Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 - 25 T^wr. LIFIÐ I LANDINU L. örvæntingarfullum tilraunum til að breyta sér í gagnkynhneigðan karlmann og bað leikkonuna Marilyn Maxwell um að giftast sér og lifa með sér í opnu hjónabandi. Hún var ástfangin af honum en treysti sér ekki í hjónband með karlmanni sem hún vissi að Rock Hudson hét réttu nafni Roy Harold Sherer og fæddist árið 1925. Faðir hans yf- irgaf móður hans þegar hann var barn. Móðirin giftist aftur og stjúpfaðir Rocks lagði margoft hendur á hann. Eini félagi hans á æsku- og unglingsárum var móðir hans sem hann sagði hafa verið sér sem móðir, faðir og stóra systir. Hann bar ákafa ást til hennar alla ævi og var harmi sleginn við dauða hennar árið 1972. Þegar Rock var átta ára sá hann barna- stjörnuna Jackie Cooper í kvikmynd og upp frá því dreymdi hann um frama í kvik- myndum. Tuttugu og tveggja ára gamall kynntist hann Henry Wilson, samkyn- hneigðum umboðsmanni, sem kom hon- um í reynslutöku hjá 20th Century Fox. Leikur Rocks þótti svo Iélegur að árum saman var filmubúturinn sýndur sem dæmi um prufutöku þar sem viðkomandi leikari væri fullkomlega laus við hæfileika. Nokkru seinna kom Wilson Rock á samn- ing hjá Universal kvikmyndaverinu. Wilson og Rock urðu ástmenn en Rock hafði allt frá bamsaldri hrifist af karlmönnum. Fyrstu kynferðislegu kynni hans af þeim voru þegar hann var níu ára gamall misnot- aður af karlmanni. Hann sagði seinna að hann hefði haft unun af þeirri reynslu. Kona hans hafði ekki hugmynd um strákastandið og þegar vinur hennar sagði henni að Rock héldi framhjá henni spurði hún: „Hvað heitir hún.“ „Þú ert svo bama- leg, það er engin hún, það er hann,“ var svarið. Þegar Phyllis komst að samkynhneigð Rocks sótti hún um skilnað. Þau sáust aldrei eftir það. Elskhugarnir komu og fóm. Einn þeirra var leikarinn Jim Nabors. Þegar sú saga komst á kreik að þeir Rock hefðu gift sig var Nabors sagt upp störfum í sjónvarpsþáttum sem hann sá um. Af ótta við umtal slitu þeir ástarsambandi sínu. I tíu ár bjó Rock með elskhuga sínum Tom Clark sem reyndist honum tryggur félagi. Þeir slitu sambandi sínu tveimur árum fyr- ir dauða Rocks ea Clark sneri aftur þegar Rock greindist með eyðni og hjúkraði vini sínum af mikilli umhyggju. Dapurleg örlög A sjöunda áratugnum var Rock Hudson fallandi kvikmyndastjama en á næstu árum sást hann oft í sjónvarpsþáttum og naut nokkurrar hylli. Arið 1981 gekkst hann undir hjartaaðgerð. Þremur vikum síðar var hann greindur með eyðni. Rock þagði yfir fréttunum í viku og að eigin sögn grét hann öllum stundum áður en hann sagði ritara sínum ffá veikindum sínum. Hann sagði ekki nýjasta elskhuga sínum fréttim- ar og hélt áfram að sofa hjá honum. Elsk- huginn hét Mark Christian og var tæpum tuttugu árum yngri en Rock. Það var sam- dóma álit manna að Mark stæði í ástar- sambandi við Rock til að geta hagnast af honum fjárhagslega. A næstu mánuðum lét Rock stórlega á sjá og brátt var Ijóst að hann var fárveik- ur. Eftir löng fundarhöld umboðsmanna hans og lækna var ákveðið að tilkynna að leikarinn væri með eyðni. Þegar blaða- fulltrúi Rocks las fyrir hann tilkynning- una sem síðan átti að lesa fyrir Ijölmiðla kinkaði leikarinn einungis kolli og sagði: „Gott og vel, farðu og mataðu úlfana á þessu." Leikarinn bjóst ekki við samúð umheimsins og viðbrögðin komu honum á óvart en samúðarkveðjur bárust alls staðar að, þar á meðal frá Ronald Reagan. Elizabeth Taylor hóf þegar aðdáunarverða baráttu í Hollywood fyr- ir því að fá stórstjörnur og forríka forstjóra til að styrkja rannsóknir á lækningu við eyðni og heldur þeirri baráttu enn áfram. „Það er erfitt að trúa því að maðurinn sé á lífi. Hann lítur út fyrir að vera hundrað ára,“ sagði hjúkrunarkona Rocks