Dagur - 01.09.1999, Qupperneq 5

Dagur - 01.09.1999, Qupperneq 5
MIÐVIKVDAGUR 1 SEPTEMBER 1999 - 5 FRÉTTIR Ekki í fyrsta skipti í Vesturbyggd. Kaup- skyldan íþyngjandi íyrir mörg sveitarfé- lög. Unnið að lausn með skipan nefndar. Hátt í helmingur allra íbúða í fé- lagslega íbúðakerfinu í Vestur- byggð hefur verið auglýstur á nauðungaruppboði að kröfu íbúðalánasjóðs. Alls eru um 80 félagslegar íbúðir í bæjarfélaginu sem eru til útleigu. Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri Vestur- byggðar, segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem íbúðir sem þess- ar í bænum séu auglýstar á upp- boði. Hann segir að kaupskylda sveitarfélagsins á þessum íbúðum hafi íþyngt sveitarfélaginu mjög, enda hafa forsendur fyrir bygg- ingu þeirra á sínum tíma eins og t.d. atvinna og íbúaþróun ekki gengið eftir. Nefnd í málið Gunnar Bragi Sveinsson, aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, seg- ir að verið sé að reyna að finna lausn á þessum vanda sem félags- lega íbúðakerfið hefur skapað í mörgum sveitarfélögum. I þeirri vinnu eiga ríki og sveitarfélög m.a. eftir að semja um skiptingu á niðurgreiðslunni á þeim áhvílandi lánum sem séu á þessum íbúðum, þ.e. mismuninum á lánunum og markaðsverði íbúðanna. Hann segir að sú vinna sé að fara af stað og verið sé að tilnefna fulltrúa í nefnd þar að lútandi. Hann segir að helsta vandamál sveitarfélaga vegna þessara félagslegu íbúða sé m.a. að þau séu með íbúðir sem kostuðu sitt með Iánum og öðru þegar markaðsverð þeirra sé mun lægra. Byggðaröskim Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir að vandi sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða sé mjög misjafn. Hinsvegar sé það gríðar- Iega mikið mál fyrir þau sveitarfé- lög sem hafa orðið að innleysa til sín þessar íbúðir á grundvelli kaupskyldu sveitarfélaganna. Samkvæmt því verða sveitarfélög- in að kaupa þessar íbúðir þegar íbúar þeirra vilja selja. Síðan hafa sveitarfélögin ekki getað selt þess- ar íbúðir aftur og því hafa skuld- irnar hlaðist upp. Hann segir að þarna sé um að ræða mikla fjár- muni hjá einstaka sveitarfélögum og þá aðallega hjá þeim þar sem byggðaröskunin hefur verið einna mest. Með nýjum húsnæðislögum hafa hinsvegar opnast möguleikar á því að selja þessar íbúðir út úr félagslega kerfinu. Þá verður hluti áhvílandi lána afskrifaður. Það sé þó samningsatriði við ríkið og sú vinna sé að fara í gang. Aftur á móti sé ekki líklegt að sveitarfé- lögin láti allar þessar íbúðir í einu út á markaðinn því það gæti leitt til offramboðs á söluíbúðum með tilheyrandi verðfalli á fasteignum. - GRH Frá undirbúningi sýningarinnar. Sýningin hefst í dag og er stór- glæsileg. - mynd: gva Stórsýning í Kópavogi íslenska sjávarútvegssýningin 1999 verður sett í Smáranum í Kópavogi í dag. Viðstaddir verða forseti Islands, sjávarútvegsráð- herra og utanríkisráðherra auk fleiri góðra gesta. Sýningar- svæðið er risastórt, eða um 13 þúsund fermetrar, enda er sýn- ingin mun stærri að umfangi en sú síðasta árið 1996. AIIs taka 850 aðilar þátt frá 35 löndum, auk Islands. Sýnt er í íþrótta- húsinu í Smáranum, tennishöll- inni og skólanum auk þess sem þrír skálar voru leigðir frá Hollandi. Nánar er sagt frá sýningunni á bls. 19 í blaðinu í dag. Þess má svo geta að Dagur verður með sérstakt aukablað síðar í vik- unni, tileinkað sýningunni. Lundarskóli byrjar á réttum tíma Grunnskólarnir á Akureyri byrja starfsemina í dag, 1. september, sem og á öðrum stöðum lands- ins. Fyrir aðeins hálfum mánuði sfðan benti ekkert til þess að hægt væri að hefja kennslu í Lundarskóla á réttum tíma, þar sem undirverktaki að viðbygg- ingu við skólann hafði ekki skil- að sínu verki, en um var að