Dagur - 04.09.1999, Page 11

Dagur - 04.09.1999, Page 11
LAUGARDAGVR 4. SEPTEMBER 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR VEÐUR L Kjósendur hvattir til að sitja heima Búist er við dræmri þátttöku í kosningun- um í Kasmír á sunnu- dag, en íbúar þar eru orðnir langþreyttir á ofbeldi. Skæruliðar sem berjast fyrir sjálfstæði Kasmír-héraðs hafa hvatt íbúa héraðsins til að hunsa kosningarnar þar á morgun, og hótað þeim öllu illu sem mæta á kjörstaði. Kosningar verða haldnar á sunnudag í tveimur kjördæmum af sex í indverska hlutanum af Kasmír. Þann 11. og 18. septem- ber fara svo fram kosningar í hin- um fjórum kjördæmunum. Búist er við dræmri kosninga- þátttöku á morgun vegna hótana skæruliðanna, en íbúarnir eru hvort eð er orðnir langþreyttir á stríðsátökum og uppreisnum, ásamt síendurteknum kosning- um og kosningaloforðum sem aldrei er staðið við. Öryggissveitir indverska hers- ins hafa verið áberandi í hérað- inu undanfarið og reynt að koma í veg fyrir hryðjuverk og önnur ofbeldisverk. Stjórnmálamenn hafa keppst við að hvetja íbúa til að mæta á kjörstað og sagt þeim að vinna bug á ótta við skærulið- ana. Svo virðist sem aðaláhugamál íbúa héraðsins sé ekki deilur Indlands og Pakistans um yfir- ráðin þar, heldur frekar að þessi átök skuli alltaf bitna á íbúun- um. Þúsundir manna eru í flótta- mannabúðum í héraðinu, vegna þess að heimili þeirra hafa eyði- lagst f sprengjuárásum. Og skæruliðarnir hafa einmitt notað sér þetta ástand til þess að hvetja fólk til að sitja heima og hunsa kosningarnar, þar sem þær komi fólki hvort eð er ekkert við. Kosningaþátttaka hefur yfir- leitt verið dræm í undanförnum kosningum, eða nálægt 20 pró- sent. Indland og Pakistan hafa deilt um yfirráð Kasmírs frá því 1947, en árið 1989 hófst uppreisn sjálfstæðissinna í héraðinu og frá því þá hafa sprengjuárásir og skotbardagar verið nánast dag- legt brauð. Meira en 25.000 manns hafa látið lífið í þeim átökum, og fullyrða Indverjar jafnan að stjórnvöld í Pakistan standi að baki uppreisnarmönn- unum. HEIMURINN Nýja framkvæmdastjómin í prófl EVROPUSAMBANDIÐ - Evrópuþingið hefur undanfarna daga ver- ið að spyija væntanlega framkvæmdastjóra Evrópusambandsins út úr til að ganga úr skugga um hvort þeir séu hæfir í embættið. Ný fram- kvæmdastjórn undir forystu Romanos Prodis, fyrrverandi forsætis- ráðherra Italíu, tekur til starfa síðar í mánuðinum og var í gær talið að þingið myndi fallast að mestu á mannskapinn sem Prodi hefur valið í stjórnina. Atkvæðagreiðsla um nýju framkvæmdastjórnina fer fram í Evrópuþinginu þann 15. september. Þokast nær sam- komulagi I gær var enn óvíst hvort af und- irritun samkomulags Israels og Palestínumanna yrði. Israelsmenn fullyrtu að samn- ingar væru svo gott sem komnir í höfn og samkomulagið yrði að öllum lfkindum undirritað í dag, laugardag, en Jasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, dró þetta til baka og sagði lítið sem ekkert hafa þokast í samningaviðræð- unum. Búið var að semja um nánast öll deilumál, nema 44 fanga sem ísraelsmenn neita að láta lausa vegna þess að þeir sitja í fangelsi vegna pólitískra ofbeld- isbrota. Búið var að boða undirritun samningsins í gær í Alexandríu í Egyptalandi, og átti Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að vera við- stödd. Þess í stað átti hún viðræður við ísraelska og palestínska ráða- menn, og sagði hún þá fundi hafa verið árangursríka. Sífellt fleiri flýja Austur-Tímor INDÓNESÍA - Sífellt fleiri flýja frá Austur-Tímor vegna ofbeldis af hálfu andstæðinga sjálfstæðis. Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 50.000 manns flúið heimili sín. Indónesíustjórn sendi tvær nýjar herdeildir til Austur-Tímors til þess að reyna að hafa hemil á óeirðamönnum, sem vilja fyrir hvern mun koma í veg fyrir að eyjar- helmingurinn segi skilið við Indónesíu. I gær höfðu andstæðingar sjálfstæðisins náð landamærunum milli Austur- og Vestur-Tímor á sitt vald, en þeir eru með bækistöðvar vestan megin. Clinton og frii kaupa viflu BANDARÍKIN - Bill Clinton Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Hillary, hafa fest kaup á 100 ára gamalli villu í einu úthverfa New York-borgar, og mun húsið kosta um 120 milljónir króna. Þar ætla þau að búa eftir að Clinton Iætur af embætti seint á næsta ári. Hill- ary hefur sem kunnugt er verið að skoða vandlega þann möguleika að bjóða sig fram til öldungadeildar í Nevv York-ríki, en til þess að geta það verður hún að vera búsett í ríkipu. 1,4 tonn af kókaíni iTALlA - Lögreglumenn frá Italíu og Austurríki lögðu nýverið hald á 1,4 tonn af kókaíni, eftir að Iögreglulið beggja landanna hafði unnið saman að því að koma upp um alþjóðlegan eiturlyTjahring. Verð kóka- ínsins er talið nema um 16 milljörðum íslenskra króna. Skýrt var frá þessu á Italíu í gær, en níu manns voru handteknir í tengslum við málið þann 23. ágúst síðastliðinn. Engin málaferli vegna Díönu-slyssins FRAKKLAND - Dómsyfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að ekki verði efnt til réttarhalda vegna bílslyssins, sem varð Díönu Spencer og Dodi al Fayed að bana fyrir tveimur árum. Þar með er rannsókn málsins endanlega lokið. Áður hafði ríkissaksóknari í Frakldandi komist að þeirri niðurstöðu að tíu blaðamenn og ljósmyndarar, sem eltu bifreið prinsessunnar, verði ekki sóttir til saka. Veðrið í dag... Sunnan 8-13 og síðan suðvestan 10-15 m/s sunnan- og austanlands, ennoróaustan 10-15 norðvestantil. Rigning eða skúrir og hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Austfjörðum. Blönduós Fðs Lau So» Þri Mið Rm ] j j v// Reykjavík Mið Fim í r.fi-s^ri: í Akureyrl Fö* Lau Sun Mán Þri Mið Rm ^ / ,/*//■/ ss-fí í \ Kirkjubæjarklaustur VEÐURSTOFA ___- W íslands Veoursparit 03.09.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhyrningur táknar 25 m/s. . k Dæmi: • táknar norðvestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum Helstu vegir um hálendið eru færir. Þó vegir um hálendið séu sagðir færir er yfirleitt átt við aó þeir séu færir jeppum og ljaHahilum. Vegirnir um Kjöl, Kaldadal og í Landmannalaugar frá Sigöldu eru þó færir öHum bHum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.