Dagur - 28.09.1999, Síða 2
2 -l’RIDJUDAGUR 28. SEPTEMBF.R 1999
FRÉTTIR
Framboð á innlendu sjónvarpsefni fyrir börn og unglinga minnkar stöðugt.
Innlent bamaefm
9 míniítiir á dag
Innlent bama- og ung-
lmgaefni sjónvarpsstödv-
anna hefur minnkað úr
315 niður í 56 stundir-
eða úr 26% niður í 4% á
fímm árum.
Á sama tíma og sjónvarpsdagskrár
lengjast stöðugt og stöðvum fjölgar
hafa útsendingar Jseirra á innlendu
barna- og unglingaefni nánast hrunið -
hvort sem talið er í klukkustundum á
ári, eða sem hlutfall af öllu barnaefni.
1 fyrra var svo komið, að af tæplega
1.200 stunda barnaefni á RÚV og Stöð
2 voru aðeins 56 stundir innlent efni,
sem samsvarar 7 mínútum á dag hjá
RÚV og 2 mínútum á dag hjá Stöð 2 -
af næstum 2 stunda daglegu barnaefni
stöðvarinnar, samkvæmt nýrri fjöl-
miðlaskýrslu Hagstofunnar.
Stðð 2 tæpar 2 minútur á dag
Að vísu var ekki úr háum söðli að detta
hjá Stöð 2. Svo langt sem skýrslan
nær, 1991, fór hlutfall innlends barna-
FR É T TA VIÐTALIÐ
efnis hæst í 7% eða 46 stundir á ári,
sem var 1993, borið saman við ríflega
600 stundir erlends efnis. Síðan hefur
erlenda efnið enn aukist - komst hæst
í næstum 800 stundir 1996 - en inn-
lenda efnið minnkað og minnkað.
Innlent barnaefni Stöðvar 2 var aðeins
14 stundir á síðasta ári - að jafnaði
tæpar 2 mínútur á dag - eða aðeins
1,8% alls barnaefnis stöðvarinnar. Um
58% af erlendu barnaefni stöðvarinnar
var talsett en 42% textað.
HáttfaUhjáRÚV
Hjá Ríkissjónvarpinu er hrapið hlut-
fallslega miklu hærra. I upphafi var
hlutur innlends barnaefnis alit að
60%, að vísu af miklu styttri dagskrá og
fór aldrei undir 22% fram til 1985.
Næstu fjögur árin margfaldaðist út-
sending barnaefnis - og hlutfall inn-
Iends efnis ennþá meira í allt að 174
stundir árið sem þá var 45% alls barna-
efnis RÚV.
Árin 1991 og 1999 sló í bakseglin.
En 1992 hófst þriggja ára blómaskeið
innlends barnaefnis í Ríkissjónvarp-
inu. Hlutur innlends efnis nálgaðist
helming alls barnaefnis og komst í
rúmlega 270 stundir árið 1993.
Tveim árum síðar varð algert hrun,
niður í aðeins 60 stundir (12%) inn-
lends efnis. Þar að auki hafði heildar-
útsendingartími barnaefnis þá einnig
styst um 80 stundir (í 507). Og síðan
hefur leiðin legið áfram niður á við. í
fyrra sendi Ríkissjónvarpið aðeins út
44 stunda innlent barnaefni, eða inn-
an við 9% af tæplega 500 stunda út-
sendingartíma barnaefnis á árinu.
Innlent efni bara 56 stundir á ári
Síðustu 4 árin hefur Sýn sent út 15-18
stundir af barnaefni á ári, einungis er-
lent. Stöð 3 sendi út rúmlega 450
stundir erlends barnaefnis árið 1996,
en datt síðan upp fyrir. Bíórásin kvað
sér hljóðs í íyrra og sýndi 46 stundir er-
lends barnaefnis.
Samanlagt hafa Sjónvarpsstöðvarnar
sent út kringum 1.200 stunda sjón-
varpsefni fyrir börn á undanförnum
árum (langmest um 1.790 stundir á
lífári Stövar 3). Hlutfall innlends efn-
is komst yfir 26% árið 1993 og litlu
minna árið á undan og eftir en hefur
síðan minnkað og minnkað, í litlu
meira en 4% á síðasta ári. - HEI
Pottverjum virðist sem einhver
taugaveiklun sé komin upp í her-
búðum Séð&Heyrt og htur út fyr-
ir að sala blaösins hafi eittlivað
minnkað þrátt fyrir kröftug út-
spil í forsetamálinu. A.m.k.
leyfði Bjarni Brynjólfsson, amiar
ritstjórinn, sér í leiðara nýlega aö
skamma þá sem læsu blaðið í biðröðum í búðuin
en keyptu það ekki. Um óvenju neikvæðan leið-
ara var að ræða hjá þessuin íjöhniðli sem aimars
hefur haft þá yfirlýstu stefnu að gera lífið
skemmtilcgra. í síðasta tölublaði brá svo við að
eftirfarandi speki birtist á síðum blaðsins: „Ef
þú vilt lifa lcngi þá skaltu byrja strax á því að
neita þér um allt sem gerir lífið ánægjulegt..“
Hvcniig væri að horfa á björtu hliðamar sögðu
þeir hressustu liins vegar í pottinum...
Nú em menn í óða önn að undir-
búa komu Hillary Clinton til
landsins vegna ráðstefnunnar
„Konur og lýðræði". Eitt af því
sem tilheyrir í slíkum hehnsókn-
um er að sýna forsetafrúnni
lielstu listasöfn landsins, þar á
meðal Listasafn íslands. Nú hef-
ur liins vegar komið upp óvænt staða þar sem á
Listasafni íslands stendur yfir yfirlitssýning á
verkum Helga Þorgils Friðjónssonar þar sem
mikið er um bera karlmemi á myndum og sumir
ólistrænir menn hafa raunar talað um þessa sýn-
ingu sem „tippasýninguna á Listasafninu".
