Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTVDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 LÍFIÐ í LANDINU ÞAÐ ER KOMIN HELGI Hvað ætlarþúað gera? „77/ Eyja, “ segir Geir Jón. Á gamlar slóðir „Eg er að fara til Vestmannaeyja um helg- ina, á mínar gömlu slóðir þar sem ég bjó í alls nítján ár,“ segir Geir Jón Þórisson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. „Ég ætla að fara á árgangsmót með konunni minni þangað, nú er það árgangurinn í Eyj- um frá 1954 sem ætlar að hittast. Meðal þess sem er á dagskrá er grillveisla á Skans- inum, skoðunarferð um Eyjarnar og síðan veisla í Akóges. Ég hlakka til þessarar helg- arferðar, enda hef ég hlýjar taugar þangað. Ég fann mig strax vel í Eyjum um leið og ég kom þangað fyrst - enda er þetta yndisleg- asti staður í heiminum." Kvöldvaka orlofskvenna „Ég þarf að vera við jarðarför hér í Hraun- gerði á laugardaginn," segir Sigríður Guð- jónsdóttir, húsmóðir á Skeggjastöðum í Flóa. „A sunnudaginn ætla ég svo að fara austur að Skógum undir Eyjafjöllum þar sem nú stendur yfir orlofsvika Sambands sunnlenskra kvenna. Mig Iangar til þess að fara þangað austur og hitta þessar bráð- skemmtilegu og indælu konur sem allar eru góðar vinkonur mínar. Þá finnst mér alltaf gaman að hitta börnin mín og barnabörnin sem eru flest hér í nágrenni við mig - fyrir utan hvað alltaf er gaman að fá góða gesti í heimsókn.11 „Hnefaleikar, “ segir Þráinn. Ráðsmaður á Akureyri „Ég verð ráðsmaður um helgina," segir Þrá- inn Brjánsson, sjónvarpsmaður á Akureyri. „Systir mín er erlendis og ég ætla að gæta barna hennar tveggja fyrir hana. A laugar- daginn munum við bregða okkur í bíltúr og skoðum það helsta sem um er að vera í bænum. Kvöldið er svo hápunktur f mínum huga; þá eru hnefaleikar á Sýn þar sem keppa þeir Oscar De La Hoya og Felix Trinidad. Þetta verður mjög tvísýnn bardagi en ég ætla að veðja á að Oscar fari með sig- ur af hólmi. Sunnudagurinn verður róleg- heita dagur, Iíklega tek ég þó þrjúbíóið og þá munu ég og krakkaskarinn velja í sam- einingu einhverja góða mynd.“ Strax með sinni fyrstu bók sem kom út fyrir um tuttugu árum, sló Einar Kárason ferskan, nýjan tón í íslenskri bókmenntaflóru. Af mörgu góðu, bera Eyjabækurn- ar hæst - en síðan koma aðrar sögur. Með árunum hafa bækurnar sífellt orðið betri og eru allt öðruvisi I stíl og framsetningu en þær fyrstu- þó Einar sjálfur hafi ekki mikið breyst, eins og sést á þessum myndum. ■ LÍF OG LIST Haustfreifar Sigurbjöms „Nýlega lauk ég við bókina Hanami eftir Steinunni Sig- urðardóttur," segir Valgerður Hrólfsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. „Aðalpersóna sög- unnar er Hálfdán Fergusson sendibílstjóri sem býr í Reykjavík ásamt fjölskyldu ,konu og tveimur börnum. Hann telur sig skyndilega vera látinn, en veigrar sér einhverra hluta vegna \áð að greina öðrum frá því. Hann styn- ur því loks upp við sína nánustu og þá tekur líf hans, eða dauði, mjög óvænta stefnu. Þetta er falleg saga en mjög frumleg. Núna er ég upp- tekin af sænsku ljóðskáldi Ragnwei Axelwei og er að lesa ljóð eftir hana í bók sem heitir Vux- enlös, gefin út 1980. Bókin Haustdreifar eftir Dr. Sigurbjörn Einarsson er einnig á náttborð- inu hjá mér, en hún er um margvísleg efni og mjög lipurlega skrifuð á kjarnyrtri íslensku." .... VALGERÐUR HRÓLFSDÓTTIR sem hún syngur hinar ýmsu aríur. í sumar naut ég þess að hlusta á hugljúfa sænska sum- arsöngva af diski sem heitir Den Blomstertid nu kommer, þetta eru sænskar sumarperlur. Þar syngja bæði kórar og einsöngvarar um sumar og sól. Þessi diskur var gefinn út síðast- liðiðvor og fékk góða dóma.