skömmu áður en hann Iést í októbermán- uði 1985, sextugur að aldri. Hann vóg þá ein- ungis 44 kíló. Nokkrum dögum eftir lát hans höfðaði elskhugi hans, Mark Christian, mál á hendur dánarbúinu og krafðist skaðabóta vegna þess að Rock hefði haldið áfrani að sofa hjá honum þrátt fyrir að vera hald- inn eyðni og hefði skapað Christian hættu með því að segja honum ekki frá sjúkdómi sínum. Subbuleg málaferlin stóðu yfir í Qögur ár og lauk með sigri Mark Christian sem fékk vænar fjárfúlg- ur í sinn hlut. Niðurstaða dómsins var sú að þeir sem þjáðust af eyðni bæri að skýra rekkjunautum sínum frá sjúkdómn- um. Þegar réttarhöldunum lauk hafði rækilega verið flett ofan af goðsögninni um Rock Hudson, og sá sannleikur sem hann hafði allan feril sinn lagt svo hart að sér að vernda var opinberaður, að því er mörgum fannst, á ruddalegan hátt. Leyndar. ástir voru svo sannarlega ekki lengur leyndar. Ástir og pappírshjónaband Rock Hudson var ekki mikill leikari. I lyrsta hlutverkinu tók það hann 36 tökur að koma þeirri einu setningu sem hann átti að segja til skila á sannfærandi hátt. Hann hafði leikið í 25 kvikmyndum þegar hann sló í gegn í myndinni Magnificent Ob- session þar sem hann lék glaumgosa sem í ógáti veldur blindu hjá ungri konu og fylgist síðan með lífi hennar í tilraun til að bæta lyrir óhappið. Einhver sagði að áhrifamesti Ieikur Rocks þeirri mynd hefði verið þegar hann fór úr skyrtunni til að þvo sér um hendumar. Myndin hlaut metaðsókn og í kjölfarið fylgdi röð af vel heppnuðum myndum. Þar ber sennilega hæst Risann þar sem hann lék á móti James Dean og Eliza- beth Taylor sem varð besta vin- kona hans. Seinna lék hann í afar vinsælum gamanmyndum með Doris Day sem var einnig í hópi vina hans. Honum var aldrei hrósað fyrir gáfur en hann þótti samvinnufús við blaðamenn og var afar vinsæll hjá. samstarfsmönnum sínum vegna alúðlegrar framkomu og örlætis. Hann Ias ekki bækur og hafði engan áhuga á stjómmál- um og trúmálum. Hann stund aði íþróttir, hafði gaman af ac dansa, horfa á fótbolta oj skemmta sér með strákunum bæði þeim samkynhneigðu O] gagnkynhneigðu. Hann hafði ánægju af félagsskap kvenna þótt hann hneigðist ekki til þeirra á kynferðissviðinu. Hann átti þó í kynferðissamböndum við konur í Rock Hudson giftist Phyllis Gates til að breiða yfir samkyn- hneigð sína. Við giftingu þeirra hafði hún ekki hugmynd um áhuga hans á karlmönnum en vaknaði upp við vondan draum. Ásamt elskhuga sínum Mark Christian sem var tæpum tuttugu árum yngri en hann. Það var samdóma álit manna að Mark stæði í ástar- sambandi við Rock til að geta hagnast af honum fjárhagslega. myndi fyrr eða síðar lenda uppi í rúmi með öðrum karlmönnum. Arið 1952 féll Rock fyrir myndarlegum hermanni, Jack Navaar.w sem hann hóf sambúð með en sambandið var storma- samt. Slúðurblöð í Hollywood fóru loks að velta því fyrir sér hvers vegna Rock hefði ekki kvænst. Ljóst var að ef Rock yrði bendlaður við samkynhneigð væru dagar hans í Hollywood taldir. Umboðsmaður Rocks hóf leit að heppilegri eiginkonu fyrir hina samkynhneigðu stórstjörnu og kom honum í kynni við Phyllis Gates, ritara sinn í Hollywood. Phyllis var alls ókunnugt um samkynhneigð Rocks og varð ástfang- in af honum. Þau giftust árið 1955. Kynlíf þeirra hjóna var aldrei upp á marga fiska og eftir nokkurra mánaða hjónaband var Rock kominn aftur í faðm karlmanna. Taylor en hún var Rock Hudson í sinni frægustu mynd Risanum þar sem hann lék á móti Elizabeth í hópi nánustu vina hans. Rock Hudson var fyrsta stórstjam- an semfékk eyðni. Barátta samkyn- hneigðra til að vekja áhuga um- heimsins á sjúkdómnum har ekki góðan árangurfyrr en skýrt varfrá því að Rock Hudson væri með eyðni. Bergþórsdóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.