Dagur - 18.09.1999, Qupperneq 18
_ f ps. fi- .MTV'W. . .xrsNnsÞ.í'.v\
34 - LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
'“x* * S»C*k oC'l
Ðwpu-
ÍAiiro Dnitfrt <
3 colours red. Búið spil.
ÞRIÐJI KAFLI
Hið svokallaða Brit-pop með
sveitir á borð við Oasis og Blur
fremstar í flokki hefur, allavega
á síðum bresku popppressunnar,
sungið sitt síðasta. Þó er það nú
samt þannig, að þessar tvær
sveitir sem og margar fleiri er
tengdar voru fyrirbærinu, lifa
enn góðu lífi og rúmlega það.
Eru Oasis og Blur t.a.m. ennþá
tvær af stærstu sveitunum al-
mennt í rokklífi Bretlands ásamt
t.d. Radiohead o.fl. Svo eru
fleiri sveitir sem líka hafa lifað
vel af „Brit-popstimpilinn“ og
hafa sífelt sótt í sig veðrið.
Þannig er það einmitt með pilt-
ana í Supergrass, Gaz og kump-
ána hans, sem hafa hingað til
aukið vægi sitt jafnt og þétt.
Komu þeir inn í „bransann" með
látum áriðl995 með íyrstu plöt-
unni sinni, I should coco og
þóttu svo stíga skrefíð vel fram á
við með annarri plötunni, In it
for the money, tveimur árum
síðar. Nú er svo ný plata, ónefnd
eða bara kölluð Supergrass að
öllum Iíkindum, að koma út. Er
mikils vænst af þessum þriðja
kafla í sögu Supergrass, að plat-
an verði áframhald velgengninn-
ar. Movie er nýtt smáskífulag af
henni og lofar bara nokkuð
góðu.
Poppfregnir
• Eftir tvær góðar plötur og
töluverðar vinsældir í kjölfar
þeirra, hefur rokksveitin
ágæta og breska, 3 colours
red lagt upp laupana. Var
reyndar löngu fyrr búið að
spá því að hún yrði ekki lang-
líf vegna ýmissa erfiðleika,
m.a. heldur mikils skemmt-
analífs meðlimanna, Pete Vu-
kovic og félaga, en þeir héldu
út að koma annari plötunni
frá sér, en nú er sagan öll.
• Litle Steven, sem ffægastur
varð reyndar sem upptöku-
stjóri og meðlimur í E-street-
bandinu hans Bruce
Springsteen á upphafsárum
þess, er nú að senda frá sér
nýja plötu, Born again savage.
Er hún sú fimmta í röðinni af
plötum þar sem kappínn fjall-
ar um svipað efni á nokkuð
róttækan hátt. Kemur platan
allavega fyrst bara út á net-
inu, en sú leið í útgáfu gerist
nú algengari á tækni og tölvu-
öld.
• Hinir hörðu og hápólitisku
fönkrokkarar í Rage against
the machine, sem hómsóttu
okkur Islendinga sællar
minningar í upphafi þessa
áratugar, eru nú tilbúnir með
nýja plötu er koma á út 2.
nóvember. Nafn hennar er
hins vegar ekki á hreinu enn.
• D'Arcy, bassaleikari Smashing
pumpldns og stofnadi sveitar-
innar ásamt söngvaranum
Billy Corgan, hefur gefíst upp
á alræðiseldi söngvarans í
sveitinni að sögn og er hætt.
Hefur spúsan að sögn látið
það meir og meir fara í taug-
amar á sér hversu valdamikill
Billy er og nú er semsagt
mælirinn fullur.
• Á MTV verðlaunahátíðinni
fyxir rúmri viku var mikið um
dýrðir eins og gengur og
stjörnuskinið ríkt. Þær skinu
þó misbjart eins og gengur.
Lauryn Hill úr Fugees hefur
átt mikilli velgengni að fagna
og er margverðlaunuð. Hún
fékk ein fern verðlaun nú, en
m.þ. sem fóru vel hlaðnir
heim voru Fat boy Slim eða
Norman Cook eins og hann-
heitir víst og Madonna kerl-
ingin, sem baéði hlutu þrenn
verðlaun.
,_________________!______________>
FRÆGÐARFÖR
■ ■ ■
juU.'tí |:l»
■ ■ ■L
iMÆXí v-'e-' ilm m ' JHH& ■
H I 8 jlil J | Ij! : ■ . : p m
■
: '' ' 1.Í ■
j|||| Jfjfj
■ 1 WmSSM ■■ Hb llll
Hljómsveitirnar
Gyllinæð og Alsæla
trylltu grænlenskan
unglýð
Eins og skýrt var frá hér á síð-
unni fyrr í sumar var fyrirhuguð
mikil rokkhátíð á vesturhluta
Grænlands m.a. með þáttöku ís-
lenskra hljómsveita. Fór Nipia
Rock festival, eins og hún
nefndist fram dagana 26-29
ágúst og áttu íslensku sveitirnar
Gyllinæð og Alsæla að koma þar
fram fyrir Islands hönd. Svo fór
hins vegar, að þær náðu aldrei
lengra en á austurströndina, til
Kulusuk þvf ekki reyndist flug-
fært yfir til Nuuk þangað sem
ferðinni var heitið. í staðinn
bauðst sveitunum m.a. vegna
orðstírs Alsælu, sem notið hefur
vinsælda á Grænlandi með
Þorraþrælnum margfræga, að
halda tónleika í eigi færri en
þremur þorpum nálægt
Kulusuk. Varð veðurathugunar-
staðurinn Ammassalik fyrir val-
inu, þar sem hreinlega allt varð
vitlaust. Af rúmlega eitt þúsund
íbúum á svæðinu mættu um
fjögur hundruð á magnaða tón-
leika, sem í ofanálag urðu ansi
sögulegir. Markaðist það m.a. af
því, að Gústi söngvari Gyllinæð-
ar framdi frumlegan „gjörning" í
formi ælu vegna etinnar pitsu
(sem hann hafði sporðrennt
frosinni). Hreinsaði svo kappinn
kverkarnar með því að spreyja
upp í sig kveikjaragasi sem hann
svo spúði á Daníel bassaleikara.
Kviknaði þannig í bassanum
hans sem hann svo slökkti í með
því að beija honum látlaust í
sviðið. Maggi trommari kórónaði
svo verknaðinn með því að velta
um trommusettinu og henda
kjuðunum út í sal. Eins og
menn geta ímyndað sér urðu
strákarnir nokkuð lemstraðir af
þessum „töffaraskap" en tón-
leikagestir létu það ekkert á sig
fá heldur fögnuðu ógurlega. Við-
tökurnar voru ekki síður góðar
við Alsælu og sungu gestirnar
hástöfum með f Þorraþrælnum.
I kjölfar tónleikanna voru svo
sveitarmeðlimir meira og minna
eltir af þessum nýju aðdáendum
sínum og höfðu meðal annarra
skemmtilegra verka í nógu að
snúast við að gefa eiginhandará-
ritanir. Kann þessi frægðarför að
þýða að framhald verði síðar
meir á slíkum ferðum til Græn-
lands, allavega hafa sveitirnar
sjálfar fullan hug á að koma aft-
ur. Meðfylgjandi myndir eru frá
ferðinni og sýna m.a. frá tón-
leikunum, gítarinn ofangreindi
og grænlenskan æskulýð sem
hópaðist saman til að biðja um
áritanir.