Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 4
20-FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999
LIFIÐ I LANDI
U
^————
UMBUÐA-
LAUST
skrifar
í vor var háð kosninga-
barátta í lýðveldinu Is-
landi; þetta segi ég til að
minna fólk á það, því ein-
hvern veginn var sú kosn-
ingabarátta svo lítt eftir-
minnileg að mig grunar
fastlega að ýmsir séu þeg-
ar búnir að gleyma henni.
Allt virtist einhvern veginn
liggja svo Ijóst fyrir í þess-
ari kosningabaráttu; góð-
æri ríkir í lýðveldinu Is-
landi, fáheyrður hagvöxt-
ur, engin verðbólga, ekkert
atvinnuleysi. Allt sumsé uppá það allra
besta í þessu besta lýðveldi allra lýðvelda
og það eina sem kjósendur þurftu að gera
til að viðhalda herlegheitunum var að kjósa
sömu stjórnarherrana og höfðu ríkt með
svona góðum árangri í fjögur ár; þeir lof-
uðu því einu að viðhalda stöðugleikanum
og hagvextinum. Kosningaloforð Fram-
sóknarflokksins voru til dæmis beinlínis
háð því skilyrði að hagvöxtur yrði áfram svo
hár sem verið hefur undanfarin ár, og for-
kólfar Framsóknarflokksins höfðu nú ekki
miklar áhyggjur af því að það tækist ekki að
knýja hagkerfið nóg áfram til þess - og
kjósendur fóru glaðir á kjörstað og kusu
þess vegna sömu stjórnarherrana og síðast,
og flestir undu glaðir við sitt og gleymdu
fljótlega öllu saman.
Hvað er össur að þenja sig?
Meðal þess fáa sem gerðist í kosningabar-
áttunni var að fram á sjónarsviðið, svolitla
stund, stökk Össur Skarphéðinsson, fram-
bjóðandi Samfylkingarinnar sem þá var að
reyna að verða til. Ossur hélt því fram full-
um fetum að blikur væru heldur betur á
lofti í sæluríkinu íslandi og stormurinn
gæti skollið á hvenær sem væri. Hann tók
svo til orða að viðskiptahallinn við útlönd
væri eins og tifandi tímasprengja í hagkerf-
inu og verðbólgan gæti ætt af stað fyrir-
varalaust. Því væri rangt að draga hér upp
mynd af stöðugleika og endalausum blóma
í fyrirsjáanlegri framtíð.
Skemst er frá því að segja að pólitískir
andstæðingar Össurar tóku þessum full-
yrðingum hans ekki vel. Þeir fussuðu og
sveiuðu, töldu þetta vera hættulegt lýð-
skrum og hreinasta bull, því engin þau
teikn væru á lofti sem bentu til annars en
stöðugleikinn væri tryggur og trúr; vissu-
lega væri þensla en það væri nú bara
hraustleikamerki. Össur væri bara af ör-
væntingu að reyna að finna snögga bletti á
vel heppnaðri ríkisstjórn, reyna að finna
Samfylkingunni þau baráttumál sem virtist
svo illilega skorta. Og það var í rauninni
bara hlegið að honum; meira að segja voru
endurvaktir gamlir þreyttir brandarar um
að hann væri nú bara sérfræðingur í kynlífi
laxa og ætti þess vegna ekki að vera að
þenja sig um efnahagsmál eins og hver
annar stráklingur; efnahagsmál væru fyrir
fullorðið fólk og hagfræðinga.
