Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 17.09.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1999 - 23 _______________________ljffir fjor Flottasti klukkustrengurinn Verið er að æfa af fullum krafti leikritið „Klukku- strengi“ eftir Jökul Jakobs- son, sem frumsýnt verður hjá Leikfélagí Akureyrar 1. október nk. Af því tilefni vill Leikfélagið hvetja alla þá sem eiga gamla og nýja klukkustrengi uppá háalofti eða uppá vegg að mæta með þá í Samkomuhúsið og taka þátt í samkeppni um fallegasta, óvenjulegasta og stærsta klukku- strenginn. Tekið verður á móti klukkustrengjunum í miðasölunni 18.-22. september á miðasölutíma. Næstkomandi laugardag verður síðan opið hús í Samkomuhús- inu í boði Leikfélags Akureyrar. Þar geta gestir og gangandi brugðið sér á leikæf ngu, farið skoðunarferðir um húsið, heyrt í leikhúskórnum og fengið að bragða á alls kyns góðgæti. Lúðrasveit Akureyrar Lúðrasveit Akureyrar verður með kynningarkvöld á starfsemi sinni fyrir starfsárið 1999-2000 þriðjudagskvöldið 21. sept- ember. Nýr stjórnandi tekur við sveitinni, Helgi Svavarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Heilmikil endurnýjun verður á starfseminni í vetur og undirbúningur fyrir landsmót S.I.L. sem haldið verður á Akureyri árið 2000. Rommí snýr aftur Gamanleikritið Rommí snýr aftur á fjalirnar í Iðnó eftir sumarfrí. I Rommí sem er tragí-kómískt leikrit af bestu gerð má finna undir mein- leysislegu yfirborðinu sögu heillar ævi, þar sem gaman og alvara flétt- ast saman á listilegan hátt. í hlut- verkum eru einhverjir ástsælustu leikarar þjóðarinnar, Guðrún Ás- mundsdóttir og Erlingur Gíslason. Leikstjóri er Magnúr Geir Þórðar- son. Leikmyndina hannaði Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing er í hönd- um Lárusar Björnssonar og frum- samin tónlist er eftir Skárren ekkert. Þýðandi er Tómas Zoega. Miðapantanir eru í síma 530-3030. ■ HVAD ER Á SEYÐI? Að skilja skilning Laugardaginn 18. september flytur Murray Kiteley, prófessor emeritus við Smith College í Massachusetts, fyrirlestur á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri, sem hann nefnir ,,Understanding understandings“ eða ,,Að skilja skilning“. Prófessor Murray Kiteley hefur aðallega sinnt málspeki og heimspekilegri rökfræði en er nú staddur hér á landi sem Fulbright- kennari við Háskóla Islands. I lestrinum, sem ætlaður er almenningi, er m.a. fjallað um muninn á þekkingu annars vegar og visku éða skilningi hins vegar. Fyrirlesarinn segist hafa fengið áhuga á spurningum um eðli skilnings þegar hann ræddi við eðlisfræðinga sem höfðu þekkingu á viðfangsefnum greinar sinnar, eftir öllum venjulegum mælikvörðum, en viðurkenndu hins vegar að þeir skildu alls ekki mörg fyrirbæranna sem Sparnaður - ending HITA K0TAR Ryðfríir norskir hitakútar með sparnaðar- einangrun og termóstýrðum blöndunartækjum Blandar 40-70° inn á kerfið Stærðir: 5,30,50,80, 100, 120, 150,200, og 300 lítra 30 ára frábær reynsla Hagstætt verð Einar Farestveit & Co. hf Borgartúni 28, sími 562 2900 eðlisfræðin fjallaði um. Fyrirlesturinn hefst kl. 16:00 í stofu 14 í Þingvalla- stræti og er öllum opinn. Eldri