Dagur - 01.09.1999, Page 8

Dagur - 01.09.1999, Page 8
8- MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 19 99 MIDVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 - 9 FRETTASKYRING Bóka- útgáfa Bandaríkin • HarperCollins Publishers Bretland og Evrópa • HarperCollins Publishers Ástralasía • HarperCollins Publishers Kvik mvnda- fyrirtæld Bandaríkin • Fox Filmed Entertainment: - Twentieth Century Fox - Fox2000 - Fox Searchlight - FoxAnimation Studios - Fox Music - Twentieth Century Fox Home Entertainment - Twentieth Century Fox Television - Twentieth Century Fox Licensing and Merchandising - Fox Interactive Ástralía • Fox Studios Australia (50%) Tækni- fyrirtæki Bandaríkin • News America Digital Publishing • Kesmai Corporation Bretland • NDS Ástralasía • News Interactive • PDN Xinren Information Technology Co. Ltd. (50%) Annað Bandankin • News America New Media • Los Angeles Dodgers • Los Angeles Kings (40% option) • Los Angeles Lakers (9.8% option) • Staples Center (40% í eigu FOX/Liberty) Evrópa • PLD Telekom (38%) • Broadsystem Ltd. • Convoys Group • Sky Radio (71%) • Radio 538 (42%) • Sky Radio Sweden (28%) • TALKCO (20%) Ástralasía • Ansett Australia (50%) • Ansett New Zealand • Australian International (24.5%) • Ansett Worldwide Aviation Services (50%) • Broadsystem (Ástralfa) • Festival Records • F.S. Falkiner & Sons • Mushroom Records • National Rugby League (50%) • Newspoll (50%) GUÐSTEINN BJARNASON SKRIFAR Ástralíiunaðuriim Rupert Murdoch rekur fjölmiðla í öllum heimsálfum og veit vel hverju neytendur gleypa við. Fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch er nokkuð sem flestir hafa heyrt af og er vart ofsögum sagt af því eins og sjá má af listum þeim sem fylgja yfir þau fyrirtæki sem hann er skráður eigandi að. Murdoch er í hópi ríkustu manna heims og fyrir- tæki hans í hópi þeirra stærstu í heimi. Oll fyrirtæki Murdochs eru á einn eða annan hátt skráð í eigu fyrirtækis sem ber það yfirlætis- lausa nafn News Corporation. Það hefur aðsetur í Ástralíu og er einn af stærstu fjölmiðlarisum heims með öfluga starfsemi í Bandarikj- unum, Kanada, Bretlandi, Ástral- íu, Suður- og Mið-Ameríku og víða í Asíu og Kyrrahafslöndum. Starfsemi fyrirtækisins og undir- fyrirtækja þess tengist flest fjöl- miðlum af ýmsu tagi. Meðal ann- ars fæst Murdoch við framleiðslu og dreifingu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, útgáfu dagblaða, tímarita og bóka ásamt sjónvarps- og útvarpsrekstri í flestum heims- álfum. Murdoch hefur einnig látið til sín taka í tölvuheiminum, og hyggur á frekari Iandvinninga á þeim vettvangi á næstunni. Móðurfyrirtækið News Cor- poration er eigandi-raargra af helstu fjölmiðlum heims. Einna stærst af undirfyrirtækjunum er bandaríska fyrirtækið Fox Enterta- inment Group, sem framleiðir kvikmyndir og sjónvarpsþætti og sér einnig um dreifingu kvikmynda og sjónvarpsefnis víða um heim. News Corporation á 81,4% af Fox- samsteypunni. Móðurfyrirtækið er einnig eig- andi bresku sjónvarpsstöðvarinnar British Sky Broadcasting, en heiti þess er oftast stytt í BSkyB. BSkyB er ein stærsta áskrifendasjónvarps- stöð heims, með nærri 7 milljónir áskrifenda á Bretlandi og Irlandi. I október á síðasta ári fór BSkyB af stað með nýja sjónvarpsþjónustu undir nafninu SkyDigital, sem