Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 6
LÍFIÐ í LANDINU
MSfa
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
; . .. -•,.
t f. i f t-r-. f {' 1 1 X" ‘
•|Í 1 i; ki i b;
i r f rl\
i 1: : r 111 [; : 11 j ir i P
r f ; I 1 j rl
„Vonandi verðurþað aldrei svo að nokkur pólitísk öfl nái tökum á Islenska útvarpsfélaginu hf., þannig að það verði pólitískt upptökuheimili eins og Ríkisútvarpið er nú orðið.“
Ég fer ekki með lygar
„Málsókn á
hendur mér
út af orðum
sem eru
sönn verða
einungis til
að viðhalda
umræðunni um hið
gamla spillta pólitíska
bankakerfi, sem hefur
verið við lýði alltof lengi
hér á landi,“ segir hinn
skeleggi lögmaður Sig-
urður G. Guðjónsson og
er hvassyrtur í gagnrýni
sinni á Kolkrabbann og
Sjálfstæðisflokkinn.
- Nú hefur Kjartan Gunnarsson
höfðað inál gegn þérfyrir að segja
að hann hafi stöðvað lánaviðskipti
við Islenska útvarpsfélagið innan
Landsbankans. Ertu óhræddur við
það rneiðyrðamál?
„Eg kvíði engu.“
- Sem lögmaður, hvaða tnögu-
leika telurðu þig eiga á sýknu?
„Ég tel allar líkur á því að ég
verði sýknaður. Eg hef fordæmi í
máli Sigurðar Helga Guðjónsson-
ar gegn Húsnæðisstofhun. Nafhi
minn lét í útvarpsviðtölum ýmis
miður falleg orð falla um starfs-
menn þeirrar ágætu stofnunar og
komst upp með það að mestu
leyti samkvæmt dómi Hæstarétt-
ar. Ég held að sá dómur sé tíma-
mótadómur varðandi meiðyrða-
mál hér á Iandi og hafi rýmkað
tjáningarfrelsið til muna frá því
sem áður var. Lögmaður Sigurðar
Helga var Jakob R. Möller hæsta-
réttarlögmaður, sem nú hefur
tekið að sér fyrir Kjartan Gunn-
arsson að beijast fyrir takmörkun
tjáningarfrelsis á ný.“
- Ntí hefur Kjartan farið fram á
600.000 króna miskabætur sem
hann vill að renni til endurhæf-
ingar á ungum eiturlyfjaneytend-
um, og menn skilja það þannig að
hann sé að vísa til sögusagna um
tengsl Jóns Olafssonar við fíkni-
efnaheiminn.
„Ég skildi það nú reyndar ekki
sem tilvísun til þess, heldur á
þann veg að Kjartan vildi með
þessu slá á þá umræðu sem hefur
verið meðal ungliða í Sjálfstæðis-
flokknum um frelsi til fíkniefna-
viðskipta hér á landi. Ég hafði
hins vegar velt því upp við lög-
mann minn, Gest Jónsson hæsta-
réttarlögmann, hvort ég ætti
nokkuð að hafa fyrir því að mæta
við þingfestingu málsins í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, sem var síð-
astliðinn fimmtudag, og láta bara
svokallaðan útivistardóm ganga.
Það kostar sitt að standa í mála-
ferlum og það kom því vel til
greina að gefa hluta þeirrar upp-
hæðar til góðgerðarmála, að frá-
dregnu því sem ég þyrfti hugsan-
lega að greiða Kjartani tapaði ég
málinu. Þegar ég og Gestur sáum
hins vegar stefnuna og þá kröfu-
gerð, sem höfð er uppi, þótti í
það minnsta rétt að mæta og skila
greinargerð. Enda sýnist mér og
Gesti að vafi geti leikið á því að
Kjartan geti fengið dóm fyrir
sumum krafna sinna, verði ég
hreinlega ekki sýknaður sem mér
finnst þó lang líklegast."
- llvað segirðu um þær sögu-
sagnir sem hafa gengið í mörg ár
utn að Jón Ólafsson hafi auðgast á
fíkniefnaviðskiptum ?
„Það væri harður dómur yfir ís-
lenskum löggæsluyfirvöldum ef
Jón hefði komist upp með allt
sem búið er að bera á hann í
þessum efnum í gegnum tíðina.
