Dagur - 28.09.1999, Síða 8
8 -ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBKR 1999
FRÉTTASKÝRING
Hafa þegar saima
Snjóílóðagarðar á
Siglufirði breyta
miklu. íbúar í suður-
hluta bæjarins sem
búið hafa við mikla
ógn anda nú léttar.
Framkvæmdakostnað-
ur 270 milljónir.
Amóta garðar byggðir
víðar uin land, næst í
Neskaupstað, segir
umhverfisráðherra.
„Við lítum svo á að þeim óþæg-
indum sem hafa fylgt snjóflóða-
hættunni hér sé lokið og því lít-
um við á þetta sem mikla gleði-
stund,“ sagði Skarphéðinn Guð-
mundsson, forseti bæjarstjórnar
Siglufjarðar, þegar vígðir voru
formlega snjóflóðavarnargarðar í
ijallinu fyrir ofan bæinn, en þeim
er ætlað að beina frá snjóflóðum
sem faliið hafa úr Jörundarskál
og Ytra-Strengsgili sem oft hafa
fallið í áranna rás. Ljóst er að
garðarnir munu breyta búsetu-
skilyrðum til mikilla muna, en á
vetri hveijum hafa íbúar í 30 til
40 húsum í suðurhluta bæjarins
mátt búa við að þurfa að yfírgefa
hús sín í tíma og ótíma vegna
snjóflóðahættu, en þess er nú
vænst að með görðunum góðu sé
það liðin tíð. „Eg var sterklega
farinn að hugleiða að flytja á ann-
an stað í bænum og sjálfsagt
hefði ég gert það hefðu þessir
garðar ekki verið byggðir,“ segir
Pétur Bjarnason, en hann og fjöl-
skylda hans eru meðal þeirra fbúa
í suðurhluta Siglufjarðarbæjar
sem hafa þurft að flýja af heimili
sínu marga undanfarna vetur
vegna snjóflóðahættu.
Stóri-Boli og Litli-Boli
I máli Guðmundar Guðlaugsson-
ar, bæjarstjóra á Siglufirði, við
vígslu garðanna sl. föstudag, kom
fram að góður gangur hefði verið
í framkvæmdum. Héraðsverk á
Egilsstöðum annaðist fram-
kvæmdir, sem hófust snemma
sumars 1998 og stóðu það ár
fram í október, eða allt þar til
snjóar hömluðu mönnum að gera
meira í það sinnið, en voru þeir
þá langt komnir. Menn fóru síðan
aftur af stað snemma í sumar
sem Ieið og Iuku við verkið
snemma nú f september, tæplega
einum mánuði fyrr en reiknað
hafði verið með samkvæmt út-
boðsgögnum. - Hin mildu mann-
virki sem reist hafa verið í hlíð-
inni fyrir ofan Siglufjörð eru tveir
leiðigarðar, sem nefndir hafa ver-
ið Stóri-Boli og Litli-Boli eftir
tveimur skíðastökkpöllum sem
voru í eina tíð á Siglufirði. I
Stóra-Bola, sem er 700 metra
langur, þurfti til 400.010 þús.
rúmmetra efnis, sem var fengið
með því að ýta upp í garða úr
hlíðinni. Litli-Boli er hins vegar
200 metra langur og í hann þurfti
70 þús. rúmmetra efnis sem aflað
var með sama hætti.
Horft af snjóflóðavarnargarðinum og yfir hluta hans og nokkur húsanna í syösta hluta Siglufjarðarbæjar. Garðurinn mun varna því að fláð falli úr Ytra-Strengsg
þau hafa jafnan verið rýmd þegar sú hætta kemur upp. En nú ættu allir með tilkomu garðanna að geta andað rólega í sínum ranni.
„Meginhluta þess tíma sem
vertakinn var hér á staðnum voru
menn að störfum allan sólar-
hringinn. Rigningar töfðu verkið
nokkuð í fyrra, en mjög vel gekk
hins vegar nú í sumar sem leið
enda var þá hér einmuna veður-
blíða,“ sagði Guðmundur Guð-
laugsson bæjarstjóri í ávarpi sínu
og lofaði hann mjög starfsmenn
Héraðsverks fyrir framgöngu sína
í þessu vandasama verkefni. Hið
sama gerði Skarphéðinn Guð-
mundsson, forseti bæjarstjórnar.