býður upp á 140 rásir, þar á meðal 11 kvikmyndarásir, 49 tónlistarrás- ir, 10 fræðslumyndarásir og 6 íþróttarásir. Þarna er öll nýjasta tæknin nýtt til ýtrasta. Formúlan sem bregst ekki Rupert Keith Murdoch er fæddur 11. mars árið 1931 í Melbourne í Ástralíu. Hann hóf blaðarekstur í heimalandi sínu, Ástralíu, árið 1954, þegar Rupert tók við rekstri dagblaðanna Sunday Mail og The News eftir að faðir hans féll frá rekstri þeirra. Murdoch var naskur að finna út hvað fólk vildi kaupa og gerði óspart út á hneykslismál og kynlíf. Formúlan sem hann notaði til þess að sölsa undir sig völdin víðar í blaðaheiminum gekk einmitt út á það að segja frá glæpum, kynlífi og hneykslismálum með æpandi fyrir- sögnum ásamt því að vera með góða umfjöllun um íþróttir og áberandi íhaldssama rödd í leið- araskrifum. 1969 tók hann fyrst við rekstri dagblaðs í Bretlandi, News of the World, og með þessa formúlu að vopni tókst honum fljótlega að auka söluna svo um munaði þrátt fyrir að dagblaðslestur hafi verið byijaður að dragast saman á þess- um árum. Fjölmiðlaveldi Murdochs hefur síðan vaxið jafnt og þétt og nær nú til flestra heimsálfa. Rupert Mur- doch er eigandi sjónvarpsstöðva í Bandarfkjunum, Bretlandi, Ástral- íu, Japan, Kína og Indlandi, svo nokkuð sé nefnt. Meðal sjónvarps- stöðva hans eru risafyrirtæki á borð við Fox í Bandaríkjunum og BSkyB í Bretlandi. Hann er eigandi bæði útbreidd- ustu og virtustu dagblaða Bret- lands, gulu blaðanna Sun og News of the World og hins virta dagblaðs London Times ásamt fylgiritum þess. Murdoch er sömuleiðis eigandi bókaútgáfunnar Harper Collins, sem er starfrækt í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralfu, og er með öflugustu bókaútgáfufyrirtækjum heims. Á lista yfir þau stærstu News Corporation var á lista tíma- ritsins Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki heims árið 1998, sem birtist nú í ágústbyrjun. Fortune birtir slíkan lista árlega, og að þessu sinni var fjölmiðlaveldi Mur- dochs í 333. sæti, en árið áður var fyrirtækið í 402. sæti. Einungis sex svonefnd fjölmiðla- eða afjrreyingarfyrirtæki komust inn á listann yfir 500 stærstu fyrir- tæki heims að þessu sinni, og er fjölmiðlaveldi Murdochs í þriðja sæti af þeim. Walt Disney-fyrir- tækið trónir þar í fyrsta sæti og Time Warner er í öðru sæti, en síð- an kemur fyrirtæki Murdochs, News Corporation. Hin þrjú fjöl- Tímarit og íylgirit blaða Banclaríkin • TV Guide (44%), sem gefur út TVSM, TV Total og Cable Guide • The Weeldy Standard • News Ameríca Marketing, sem gefur út In-Store og FSI (SmartSource Magazine) Kanada • News Canada Marketing, sem gefur út In-Store og FSI (SmartSource Magazine) Bretlaud • The Times Educational Supplement • The Times Higher Educational Supplement • The Times Lterary Supple- ment • The Times Educational Supplement, Scotland • Nursery World Ástralasía • Pacific Islands Monthly S9ÉK21 Savers hit »y premium jond fiaseo >BC boss revives the news a1 ÍBOÍifaxrtH m íí»-<! r*í«í< t«» mírmut *>■?**««•*!»< »»»»*»* U* (r»if (« *V* W*M*4 tol6*tera*j*^l fe WrífT N ÍSÍ *'•*« • H tw »«* tk ítVrt**!. <J*Í<S< ít <t tef <M*«' * mt v**> „. , tfKÁ * " **» « I * t m btt vtvtern « t tbí ut. uu «» 1wafc P" •??*****<* ttbn,hm UM HV ««.- U IU .U, « Kwskrttwyamw. (»» <4 v «*«•*«. Mtter pwt 1« S1...7S ¥** ^ * ♦.