Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 6
22 - FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 fjor Þórður Hall í Osló Ef þú ert á leiðinni til Osló og ert áhugamaður um íslenska myndlist er rétt að benda á að Pórður Hall opnar á morgun málverkasýningu í Gallerí ísland, Welhavens gate 14 í Osló. Þar eru 25 olíu- málverk sem öll eru unnin á síð- ustu tveimur árum. Sýn- ingin stend- ur til 3. október. Hraun með augum Frakka Jean Posocco, franskur ríkisborgari sem búsettur hefur verið á fslandi síðan 1983, opnar á morgun sýninguna „O- Lava“ í Listakoti, Laugavegi 70. Á sýningunni eru um 40 vatnslistamyndir af vatni og hrauni eins og nafnið bendir til. Sýningin stendur til 10. október og er opin frá 12-18 mánudaga til föstudaga en kl. 10-16 um helgar. Posocco á og rekur Meistari Jakob Art Gallery með 11 íslenskum lista- mönnum. ■ HVAfl ER Á SEYfll? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST Hausttónleikar Harðar Torfa I tuttugu og þrjú ár hefur Hörður Torfa haldið sína árlegu hausttónleika. Hann fór rólega af stað en aðsókn hef- ur sífellt farið vaxandi og verið húsfyll- ir sfðustu árin. Undanfarin 8 ár hefur hann haldið tónleikana í Borgarleikhúsinu en núna hefur hann flutt sig um set og heldur þá í Islensku Operunni föstudags- kvöldið 17. september klukkan 21.00. Hörður á að baki lengstan feril ís- lenskra söngvaskálda en hefur aldrei farið um með hávaða og látum og aug- lýsingaskrumi. Hörður er menntaður leikhúsmaður, leikari og leikstjóri, og ber öll sviðsframkoma og túlkun hans þess merki. Hann er sennilega eina ís- lenska söngvaskáldið sem sniðgengur viljandi allan dægurlagaiðnað. Hörður kemur víða við í umfjöllun sinni um mannlífið og sagt er um tón- leika hans „að ýmist sitji menn þungt hugsi, veltist um af hlátri eða lyftist í sætum af gleði þeirri sem fylgir að syngja saman í hóp“. Norrænir orgeldagar Norrænir orgeldagar verða haldnir í Hallgrímskirkju í Reykjavík fimmtu- daginn 16. til sunndagsins 19. septem- ber. Orgeldagarnir eru nokkurskonar þing fyrir kirkjuorganista hérlendis og frá hinum Norðurlöndum og eru haldnir í framhaldi af velheppnuðum orgeldögum sem fram fóru í Ostersund í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Ákveðið var þá að Reykjavík mundi taka á móti organistum haustið 1999. Fjórir góðir gestir koma frá Norður- löndunum: dómorganisti frá Þránd- heimi og virtir kennarar frá tónlistar- háskólunum í Stokkhólmi, Helsinki og Piteá. Haldnir verða fimm orgeltónleikar í Hallgrímskirkju í tengslum við mótið. Á öllum tónleikunum verður nor- rænni orgeltónlist gert hátt undir höfði. Föstudaginn 17. september mun Kaj-Erik Gustafsson, lektor við Sibeliusarakademíuna í Helsinki spila hálftíma orgelandakt í kirkj- unni, en það er bænastund þar sem orgeltónlist verður í aðalhlutverki. Að kvöldi sama dags mun prófessor And- ers Bondeman frá Stokkhólmi leika á orgelið. Prófessor Bondemann er Hefur þú áhuga? Komdu viðí dag! Önnur félöq oq laust fé 101.730.339 37,1 % Samtals eignir Sjóðurinn er fyrir þá sem vilja taka áhættu með hluta af sparifé sínu og líta á eign I sjóðnum sem langtímaeign. Ávöxtun I fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtlð. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 8900. Myndsendir: 560-8910.Veffang: www.vib.is Agla E. Hendriksdóttir deildarstjóri Einstaklingsþjónustu Nafnávöxtun sl. 6 mánuði! Úrval innlendra hlutabréfa Dæmi um félöq Markaðsverð Væqi Islensk erfðagreining hf. 48.624.881 17,7% fslandsbanki hf. 33.108.499 12,1% Tryggingamiðstöðin hf. 29.263.700 10,7% Opin kerfi hf. 26.678.900 9,7% Eimskipafélag fslands hf. 19.565.715 7,1% Marel hf. 15.302.813 5,6% Daöi í ASÍ Sá vinsæli listamaöur Daöi Guðbjörnsson, opnar á morgun sýn- ingu á verkum sínum í Listasafni ASÍ við Freyjugötu 41. Sýnd verða 20 olíumálverk frá síðustu tveimur árum og mun Daði reyna þar að lýsa hin- um flókna nútíma á Ijóðrænan og per- sónulegan hátt án þess að einfalda myndmálið og kveðja þannig öldina á tímum þar sem myndlist hefur enga sérstaka merkingu. Sýningin stendur til 3. október. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl.14-18. mjög þekktur meðal orgelleikara sem „faðir“ orgelspunans á Norðurlönd- unum. I hádegi laugardagsins 18. september mun Per Fridtjov Bonsak- sen, organisti dómkirkjunnar í Niðar- ósi, leika stutta tónleika. Innrömuð af prelúdíu og fúgu Bachs í G-dúr verða tvö verk eftir fyrirrennara hans við dómorgelið í Niðarósi. Að kvöldi laugardags verða stórtónleikar þar sem Hans-OIa Ericsson frá Piteá flyt- ur eitt af stórverkum nútímaorgel- bókmennta, Livre du Saint Sacrem- ent (Bókin um heilagt sakramenti) eftir Olivier Messiaen. Þetta er mikil- fenglegt verk sem tekur um tvo tíma í flutningi. Margir telja að einnmitt í þessu verki hafi Messiaen náð há- punkti á löngum ferli sínum sem org- eltónskáld. Norrænir orgeldagar 1999 eru samstarfsverkefni Listvina- félags Hallgrímskirkju og Félags ís- lenskra organleikara. Tónleikaröð í Neskirkju Sunnudaginn 19. september verða merk tímamót f Neskirkju, sóknar- kirkju Vesturbæinga. Nýtt orgel verður helgað við hátíðarmessu kl. 14.00. Biskup Islands helgar hið glæsilega hljóðfæri og prédikar. Alla vikuna verð- ur svo boðið upp á tónleikaröð frá mánudeginum 20. september til og með föstudeginum 24. september og heQast allir tónleikarnir kl. 20.00. Stuð á Broadway Laugardagskvöldið á Gili - einsöngur, dúettar og kvartettar eru á þessari frábæru sýningu á Broadway sem sýnd verður á föstudagskvöldið. Á sýningunni koma fram Álftagerðis- bræður, Raggi Bjarna og Oskubuskur. Á laugardagskvöldið verður síðan Bee Gees kvöld. Fimm gæjar, þeir Krist- inn Jónsson, Davíð Olgeirsson, Krist- ján Gíslason, Kristbjörn Helgason og Svavar Knútur Kristinsson, flytja þekktustu lög þeirra Gibb-bræðra. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar Ieikur undir og með syngja þær Guð- rún Árný Karlsdóttir og Hjördís Elín Lárusdóttir. SÝNINGAR Islensk grafík - ljósmyndasýning Gluggalandslag, Smálönd, Uppstill- ingar og Sögulegar ljósmyndir. Laugardaginn 18. september kl. 16:00 verður opnuð sýning á ljós- myndaverkum í nýjum sal félagsins Islensk grafík að Tryggvagötu 17 (hafnarmegin). Þetta er önnur sýn- ingin í sýningarsalnum, sú fyrsta var á grafíkverkum Braga Ásgeirssonar. Salnum er ætlað að vera vettvangur fyrir verk unnin á pappír; grafík, teikningar og ljósmyndir svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem