluga Vialli heldur áfram að styrkja Iið sitt. Miðjumaðurinn og heimsmeistarinn, Didier Deschamps, ætti að ná því að stoppa upp í veikleikann á miðj- unni sem hrjáði Chealsea á síð- ustu Ieiktíð. En hvort kaupin á Chris Sutton eru jafn góð og margir halda, verður tíminn að Ieiða í ljós. Ætli Vialli sér að vinna titla í vetur verður hann að bíða og vona að United og Arsenal geri mistök. Chelsea er ekki nógu sterkt til að klára dæmið á eigin spýtur. Vialli er heppinn ef hann getur einu sinni sagt ólsen við spilaborðið hjá Ferguson og Wen- ger. Það verður örugglega gaman að fylgjast með lærisveinum David O’Leary hjá Leeds í vetur. O’Le- ary er óhræddur við að byggja lið- ið upp á ungum strákum og ekki hækkaði meðalaldurinn við Ieik- mannakaup hans í sumar. Þó ungur sé kemur Michael Duberry með mikla reynslu frá Chelsea, sem kemur til með að reynast Leeds vel. Síðan er bara að bíða og sjá hvort Michael Bridges og Danny MiIIer ná að blómstra. Leeds verður með í baráttunni um Evrópusæti. Esperanto á Anfíeld Road Gerard Houllier hefur eytt manna mest í leikmenn fyrir tímabilið. Sjö nýir landsliðsmenn, allt út- Iendingar, eru mættir til Ieiks hjá Liverpool og nú eru Ieikmenn og starfsmenn á Anfield Road af Ijórtán þjóðernum. Aboubacar Camara, Sami Hyypia, markmaðurinn Sander Westerveld, Erik Meijer, Vladimir Smicer, Stephen Henchos og Dietmar Hamman eru allir mjög sterkir leikmenn sem koma til með að styrkja Liverpool mikið á næstu árum. En ólíklegt verður að telja að Houllier nái að hrista blönduna fullkomlega saman í vetur. Markmið Frakkans er að gera betur en á síðsta ári, því slakasta í 35 ár á Anfield, og koma liðinu í Evrópukeppni. Það ætti honum að takast ef kapallinn gengur upp. En hann fær ekki einu sinni að setjast \áð spilaborð- ið með Wenger og Ferguson. Margir koma sjálfsagt til með að sakna Steve McManaman úr herbúðum Liverpool. Ef miða má við frammistöðu hans með Liver- pool og enska Iandsliðinu undan- farin tvö ár er engin eftirsjá í hon- um. Það sama má segja um Paul Ince og David James. Þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Með Englendinginn, Jamie Red- knap og Dietmar Hamann og Tékkana, Patric Berger og Vla- dimir Smicer verður miðja Rauða hersins mun betur mönnuð en á síðustu leiktíð. Vandamálið hjá Houllier verður eftir sem áður varnarleikur liðsins. Spurningin er á hvaða tungumáli æfingarnar á Melwood fara fram. Kannski á Esperanto. Iívað gerir West Ham Það verður spennandi að sjá hvað Harry Redknap gerir við lið sitt á leiktíðinni. Hann hefur orðið að sjá á eftir Eyal Berkovic til Celtic en hefur fengið Paulo Wanchope frá Derbie í staðinn. Redknapp hefur bætt árangur West Ham ár frá ári og nú hlýtur hann að setja stefnuna á öruggt Evrópusæti. Gengi liðsins í Inter Toto keppn- inni hefur ekki verið merkilegt í ár, en West Ham verður í efri hluta deildarinnar þegar upp verður staðið í vor. Miðjiunoöið Það var mikils virði fyrir Everton að komast endanlega yfir lífgjafa sinn frá síðustu leiktíð, Kevin Campell. Það er því bjartara yfir Goodison Park en undanfarin ár og liðið verður ekki í fallbarátt- unni. Það verður hlutskipti Ev- erton að hjakka á miðju deildar- innar með liðum eins og Leicest- er, Newcastle, Derby, Aston Villa og Coventry. Ekkert þessara liða hefur gert þær breytingar sem skila þessum liðum í toppbarátt- una. Ruud Gullit gerði góð kaup í táningnum Kieron Dyer sem nýt- ist honum í framtíðini, en kaup hans á útlendingunum eiga eftir að sanna sig. Hans stærsta vanda- mál eru samskipti við leikmenn sína. Meðan hann á erfitt með að ræða við þá verður árangurinn eins og áður, miðlungsgóður, þrátt fyrir stjörnuleikmenn í hverri stöðu. Middlesbrough í faUbaráttu Bryan Robson er enn við sama heygarðshornið þegar hann kaup- ir leikmenn. Gamlir raftar eru dregnir á flot í von um að reynsl- an skili toppárangri. Það hefur bara ekki ennþá gerst á Riverside. Robson hjakkar enn í sama farinu með liðið og það var í þegar hann tók við því. Meðan hann treystir ekki ungum og efnilegum íeik- mönnum heldur hann áfram að sjúga á sér puttana, horfir ekki framan í nokkurn og treður mar- vaða í köldum hafragraut eins og fyrr. Sunderland er það nýja lið deildarinnar sem besta möguleika á að halda sæti sínu þegar upp verður staðið í vor. Peter Reid verður þó að hafa verulega fyrir hlutunum ætli hann að halda lið- inu uppi í úrvalsdeildinni. Watford og Bradford verða ör- ugglega f miklum vandræðum. Langt er síðan bæði þessi Iið komust í tæri við bestu lið Eng- lendinga og reynsluleysið kemur þeim í koll í þessu tíu mánaða kapphlaupi sem framundan er. Middlesbrough gæti sem best orðið fylginautur þessara liða í fyrstu deildina aftur. - GÞÖ Leikir 1. umferðar: Laugardaginn 7. ágúst Arsenal - Leicester Chelsea - Sunderland Coventry - Southampton Leeds - Derby Middlesbr. - Bradford Newcastle - Aston Villa Sheff. Wed. - Liverpool Watford - Wimbledon West Ham - Tottenham Sunnudaginn 8. ágúst Everton - Man. United 2. umferð: Mánudaginn 9. ágúst Tottenham - Newcastle Þriðjudaginn 10. ágúst Bradford - Chelsea Wimbledon - Middlesbr. Sunderland - Watford Derby - Arsenal Miðvikudaginn 11. ágúst Liverpool - West Ham Southampton - Leeds Leicester - Coventry Aston ViIIa - Everton Man. United - Sheff. Wed. Arsenal vann fyrsta slaginn Jordi Cruyff og Patrick Vieira berjast um boltann í góðgerð- arleiknum á Wembley. Eins og á síðasta ári var það Arsenal sem vann uppgjörið milli risanna í enska boltanum þegar liðið sigraði Manchester United, 2-1, í góðgerðarleiknum á Wembley á sunnudaginn. Fyrsti tapleikur Manchester United frá því á árinu 1998 leit þar með dagsins ljós. Leikurinn var með hetri góðgerðarleikjum síðustu ára og ekki er vafi á að þarna sýndu tvö bestu lið Englendinga listir sínar. Þrátt fyrir tapið var það Manchesterleikmaðurinn, David Beckham, sem gladdi augað með ótrúlega fallegu marki úr auka- spyrnu. Kanu jafnaði f\TÍr Arsenal úr vataspyrnu áður en Ray Parlour skoraði sigunnark sinna manna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.