Dagur - 18.09.1999, Qupperneq 16
32 - LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
'Dagpur
Fluguveiðar að sumri (136)
Ekki er allt gull sem glóir
(Leitin að laxinum IV.hluti)
Beðið eftir„tökustuðinu"íGrímsá.
Grímsárveiðar héldu
áfram þar sem lýsingu
lauk í síðasta pistli. Við
vorum þama tveir nýliðar
við ána innan um spreng-
lærða spekinga frá Ar-
mönnum. Það var létt
yfir hópnum og skemmti-
legra en oft í veiðihúsum
vegna þess að margar
stanganna voru mannaðar
veiðikonum, sem voru
aflaklær ekkert sfður en
karlarnir. Manni finnst oft eins og veiði-
hús séu munkaklaustur sem skortir það
léttlynda kæruleysi sem veiðandi kven-
menn geta fært á staðinn.
Fyrir hveija vakt sátum við um speking-
ana til að fá heilræði sem aldrei varð mis-
brestur á. Og það fannst mér gaman, því
smátt og smátt röðuðust upp í hugskoti
hinar og þessar kenningar og aðferðir við
veiðar sem sumar gögnuðust vel en aðrar
hreint alls ekki.
Maður lifandi: hann átti það til að vera
tregur. Og svo hittu sumir á skot og komu
til baka með fangið fullt af plastpokum
sem í voru laxar sem höfðu látið glepjast.
Hollið stefndi óðfluga í fína útkomu. Fín
útkoma þegar komið er yfir miðjan ágúst er
svona 5-6 laxar á stöng á þremur dögum,
sumir hafa oft gert betur, aðrir fengið að
gleypa þá bitru pillu sem heitir „að fara
fisklaus heim“. Nú sluppu allir við hana.
Tregt og þó ekki
Sem laxveiðiá er styrkur Grímsár stöðugt
og gott vatnsrennsli og svo má nokkum
veginn treysta því að maður er alltaf að
kasta á fisk. En gjaldið á móti er að hann á
til að vera óhuganlega tregur, miðað við
fjölda. Við suma vinsæla veiðistaði er búið
að koma fyrir hvítum bekkjum sem ég
ímyndaði mér að væri fyrir þá sem kjósa að
bíða eftir tökustuðinu og hvílast á meðan.
„Svo koma skot“. Tvær aflaklær voru
með okkur á svæði og spjölluðu þegar lítið
gekk. Annar þeirra var með þá vinsælu
kenningu að besta aðferðin gengi út á að
vera að, vera að, vera að - þangað til hann
gæfi sig loksins. Og kæmist í tökustuð.
Veiðlánið fælist í að vera einmitt að kasta
þegar fiskumn „kveikti". Þá gæti maður
hitt á nokkra í röð. Galdurinn er því að
vera alltaf að.
Einn úr hópnum stytti sér leið að þessu
marki: hitti beint á óskastundina. Hann
kom óþreyttur að hvíldum streng, kastaði
einu sinni og tók lax. Bætti svo við þremur
á næstu 20 mínútum. Þá var komið að
skiptingu. Hann ætluði þá að vísa hinum
veiðimönnunum á þetta mikla tökustuð,
en þeir höfðu þá gefist upp á tregfiskeríinu
og farið í lautarferð!
Sýnd veiði....
Einn úr hópnum fór í æfingu í þolinmæði:
eftir að hafa staðsett Iax kastaði hann ótt
og títt á sama punktinn án afláts, án þess
að gefa tommu eftir, án þess að hika eða
stoppa í 20 mínútur. Þá sprakk lónbúinn
og glefsaði í fluguna.
Spekingarnir sögðu að þessi eindregna
vestanátt kæmi Iaxinum niður. Við skiptum
í sökkvandi línur, eða þyngda tauma.
Þannig tókst mér að ná einum upp úr
verulega erfiðum hyl sem margir hafa gef-
ist upp við. Við spáðum í hininhvolfið. Ég
hef mikla vantrú á gráma, vil fá ský á
hreyfingu og glennur á milli, sólstafi á hlíð-
ar og snöggt á vatnið, svo skúr eða vind-
hviður, breytilega takta frá náttúrunnar
hendi. Þá held ég að fiskarnir komist í
tökustuð. En best eru síðkvöldin. Enda
kom það í ljós: tvær stangir tóku átta laxa í
röð á tveimur klukkutímum undir lokin
þann daginn, eftir tregfiskerí 10 tíma á
undan. Hvílíkt íjör og glampar í augum og
roði í kinnum!
