Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 9
smiiíluna í)gyyir yndin er tekin í frystihúsi Sæunnar Axels eftir uppsagnirnar. FIMMTUDAGUR S. ÁGÚST 1999 - 9 Undirskrift samstarfs um upplýsingatæknisamfélag á Vísi.is, f.v. Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Aco, Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri Vísis.is og Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa. Vísir.is, Opin kerfi og Aco í samstarf Hann segist einnig líta svo á að óhjákvæmilegt sé fyrir Byggða- stofnun að draga Iærdóm af því sem þegar hefur verið gert. Hall- dór segir að þingmenn kjördæm- isins muni auðvitað funda um at- vinnuástandið í kjördæminu og önnur þau mál sem upp munu koma. Þá mun ekki standa á hon- um að kalla þingmenn kjördæmis- ins saman til fundar ef þess verð- ur óskað. Að öðru leyti munu slík- ir fundir bfða haustsins. Fjarvistir stjómvalda „Mér finnst að þessir hlutir sem hafa verið að gerast í sjávarútveg- inum á undanförnum misserum og mánuðum eigi að koma beint inní þá endurskoðun sjávarútvegs- stefnunnar sem sögð er standa fyr- ir dyrum. Hún heiur verið boðuð lengi en lítið gerst. Það er alveg með ólíkindum að það skuli taka menn marga mánuði að drulla saman einni nefnd sem á ekki að vera flókið mál,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-Græns framboðs á Norðurlandi eystra. Hann segir að ofan í sáttahjal stjórnarflokkanna, þá hljóti þeir að óska eftir tilnefningum í væ'nt- anlega néfnd frá öllúm helstu málsaðilum og m.á. frá stjórnar- andstöðunni og verkalýðshreyf- ingunni. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það sem hefur verið að gerast og varðar atvinnuöryggi fiskverkafólks „hrópar alveg í him- ininn". Þá sé alveg furðuleg, í allri þessari umræðu, þessi skrítna Ijarvistarsönnun sem ríkisstjórnin hefur fengið í öllum þessum mál- unt. Það virðist sem þessi mál komi stjórnvöldum ekkert við. Þingmaðurinn bendir einnig á að allar þær hrikalegu tölur sem hafa birtst um byggðaröskunina sem ekkert lát sé á, sé nánast ýtt til hliðar af hálfu stjórnvalda. I því sambandi minnir Steingímur á að þótt Davíð Odsson, forsætisráð- herra, sé búinn að vera yfirmaður byggðamála frá vori 1991, þá sé hann algjörlega stiklvfrí í þessum málum. Þá hafi vandamál Vest- fjarða verið afgreidd með þeim orðum sjávarútvegsráðherra að ástandið þar sé miklu betra en íjölmiðlar hafi greint frá. Síðan sé ekkert gert. Sambærilegt við Vestfirði Hann segir að Ijöldauppsagnirnar á Olafsfirði eða á öðrum stöðum séu ekki gleðilegar fréttir nema síður sé. Hinsvegar sé ljóst að reksturinn hjá fyrirtæki Sæunnar á Olafsfirði hefur verið erfiður að ýmsu leyti vegna þess að hann hefur byggst alfarið á aðkeyptu hráefni. Að því leytinu til telur þingmaðurinn að þetta mál sé að nokkru leyti skylt því dæmi sem landsmenn hafa orðið vitni að í hremmingum Rauða hersins á Vestljörðum. Sameiginlegt með þessum fyrirtækjum sé sú stað- reynd að þar hafa menn verið að reyna byggja upp fiskvinnslu á að- keyptu og innfluttu hráefni vegna þess að þau eiga ekld kvóta. Hann minnir hinsvegar á að þótt tölu- vert sé af kvóta á Olafsfirði, þá sé afli úr þeim kvóta að mestu unn- inn úti á sjó, eða um borð í frysti- togurum Þormóðs ramma - Sæ- bergs eftir sameiningu þeirra. Inní þá sameiningu kom Sæberg á Olafirði með fleiri þúsund þor- kígildistonn. Enda telur þingmað- urinn fljótt á litið að hlutur Sæ- bergs við þá sameiningu hafi ver- ið allt að 30%-40%. Að því leyti sé grundvöllur fyrir fiskvinnslu á Olafsfirði allt öðruvísi en áður var þegar aflinn fór að mestu til vinnslu í landi. Steingrímur gerir ráð fyrir því að það verði í verkahring heima- manna og stjórnvalda að skoða til hvaða ráða sé hægt að grípa í þeirri stöðu sem framundan sé. Alltaf erfiðara „Mér finnst þetta fyrst og fremst vekja upp þær spurningar um þá þróun sem verið hefur lengi í gangi að þessu leyti og hvort menn ætla að láta hana ganga óstýrt áfram. Eg hef margsinnis varað