Davíð talar um kollsteypu
Reyndar vakti það svolitla undrun um tíma
hvað Geir Haarde fjármálaráðherra virtist
eiga erfitt með að svara aðfinnslum Össur-
ar. Minnst var á það í blöðum að einkenni-
legt væri hversu mjög það virtist vefjast fyr-
ir Geir að hafna nógu skörulega fáránlegri
gagnrýni á einmitt þann þátt í starfi ríkis-
stjórnarinnar þar sem hún væri sterkust
fyrir í góðærinu og hagvextinum. Sumsé á
sviði ríkisfjármálanna, en það var þá bara
túlkað sem reynsluleysi Geirs Haarde - því
allir vissu jú að ríkisfjármálin væru traust,
hagvöxturinn flottur, stöðugleikinn traust-
ur og engin hætta á verðbólgu; þvaður um
tímasprengjur væri hreinasta bull. Enda fór
svo að lokum að Geir náði sér á strik og
nógu margir urðu til að segja kjósendum
að allt tal Össurar væri ekki annað en van-
máttug kosningabomba til þess að þeir
sannfærðust og kusu stöðugleikaflokkana í
ríkisstjórninni. Þar á meðal voru forystu-
menn helstu efnahagsstofnana þjóðarinnar
sem spurðir voru um upphlaup Ossurar en
gáfu Iítið út á það; jú, það mætti alveg
draga svolítið úr þenslu en annars er allt
fínt. Og veðrið alveg skínandi.
Síðan eru fjórir, fimm mánuðir og núna
opnar forsætisráðherra varla svo munninn
að hann vari ekki við því að blikur séu á
lofti í efnahagsmálum. Það er ekki lengur
hætta á að verðbólgan fari af stað, heldur
er hún lögð af stað og orðin miklu hærri en
í öllum nálægum löndum. Og viðskipta-
hallinn við útlönd heldur áfram að hrann-
Ússur sagði í vor að
viðskiptahallinn við útlönd
væri eins og tifandi
tímasprengja íhagkerfinu
og verðbólgan gæti ætt af
stað fyrirvaralaust. Því væri
rangt að draga upp mynd
af stöðugleika og
endalausum blóma...
Pólitískir andstæðingar
Össurar fussuðu og
sveiuðu og töldu þetta
hreinasta bull.
Tímasprengjan
sprangin?
ast upp. Forystumenn helstu efnahags-
stofhana þjóðarinnar koma nú hver af öðr-
um í viðtöí í fjölmiðlum og lýsa miklum
áhyggjum af gangi mála - góðærið sé vissu-
lega enn við Iýði en stórsjór gæti verið
framundan og eins gott að halda sér fast.
Hinar skyndilegu áhyggjur þessara ágætu
efnahagssérfræðinga, sem ekki vildu bein-
Iínis kveða fast að orði fyrir kosningarnar í
vor, þær væru næstum því hlægilegar ef
ekki væri um alvarlegt mál að ræða -
möguleikann á annarri kreppu og verð-
bólgubáli ef svo fer fram sem horfir. Og
það væri líka sprenghlægilegt að heyra for-
sætisráðherra þjóðarinnar taka sér í munn
orðin hætta á „kollsteypu" eins og hann
gerði í gær - sama manninn og blés á allt
þvílíkt píp fyrir fjórum, fimm mánuðum -
ef þetta væri semsé ekki alvörumál. Því
skulum við ekki hlæja.
Engin tilboð á kjeti!
Eg get aftur á móti ekki varist því að kíma
pínulítið þegar forsætisráðherra útmálar
skoðanir sínar á því hverjir séu helstu
sökudólgarnir, nú þegar margnefndar blik-
ur eru komnar á loft. Það eru nefnilega
matvörukaupmenn sem hafa rottað sig
saman í fákeppnishópa og hækkað mat-
vöruverð í landinu upp úr öllu valdi og eiga
þannig stóran þátt í þeirri verðbólgu sem
farin er að láta á sér kræla. Forsætisráð-
herra þjóðarinnar veitti því sérstaka athygli
fyrir verslunarmannahelgina að matvöru-
keðjurnar voru ekki með nein sérstök til-
boð á kjeti á útilegugrillið eins og venju-
lega; þetta þótti honum til marks um að
samkeppni væri verulega ábótavant og
þyrfti kannski að setja lög.
Það er alltaf gaman þegar Davíð Odds-
son uppgötvar eitthvað nýtt og það er oft
sérstaklega skemmtilegt hvenær hann upp-
götvar eitthvað nýtt. Ég man nú reyndar
ekki eftir því flóði tilboða á matvöru fyrir
verslunarmannahelgar sem Davíð fulíyrti
að alltaf hefðu tíðkast, og kallaði meira að
segja verðstríð, en ekki skal ég draga í efa
að Davíð taki betur eftir þvíumlíku en ég. Á
hinn bóginn mætti kannski benda forsætis-
ráðherra á - fyrst hann er nú nýlega farinn
að hafa svo þungar áhyggjur af samkeppn-
isskorti og hringamyndun á matvörumark-
aðnum - að ég tók eftir því að ekki var um
nein glæsitilboð á bensíni að ræða fyrir
þessa verslunarmannahelgi, og er bensín á
bíla þó ekki síðri nauðsynjavara fyrir versl-
unarmannahelgar en kjet á grillið. Þvert á
móti voru olíufélögin í óða önn að hækka
bensínverð og vitaskuld öll alveg samtaka.
Náttúrlega kom það mér ekki beinlínis á
óvart að ekkert verðstríð skyldi brjótast út
milli olíufélaganna - slíkt tíðkast ekki á
þeim fákeppnismarkaði, en það er allt í lagi
því það eru olíufélögin og maður hróflar
ekki við olíufélögunum ef maður er forystu-
maður í Sjálfstæðisflokknum, til dæmis.
Jón Ólafsson enn?
Og samkeppnisyfirvöldin, sem Davíð er svo
stoltur af, þau standa alveg ráðalaus þegar
olíufélögin senda samtímis frá sér tilkynn-
ingar um nákvæmlegu sömu hækkun á
bensíni; samráð milli þeirra virðist ekki
vera nokkur leið að sanna. Olíufélögin eru
svo vandaður félagsskapur að það væri goð-
gá að ætla þeim eitthvað ljótt, eins og að
bera saman bækur sínar um hversu mikið
á að hækka bensínverðið. Það er auðvitað
bara tilviljun að þau hækka sífellt um jafn
margar krónur og aura. Meira að segja Fé-
lag íslenskra bifreiðaeigenda, sem nú hefur
fengið nóg af bensínhækkunum, það ein-
beitir sér að því að fá ríkið til að lækka sín-
ar álögur á bensínið, ekki olíufélögin sjálf
sem þó græða sem aldrei fyrr. Maður gerir
ekki þær kröfur til þeirra sómamanna sem
olíufélögunum stýra að þeir minnki gróða
sinn.
Og það gerir Davíð ekki heldur. Hann
hefur heldur ekki Iýst þungum áhyggjum
sínum af til dæmis skorti á samkeppni milli
skipafélaganna sem flytja vörur til landsins.
En hann ætlar að fylgjast sérstaklega með
matvöruverði á næstunni. Nú gætu illar
tungur haldið þvf fram að nýlegar áhyggjur
Davíðs af hringamyndun á matvörumark-
aðnum stöfuðu kannski ekki síst af því að
þar hittir hann fyrir strák sem nú er orðinn
einn helsti fjandi hans, að því er virðist,
semsé Jón Ásgeir Jóhannesson, sem ýmist
má kenna við Bónus eða Baug - en Jón
þessi hefur unnið sér það til óhelgi að vera
félagi Jóns Ólafssonar í því mikla fyrirtæki
Orca, en það apparat varð aftur til þess að
Davíð öðlaðist skyndilega nýja sýn á
dreifða eignaraðild bankanna - eins og
frægt er orðið. Getur verið að áhyggjur
Davíðs af matvörumarkaðnum séu í raun
af svipuðu tagi og þegar Rússar skömmuðu
Albani í gamla daga en meintu Kína - Dav-
íð skammi Jón Ásgeir Jóhannesson en
meini eins og venjulega Jón Olafsson?