Ég hef enga ástæðu til að trúa
þessum sögum. Ég þekki sögu
Jóns Olafssonar sfðustu fimmtán
árin afar vel. Ég veit hver Jón
Ólafsson var þegar hann ólst upp
í Keflavík og hafi hann verið vill-
ingur þá, ættu menn að fagna því
að hann hafi snúið frá villu síns
vegar. Það er þá
enn eitt dæmi um
að menn geti ver-
ið villtir í æsku en
orðið góðir og
gegnir þegnar
þegar þeir full-
orðnast og hafa
hlaupið af sér
hornin. Ætli saga
Jóns Ólafssonar
sem unglings í
bítlabænum
Keflavík sé nokk-
uð svo frábrugðin
sögu margra ann-
arra sem þá voru
að alast upp þar
eða í öðrum
plássum og bæjum þessa lands.“
- Hvaða skýringu hefurðu á þvt'
að svo hart er gengið gegn Jóni
Ólafssyni og því að véldi hans virð-
ist fara svo mjög fyrir brjóstið á
mönnum sem trúa þó á frjálsa
samkeppni og rétt einstaklingsins
til að komast til áhrifa?
„Jón er ekki fyrsti maðurinn á
íslandi sem verður fyrir barðinu á
þeim öflum íslensks viðskiptalífs,
sem telja sig réttborin til að
stjórna því. Guðlaugur Bergmann
í Kamabæ átti ekki alltaf sjö dag-
ana sæla þegar hann var að
byggja upp verslanaveldi sitt, sem
nú er horfið af sjónarsviðinu.
Eins og svo margir, fékk hann
frelsi upp að ákveðnu marki, en
hann sagði einnig að þegar hann
hefði farið að nálgast himinhvolf-
ið, eins og hann kallaði Eimskipa-
félagið og þá sem stjórnuðu við-
skiptalífinu, hefði verið ýtt á
hann. Þeir sem sækja fram í ís-
Iensku viðskiptalífi en standa
utan gamla „establishmentsins"
eiga alltaf á hættu að ýtt sé á koll-
inn á þeim, þyki
þeir verða of ura-
svifamiklir. Ég
held þó að megin-
orsök þessa and-
skotagangs í garð
Jóns Ólafssonar
sé sú, að Jón hef-
ur nánast allt frá
1990 haft töglin
og hagldirnar í
stjórn Islenska út-
varpsfélagsins hf.
Þetta hefur farið
afskaplega mikið í
taugamar á ýms-
um svokölluðm
fijálshyggjumönn-
um innan Sjálf-
stæðisflokksins, sem vildu sjá
þetta fyrirtæki í sínum höndum
til að geta þjónað hagsmunum
flokksins. Vonandi verður það
aldrei svo að nokkur pólitísk öfl
nái tökum á íslenska útvapsfélag-
inu hf., þannig að það verði póli-
tískt upptökuheimili eins og Rík-
isútvarpið er nú orðið. Jón hefur
aldrei verið tilbúinn til að láta
einhverja ýta á kollinn á sér, enda
hefur hann meira rými, en til
dæmis Guðlaugur Bermann
hafði, þar sem viðskiptasamfélag-
ið hefur verið að opnast og menn
eiga þess nú kost að fá fé að Iáni
erlendis án þess að fá sérstök leyfi
hjá íslenskum stjórnvöldum. Jón
Olafsson fer eigin leiðir enda hef-
ur hann byggt upp glæsileg fyrir-
tæki í gegnum tíðina, sem sum
hver hafa Ieyst vanda þeirra sem
ráðist hafa í útvarpsrekstur hér á
landi meira af kappi en forsjá."
- Hvemig myndirðu lýsa Jóni
Ólafssyni?
„Hann er afskaplega Ijúfur og
þægilegur maður í umgengni;
greindur og mjög flinkur samn-
ingamaður; kemur alltaf mjög vel
undirbúinn til samningavið-
ræðna; kann að nota ráðgjafa. Er
búinn að skoða alla leiki fram í
tímann. Það fer kannski stundum
í taugamar á þeim sem sitja and-
spænis honum hversu vel undir-
búinn hann er.“
Afskipti Björns og Davíðs
- Þú sagðir í grein þinni í Degi
11. ágúst að Bjöm Bjamason
hefði „áður gert sitt til að eyði-
leggja viðskipti, sem Jón Ólafsson
var að vinna að“. Hvað áttu nánar
tiltekið við með þvt?
„Fyrir rúmu ári vorum við að
reyna að kaupa intemetfyrirtækið
Skfmu hf. Landssfmi Islands hf.,
komst hins vegar inn í þau kaup
og samdi við stærstan hluta hlut-
hafanna. Ég og Jón Ólafsson vild-
um ekki játa okkur sigraða, enda
höfðum við eytt miklum tíma í
samningaviðræður um kaup á
Skímu, og sömdum því við litla
hluthafa í félaginu um að þeir
mundu neyta forkaupsréttar að
„Ráðherrar sem haga
sér eins og forsætis-
ráðherra hefur ítrekað
gert, virðast hafa
gleymt öllum megin-
kermingum um hlut-
verk ríkisvaldsins í
þeirri stjórnskipan
sem við búum við hér
á landi.“