Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 Aukatónleikar í minningu Sigfúsar Halldórssonar Söngtónleikar í SALNUM í minningu Sigfúsar Halldórssonar, þar sem fram koma söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson ásamt þíanóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni, hafa slegið rækilega í gegn og hafa nú verið fluttir alls fimm sinnum fyrir fullu húsi. Sjöttu tónleikarnir verða á mánudaginn 20. september en nú jDegar er uppselt á þá tón- leika. Þess vegna hefur verið ákveðið að fiytja aukatónleika tvisvar í við- bót í SALNUM í Kópavogi, mánudagskvöldið 27. september og fimmtu- dagskvöld 30. september kl. 20:30. Miðasala fer fram í anddyri SALAR- INS aila virka daga frá kl. 9:00 -16:00 og tónleikadaga frá kl. 19:00. En þremenningarnir leggja a'nnig land undir fót og halda tónleikana í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum þann 19. september kl. 16:00, 23. september, á Akranesi kl. 20:30 og á Egilsstöðum 26. september einnig kl. 20:30. fjpr Goðsagnapersónur og testamentið „Goðsagnapersónur og gamla testamentið“ er yfirskrift gítartónieika í Salnum íTónlistarhúsi Kópavogs sem heíjast á þriðjudagskvadið kl. 21:30. Þar spilar Einar Kristján Einarsson og verður efnisskráin bæði Pbreytt og spennandi, þ.á.m. er Tilbrigði um stef eftir Handel, Jakobs- stiginn og verk eftir Bach. Miðasala fer fram alla virka daga kl. 9-16 og frákl. 19tónteikadaga. En fyrst heldur Bnar gítartónleika á Akureyri, nánar tiltekið í Akureyrar- kirkju, laugardaginn 18. sept- ember kl, 17 og endar þar með tónleikaferðalag sitt um Norðurland. Á fjeim tónleikum flytur Einar m.a. spænska og rússneska tónlist. Tónleikarnir eru tileinkaðir Gunnari H. Jónssyni, kennara Einars, sem varð sptugur fyrr á árinu. Tónleikaröð i Selfosskirkju Márgrét Bóasdófw sópran- söngkona (á mynd) syngur við undirieik Björns Steinars Sólbergssonar organista á tóriléíkaröð Selfosskirkjú sem heldur áfram þriðjudags- kvöldið kl. 20:30. Margrét og Björn hafá lengi starfað sam- an og hafa lagt sérstaka ‘ áherslu á flutning íslenskrar kirkjutónlistar. Á efnisskránni að þessu sinni verða m.a. hið stórbrotna verk Faðir yor, eftir Jón Leifs og Chacona eftir Pál Isólfsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ■ HVAB ER Á SEYÐI? LANPIÐ TÓNLIST Gítartónleikar í Akureyrarkirkju Einar Kristján Einarsson, gítarleikari heldur Iokatónleika sína á Norðurlandi í Akureyrarkirkju laugardaginn 18. september kl. 17.00. Á efnisskránni er m.a. spænsk og rússnesk gítartónlist, verk eftir J.C. Bach og Jakobsstiginn eftir Akureyringinn Hafliða Hallgríms- son, sem einmitt fagnar afmæli sínu þennan sama dag. Tónleikarnir eru til- einkaðir Gunnari H. Jónssyni, kennara Einars, sem átti sjötugsæfmæli fyrr á þessu ári. SÝNINGAR Ljóðasýning í Deiglunni Nú stendur yfir sýning á ljóðum Dav- íðs Art Sigurðssonar í texta og mynd- gerð í Deiglunni á Akureyri. Afskaplega einlæg sýning hjá Davíð sem staðsettur er í Deiglunni við vinnu sína á meðan á sýningu stendur, en hún er opin frá kl. 13-18. Annars dvelur Davíð hjá nafna sínum Davíð í Davíðshúsi þessa dagana við að skrifa nýja ljóðabók sína Fiðrildi sem m.a. Ijóðin á sýningunni eru úr. Yfirskrift sýningar Davíðs erAuglit til auglitis. Fluguveiði, krossgáta, matargatið, bókahillan, bíó, o.m.fl. Áskriftarsíminn er800-7080 Valdmörkog einræðiskennd Dragmellur og tunglskinstúrar - Sigurður G. Guðjónsson lögmaður í snörpu helgarblaðsviðtali Dags .idsnwsil 7.t,i».«r«f| JSfflastnfKpj! anðsT i 'iutk imúr Það besta á skjánmn Líf og íjör mælir með þessum myndum um helgma Maraþonmaðurinn Dustin Hofmann leikur námsmann í kvikmyndinni Maraþonmaðurinn sem Sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 22.10, sem óvænt verður þátttakandi í alþjóðlegu samsæri, sem stjórnað er af íyrrum nasistum. Laurence Olivier er frábær í hlut- verki Iæknisins Szell, en fyrirmyndin af honum er Josef Mengele sem mikið var leitað að á áttunda áratugnum. Þetta er sannkallaður spennutryllir sem engin má missa af. Auk Hofmanns og Olivier leika Roy Scheider, William Devane og Marthe Keller í myndinni. Fröken flugeldur Carnella er hvorki falleg né hefur einhverja sérstaka hæfileika, fjölskyldan hennar kolgeggjuð og svo hefur hún slæmt orð á sér. Holly Hunter fer með hlutverk Carnellu Scott sem Iangar mest af öllu til að taka þátt í fegurðarsam- kepninni Fröken flugeldur og vinna fyrsta sætið. Sprenghlægileg mynd sem sýnd verður á Sýn laugardagskvöldið 18. september kl. 21.00. Korter í þrjú bíó Hér segir frá fransmanninum Pierre Arronax sem er sannfærður um að eitthvert ógurlegt sæskrímsli hafi sökkt skipum sem farist hafa á hafi úti. Leyndardómar hafdjúpanna er hörkuspennandi framhaldsmynd í tveimur hlutum sem sýnd verður á Stöð 2 kl. 14.45 á laugardaginn. Aðalhlutverkin leika Bryan Brown, Michael Cane, Patrick Dempsey og Mia Sara. Flugfreyjan Jackie Brown Jackie Brown er flugfreyja á fimmtugsaldri sem kemst í hann krappann þegar hún reynir að smygla töluverðri fjárhæð og nokkru magni af eiturlyfjum til Bandaríkjanna. I hlutverki Jackie er Pam Grier sem var mjög vinsæl á áttunda áratugnum, en Pam hefur engu gleymt þó miðaldra sé í dag. Úrvalsleikarar eru í öðrum hlutverkum, s.s. Samuel L. Jackson, Bridget Fonda, Michael Keaton, Robert De Niro og Robert Foster, ekki lélegt safn það. Myndin verður sýnd á Stöð 2 sunnudagskvöldið 19. september kl. 20.35. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar é netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sfmi 460 6100 Útvörður upplýsinga um allt land. Áskriftarsíminn er 800-7080 & ,mi«aJÍ áffiw irriiaiuííióxdiirfflsia^nriiiiíí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.