Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGVR 17. SEPTEMBER 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU „íslenskt tónlistarefni síðari tíma hefur fengið svo litla spilun að við erum að vonast til að þetta verði smávegis vftamínsprauta fyrir það. Við munum leggja mikla áherslu á að sýna íslenskt efni í samstarfi við íslenska tónlistarmenn og skólana, “ segir Þórir Úlafsson, markaðsstjóri Popptíví, nýju íslensku MTV-stöðvarinnar. mynd: hilu Ungir ojurhugar hafa stofnað íslensktMTV, sjónvarpsstöðina Popptívísem ætlarað senda út tónlistarefni fyrir aldurshópinn 13- 35 ára. Stöðin byrjar útsendingará morgun og þá verðurpoppið á skjánum allan sólar- hringinn. „Sumir hafa kallað þetta íslensku MTV-stöðina en við teljum okkur geta sinnt íslenskum markaði með íslenskum tónlistarmynd- böndum og íslensku efhi umfram það sem MTV gerir,“ segir Þórir Olafsson, markaðsstjóri Popptíví. Að baki standa Jón Jarl Þor- bjömsson, framkvæmdastjóri Popptíví, og Róbert Arni Hreið- arsson lögmaður ásamt hugbún- aðarfyrirtæki sem heitir Rauði Dregillinn auk Þóris. Þes$ir aðilar hafa Iagt fram hlutafé að Ijárhæð 55 milljónir króna. Sinna íslenskri tónlist „Samkvæmt öllum okkar könnun- um er svona sjónvarpsstöð mjög fysilegur kostur. Það er ekki verið að sinna ungu fq(ld, p, .þ^s^pm, markaði í dag. Það eru jú fyrir tvær stöðvar en þær hafa ekki náð að sinna og sinna ekld þessum ís- lenska hópi. Allar okkar kannanir hafa sýnt að það sé full þörf á því að sinna íslenskri tónlist,“ segir hann. A skjánum verður nánast ein- göngu tónlistarefni, og það helst íslenskt, en öllum tónlistarstefn- um sinnt. Dagskránni verður skipt upp eftir mismunandi tón- listarstefnum, popp að deginum til og þættir á kvöldin „þannig að allt fær pláss," segir Þórir. Með haustinu verður farið út í „live“ kynningar og ýmsa þáttagerð. Þannig verður til dæmis tekin upp opnunarhátíð Popptíví í morgun og henni sjónvarpað síð- ar. Dagskrárstjóri er Agúst Héð- insson, sem meðal annars hefur starfað á Bylgjunni og Útvarpi Matthildi. Veðjur rúlla á skjániun „íslenskt tónlistarefni síðari tíma hefur fengið svo litla spilun að við erum að vonast til að þetta verði smávegis vítamínsprauta fyrir það. Við munum leggja mikla áherslu á að sýna íslenskt efni í samstarfi við íslenska tónlistar- menn og skólana. Það er margt að gerast innan skólanna, bæði leiklistarklúbbar og vídeóklúbbar, og svo er þetta nú einu sinni fólk- ið sem er að horfa á okkur. Ef maður fylgist ekki með þvf sem gerist þar þá er maður í slæmum málum," segir Þórir. Á ýmsum nýjungum verður bryddað í dagskránni. Oflugt samstarf verður við útvarpsstöðv- ar og blaðið Undirtóna og fá að- standendur blaðsins nokkuð fijálsar hendur með að sinna sínu áhugasviði innan tónlistarinnar. Á Popptíví verður hægt að senda kveðjur sem rúlla eftir skján- um með óskalög- um eins og sést á MTV. Meiningin er að taka við kveðjunum gegnum Netið. Þá verður stöðin með vinsælda- Iista, Topp 20, valinn af áhorf- endum, í gegn- um Netið að sjálfsögðu. Vin- sældalistinn verður líklegast sýndur tvisvar í viku. Allirhafigaman - Þið miðið við dlwrfendur í yngri hmtinum? „Við miðum við 13-35 ár en ætlumst til að fólk á öllum aldri geti sest niður og horft á dag- skrána og haft gaman af henni án þess endilega að eyða í það heilu kvöldunum.“ Ekki verða hreinir auglýsinga- pakkar í dagskrá Popptíví. Ein- ungis verða sýndar leiknar auglýs- ingar og verða þær sendar út á milli laga þannig að þær renna vel saman í eina syrpu í dag- skránni og áhorfendur verða sem minnst varir vi,ð þær. Næsta haust út á land Stöðin sendir út í Nicam-steríó á örbylgju og breiðbandi Landssím- ans þannig að hljóðgæðin eiga að verða þau bestu. Dagskráin ætti að nást víðast á suðvesturhorni landsins og næsta haust ætti stór hluti lands- byggðarinnar að ná Popptíví líka því að þá verður breiðbandið komið til Akur- eyrar, Isaljarðar, Egilsstaða, Húsavíkur, Stykkishólms og Keflaríkur og ná- grennis. Hugmyndin að Popptíví kviknaði fyrir nokkrum mánuðum síðan en starfsmenn stöðvarinnar hafa lagt nótt við nýtan dag í að koma henni í loftið undanfarna þijá til fjóra mánuði, semja við Samtök höfunda flutningsréttar og aðra samstarfsaðila auk þess að ráða fólk og hanna stöðina, lógó og annað sem til þarf. Þórir segir að aðstandendur stöðvarinnar hafi fengið góð viðbrögð á hugmynd- ina. „Við erum bara mjög bjartir á þetta og mjög ánægðir,'1 segir Þór- ir. Hann er þreyttur að vísu, eins og allir aðrir starfsmenn Popptíví, en sú þreyta er vel þess virði. ;■)■/<! i ■ ■ 'fit'S „ Við miðum við 13-35 áren ætlumst til aðfólk á öllum aldrigeti sest niður og horft á dag- skrána og haftgaman afhenni án þess endi- lega að eyða íþað heilu kvöldunum. “ IBÆKUR Úrval ljóða Balduxs Ljóð 1966-1994 er heiti á bók sem í er úrval úr níu ljóða- kverum eftir Baldur Oskars- son, skáld, fréttamann og skólastjóra. Formála ritar Ey- steinn Þorvaldsson. Hið ís- lenska bókmenntafélag gefur ut. VÆNGSTÝFÐIR DRAUMAR Vængstýfðir draumar Ljóð eftir 11 lettnesk skáld og fáeinar þjóðvísur eru í bókinni „Vængstýfðir draumar“, í VængstýfðiT þyðingu draumar Hrafns H. ------------ Harðarsonar. Undirtitill er Ljóð úr Ljósa- landi. En Ljósaland er þýðing á Baltikum, sem þýðir ljós eða bjartur. íslenskt mál 19. og 20. árgangur ritsins Is- lanskt mál og almenn mál- fræði, sem gefið er út af ís- lenska málfræðifélaginu er komið út. Fræðilegar greinar í ritinu vítt má Bill Clinton. spanna svið og nefna minn- ingarorð um Bruno Kress, prófessor í Greifswald, fræðilegar greinar um málvísindi og greinar eins og Bill Clinton og íslenskar nafnvenjur. Þar telur höfundurinn Höskuldur Þráinsson fráleitt að Islend- ingar færu að kalla forseta sinn Ola Ragg eða forsætis- ráðherrann Dabba. En í Bandaríkjun- um notar William Jeffer- son Clinton styttinguna Bill og þykir sj álfsagt. Ólafur Ragnar Þá skrifar Grímsson. Höskuldur ---- grein sem hann kallar Eg er afi minn, þar sem fjallað er um orðalag sem tíðkast í dánartilkynning- um og getur bent til flókinna íjölskyldutengsla, þótt ekki sé það ætlun þeirra sem semja tilkynningarnar. Hljóðritaskrá fylgir hókaskránni Islensk bókaskrá fyrir árið 1998 er komin út á vegum Landsbókasafns- og Háskóla- bókasafns. Samkvæmt skránni komu út 1796 rit á árinu og er það 200 rita aukning mið- að við árið á undan. I bókaskránni er einnig skrá um ný blöð og tímarit sem hófu útkomu 1998, svo og skrá um landakort og mynd- bönd. Þá fylgir Islensk hljóð- ritaskrá, þar sem skráð er með nákvæmum hætti allt efni sem gefið er út á hljóm- plötum, geisladiskum og snældum. Fjöldi slíkra gagna er svipaður og næsta ár á undan. Efni beggja rita er í tölvu- kerfinu Gegni. Ritstjóri skránna er Hildur G. Eyþórs- dóttir. , V ___________________________)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.