«*»***«tev, t!. t«» lM* Sm Íht. h ftVv tter teíú <t V (*>«» vvt»> *<< («!«*<, (1> vfac.*ít<t IXiwrKjitit S< <u*l **-»' **»»< u> V IRA smuggles snip INSIDE The Sunday Times er bæði víðlesið og eitt af virtustu dagblöðum heims. hefur Murdoch náð yfirburða stöðu á þýskum sjónvarpsmarkaði, en fyrir á Murdoch þýsku sjón- varpsstöðina tm3 og 49,9% í annarri þýskri stöð, Vox. Markaðs- hlutdeild þeirra beggja er þó Iítil. í Ástralíu eru ýmsar takmarkanir á eignarhaldi á Qölmiðlum, sem Murdoch þarf að fara eftir. Engu að síður hefur Murdoch yfirburða stöðu á fjölmiðlamarkaði þar í landi. Hann gefur út tugi dagblaða í Ástralíu einni. Mörg þeirra hafa einungis takmarkaða og svæðis- bundna útgáfu. I Ástralíu á Mur- doch einnig helmings hlut í Fox Studios, sem framleiðir kvikmynd- ir, og í sjónvarpssamsteypunni Foxtel, sem sendir út á 36 rásum. Sömuleiðis hefur hann haslað sér völl í Asíu, þar sem hann er m.a. eigandi Star-sjónvarpsstöðv- anna sem senda út efni í Kína, Jap- an og víðar. Af gamla skólamun Murdoch er athafnamaður og eig- andi af gamla skólanum, sem hikar ekki við að beita valdi sínu þegar hann telur ástæðu til. Til dæmis fór það í taugarnar á mörgum þeg- ar hann neitaði á síðasta ári að gefa út bók eftir Chris Patten, fyrrver- andi ríkisstjóra í Hong Kong. „Mér ber engin skylda til að gefa út neina bók,“ sagði Murdoch og þar við sat. Hann bætti þvi við að sér hefði aldrei Iíkað við gerðir Pattens, þegar hann var ríkisstjóri í Hong Kong, og mat hans á Pattens hefði ekkert breyst. Bók Pattens kom síðan út hjá öðru útgáfufyrirtæki, heitir „Austur og vestur“, og hefur selst vel, ekki síst í Hong Kong. Dagblöð miðlafyrirtækin á listanum eru Viacom, Seagram og CBS. Fyrirtækið er skráð með 33.400 starfsmenn, var með tekjur upp á nærri 13 milljarða bandarískra dollara á fjárhagsári fyrirtækisins, sem Iauk 30. júní árið 1998, og skilaði hagnaði upp á rúmlega 1.153 milljónir dollara á sama fjár- hagsári. Eignir þess eru metnar á Fjöimiðiakóngurinn Rupert Keith Murdoch er athafnamaður af gamla skólanum og hikar ekki við að beita óumdeildu valdi sínu þegar honum þykir ástæða til. nærri 34 milljarða dollara, en það samsvarar um 2,5 milljörðum ís- Ienskra króna. Nýjasti ársreikningur fyrirtækis- ins er ekki enn tilbúinn, en bráða- birgðatölur segja tekjurnar hafa verið 13.585 milljónir dollara á fjárhagsárinu sem lauk 30. júní 1999. I fjárhagskröggum Reyndar hafa verið að birtast frétt- ir undanfarið um að veldi Mur- dochs sé í fjárhagskröggum, og er þá byggt á ársfjórðungsskýrslum frá fyrirtækinu. Nú síðast skýrði News Corporation frá því að tap hafi verið á rekstri fyrirtækisins fjórða ársfjórðunginn í röð. Tapið er skýrt með því að verulegt tap hafi verið á fréttarásinni Fox News, lítill hagnaður af útsending- um Fox Broadcasting Network ásamt því að mikil útgjöld fóru í að endurnýja og uppfæra tækjabún- að. Þrátt fyrir þessi útgjöld skila bæði kvikmyndaframleiðsla fyrir- tækisins, sjónvarpsstöðvarnar og tímaritin góðum hagnaði þannig að það er óþarfi að fara að afskrifa Murdoch þótt svolítið gefi á bát- inn. Knattspyraukóngur Murdoch hefur óspart Iátið reyna á þanþol laga sem takmarka eiga myndun auðhringa og eignarhald í fjölmiðlum. Stundum hefur úr- skurður stjórnvalda orðið til þess að Murdoch