Dagur - 18.09.1999, Síða 13
XWmt
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER mÆmiwm
Svínakjöt er öndvegis-
matur, bæði til hvunn-
dags og spari og auk
þess oft á temmilegu
verði.
Grillaðnr svinahnakki
undir mexíkóskum
áhrifum
(fyrir 4)
1 kg svínahnakki
1 flaska sterk grillsósa eða
mexíkósk kryddblanda
(þurrkrydd) og venjuleg grillsósa
Meðlæti:
Bakaðar kartöflur
Salat
Nachos kornflögur
Salsasósa og ostasósa
Maís kornstönglar, soðnir eða
grillaðir
Best er að sneiðarnar séu svo-
Iítið þykkar því þetta kjöt þarf
góða eldun. Leggið kjötið í 1/3
af grillsósunni eða þurrkryddið
vel. Grillið við mikinn hita fyrst
en lækKið síðan hitann, snúið
og penslið kjötið, því oftar því
betra. Gefið ykkur góðan tíma
við þetta og berið fram þegar
steikin hefur grillast vel
Grísamínútusteik með
timjan-limesósu
(fyrir4)
800 g grísakjöt (hryggvöðvi
eða lærvöðvi)
salt, svartur pipar
Timjan-limesósa:
600 ml kjötsoð
safi úr 2 lime
1 skalotlaukur
1 msk. ferskt timjan
50 g smjör
Sósan er löguð með því að
mýkja skalotlaukinn í potti í ör-
lítilli olíu (brúnið ekki), timjan
er bætt við og steikt aðeins með
lauknum. Kreistið lime safann
út í pottinn og hellið soðinu yfir.
Sjóðið niður um 1/3. Rétt áður
en rétturinn er borinn fram er
lcalt smjör þeytt saman við.
Skerið kjötið í u.þ.b. 1 cm þykk-
ar sneiðar og þerrið.
Gott er að grilla kjötið en
einnig má steikja það á heitri
pönnu. Saltið og piprið eftir
smekk.
Berið fram með uppá-
haldskartöfluréttinum, góðu sal-
ati og léttsoðnu nýju grænmeti,
t.d. snjóbaunum, spergilkáli
(brokkoli) eða blómkáli.
Grísasnltsel meö skinku
og osti
(fyrir4)
4 sneiðar grísakjöt
4 skinkusneiðar
4 ostsneiðar
(gott er að nota aðra osta með,
t.d. Camembert, Gráðaost eða
Brie)
hveiti
brauðrasp
______________4 egg____________
1 dl mjólk
salt og pipar
Þerrið grísasneiðarnar. Leggið
skinku og ost á hveija sneið.
Lokið svo hverri sneið með því
að bijóta hana saman og mynda
einskonar umslag með skinku og
osti á milli. Sláið eggin saman
með mjólkinni. Veltið grísa-
sneiðunum létt upp úr hveiti,
setjið eggin þar næst í og síðan
brauðraspið. Endurtakið ef með
þarf eða þar til sneiðarnar eru
vel þaktar brauðraspi. Steikið á
vel heitri pönnu í olíu eða
smjöri og passið að snúa þeim
reglulega til að brenna ekki
raspinn við. Berið fram með
soðnum kartöflum og salati.
Svínakjöt með ávöxtum
(fyrir 4)
6 lærissneiðar, beinlausar
1 dós (450 g) ferskjur, í sneið-
um
1/2 bolli apríkósu- eða hind-
berjasulta
1/4 bolli barbecue sósa,
„western-style“
1 msk. rifinn appelsínubörkur
salt og pipar
1/2 tsk. allrahanda
1/2 tsk. hvítlauksrif, pressað
Hitið pönnu og steikið kjötið
á báðum hliðum svo það brún-
ist. Takið það af pönnunni, setj-
ið ávextina og kryddið á pönn-
una og látið suðuna koma upp.
Bætið þá kjötinu út í og setjið
lok á. Látið malla í 5-6 mín.
Berið fram með soðnum gulrót-
um, brokkolí og hrísgrjónum.
Kofta kjöthollur frá Ind-
landi
(fyrir 4)
500 g svínahakk
1 laukur, fínt saxaður
1 hvítlauksrif, pressað
__________1 egg_________
1 tsk. sterkt karrý
1/2 tsk. steytt cumin
1 tsk. salt
Sósa:
1 hakkaður Iaukur
2 msk. olía
1 lárviðarlauf
1 tsk. sterkt karrý
1/2 tsk. steytt engifer
1 dós niðursoðnir tómatar
1/2 tsk. salt
Hrærið hakki saman við egg,
lauk og krydd. Mótið bollur á
stærð við valhnetur og setjið til
hliðar meðan sósan er Iöguð.
Steikið laukinn í olíu með lár-
viðarlaufi og karrýi. Bætið við
engiferi, tómötum með safan-
um, karrýi og bragðið til með
salti. Leggið kjötbollurnar í
sósuna og setjið lokið á.
Sjóðið í um 20 mínútur við
Iágan hita þar til bollurnar eru
soðnar í gegn. Berið fram með
soðnum hrísgrjónum, heitu
brauði, gjarnan Naan brauði
(indverskt brauð) og Mango
chutney.
Heimild: Vefur Svínaræktatfé-
lags Islands
C/AV5
cxyjúsuiLs
Toyota Corolla Special
muujnað tUboð
<32&
■JJSJí
Toyota Lartdcrutser 90
Nýr framendi, ný innrétttng
bœrbilL
jréíbfí
Þessir bílar ásamt mestallri Toyota
líriurmi verða til sýriis hjá
Bílasölurmi Stórholt um helgina.
Toyota Landcruiser 100
ásefUftuvsuuvUktuv.
Toyota Yaris
UutýjlottAStV ÍMÁbUlÚUV
Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-17
BÍLASALAN STÓRH0LT
Oseyri 4 • Sími 462 3300 • Netfang: storholt@toyota.is