við því á undanförnum misserum. Mér sýnist að hlutur landvinnslunnar hljóti alltaf að verða erfiðari og erfiðari við þess- ar aðstæður þar sem veiðiheimild- irnar geta færst óhindrað á milli útgerðarflokka skipa. Það hefur gengið á hlut þess flota sem hefur landað hráefninu fersku, enda er bátaflotinn á undanhaldi," segir Steingrímur. Bjargaði staðmun Þingmaðurinn minnir á að það sé ekki langt síðan Olafsfirðingar áttu við töluverðan vanda að etja í atvinnumálum sínum þegar þá- verandi landvinnsla var að hverfa vegna mikilla erfiðleika í rekstri. Þar munaði einna mest um erfið- leikana hjá Hraðfrystihúsi Olafs- fjarðar auk þess sem margar sjálf- stæðar fiskverkanir hafa verið að týna tölunni. Atvinnuástandið hafi hinsvegar breyst til hins betra með dugnaði Sæunnar Axelsdótt- ur og Ijölskyldu hennar. Stein- grímur segir að hún hafi bókstaf- lega bjargað staðnum í þeim skilningi að uppistaðan fyrir vinnu landverkafólks hefur verið hjá fyrirtæki hennar. Þá telur hann að þær reglur sem Byggða- stofnun vann við úthlutinna hafi að mörgu leyti verið skynsamleg- ar, þótt eflaust megi alltaf deila um þær. Hinsvegar hafi kvóti Byggðastofnunar verið alltof lítill og farið eingöngu til þeirra staða sem veikastir standa. -GRH Netversliin með tölvu- vörur og upplýsiuga- tæknivefur opua á Vísi.is Vísir.is, Opin kerfi og Aco hafa gengið frá samstarfssamningi um víðtækt markaðssamstarf sem felur í sér smíði og rekstur á kröftugum upplýsingatæknivef ásamt því sem fyrsta netverslun með tölvuvörur opnar á Vísi.is (www.visir.is) innan fárra vikna. „Við sjáum að í heiminum í kringum okkur eru netviðskipti, netverslanir og Netið sem gagn- virkur upplýsingamiðill í örum vexti. Og við erum sammála for- svarsmönnum Vísis.is um að netverslun með hátæknivörur eigi sér framtíð hér á landi með íslenskum miðli,“ sagði Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Op- inna kerfa, aðspurður um þetta nýja samstarf. Á hærra plan „Við þrír - Vísir.is, Aco og Opin kerfi - ætlum að setja upp versl- un með Apple og Hewlett Packard tölvur á netmiðlinum Visir.is. Þeir eru mjög framsækn- ir og saman getum við ýtt um- ræðunni í upplýsingatækniiðn- aðinum á hærra plan með Vís- ir.is," segir Gylfi. Kaupendurnir þegar á Net- inu En hafa Islendingar ekki farið sér fremur hægt í netverslun? Gylfi segir til spár um slík við- skipti sem ekki hafa ræst. En margir telji að tíminn sé kannski það eina ranga í þeim spám. Þetta hafi kannski tekið lengri tíma en áætlað var. Sumir telji jafnvel að verslun sé ekki síður orðin skemmtun hjá almenningi en að fólk verði að versla vegna þess að það vanti eitthvað. „En fólk getur auðvitað líka verslað sér til skemmtunar á Netinu. Helstu kaupendur hátæknivara eru líka þegar á Netinu og því kannski ekki óeðlilegt að þeir verði fljótari til en margur ann- ar,“ sagði Gylfi. Fjölfomustu gatnamótin Vísir.is er samsettur af yfir 20 samstarfsvefjum sem að sögn Þorvaldar Jacobsen, fram- kvæmdastjóra, bjóða upp á markvissan fréttaflutning, skemmtilega aiþreyingu, gagn- legar upplýsingar og verslun. Samningur þessi er mikilvægur liður í frekari uppbyggingu Vis- is.is, sem hefur frá fyrsta degi verið fjölförnustu gatnamótin á íslenska Internetinu. Nú hafa um 83% landsmanna aðgang að Internetinu og með bættri þjón- ustu og fjölbreyttara vöruúrvali mun verslun á Internetinu vaxa mikið á næstu mánuðum. Vís- ir.is er að sögn Þorvaldar í farar- broddi í verslun á netinu og er m.a. í samstarfi viö Hagkaup um verslunina Hagkaup@Visir.is og Samvinnuferðir-Landsýn um Netferðir. -HEI CORJLAND FLUGULINUR 444 - EINHVER BESTA LÍNANÁMARKAÐNUM 9 Flotlínur, 2 gerðir 9 Sökk/odds-línur, 5 gerðir 9 Sökklínur, 6 gerðir 9 Sérhver lína hefur sinn lit • Framleiddar i Bandaríkjunum 9 Hagstætt verð Því ekki að byrja með Cortland - þú endar þar hvort sem er! Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND. SPORTVORU GERÐIN HF.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.