Spumingin er semsé hvort það sé við hæfi að
fara með frú Clinton einmitt á þá sýningullll...
Og talandi mn forseta. Málefni Ólafs Ragnars
Grímssonar forseta íslands og vinkonu hans
Dorritar Mussaieff hafa að sjálfsögðu verið rædd
í heita pottinum. Þar kom í ljós að sjálfstæðis-
menn era upp til liópa ánægðir með þcssi tíð-
indi og gcta vel liugsað sé að forsetinn stofnaöi
til nánari kynna við hana. Hún er jú af ætt
Davíðsl...
_________
Hillary
Clinton.
Bjarni
Brynjólfsson.
SigurdurT. Sig-
urdsson
fomiaður Verkalýðsfélagsins
Hlífar.
Hlífvill samstarfvið
Eflitigu og Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Keflavíkur utn get)
næstu kjarasamninga. Viðbritgð
lofagóðu. Eitt atvinnusvæði.
Náið satnband nauðsynlegt ef
fariðverðurútíaðgeiðir. Met
slegin ígóðri
afkomu fyrirtækja.
Samvíima félaga og laun hækki iim 30%
- Af hverju viljið þið taka upp samsUuf
við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavtkur
og Eflingu um gerð næstu kjarasamninga
eins og þið hafið ályktað um?
„Náið er nef augum. Þetta er sama at-
vinnusvæðið. Ef það verður t.d. farið út í að-
gerðir, þá á og verður að vera mjög náið sam-
band þannig að mér Iiggur við að segja að
vinstri höndin viti hvað sú hægri sé að gera
og öfugt. Það sem samþykkt er í öðru félag-
inu komi ekki þvert á stefnu hinna og fleira
í þessum dúr. Hví skyldu t.d. öll samtök at-
vinnurekenda á landinu vera að safnast sam-
an undir sama þaki? Ekki var það vegna
ósamkomulags að þetta var talið nauðsyn-
Iegt, heldur vegna þess að atvinnurekendur
telja að samræmdar aðgerðir geti orðið
þeirra stefnu til framdráttar þannig að þeir
geti viðhaldið þessari láglaunastefnu óheftri.
Við viljum hins vegar aflétta Iáglaunastefn-
unni. Þá tel ég eðlilegt að sem nánast sam-
band sé á milli stéttarfélaga hérna á suðvest-
urhorninu þar sem 2/3 hlutar |jjóðarinnar
búa ög þar sem framleiðslan er mest.“
- Kemur þá ekki til greina að sameina
þessi þrjúfélög?
„Það er eðlilegt að spurt sé, en við þessú
hef ég bara ekkert svar annað en það að við
erum að tala um nána samvinnu en ekki
sameiningu. Hvað svo sem framtíðin ber i
skauti sínu. Það verða þeir sem tilheyra
henni að framkvæma."
- Reyndu menn ekki samvinnu þessara
þriggja félaga fyrir nokkrum árum án ár-
angurs og nefndu sig þá Faxaflóabanda-
lagið?
„Nei, það komst aldrei á koppinn. Það var
ekki vegna þess að menn gátu ekki komið sér
saman heldur náði það aldrei neinni alvöru.
Menn hófu að vísu viðræður sín á milli en
þær gufuðu upp og það varð ekkert úr þeim.
Ef við vitnum t.d. í söguna, þá má nefna að
í stóra verkfallinu 1955 stóðu Hlíf og Dags-
brún saman. Hið sama gerðist í þriggja vikna
verkfalli í byrjun sjöunda áratugarins. Við
getum t.d. nefnt hafnirnar sem dæmi um
nauðsyn á samvinnu þessara félaga ef til að-
gerða kemur. Ef Efling Iendir í harðri deilu
og Hlíf er kannski eitthvað annars hugar og
lokar ekki sinni höfn eins og Efling gerir
kannski í Reykjavík, þá koma skipin bara til
Hafnarljarðar. Annað dæmi er t.d. bensín-
verkfallið hér um árið. Það var bara á félags-
svæðí þáverandi Dagsbrúnar, nú Eflingar en
ékki hjá Hlíf og'það var skelfílegt.“
- Hafið þið eitthvað rætt þetta við félaga
ykkar í Eflingu og Keflavík?
„Við höfum reifað máiið svona óformlega.
Það hafa allstaðar verið góð viðbrögð en það
hefur ekkert formlegt verið gert nema þessi
ályktun hjá Hlíf.“
- Þið teljið einnig í ykkar ályktunum að
allar aðstæður séu til þess i þjóðfélaginu að
hækka lægstu laun verulega. Hvað eigið þið
við?
„Eg get nefnt sem dæmi að maður sem
kemur oft fram í fjölmiðlum og sem margir
segja að sé réttlátur, auk þess sem ríkisstjórn
hans er vinsælust frá upphafi vega frá lýð-
veldissstofnun, hans laun hækkuðu sem
nam tvöföldum mánaðarlaunum verkafólks,
130 þúsund krónur eða minnst 30% hækk-
un. Þessutan er komin pínulítil verðbólga og
ýmsir vöruflokkar hafa hækkað f verði. Verð-
um við ekki líka að tala um verulega hækk-
un Iauna þegar haft er í huga að 2 herberja
fbúð er leigð á 60 þúsund krónur á mánuði
á sama tíma og launataxtar eru frá rúmlega
67 þúsundum króna á mánuði."
- Ætla menn þá að krefjast 30% launa-
hækkana?
„Já. Eg bendi bara á að það er Vérið að slá
hvert mctið á fætur öðru í góðri afkómu fyr-
irtækja." - Giiii