Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 Aukatónleikar í minningu Sigfúsar Halldórssonar Söngtónleikar í SALNUM í minningu Sigfúsar Halldórssonar, þar sem fram koma söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson ásamt þíanóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni, hafa slegið rækilega í gegn og hafa nú verið fluttir alls fimm sinnum fyrir fullu húsi. Sjöttu tónleikarnir verða á mánudaginn 20. september en nú jDegar er uppselt á þá tón- leika. Þess vegna hefur verið ákveðið að fiytja aukatónleika tvisvar í við- bót í SALNUM í Kópavogi, mánudagskvöldið 27. september og fimmtu- dagskvöld 30. september kl. 20:30. Miðasala fer fram í anddyri SALAR- INS aila virka daga frá kl. 9:00 -16:00 og tónleikadaga frá kl. 19:00. En þremenningarnir leggja a'nnig land undir fót og halda tónleikana í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum þann 19. september kl. 16:00, 23. september, á Akranesi kl. 20:30 og á Egilsstöðum 26. september einnig kl. 20:30. fjpr Goðsagnapersónur og testamentið „Goðsagnapersónur og gamla testamentið“ er yfirskrift gítartónieika í Salnum íTónlistarhúsi Kópavogs sem heíjast á þriðjudagskvadið kl. 21:30. Þar spilar Einar Kristján Einarsson og verður efnisskráin bæði Pbreytt og spennandi, þ.á.m. er Tilbrigði um stef eftir Handel, Jakobs- stiginn og verk eftir Bach. Miðasala fer fram alla virka daga kl. 9-16 og frákl. 19tónteikadaga. En fyrst heldur Bnar gítartónleika á Akureyri, nánar tiltekið í Akureyrar- kirkju, laugardaginn 18. sept- ember kl, 17 og endar þar með tónleikaferðalag sitt um Norðurland. Á fjeim tónleikum flytur Einar m.a. spænska og rússneska tónlist. Tónleikarnir eru tileinkaðir Gunnari H. Jónssyni, kennara Einars, sem varð sptugur fyrr á árinu. Tónleikaröð i Selfosskirkju Márgrét Bóasdófw sópran- söngkona (á mynd) syngur við undirieik Björns Steinars Sólbergssonar organista á tóriléíkaröð Selfosskirkjú sem heldur áfram þriðjudags- kvöldið kl. 20:30. Margrét og Björn hafá lengi starfað sam- an og hafa lagt sérstaka ‘ áherslu á flutning íslenskrar kirkjutónlistar. Á efnisskránni að þessu sinni verða m.a. hið stórbrotna verk Faðir yor, eftir Jón Leifs og Chacona eftir Pál Isólfsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ■ HVAB ER Á SEYÐI? LANPIÐ TÓNLIST Gítartónleikar í Akureyrarkirkju Einar Kristján Einarsson, gítarleikari heldur Iokatónleika sína á Norðurlandi í Akureyrarkirkju laugardaginn 18. september kl. 17.00. Á efnisskránni er m.a. spænsk og rússnesk gítartónlist, verk eftir J.C. Bach og Jakobsstiginn eftir Akureyringinn Hafliða Hallgríms- son, sem einmitt fagnar afmæli sínu þennan sama dag. Tónleikarnir eru til- einkaðir Gunnari H. Jónssyni, kennara Einars, sem átti sjötugsæfmæli fyrr á þessu ári. SÝNINGAR Ljóðasýning í Deiglunni Nú stendur yfir sýning á ljóðum Dav- íðs Art Sigurðssonar í texta og mynd- gerð í Deiglunni á Akureyri. Afskaplega einlæg sýning hjá Davíð sem staðsettur er í Deiglunni við vinnu sína á meðan á sýningu stendur, en hún er opin frá kl. 13-18. Annars dvelur Davíð hjá nafna sínum Davíð í Davíðshúsi þessa dagana við að skrifa nýja ljóðabók sína Fiðrildi sem m.a. Ijóðin á sýningunni eru úr. Yfirskrift sýningar Davíðs erAuglit til auglitis. Fluguveiði, krossgáta, matargatið, bókahillan, bíó, o.m.fl. Áskriftarsíminn er800-7080 Valdmörkog einræðiskennd Dragmellur og tunglskinstúrar - Sigurður G. Guðjónsson lögmaður í snörpu helgarblaðsviðtali Dags .idsnwsil 7.t,i».«r«f| JSfflastnfKpj! anðsT i 'iutk imúr Það besta á skjánmn Líf og íjör mælir með þessum myndum um helgma Maraþonmaðurinn Dustin Hofmann leikur námsmann í kvikmyndinni Maraþonmaðurinn sem Sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 22.10, sem óvænt verður þátttakandi í alþjóðlegu samsæri, sem stjórnað er af íyrrum nasistum. Laurence Olivier er frábær í hlut- verki Iæknisins Szell, en fyrirmyndin af honum er Josef Mengele sem mikið var leitað að á áttunda áratugnum. Þetta er sannkallaður spennutryllir sem engin má missa af. Auk Hofmanns og Olivier leika Roy Scheider, William Devane og Marthe Keller í myndinni. Fröken flugeldur Carnella er hvorki falleg né hefur einhverja sérstaka hæfileika, fjölskyldan hennar kolgeggjuð og svo hefur hún slæmt orð á sér. Holly Hunter fer með hlutverk Carnellu Scott sem Iangar mest af öllu til að taka þátt í fegurðarsam- kepninni Fröken flugeldur og vinna fyrsta sætið. Sprenghlægileg mynd sem sýnd verður á Sýn laugardagskvöldið 18. september kl. 21.00. Korter í þrjú bíó Hér segir frá fransmanninum Pierre Arronax sem er sannfærður um að eitthvert ógurlegt sæskrímsli hafi sökkt skipum sem farist hafa á hafi úti. Leyndardómar hafdjúpanna er hörkuspennandi framhaldsmynd í tveimur hlutum sem sýnd verður á Stöð 2 kl. 14.45 á laugardaginn. Aðalhlutverkin leika Bryan Brown, Michael Cane, Patrick Dempsey og Mia Sara. Flugfreyjan Jackie Brown Jackie Brown er flugfreyja á fimmtugsaldri sem kemst í hann krappann þegar hún reynir að smygla töluverðri fjárhæð og nokkru magni af eiturlyfjum til Bandaríkjanna. I hlutverki Jackie er Pam Grier sem var mjög vinsæl á áttunda áratugnum, en Pam hefur engu gleymt þó miðaldra sé í dag. Úrvalsleikarar eru í öðrum hlutverkum, s.s. Samuel L. Jackson, Bridget Fonda, Michael Keaton, Robert De Niro og Robert Foster, ekki lélegt safn það. Myndin verður sýnd á Stöð 2 sunnudagskvöldið 19. september kl. 20.35. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar é netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sfmi 460 6100 Útvörður upplýsinga um allt land. Áskriftarsíminn er 800-7080 & ,mi«aJÍ áffiw irriiaiuííióxdiirfflsia^nriiiiíí

x

Dagur

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2123
Tungumál:
Árgangar:
5
Fjöldi tölublaða/hefta:
2140
Gefið út:
1997-2001
Myndað til:
17.03.2001
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Útgáfa breytist á ný 3. okt. 1997 er Tíminn fellur úr heiti blaðsins og haldið er áfram að gefa út Dag, en þó með sameiginlegri og áframhaldandi árgangsmerkingu Dags og Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað: Lífið í landinu - Blað 2 (17.09.1999)
https://timarit.is/issue/186787

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Lífið í landinu - Blað 2 (17.09.1999)

Aðgerðir: