Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 5
 FÖSTUDAGVR 1/. SEPTEMBER 19 99 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Lj ósmyndaalbmnið hans Helga Það eru ekki síst böm og gamal- menni sem hrífast afmyndum Helga Þorgils Fríðjónssonar myndlistarmanns semfékk inni í Listasafni íslands... Listasafn Islands opnar þijár sýningar á morg- un, sú stærsta er yfirlitssýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar en auk þess eru tvær sýningar á verkum úr eigu safnsins sem bera heitin „Nýja málverkið á 9. áratugnum" og „Öræfalandslag". Listasafnið hefur tekið ver- aldarvefinn í þjónustu sína og því opnar sam- tímis sýning á verkum Helga á slóðinni www.listasafn.is. Við hringdum í Helga rétt eftir blaðamannafund á safninu í gær og spurðum hann út í lífsstarfið. Hrífst af jaðannönnum Það á að draga fram nokknr meginþemu t list þinni á sýningunni, hver eru þau? „Eg vinn mikið með myndlistar- og menn- ingarsöguna. Eg reyni að sumu leyti að ná í merkingu hennar aftur, á meðan algengasta aðferðin á þessari öld hefur verið að reyna að einangra hlutina með „módernismanum,“ svarar Helgi og segist um leið vera að hefta Vefur 1993 - „Ég var að reyna að fá eitthvað sem væri skylt ævintýri en væri um leið skyit einhverju sem maður kallar sakleysi." frelsi sitt. „Með því að flytja inn tákn sem hafa einhvers konar merkingu í huga okkar þá íjar- lægist maður að sjálfan sig í leið- inni. Ég hef alltaf talið mig vera „realista" og vil láta þetta vera dá- lítið eins og ljósmyndaalbúm." Hvað er þetta svokallaða „nýja mdlverk" sem þú ert talinn full- trúi fyrir hér, geturðu lýst þvífyrir ólistfróðu fólki? „I fyrsta Iagi veit ég ekki hvort ég var í einhveiju forsvari fyrir nýja málverkið, ég hef alltaf verið jaðarmaður og ég hrífst frekar af jaðarmönnum í list. En það voru mjög margir af „nýju málurun- um“ annaðhvort nemendur „konseptlistamanna" eða „konseptlistamenn“ sjálfir. Ég varð var við að „konseptlistin" var komin út í hom og það var krafa á breytingar. Við það verður til óheft freísistilfinning og menn notuðu allt úr listasögunni og skelltu því fram á hvem þann hátt sem hentaði hveijum. Menn fóru að nota söguna sem tungu- mál, það var t.d. hægt að nota sögutilvitnanir eins og liti.“ Veistu hvemig almenningur upplifir myndir þtnar? ____ „Það eru mjög algeng viðbrögð frá mönnum erlendis og hér að þetta sé öðruvísi en flest sem er á boðstólum. Mér finnst að jafnaði að böm og gamalt fólk hafi verið ánægt með myndirnar." Hefurðu einliverja skýringu á þvt? „Ekki aðra en að þetta sé svo skemmtilegt.11 Framlag Listasafnsins til hálendisumræðu Sýningin „Nýja málverkið á 9. áratugnum" er hugsuð sem vitnisburður um fjölbreytni og grósku íslenskrar málaralistar við aldarlok en „Ég hefalltaf talið mig vera realista og vil láta þetta vera dálítið eins og Ijósmyndaalbúm, “ segir Helgi Þorgils sem opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni íslands á morgun. þar verða verk m.a. eftir Jón Óskar, Daða Guðbjörnsson, Jóhönnu Kristínu Ingvadóttur, Tuma Magnússon og Kristján Steingrím. Sýn- ingin „Öræfalandslag" er hins vegar framlag Listasafnsins til umræðunnar um nýtingu há- Iendisins en þar verða verk eftir myndlistar- menn allt frá Þórarni B. Þorlákssyni og til starfandi núlifandi Iistamanna og er ætlað að varpa ljósi á framlag íslenskra listamanna til sjálfsímyndar þjóðarinnar þar sem hálendið skipar stórt hlutverk. Stykkishólmskirkja og Víði- staðakirkja íHafnarfirði eru með bestu tónlistarhúsum í landinu. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Daní- el Þorsteinsson píanóleikari, búa bæði á Akur- eyri og hafa hlotið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tónlistarflutning. Daníel hefur verið virkur í íslensku tónlist- arlífi um árabil og haldið fjölda tónleika, einn og með öðrum, innanlands sem utan. Hann hefur verið meðlimur í CAPUT hópnum frá upphafi, leikið með honum víða og gert upp- tökur fyrir útvarp og útgáfur hér heima og er- lendis. Daníel lék einleik í 3. píanókonsert Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Norður- Iands árið 1998. Hann hefur samið og flutt tónlist í leiksýningum hjá Leikfélagi Akureyrar og kennir nú við Háskólann og Tónlistarskól- ann á Akureyri. Björg hefur komið fram sem einsöngvari við fjölda tækifæra, ýmist á einsöngstónleikum eða á tónleikum með kórum. Hún hefur m.a. sungið einsöngshlutverk í Gloriu eftir Vivaldi, Tónllst og trú r a • --------.,..1)1).. .«■!iw — r.„„; tu. Björg Þórhallsdóttir, sópran og Daníel Þorsteins- son, píanóleikari, halda tónleika í Stykkishólms- kirku á föstudag og Víðistaðakirkju á sunnudag. Jólaóratoríu Saint-Saéns, Messíasi eftir Handel, Sálumessu Brahms og í ýmsum mótettum með Kór Akureyrarkirkju. Björg hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum hjá virtum og heimsþekktum tónlistarmönnum, s.s. Elly Ameling, sópran, John Tomlinson, baríton, Ludmiílu Andrews, sópran og Malcolm Martineau, píanóleikara. Björg og Daníel hafa Unnið saman um ára- bil og komið víða íram við margvísleg tæki- færi. Tilurð efnisskrár komandi tónleika var setning Kristnitökuhátíðar á Islandi í Akureyr- arkirkju í maí síðastliðnum, en af því tilefni voru þau beðin um að setja saman dagskrá með trúarlegri tónlist. Dagskráin spannar um 3. aldir í sögu tónlistarinnar og meðal verka má nefna 3 Kirkjulög Jóns Leifs, Klukkna- hljóð og Maríubæn Kaldalóns, Litaníu og Ave Maríu Schuberts, Biblíuljóð Dvoráks og arí- umar Dank sei dir , Herr og Angels ever bright and fair eftir Handel. Auk þessa eru á efnisskránni ljóð úr Old American Songs eftir Copland og úr söngvum einsetumanna eftir Barber, en þeir söngvar em byggðir á textum írskra munka frá 8. öld til 13. aldar. Að sögn Bjargar og Daníels hafa þau notið þess alveg sérstaklega að vinna með þessa gef- andi og fallegu tónlist. Þau hlakka mikið til þess að flytja dagskrána í þessum fallegu kirkj- um og aðlaðandi umhverfi þeirra. Kirkjumar eru rómaðar fyrir góðan hljómburð og em að þeirra sögn ein bestu tónlistarhúsin í landinu auk þess sem þær státa af afbragðshljóðfær- um. Tónleikamir verða haldnir í Stykkishólms- kirkju föstudaginn 17. september kl. 20.30 og í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði sunnudaginn 19. september kl. 17:00 UM HELGINAl _ Svlfur að hausti í MÍR Kvikmyndasýningar vetrarins í MIR-salnum, að Vatnsstig 10, heijast nú á sunnudaginn með sýningu rússnesku mynd- arinnar Svífur að hausti eftir leikstjórann Edmond Keosaj- an. Myndin er frá 7. áratugn- um og segir frá aldurhnignum armenskum bónda sem kemur í stutta heimsókn til Moskvu þar sem dóttursonur hans er að heíja skólagöngu. I Moskvu reynir karlinn að láta gott af sér leiða og hefur góðvild hans snortið marga þegar hann snýr aftur til síns heima. Myndin er talsett á ensku aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Klæðið íljúgandi „Klæðið fljúgandi“ heitir sýn- ing sem sett hefur verið upp í Húsinu á Eyrarbakka og er lið- ur í kristnitökuhátíð Amespró- fastsdæmis. Þar verða m.a. sýndar fjalir úr predikunarstól sem var smíðaður og skreyttur af Amunda smið Jónssyni (d. 1805). Á fjölunum eru myndir af Kristi og guðspjalla- mönnunum. Athyglisverðasti gripurinn er þó „Klæðið fljúg- andi“ eða líkkistuklæði Ingi- bjargar Jónsdóttur sem fæddist í Gaulveijabæ árið 1875 en dó í Suður-Kalifomíu 1964. Ingi- björg fór ung á eftir manni sín- um til Vesturheims en hugur hennar var ætíð bundinn æskustöðvunum og skrifaðist hún alla tíð á við séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi þar sem hún ólst upp að verulegu leyti. I fimmtíu ár geymdi hún, eins og helgan dóm, þurrkuð blóm sem séra Valdimar hafði tínt og sent henni. Þegar hún lá banaleguna fékk bún tvö af börnum sínum tii að sauma með sér líkkistuklæði þar sem blómin voru felld inn í teppið. Heilagur andi í dúfulíki skreytti miðju klæðisins en fuglinn skyldi bera sál hennar heim til íslands er yfir lyki. Byggðasafn Árnesinga í Húsinu Eyrarbakka er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17 og stendur sýningin til 31. október. „Klæðið fljúgandi“ \_______________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.