Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 - 27
BILAR
Torfærurúta
smíðuð á íslandi
íslenska Hummerumboðið hefur
smíðaðfrumgerð að átjánfarþega
rútu sem smíðuð eráHummer
Hönnun rútunnar hefur staðið
yfir í þrjú ár og hefur hún hlotið
nafnið Berserkur. Nafnið er til-
vísun í víkingatímann og á
heimasfðu Hummer segir að
ekkert annað orð en Berserkur
lýsi betur anda víkinganna. Æv-
íntýraþránni, hugrekkinu, rann-
sóknareðlinu og því að vera til-
búinn til orrustu ef á þurfti að
halda. Eins og Hummer Ber-
serkur.
Ævar Hjartarson fram-
kvæmdastjóri Hummer umboðs-
ins segir að und-
irbúningur sé
hafinn að fram-
leiðslu. „Við höf-
um fengið fyrir-
spurnir alls staðar
að úr heiminum,"
segir hann.
Hann segir
ekki hafa borist
staðfestar pantan-
ir ennþá. „Við
höfum fyrst verið
að undirbúa okk-
ur að framleiðslu
áður en við förum
út í markaðsmál-
in beint.
Við erum búnir að smíða „prótótýpu" eða
frumsmíði að einum og svo erum við að smíða
yfirbyggingar á fleiri."
Ævar segir verðið eldd komið á hreint
ennþá, „það er verið að þreyfa fyrir sér í
aðföngum og birgjum og stilla þessa
strengi saman. En það er verið að reyna
að halda þessu samkeppnisfæru."
Um er að ræða öfluga torfærurútu.
Hann segir bílinn Iofa góðu. „Miðað við
hópbifreiðar 2B (átján farþega og yfir) þá
er þetta sennilega fjölhæfasta hópbifreið
sem vitað er um.“
Yfirbyggingin verður úr plasti og áli. A
frumgerðinni var 90% yfirbyggingarinnar
úr áli og 10% úr plasti en það mun snúast
við í framtíðinni þar sem búið er að taka
mót af yfirbyggingunni.
Menn eru ófeimnir að fara með frumgerðina í„strandsiglingu“.
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
Berserkurinn er greinilega með
fjölhæfari 18 manna rútum sem
eru á markaðinum.
Nú býðst nýr valkostur í
lágum verðflokki fyrirþá
sem kjósa fjórhjóladrifs-
bila.
Um síðustu helgi kynnti Brimborg nýj-
an Daihatsu Sirion með íjórhjóladrifi.
Sirion var fyrst kynntur fyrir rúmu ári
síðan og hefur að sögn innflytjanda
fengið frábærar viðtökur.
Fjórhjóladrifið er sítengt og alsjálf-
virkt. Framdrifið er ráðandi en verði
munur á snúningi hjólanna að framan
og aftan kemur afturdrifið inn.
Þessi fjórhjóladrifni Sirion er fáanleg-
ur beinskiptur og sjálfskiptur. Sirion er ágætlega
búinn staðalbúnaði en þar á meðal eru: Vökvastýri,
Sirion 4x4 baksvipurinn.
Sirion 4x4 er með sama útliti og sá Sirion sem verið hefur á
markaði hérlendis í rúmt ár.
ABS hemlar, samlæsing, rafdrifnar rúður og 14“
felgur.
Sirion er fimm sæta, fimm dyra bíll, lengdin er
3,7 m og breiddin 1,6 m. Hæð undir lægsta
punkt er 14,5 sm og eigin þyngd bílsins 870
kg. Burðargetan er 475 kg. Vélin er 1,0 lítra,
þriggja strokka og skilar 55 hestöflum við
5.200 snúninga á mínútu. Framleiðandi
gefur upp að beinskiptur eyði bíllinn 5,8
lítrum á hundraðið samkvæmd Evrópustaðli
en 7 lítrum sjálfskiptur.
Sirion 4x4 var frumsýndur á fjórum stöð-
um á landinu, Reyðarfirði, Reykjanesbæ,
Reykjavík og Akureyri, ásamt allri Daihatsu
línunni.
Sirion 4x4 sjálfskiptur kostar kr.
1.295.000 en beinskiptur kostar bíllinn
kr. 1.240.000.
Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirhelgi@islandia.is
Komdu i
Hefur þú séð svotta verð d 4x4 bíl?
• Mest seldi bíllinn í Japan(l), annað árið í röð.
• Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll.
• Skemmtilequr bíll meðmiklum staðalbúnaði:
ABS hemlalæsivörn (4x4),
rafdrifnu aflstýri, loftpúði
samiæsingu, o.m.fl.
Ódýrasti 4x4
bíllinn á Islandi
iriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii
GL 1.099.000 KR.
GL 4x4 1.299.000 KR.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIII
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
^SUZUKI
• JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan
fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika!
• Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á fslandi
• Hátt og lágt drif - byggður á grind
• Sterkbyggður og öflugur sportjeppi
ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmiklar vélar ♦ samlæsingar •
• rafmagn I rúðum og speglum •
• styrktarbita I hurðum •
• samlitaða stuðara •
EHU®
1Í
SUZUKI
-s*#-
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: w\VMr.suzukibilar.is
&
*