“ Kúrekamyndir ágætar Mozart mest spilaður „Ég hlusta mest á klassíska tónlist og núna er Mozart mest spilaður. Ég er með diska í láni með sópransöngkonunni Inessa Galante, þar „Yfirleitt horfi ég lítið á myndbönd en síðast minnir mig að ég hafi horft á James Bond myndina Golden Eye. Eins hef ég verið að horfa á dönsku þættina Sendibílastöðin. En á vetrarkvöldum finnst mér ágætt að horfa á góða kúrekamynd þegar tækifæri gefst.“ ■ frá degi til dags Fara má yfir fljótið á fleiri stöðum en vaðinu. Davíð Stefánsson Þau fæddust 17. september • 1743 fæddist franski heimspekingur- inn Marie-Jean-Antoine-Nicolas de Caritat, markgreifi af Condorcet. • 1826 fæddist þýski stærðfræðingur- inn Bernhard Riemann. • 1854 fæddist bandaríski bílaframleið- andinn David Dunbar Buick. • 1931 fæddist bandaríska leikkonan Anne Bancroft. • 1935 fæddist bandaríski rithöfundur- inn Ken Kesey. • 1951 fæddist Ragnhildur Ófeigsdóttir skáld. Þettagerðist 17. september • 1844 var kosið til Alþingis í fyrsta sinn í Reykjavík. • 1-859 kom fram í San Francisco mað- ur sem sagðist vera Norton hinn fyrsti, keisari af Ameríku. • 1922 hófust útsendingar útvarpsins í Moskvu. • 1964 gaf bandaríska söngsveitin The Supremes út lagið „Baby Love“. • 1966 var vegurinn fyrir Ólafsfjarðar- múla formlega opnaður. • 1978 undirrituðu Menachem Begin, forsætisráðherra Israels, og Anwar Sadat, forseti Egiptalands, friðar- samning eftir að hafa spjallað saman f Camp David í Bandaríkjunum. • 1988 var gerð stjórnarbylting á Haítí. • 1995 voru haldnar þingkosningar í Hong Kong, þær síðustu áður en Kín- verjar tóku við völdum þar árið 1997. Vísa dagsins Sífellt ota sínutn tota sumir menn í útvarpi, og einatt gamalt efni nota er þeirfinna ú stálþræði. Auðunn Bragl Sveinsson Afmælisbam dagsins Bandaríska skáldið og læknirinn William Carlos Williams fæddist 17. september árið 1883 í Rutherford í New Jersey fylki. Hann tók próf í læknisfræði við Háskólann í Pennsyl- vaníu. Þar kynntist hann Ezra Pound og áttu þeir eftir að verða miklir vinir þrátt fyrir djúpstæðan ágreining í stjómmálum. Hann var frægur fýrir myndvísi. f>AIIt veltur á rauðum hjól- börum/ fullum af vatni/ kjúklingar á vappi allt um kring,“ orti WiIIiams. Hann var læknir í heimabæ sínum Rutherford allt til dauðadags 4. mars árið 1963. Afrek dagsins Undirherforinginn var aðframkominn og stjarfur í augum þegar hann kom til yfir- manns síns að kvöldi dags að greina frá af- rekum hersveitar sinnar. „Herra herfor- ingi, þér getið verið stoltur af strákunum okkar,“ sagði hann og reyndi að brosa. „Allan daginn höfum við farið um rænandi og ruplandi, myrðandi og nauðgandi, lagt eld að húsum og satt að segja brennt til grunna næstum því hvert einasta þorp vestan megin árinnar." Þá sagði herforing- inn: „En minn kæri vinur, við eigum enga óvini vestan árinnar." Undirforinginn leit augnablik út um gluggann og virti fyrir sér kvöldhimininn. Síðan sagði hann: „Jú víst, herra herforingi. Núna eigum við svo sannarlega óvini þar.“ Veffang dagsins 19. aldar húmor vaknar til nýs lífs á ivumr.dazeofourlives.com1 ......

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.