ræða raflögn sem einnig tengdist eldri hlutum skólans. Þórunn Bergsdóttir, skólastjóri Lundarskóla, segir að svo sann- arlega hafi útlitið ekki verið bjart en Gylfi Jónsson, starfsmaður byggingadeildar Akureyrarbæjar, hafi verið mjög áfram um að tryggja að verkinu lyki á tilsett- um tíma, og það hafi gengið eft- ir. „Við verðum að fresta því að kenna eftir stundatöflu þar til á mánudaginn en nemendur koma hingað alla þessa daga,“ segir Frá framkvæmdum við Lundarskóla á Akureyri. Þórunn. Nýbyggingin er m.a. tilkomin vegna þess að hér fjölgar stöðugt, en nú verða í fyrsta skipti nemendur hér í 9. bekk. — GG Hagsmunavigi Keimarar ræða ávarp Forseta íslands á Degi símeimtimar. Talið er líklegt að á næsta stjórn- arfundi Kennarasambands Is- Iands nk. föstudag verði fjallað um ávarp forseta Islands, sem hann flutti við setningu Dags sí- menntunar um síðustu helgi. Er- íkur Jónsson, formaður sam- bandsins, vildi hinsvegar ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Of bundin kjaramálum I ávarpi sfnu sagði Olafur Ragn- ar Grímsson m.a. að skólinn „varð ekki aðeins hús og starfs- Ólafur Ragnar Grímsson. vettvangur í föstum skorðum tíma og árstíða heldur einnig vel girt vígi hagsmuna, réttinda og kjara: ‘Mennfúriin ‘var sldlgtóti’d'- sem einingarmæld afurð með fastmótað upphaf og skýr enda- Iok og oft hefur virst sem hags- munir stofnana og starfsstétta hafi ráðið þar meiru en inntakið sjálft.“ Forsetinn lét ekki þar við sitja heldur sagði einnig í ávarpi sínu að á undanförnum árum og jafnvel áratugum „hefur umræða okkar Islendinga á vettvangi skólamála og menntunar verið of bundin við samninga um kaup og kjör, um Iög og reglugerðir, réttindi og kröfur, skipulag stofnana og húsakost." Hann sagði einnig að þótt allt þetta séu nauðsynleg og þörf viðfangsefni, þá mættu þau „hvorki byrgja okkur sýn né læsa okkur í liðn- úm t'ffnúffii" l;! ^•'giÚJ1' Sjávarútvegsrisi að fæðast Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um samruna Isfélags Vest- mannaeyja hf., Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, Krossa- ness hf. á Akureyri og Óslands ehf. á Höfn í Hornafirði. Gert er ráð fyrir að ijallað verði um málið á stjórnarfundum félaganna á næstu dögum, en miðað er við að fyrirtækin sameinist nú um mánaðamót- in en vinnu við formlegan samruna ljúki um miðjan október. Þá verð- ur til eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki iandsins, sem hefði yfir að ráða 20 þúsund þorskígildistonnum, fjórum fiskimjölsverksmiðjum - þar af þremur sem geta framleitt hágæðamjöl, öflugri saltfiskvinnslu, bolfiskfrystingu í Vestmannaeyjum og þrettán fiskiskipum. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar nýja fyrirtækisins verði í Eyjum. Bensínverð hækkar Bensínverð hækkar á morgun hjá olíufélögunum um 5,30 kr. á lítr- ann. Hækkunin er sögð tilkomin vegna erlendra verðhækkana á olíu, en að sögn olíufélaganna hefur bensínverð á erlendum mörkuðum hækkað um 112% frá áramótum en útsöluverð hér á landi um 25%. Herma félögin að 60% hækkunarinnar renni í ríkissjóð og 40% til er- lendra birgja. Hækkunin verður sú sama hjá öllum olíufélögunum þremur og hækkar verð á 95 oktana bensíni í 87,70 kr. og lítrinn af 98 oktana fer í 92,40 kr. eftir hækkun. Verð á gasolíulítra hækkar um 1,60, eða í 31,30 kr. — SBS. Halldór með Axworthy Halldór Ásgrímsson og Lloyd Axworthy. - mynd: hílmar þór Utanríkisráðherra Kanada, Lloyd Axworthy, var hér í stuttri opinberri heimsókn í gær eftir ráðherrafundinn á Egilsstöðum. Halldór As- grímsson utanríkisráðherra ræðir hér við hann niður við Reykjavíkur- höfn. Axworthy hélt af landi brott síðdegis í gær. 1

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.