sýna að þessu sinni eru Ein- ar Falur Ingólfsson, Guðmundur Ing- ólfsson, Ivar Brynjólfsson, Spessi og Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Oll sýna þau ljósmyndir, verkin hafa ekki verið sýnd áður f Reykjavík. Sýningin er opin fimmtudag - sunnu- dags kl. 14:00 - 16:00 og stendur sýningin til 10. október. Aðgangur er ókeypis. Tíunda leikár Möguleikhússins hafið Möguleikhúsið er nú að hefja tíunda leikár sitt. Að venju einskorðar leikhús- ið sig við sýningar fyrir áhorfendur af yngri kynslóðinni og verður boðið upp á sjö mismunandi sýningar, þrjár frum- sýningar og fjórar frá fyrra leikári. Leikárið hefst á leikferð um Austur- land með barnaleikritið SNUÐRU OG TUÐRU, sem sýnt var á síðasta leikári við miklar vinsældir. Leikarar í sýning- unni eru Drífa Arnþórsdóttir og Helga Vala Helgadóttir, sem tekið hefur við hlutverki Tuðru. Leikstjóri og höfund- ur leikmyndar er Bjarni Ingvarsson, Katrín Þorvaldsdóttir sá um búninga og brúðugerð og tónlist er eftir Vil- hjálm Guðjónsson. Fyrsta frumsýning leikársins er LANGAFI PRAKKARI sem er leikrit eftir Pétur Eggerz byggt á sögum Sigrúnar Eldjárn. Leikarar eru Bjarni Ingvarsson og Hrefna Hall- grímsdóttir, leikstjóri Pétur Eggerz, búninga gerir Katrín Þorvaldsdóttir og tónlist er eftir Vilhjálm Guðjónsson. I lok nóvember verður frumsýnt nýtt jólaleikrit sem heitir JÓNAS TÝNIR JÓLUNUM. Hér er um að ræða fjöruga jólasýningu ætlaða 2ja til 9 ára börnum. Höfundur er Pétur Eggerz, sem jafnframt leikur í sýningunni ásamt Hrefnu Hallgrímsdóttur. Leik- stjóri Bjarni Ingvarsson. Síðasta frum- sýning leikársins verður VÖLUSPÁ í nýstárlegri leikgerð Þórarins Eldjárn. Sýningin er flutt af einum leikara, Pétri Eggerz, og tónlistarmanni. Leik- stjóri er Peter Holst, sem kemur sér- staldega frá Danmörku til að leikstýra sýningunni. Auk Snuðru og Tuðru verða þijár sýningar teknar upp frá fyrra leikári; EINAR ÁSKELL lætur sjá sig f takmarkaðan tíma í október, boðið verður upp á sýningar á HAFRÚNU fyrir skóla og jólaleikritið HVAR ER STEKKJARSTAUR? verður á ferðinni í desember. Bikarar í Stöðlakoti Kolbrún S. Kjarval opnar sýningu á leirmunum í Stöðlakoti við Bókhlöðu- stíg, laugardaginn 18. september kl. 15.00. Kolbrún hefur unnið í leir síð- astliðna áratugi og rekur nú eigin vinnustofu að Ránargötu 5. Sýningin stendur til 3. október og er opin alla daga frá kl. 14-18. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Ráðstefna um nútímaeðlisfræði Vakin er athygli á haustráðstefnu Eðl- isfræðifélags Islands sem haldin verður á Grand hóteli í Reykjavík dagana 17. og 18. september nk og hefst kl. 13.30 með skráningu og kaffi. Flutt verða 14 erindi og skýrð 10 veggspjöld um verkefni á helstu sviðum nútímaeðlis- fræði og á skyldum sviðum svo sem eðlisefnafræði, iðnaðareðlisfræði, stjarneðlisfræði, jarðeðlisfræði og veð- urfræði. Afhent verða hvatningarverð- laun Eðlisfræðifélagsins til efnilegs stúdents og efnt verður til umræðu um eðlisfræðikennslu í Háskóla Islands og um raungreinanámsefni og kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Upplýs- ingar veitir formaður félagsins Svein- björn Björnsson á Orkustofnun (svb@os.is). I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.