Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 5
1 IMMTUBAyGUR ? . ■ Á GjlSF,, 1 9 9 9 r 5
FRÉTTIR
Innköllim er einka-
mál Jóhannesar
Mikið gekk á fyrr í sumar í Mýrar-
húsaskóla.
Formaður og varaíor-
maður Neytendasam-
takauna tala í kross í
kjúMmgamálinu og
Jón Magnússon segir
krðfu um innköllun
vera „einkaskoðun“
Jóhannesar Gunnars-
sonar.
„Það er rangt sem fjölmiðlar
hafa verið að skýra frá að þetta
hafi verið ályktun Neytendasam-
takanna, því um þetta mál hefur
ekkert verið fjallað, hvorki hjá
stjórn né framkvæmdastjórn
Neytendasamtakanna," sagði
Jón Magnússon, varaformaður
Neytendasamtakanna, er hann
var inntur eftir viðbrögðum við
svari Sivjar Friðleifsdóttur, um-
hverfisráðherra, við kröfum sam-
takanna um að til aðgerða þyrfti
að grípa vegna frétta um
kampýlóbakteríusýkingu í
kjúklingum á Asmundarstöðum.
„Það sem um var að ræða var að
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
samtakanna, var að lýsa sinni
einkaskoðun," sagði Jón enn-
fremur.
Ekki innkallað
Eftir að fregnir um kampýlóbakt-
eríusýkingu í kjúklingum á As-
mundarstöðum bárust, sendi Jó-
hannes Gunnarsson, Siv Frið-
leifsdóttur, umhverfisráðherra,
bréf í nafni Neytendasamtak-
Jón Magnússon, varaformaður
Neytendasamtakanna.
anna, þann 29. júlí sl., þar sem
þess var m.a. krafist að „...allar
afurðir sem framleiddar eru á
Ásmundarstöðum og eru komnar
í verslanir verði innkallaðar“.
Eftir að hafa fengið sérstaka ráð-
leggingu um málið frá þar til
bærum embættum taldi um-
hverfisráðherra ekki ástæðu til
að grípa til þeirra aðgerða sem
Neytendasamtökin fóru fram á.
Síðan hefur Jóhannes lýst opin-
berlega þeirri skoðun sinni að
þeir sem verði fyrir barðinu á
sýkingum af völdum kampýló-
baktería ættu að skoða vel hvort
ekki sé full ástæða til að höfða
skaðabótamál á hendur ráð-
herra.
Ósanunála
Það lítur því út fyrir að varafor-
maður Neytendasamtakanna sé
ekki fyllilega sáttur við áðurnefnt
bréf Jóhannesar Gunnarssonar,
formanns, til umhverfisráðherra
þó þeir séu sammála um að
rannsókn þurfi að fara fram
vegna orðrómsins um kampýló-
bakteríusýkinguna. Það kemur
skýrt fram í bréfi Jóhannesar til
umhverfisráðherra að hann vill
að opinber rannsókn fari fram og
í samtali við Dag sagði Jón
Magnússon: „Eðlilegasta krafan
er sú að þegar grunnsemdir
vakna um að ekki sé allt með
felldu hjá matvælaframleiðanda
gangi heilbrigðisyfirvöld í það að
gera ítarlega rannsókn hjá við-
komandi íyrirtæki, en það sé
ekki „tekið af lífi“ án dóms og
laga.“ - GÍS
Bjartsýn á
framtíðina
Mikið gekk á fyrr í sumar í Mýr-
arhúsaskóla út á Seltjarnarnesi
en deilt var um óánægju kenn-
ara með skólastjórann og að-
stoðarskólastjórann. Ráðgjafar-
fyrirtæki gerði úttekt á ástand-
inu og var mælt með því að
skóiastjóri og aðstoðarskólastjóri
yrðu látnir fara. Niðurstaða bæj-
arstjórnar var hins vegar að
reynt yrði að bæta starfsandann
án þess að láta neinn fara.
Fríða Regína Höskuldsdóttir,
skólastjóri, segist hafa skoðað
sín mál vel f sumar en ætlar að
halda áfram við skólann þrátt
fyrir það sem á undan hefur
gengið. Fríða Regína segist vera
bjartsýn á ao skólastarfið muni
ganga vel fyrir sig en nú fari
fram vinna sátta og endurbygg-
ingar í skólanum. Marteinn Jó-
hannsson, aðstoðarskólastjóri,
sagðist vera í fríi frá skólanum
og vildi ekkert tjá sig um málið
og sína stöðu. - ÁÁ
Ný brú á Mógilsá
Gönguleiðin upp á
Esjiuiíi verður muu
betri eftir að sett
hefur verið ný brú á
Mógilsá. Laudhelgis-
gæslan feugin til
hrúarfLutninga.