hefur þurft að breyta áformum sínum. I apríl síðastliðinum Iögðu bresk stjórnvöld t.d. stein í götu Mur- dochs þegar þau komu í veg fyrir kaup hans á fótboltaliðinu Manchester United, en BSkyB hafði boðið einn milljarð breskra punda í félagið. Breska viðskipta- og iðnaðarráðuneytið kom í veg fyrir þessi kaup vegna þess að þá kæmist Murdoch í óeðlilega að- stöðu til að kaupa réttinn til sjón- varpsútsendinga frá kappleikjum. Murdoch hefur heimild til að eiga 10% í breskum knattspyrnufé- lögum. Enn á BSkyB 11% hlut í Manchester United, en hefur heit- ið því að það verði minnkað niður fyrir 10% innan skamms. Nú í vikunni var svo skýrt frá því að BSkyB hefði fest kaup á rúm- lega 9% hlut í breska knattspyrnu- félaginu Leeds, þannig að Mur- doch heldur ótrauður áfram að styrkja stöðu sína á þessu sviði og er ekkert að fela að það sé gert beinlínis í þeim tilgangi að eiga auðveldara með að afla sér útsend- ingarréttinda frá kappleikjum. BSkyB greiðir nærri 14 milljónir punda til Leeds og fær í staðinn að sjá um alla Qölmiðlasamninga fyrir hönd félagsins næstu fimm árin. ítalir spyraa við fóttun Nú í ágúst bárust einnig fréttir af því að stjórnvöld væru að íhuga að setja sérstök Iög til þess beinlínis að takmarka möguleika Murdochs til áhrifa á ítalska sjónvarpsmark- aðnum. Murdoch hefur verið að þreifa fyrir sér um sjónvarpsrekstur þar og þykir mörgum hann hafa verið heldur ágengur í þeim þreif- ingum. News Corp hefur þegar undirritað bráðabirgðasamning um að kaupa ítalska sjónvarpsstöð, sem á að opna Murdoch Ieið inn á ítalska markaðinn. Nú síðast, á sunnudaginn var, skýrði breska dagblaðið Independent frá því að Murdoch væri að velta því fyrir sér að kaupa kapalsjónvarpsstöð í eigu þýska símafyrirtækisins Deutsche Tel- ekom, en þau kaup myndu kosta News Corp allt að 10 milljarða breskra punda, að sögn Independent. Deutsche Telekom sjónvarpar á 30 rásum og ná út- sendingarnar til meira en helmings þýsku þjóðarinnar. Ef af þessum kaupum verður þá Baiidaríkm • New York Post Bretland • The Times • The Sunday Times • The Sun • News of the World Ástralasía • The Australian • The Weekend Australian • The Daily Telegraph • The Sunday Telegraph • Sportsman • Cumberland Newspaper Group (18 svæðisbundin blöð í Sidney og nágrenni) • Herald Sun • Sunday Herald Sun • The Weekly Times • Leader Newspaper Group (30 svæðisbundin blöð f Mel- bourne og nágrenni) • The Courier-Mail (41,7%) • The Sunday Mail (41,7%) • Gold Coast Bulletin Group (41,7%), sem gefur út Gold Coast Bulletin og Gold Coast Sun • The Cairns Post Group (41,7%), sem gefur út The Cairns Post, Tablelands Advertiser, Pyramid News, Port Dougias and Mosman Gazette (70% í eigu Cairns Post Group), Cairns Sun, og Rural Post • North Queensland News- paper Group, sem gefur út Townsville Bulletin (9 svæðis- bundin blöð) • Quest Community News- papers (16 svæðisbundin blöð í Brisbane og nágrenni) • Northern Territory News • Sunday Territorian • Centralian Advocate • Tþe Suburban • The Mercury • The Sunday Tasmanian • Tasmanian Country • Treasure Islander • Derwent Valley Gazette • The Advertiser • Sunday Mail • Messenger Press Group (11 hverfisbundin blöð í Adelaide) • Sunday Times Nýja-Sjáland • Independent Newspapers Limited (50%), (90 dagblöð, vikublöð og hverfisbundin