Hagstjórnin hefði átt að vera öðruvisi
Eigi veit ég það svo gjörla en hitt veit ég að
af er fóturinn, eins og þar stendur. Vitan-
lega er gott og blessað að Davíð skuli ætla
að fylgjast með að matvöruverð fari ekki að
hækka upp úr öllu valdi. Það er bara tíma-
setningin á áhyggjum hans sem er dálítið
skrýtin. Og sömuleiðis það hversu snögg-
lega hefur runnið upp fyrir honum ljós,
bæði í samkeppnismálum og efnahagsmál-
um almennt. I ræðu hjá samtökum at-
vinnulífsins í gær talaði Davíð eins og hag-
vöxturinn væri orðinn hálfgerð ófreskja,
óvinurinn mesti, og það yrði umfram allt
að draga úr honum. Öðruvísi mér áður brá,
en skjótt skipast veður í lofti. En hvað
verður þá til dæmis um kosningaloforð
Framsóknarflokksins, sem beinlínis byggj-
ast á fimm prósenta hagvexti næstu árin?
Vissu Framsóknarmenn ekki hversu hættu-
legur slíkur hagvöxtur er þegar þeir lofuðu
öllu fögru fyrir kosningar?
Sjálfsagt ekki, enda hafa margir orðið til
að setja fram nýjar skoðanir síðustu vikur,
skoðanir sem ekki heyrðust fyrir kosningar
fyrir fjórum, fimm mánuðum. Framsóknar-
menn fara hins vegar aðra leið en flestir
aðrir; þeir hafa skyndilega misst allar sínar
skoðanir og ekki heyrist í þeim hósti né
stuna um nokkurn hlut nema álver á Aust-
urlandi. En það eru líka nógir aðrir um nýj-
ar skoðanir. I stórmerkilegu viðtali við Þórð
Friðjónsson forstjóra Þjóðhagsstofnunar
núna rétt áðan í útvarpinu, talaði hann um
að verðbólgan væri heimatilbúinn vandi en
ekki kominn frá útlöndum, hagstjórnin
hefði átt að vera öðruvísi uppá síðkastið til
að stemma stigu við henni, og honum
fannst meira að segja lítið til um afganginn
af rekstri ríkissjóðs - sem er þó stolt Geirs
Haarde þessa dagana. Eg minnist þess ekki
að Þórður Friðjónsson hafi tekið undir
skoðanir á þessa lund fyrir fjórum, fimm
mánuðum. Og hann varar nú alveg sér-
staklega við viðskiptahallanum við útlönd -
það munaði ekki nema því sem munaði að
hann segði hér áðan að viðskiptahallinn
væri tifandi tímasprengja.
Hvar er Guðmundur Ólafsson?
Sem minnir mig á: Guðmundur Ólafsson
heitir maður. Hagfræðingur að mennt.
Þegar Össur Skarphéðinsson setti fram
áhyggjur sínar af hinni tifandi tíma-.
sprengju fyrir kosningarnar í vor töluðu
fjölmiðlar meðal annars við Guðmund
þennan, sem gerði stólpagrín að Össuri
sem hefði ekkert vit á efnahagsmálum og
reyndar væri eina tifandi tímasprengjan í
íslensku þjóðlífi sú að allt vitlausasta fólkið
í efnahagsmálum væri nú samankomið í
einum stjórnmálaflokki^ altso Samfylking-
unni. Og Guðmundur Ólafsson fékk að
breiða úr sér í mörgum fjölmiðlum og vera
sniðugur og útmála skoðanir sínar á því
hvað áhyggjur Össurar væru dæmalaust
vitlausar. Það væri sko engin vá framundan
í íslensku efiiahagslífi. Og stjórnarliðar
hentu náttúrlega orð hans um allt vitlausa
fólkið í Samfylkingunni á lofti og notuðu
óspart í kosningabaráttunni, þar á meðal
Davíð Oddsson. Guðmundur Ólafsson
fékk sitt korter af frægð og frama af þessu
tilefni, en hvernig væri að veita honum
annað tækifæri, annað korter? Hefur ein-
hver fjölmiðill nýlega rætt við Guðmund
Ólafsson? Þegar forsætisráðherra, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar og fleiri tala nú þannig
að orð Ossurar verða eins og hjáróma
mjálm í þeim samanburði, hvar er þá vit-
lausa fólkið samankomið nú?
Pistill Illuga varfluttur í morgunútvarpi
Rásar2 t'gær.