borgarar Félag eldri borgara Asgarði, Glæsibæ hefur kaffistofuna opna í dag frá kl. 10-13 og matur er í hádeginu. Spiluð verður félagsvist kl. 13.30 á sama stað. Gönguhrólfar skella sér í heilsu- bótargöngu á laugardagsmorguninn kl. 10 og leggja af stað frá Glæsibæ. Dansleikur verður svo á sunnudags- kvöldið kl. 20 þar sem Capri-tríó heldur uppi sveiflunni. Kennsla verð- ur svo í samkvæmisdönsum á mánu- dagskvöldið 20. september kl. 19- 20.30 fyrir lengra komna, en kl. 20.30-22 fyrir byrjendur. Þá verður aðalfundur bridsdeildarinnar haldinn á mánudaginn kl. 13. Málþing á degi menningarminja Málþing verður haldið á degi menn- ingarminja laugardaginn 18. septem- ber í Odda, húsi H.Í., stofu 101 kl. 15.00 og verður hvert erindi sem flutt verður u.þ.b. 20 mínútur að lengd. Flytjendur eru: Þór Magnússon, þjóð- minjavörður - Arangur íslenskra forn- leifarannsókna, Helgi Þorláksson, pró- fessor - Hvernig Eiríksstaðir urðu til og Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur - forsaga Islands í ljósi fornleifa. OG SVO HITL.. Markaður fyrir kristniboð Árlegur haustmarkaður Kristniboðs- sambandsins verður haldinn laugar- daginn 18. september í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík og hefst hann kl. 14.00. Margt verður á boðstólnum einsog t.d. grænmeti, ávextir, blóm og kökur. Allir velunnarar og kristniboðsvinir sem vilja leggja eitthvað fram af uppskeru sumarsins eru boðnir velkomnir með afurðir sínar föstudaginn 17. septem- ber á sama stað milli kl. 17 og 19. Ágóðinn af markaðnum verður lagður f sjóð sem rennur til kristniboðsstarfsins í Eþíópíu, Kenýu og Kína. Skógarganga Skógræktarfélag Islands, Garðyrkjufé- lag íslands og Ferðafélag Islands standa fyrir göngum til kynningar á áhugaverðum trjátegundum á höfuð- borgarsvæðinu. Að þessu sinni verður álmurinn skoðaður. Gangan hefst kl. 10.00 á laugardagsmorgun við stóra hlyntréð á horni Vonarstrætis og Suð- urgötu og tekur um það bil tvo tíma. Allt áhugafólk um ræktun er hvatt til að mæta. Þeir sem taka þátt í öllum göngunum geta átt von á óvæntum glaðningi í lokin. Námskeið í þekkingarsíjórnun Mánudaginn 20. september og þriðju- daginn 21. september verður haldið námskeið í þekkingarstjórnun í Gamla stýrimannaskólanum við Oldugötu í Reykjavík og er það öllum opið. Þekk- ingarstjórnun eflir vinnustaðinn, án hennar er hætta á að fyrirtæki nýti illa upplýsingatækni og missi af viðskipt- um. Rætt verður um leiðir til að afla þekkingar og miðla henni markvisst áfram á vinnustað, starfsmannamál og gæðastjórnun verður sérstakt viðfangs- efni. Námskeiðsgjald er kr. 20.000 og innifalið eru gögn, kaffi og meðlæti báða dagana. Skráning fer fram í síma 564-4688. SEXFALDUR l.VINNINGUR Göngum hreint til Hjá Blindravinnustofunni færðu mikið úrval ræstiáhalda, hvort sem er fyrir skóla, fyrirtæki eða heimilið. Umhverfisvænir klútar og moppur. verks Burstar í mörgum stærðum og gerðum. Moppusett, ýmsar stærðir. BLINDRAVINNUSTOFAN Hamrahlíð 17 • Sfml 525 0025 Leyfðu okkur að aðstoða þig við að fegra umhverfið. t ! ■ i Ruslafötur, ýmsar stærðir og gerðir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.