OddstaðafljótiÖ...
...er sjálfsagt ffægasti staður árinnar, sem
nú varð gullmoli enn, eftir ævintýrið með
mörgu löxunum. Smekkfullt af laxi. En
síður en svo á því að gefa öllum. Menn
fóru þangað annað hvort til að sækja gull,
eða ekki neitt. Tökustuðið átti til að láta
standa á sér. Jafnvel heiluvaktirnar. Við
vorum samt eftirvæntingarfullir því okkar
tími myndi koma undir lok næsta dags. I
veiðihúsinu var spjallað og spáð í alla dynti
fiskanna, en eitt efaðist enginn um: við
væru lukkunnar pamfilar að eiga Odd-
staðafljótið um kvöld. Eg var kominn með
það á tilfinninguna að ég væri að bregðast
félögum mínum alvarlega ef ég kæmi ekki
með drekkhlaðinn bfl til baka. Svo sam-
glöddust þeir okkur. Fyrirfram.
Stóra stundin
Svona eftirvænting getur verið góð upp að
vissu marki. En getur snúist í alvarlegt
spennufall og agalegt skúffelsi ef manns
eigin góði sálfræðingur er ekki í för. Svo
við vorum með okkur sjálfa í markvissri
sálgreiningu fram eftir deginum stóra.
Veiddum neðri staðinn á svæðinu vel og
prúðmannlega. Fylgdumst með því að á
hinum helga stað, þar sem félagar voru að
verki, virtist ekki mikið að gerast. Speking-
ar og ævintýraveiðimenn ráðlögðu okkur
að fara ekki beint að gnægtarbrunninum
þegar okkar tími kæmi. Við skyldum hvíla
staðinn í einn og hálfan tíma af þeim
þremur sem okkur væri ætlaður, þvf þannig
yrði veislan þeim mun stórfenglegri þegar
við hæfumst loks handa. Þetta var heilla-
ráð, vegna þess að meðan við hvíldum
gullæðina fórum við í almenning og ég tók
Iax þar sem enginn vildi veiða. Við vorum
því heitir og Shangri La okkar laxveiði-
drauma reiðubúið þegar við mættum á
bakkan eífa, og byijað að rökkva!
Við ákváðum að taka stuttan tíma hvor,
skiptast ört á, reyna margt og ólíkar aðferð-
ir þangað til við finndum út hvernig „töku-
stuði“ hann væri í. Og allt hrökk í gang
eins og íyrir var Iagt: í þriðja kasti fann ég
tekið varíega í, og svo var flugan föst. Eg
lyfti höndinni og veifaði sigri hrósandi í fé-
Iagann: „tökustuðið11 var byijað! Um leið
fór laxinn af.
Næstu tæpa eina og hálfa ldukkustund
urðum við ekki varir. Svo fékk ég högg.
Félaginn fékk annað högg og setti í einn
sem fór af. Þá var dagurinn búinn og
gullið glóði ekki lengur. Nema á gylltu
Francisflugunni sem einn í hópnum notaði
morguninn eftir til að særa upp nokkra
fína fiska. Þá gátum við farið að spá í það
gullið.
FLUGUR
Stelán Jón
Hafsteín
skrifar
Krossgáta nr. 154
Lausn .................
Nafn...................
Heimilisfang
Póstnúmer og staður
Helgarkrossgáta 154
I krossgátunni er gerður
greinarmunur á grönnum
og breiðum sérhljóðum.
Lausnarorð sendist til
Dags (Helgarkrossgáta nr.
154), Strandgötu 31, 600
Akureyri, eða með
símbréfi í númer 460-
6171.
Lausnarorð 152 var
„reglustika". Vinningshafi
er Haildór Ólafur, Hlíðar-
vegi 19, Kópavogi og fær
bókina „Öll erum við
menn“ eftir Helgu Hall-
dórsdóttur frá Dagverðará.
Skuggsjá gefur út.
Verðlaun: Svip-
myndir úr réttar-
sögu, eftir Pál
Sigurðsson.
Skjaldborg gefur
út.