Dagur - 18.09.1999, Qupperneq 8
24
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
V%gur
Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra vill efla atvinnu á
landsbyggðinni með lækkun
skatta þar. Hann segir raf-
magn hafa verið leitt í Ijótum
línum um sitt kjördæmi svo
fólk á Suðvesturhorninu hefði
atvinnu. Nú verði að huga að
sjónarmiðum Austfirðinga.
„Sauðfjárræktin, seigasti hlekkurinn í byggðakeðjunni,
stendur of veikt og þar hefur ekki orðið sambærileg
þróun og í mjóikinni. Vonandi getur nýr samningur við
sauðfjárbændur orðið til að styrkja búgreinina,
auðvelda þróun og gera bændum kleift að nýta aðra
möguleika til tekjuöflunar, “ segir Guðni Ágústsson
iandbúnaðarráðherra meðal annars hér í viðtalinu.
nn eoa v
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
skrifar
- Nýlega sagðir þú
að róðherrar ættu
yftrleitt góðar
stundir fyrstu 100
dagana í rúðu-
neyium en stðan
tæki alvara Itfsins
við. Hver telur þú
að séu stærstu
verhefnin sem
btða þtn ú sviði
landbúnaðarmúla á kjörtímabil-
inu þegar hveitibrauðsdögunum
sleppir?
„Þau verkefni eru stór og marg-
vísleg. Eg Iít á það sem mitt hlut-
verk að styrkja Iandbúnaðinn sem
heild og örva atvinnulíf til sveita.
Hefðbundnu búgreinamar ráða
auðvitað mestu um hvemig Iand-
ið byggist og þær þurfa nýjan
styrk. Hagræðingarkrafa síðustu
ára í mjólkurframleiðslunni hefur
reynst mörgum erfið. Það að
gefa eftir 20% af tekjum sínum
tekur á. Sauðijárræktin, seigasti
hlekkurinn í byggðakeðjunni,
stendur of veikt. Vonandi getur
nýr samningur við sauðfjárbænd-
ur orðið til að styrkja búgreinina.“
- Góðærið sem landsmenn hafa
búið við hefur ekki náð til bænda-
stéttarinnar og hún er orðin ein
tekjulægsta stétt landsins, hvemig
hyggst þú bæta hennar hag?
„Mér er falið það í stjórnarsátt-
mála nkisstjórnarinnar að Ieita
leiða til að bæta kjör bænda. Það
er ekkert einfalt. Það sem einum
dugar vel gagnast ekki öðrum og
bændur verða að gæta þess að
þeir eru sjálfir ábyrgir fyrir sínum
rekstri. Ég hef beint sjónum að
útflutningsmálum landbúnaðar-
ins og vil kanna hvort við getum
ekki með einhveijum hætti náð
mörkuðum sem skila góðu verði
þannig að bóndinn hafi laun fyrir
það sem hann er að flytja út.
Eg trúi ekki öðru en að við
finnum þó ekki séu nema
hundrað þúsund manns ein-
hversstaðar í veröldinni sem vill
borða íslenskar afurðir hreinleik-
ans vegna. Og reyndar er það svo
að á þessum tímapunkti þá er
heimsbyggðin dálítið að nsa upp
og hafna verksmiðjubúunum og
meðferðinni á skepnunum þar og
einnig menguðum matvælum
framleiddum með hormónum.
Þannig að margt náttúrusinnað
fólk horfir til hins hreina land-
búnaðar. Þar erum við í fremstu
röð.
Ég tel þó óframkvæmanlegt að
gera allt Island lífrænt. Þá hækk-
ar matarverð og við minnkum
möguleika okkar í samkeppni.
Þeir sem rækta lífrænt eru að
vinna frábært starf en þeir geta
aldrei orðið nema lítill trúarsöfri-
uður eða Iítill góður stjómmála-
flokkur, sem með prédikun sinni
hefur mikil áhrif hér og í allri ver-
öldinni. Ég tel að við eigum meiri
markaðsmöguleika undir ein-
hveiju frábæru vörumerki gæða
og hreinleika sem íslenskur land-
búnaður getur fallið undir.“
Þrælakistur
- Er ekki leitun að ungufólki setn
sest að t sveitum landsins nú til
dags?
„Nei, ég hef orðið þess var á
mínum stutta ferli í ráðherraemb-
ætti að sé ríkisjörð auglýst, þá
sækja um hana 15-30 manns, oft
á tíðum ungar fjölskyldur sem
eiga þá lífshugsjón að búa úti í
sveit. Og þrátt fyrir þá kreppu
sem Iandbúnaðurinn hefur geng-
ið í gegnum síðari ár, verð ég var
við mjög dugandi unga kynslóð
sem ætlar að bera landbúnaðinn
til sigurs.
Hins vegar fær unga fólkið sem
nú er að byggja upp sveitirnar
ekkert annað en verðtryggð lán og