Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 05.08.1999, Blaðsíða 12
 t* » * , J * I\ l ? M \,V\ t 'V M U \ M 12 - FIMMTUDAGUR 6. ÁGtJST 1999 - Dm^iit **:•»*« BOHJWI {««? iHínii 8a« ífea^iiU Ssííiífsi líst le$«if fístisfiUiSí }«8isa» $ð.'tí«i> Cafeylstei l*t« feltfi (Mftny l»r« kf láf MiHbftað {Ifiíijif lt«i MliiL. Devine Stmi 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio DOLBY KornduoghiUu luliu Roberts og Hugh Grant ástadseTnÍÉrUir.. Notting Hiíl Sýnd kl. 17,19,21 og 23:10 Bjarki Gunnlaugsson skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir KR gegn Blikum í gærkvöld. KR-ingar í úrslit KR-ingar tryggðu sér í gærkvöld réttinn til að leika til úrslita í Bikarkeppni KSI, með því að vinna öruggan 3-0 sigur á Breiðabliki á heimavelli sínum í Frostaskjóli. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og áttu nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Bjarki Gunnlaugsson átti t.d. tvö skot í stöng og Einar Þór skot yfir markið úr góðu færi. Á síðustu mínútu hálfleiksins brást Bjarka þó ekki bogalistin, þegar hann skallaði boltann í netið erftir góðan undirbúning Guðmundar Benediktssonar og var staðan 1 -0 í hálfleik. í síðari hálfleik höfðu KR-ing- ar nokkra yfirburði og bætti Bjarki við öðru marki á 65. mín. og aftur eftir undirbúning Guð- mundar. Markið var eitt það skrautlegasta í sumar, skorað eft- ir byltu og sfðan í gegnum klof varnarmanns Blika. Eftir markið var allur vindur úr Blikum og þeir játuðu sig sigraða eftir þriðja markið sem Guðmundur Benediktsson skoraði sjálfur á 85. mín. Heiðar Helguson valiim leikmaður juLtmánaðar Norskir íþróttafrétta- meim eru gapandi bit yfir framgangi Heið- ars Helgusonar, sem aldrei hafði leikið knattspymu í efstu deHd, þegar hanu kom tH LiUeström í fyrra. Dalvíkingurinn Heiðar Helgu- son, leikmaður með norska úr- valsdeidlarliðinu Lilleström, var valinn leikmaður júlímánaðar í úrvalsdeildinni af norska blaðinu Aftenposten. Árangur Heiðars á vellinum hefur verið með ólík- indum síðustu vikurnar. Hann hefur skorað fimmtán mörk í úr- valsdeildinni til þessa, þar af sex í tveimur síðustu Ieikjum sínum og er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Rosen- borgleikmanninum Sigurd Rushfeldt. Norskir íþróttafréttamenn eru gapandi bit á framgangi Heiðars, sem aðeins er 21 árs gamall og hafði aldrei leikið knattspyrnu í efstu deild þegar hann kom til Lilleström í fyrra. Heiðar segir að þessi árangur hans sé fyrst og fremst því að þakka að hann gefi sig 100% í hvern leik og hann langi til að sigra. En fleira þarf til. Einkenni Heiðars á vellinum er óvenjumikill vilji og dugnaður auk hörku. Orðið, uppgjöf, er ekki til í orðabók Dalvíkingsins, enda segja andstæðingar hans á vellinum að hann þurfi ekki alltaf færi til að skora. Hann heldur alltaf áfram þó heill varn- arveggur sé fyrir framan hann. Annað sem norka pressan skil- ur illa er að Helgi Sigurðsson, næst markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar og fé- lagi Heiðars í landsliðinu, gleðst með félaga sínum þó hann hafí sökkt Stabæk um síðustu helgi. „Það er bara frábært að hann skuli vera að gera svona góða hluti hjá Lilleström. Eg vona að hann haldi áfram á sömu braut. Það er gaman að keppa við Is- lendinga um vegtyllur í norska fótboltanum." Lilleström spáð gullmu Helmingur þjálfara í norsku úr- valsdeildinni er farinn að spá Lil- Ieström-byltingu á toppi deildar- innar og telja að sjö ára sigur- göngu Rosenborg muni ljúka í október með deildargullinu til Lilleström. Þeir segja möguleika Lilleström raunhæfa því liðið eigi eftir mun auðveldari leiki en hin topplið deildarinnar. Þessir spá Lilleström sigri: Tom Nordlie - Odd-Grenland, Anders Lindroth - Stabæk, Erik Brakstad - Molde, Knut A. Löberg - Válerenga, Jens M. Söt- en - Strömgodset og Per Rrogeland - Kongsvinger. Christie féUá lyfjaprófi Breski spretthlauparinn Lin- ford Christie, fyrrum heims- og Ólympíumeistari í 100 m hlaupi, hefur verið dæmdur í keppnisbann eftir að sterar fundust í þvagsýni sem tekið var úr honum eftir alþjóðlegt frjálsíþróttamót í Dortmund í Þýskalandi í vetur. í sýninu fundust leifar af steralyfinu „nandrolone", sem er á bannlista alþjóða frjáls- íþróttasambandsins, en sjálfur segist Christie saklaus og hyggst sanna sakleysi sitt með öllum ráðum. Christie, sem að undanförnu hefur starfað á vegum breska frjálsíþróttasambandsins, seg- ist alla tíð hafa barist gegn Iyfjanotkun íþrótt 'manna ■- að þetta væri fráleitt. „Það væri líka fáránlegt af mér að fara að nota stera þegar ég er svo að segja hættur keppni," sagði Christie. Christie vann sér það til frægðar að verða elsti Ólymp- íumeistarinn í 100 m hlaupi til þessa, þegar hann vann titilinn í Barcelona árið 1992, þá 32 ára. Árið eftir vann hann svo heimsmeistaratitilinn, þegar hann hljóp á nýju Evrópumeti, sem er 9,87 sekúndur og stendur enn. Hann tók síðan aftur þátt í Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996, en var þá dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta tvisvar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.