í gær flutti Landhelgisgæslan
göngubrú Ferðafélags Islands
sem brúa mun Mógilsá miðja
vegu upp á Þverfellshorn. Brúin
mun beina göngugörpum inn á
þurra leið austan megin við Mó-
gilsá miðja vegu milli Kögunnar-
og Rauðhóls. Ferðafélg Islands
hafði frumkvæði að smíði brúar-
innar. Ferðafélagið fékk Istak til
að smíða brúnna og gáfu þeir
bæði efnið og vinnuna við smíði
hennar. Brúin er 11 metra löng
og vegur um 1 tonn. Hún er
rammgerð og undir henni eru
veglegir stálbitar. Brúin er með
handriðum og náttúrulega máluð
í skógargrænum lit. Byggingar-
fyrirtækið Eygt stjórnaði upp-
setningu brúarinnar og gáfu
vinnu sína.
Um þessar mundir eru 45 ung-
menni að gróðursetja trjáplöntur
og vinna við lagfæringu neðsta
hluta gönguleiðarinnar uppá
Þverfellshorn. Verldnu er verk-
stýrt af starfsmönnum Rann-
sóknarstöðvarinnar á Mógilsá.
Þyrla Gæslunnar hýfir upp brúna og flytur hana upp í hlíðar Esjunnar. mynd: teitur
Kona lést í umferðarslysi
Konan sem lést í umferðarslysi
við vegamót Akranesvegar og
Vesturlandsvegar í fyrradag hét
Sigurlína Erla Kristinsdóttir til
heimilis að Vallarbraut 13 á
Akranesi. Sigurlíi Erla var 64
ára og lætur eftir sig fjögur upp-
komin börn. Slysið varð með
þeim hætti að fólksbifreið var
ekið af Akranesvegi inn á Vestur-
landsveg í veg fyrir flutningabif-
reið. Tveir menn voru í flutn-
ingabifreiðinni og sakaði þá ekki.
Sigurlína var ein í fólksbifreið-
inni og er talið að hún hafi Iátist
samstundis.
Kaupir Siglfirðmg
Þormóður rammi - Sæberg hf. hefur undirrtað samning um kaup á
60% hlut í útgerðarfélaginu Siglfirðingi hf. á Siglufirði. Stefnt verður
að jafnri eignaraðild Þormóðs ramma - Sæbergs hf. og Gunnars Júlí-
ussonar í félaginu, en Gunnar var fyrir annar aðaleigandi félagsins.
Siglfirðingur á tvo frystitogara, Svalbarða SI 301 og Siglfirðing SI 58
og eitt nótaskip, Siglu SI 50. Kvóti félagsins eru rúm þrjú þús.
þorskígildistonn. Sameining félaganna er ekki fyrirhuguð. - SBS.
Eykur vonaudi öryggi starfsmaima
Sameining Stálsmiðjunnar hf. í Rey^a-
vík og Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri
hefur vakið upp spurningar um stöðu
hins nýja fyrirtækis gagnvart öðrum
sem keppa á sama markaði. Samkeppn-
isstofnun hefur fengið upplýsingar um
sameiningu fyrirtækjanna og mun
skoða hvort ástæða er til athugasemda
eða aðgerða. Að sögn kunnugra á þess-
um markaði er talið ólíklegt að nokkuð
verði aðhafst þar sem hið sameinaða
fyrirtæki starfar í raun á nokkrum
mörkuðum, það er í skipasmíði, þar
sem samkeppni er mikil við erlend fyr-
irtæki, í viðgerðum og í ýmiss konar
stálsmíði annarri.
Sameiningin virðist hafa komið
mönnum nokkuð á óvart og til dæmis frétti Hákon Hákonarson, for-
maður Félags málmiðnaðarmanna, af sameiningunni í gegnum Qöl-
miðla á þriðjudag.
„Eg vona að ég megi upplifa þetta þannig að þetta komi þægilega á
óvart og að sameiningin eigi eftir að efla bæði fyrirtækin til enn frek-
ari sóknar bæði á innlendum og erlendum vett\fangi,“ segir Hákon.
„Eg vona að þetta efli Slippstöðina hf. á Akureyri til frekari verkefna-
öflunar og að mfnir félagar sem þar vinna ásamt öðru starfsfólki geti
horft með auknu öryggi til framtíðarinnar með sín störf.“ - ui
Hákon Hákonarson.
Dion ráðir að skilanað arinál
Stéphane Dion, ráðherra í kanadísku ríkisstjórninni, mun hitta
dóms- og kirkjumálaráðherra á fundi f Ráðherrabústaðnum í dag.
Ráðherrann kanadíski, sem er frá Quebec, flytur hér á landi erindi á
ráðstefnu þar sem hann mun tjalla um atkvæðagreiðslur í Quebec-
fylki um aðskilað frá kanadíska sambandsríkinu og samanburð á þeim
og atkvæðagreiðslum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum þar
sem kosið hefur verið um aðskilnaðarmál. - SBS.