blöð á Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Bandaríkjunum) Fiji-eyjar • The Fiji Times • Nai Lalakai (útg. á Fiji-máli) • Shanti Dut (útg. á hindúa- máli) Papúa Nýja-Gínea • Post Courier (63%) Siónvarps- stödvar Bandaríkin • Fox Broadcasting Company • Twentieth Television • Fox Television Studios • Fox Television Stations (meira en 20 sjónvarpsstöðv- ar vítt og breitt um Banda- ríkin) Kapal- og ffervilmattar- siónvarp Bandaríkin • FOX/Liberty Media joint venture (50%) (FOX/Liberty Media á 100% nema þar sem annað er tek- ið fram) - Fox Sports Net (10 svæðis- bundnar kapalstöðvar með íþróttaefni) (50%) - Rainbow Sports (8 svæðis- bundnar kapalstöðvar með íþróttaefni ásamt Madison Square Garden) (40%) - Outdoor Life (34%) - Speedvision (34%) - FITTV - FOX Sports World - FX • The Golf Channel (33%) • Fox Family Worldwide (50% - FOX Family Channel - FOX Kids Network - MTM Entertainment • Fox News Channel fXM: Movies from Fox Prevue Networks (44%) Bretland • British Sky Broadcasting (40%) (meira en 40 rásir, m.a. neðantaldar stöðvar sem BSkyB á 100% í nema annað sé tekið fram) • Sky Multi-Channels - Sky One - Sky News - Sky Sports News - Sky Soap - Sky Travel - .tv - National Geographic • Channel UK (50%) - Paramount Channel (25%) - Nickelodeon UK (50%) - The History Channel (50%) - QVC (20%) - Sky Music Choice (49%) • Granada Sky Broadcasting (49.5%) - Granada Plus - Granada Breeze - Granada Men & Motors • Fox Kids (í eigu Fox Family Worldwide) • Premium Channels - Sky Premier - Sky MovieMax - Sky Sports 1 - Sky Sports 2 • Premium Bonus Channels - Sky Cinema - Sky Sports 3 • A la Carte Channels - Playboy Channel (30%) - MUTV (33%) • Sky Box Office Þýskaland • VOX (49,9%) • TM3 (meirihlutaeign) Suður- og Mið-Ameríka • Canal Fox • Fox Sports Americas (50%) • Fox Kids (i eigu Fox Family Worldwide) • Telecine (12,5%) • Cinecanal (21,5%) • Sky Latin America DTH Platforms - Mexico - Innova (30%) - Brazil - NetSat (36%) - Balance of Latin America (30%) Ástralía • FOXTEL (50%) (36 rásir, m.a. neðantaldar stöðvar sem FOXTEL á 100% í nema annað sé tekið fram) - Arena (50%) - FOX 8 - Fox History - Fox Soap - Fox Talk - Fox Travel - FOXTEL Weather -fX - Nickelodeon (25%) - Channel [V] (50%) - thecomedychannel (80%) - UK TV (60%) - FOX Sports (100% í eigu News Corporation) - Sky News Áustralia (33,3% í eigu BSkyB) - National Geographic Channel (50% í eigu BSkyB) Asía • STAR TV (100% í eigu STAR nema annað sé tekið fram) - STAR Chinese Channel - STAR Plus - STAR PIus Japan - STAR World - STAR News - STAR Movies North - STAR Movies South - STAR Movies South East Asia • Channel [V] Music Networks (50%) • VIVA Cinema (50%) • ESPN STAR Sports (50%) - STAR Sports - ESPN • Phoenix Satellite Television Company Ltd. (45%) - Phoenix Chinese Channel • Tianjin Golden Mainland Development Company Ltd. (60%) Indlaud • ISkyB • Asia Todav Ltd. (50%) - ZEE TV • Program Asia Trading Co. Pvt. Ltd (50%) - ZEE Cinema - ZEE India 1W • Siticable Network Pvt. Ltd. (50%) Indónesía • Bahasa Programming Limited (50%) • Film Indonesia Japan • News Broadcasting Japatí (80%) - Star Plus - Fox News Channel - Channel [V] - Fox Family - FOX • SkyPerfecTV! (1 1,375% í eigu News Corjioration)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.