Heildarkostnaður við fram-
kvæmdirerum 270 milljónir, þar
af voru greiðslur til verktaka 225
milljónir króna. Ofanflóðasjóður
greiðir 90% framkvæmdakostnað-
ar, en bæjarsjóður Siglufjarðar
það sem uppá vantar.
Höfiun lært að lifa með nátt-
úruvá
Siglfirðingurinn Siv Friðleifsdótt-
ir, umhverfisráðherra, sagði í tölu
sinni að Islendingum væri betur
ljóst en flestum öðrum hvað orð-
ið náttúruvá merkti. Snjóflóð hér
á landi hefðu valdið afar miklu
tjóni bæði á fólki og mannvirkj-
um í gegnum tíðina, en skaða
hefðu líka valdið eldsumbrot,
jarðskjálftar og fleira slíkt. „En
við höfum lært að lifa með þessu
og starfrækjum meðal annars
umfangsmikla rannsóknarstarf-
semi sem tryggja hér lífvænleg
skilyrði til búsetu," sagði Siv.
Hún sagði að eftir snjóflóðin sem
féllu á Vestfjörðum í tvígang á
Vestfjörðum 1995, á Súðavík í
janúar og á Flateyri í október, þar
sem vel á fimmta tug manna
fórst, hefði sú stefha verið mörk-
uð af stjórnvöldum að gera gang-
skör í rannsóknum á snjóflóðum
og byggingu mannvirkja til að
verjast þeim. Fyrsti áfanginn í
þessu verkefni var bygging snjó-
flóðavarnargarða ofan við Flat-
eyri, því næst á Siglufirði og árið
2001 eiga að vera fullbyggðir
garðar í hlíðinni ofan við Nes-
kaupstað þar sem mikil snjóflóð
féllu fyrir röskum tuttugu árum,
með miklu tjóni bæði á fólki og
mannvirkjum.
„Snjóflóðamannvirkin hafa
þegar sannað gildi sitt,“ sagði Siv
Friðleifsdóttir og vitnaði til þess
að minni háttar snjóflóð hefðu í
fyrravetur bæði fallið á garðana á
Flateyri og Siglufirði, sem hefðu
bein flóðunum í réttan farveg og
frá byggðinni. „Garðarnir hafa nú
þegar haft áhrif til góðs, hús hér í
suðurhluta bæjarins sem áður
voru ónotuð eru nú komin í gagn-
ið. Slíkt er órækt merki um að
fólkið hefur trú á varnargildinu -
og þetta finnur maður líka sjálfur
þegar maður er hér í grennd við
þessa garða og finnur hver stórir
og traustir þeir eru.“ - Siv sagði
að nú þegar væri komið í gang á
Siglufirði verkefni sem næði til
þriggja ára, sem miðar að upp-
græðslu garðanna; bæði til þess
að verja þá sem best og einnig til
þess að þeir falli sem best inn í
landslagið í sinni grænu kápu.
Slík ógn andstæð Guði
Og ekki þótti annað tilhlýðilegt á
Siglufirði en fá á vettvang sóknar-
prestinn, séra Braga J. Ingibergs-
son, til þess að blessa mannvirkin
miklu. Við þetta tilefni sagði sr.
Bragi að við ysta haf í fallegum
firði umluktum faðmi fjallanna
og undir hvelfingu himinsins
væri náttúran og umhverfíð með
þeim hætti, að þröngt væri um
byggðina og augljósar hættur
gætu fylgt búsetu á þar. Engu að
síður vildi fólk búa á stöðum
eins og Siglufirði og slíkt þyrfti
ekki útskýringa við.
„Margar ógnirnar sem geta
okkur birst meðal annars í ham-
förum náttúrunnar, snjóflóð hafa
haft skelfilegar afleiðingar meðal
annars á Siglufirði sem og víða
annars staðar á landinu. Slík ógn
er andstæð Guði því hann er mis-
kunsamur og réttlátur. Hann
veitir vernd gegn vá heimsins. Við
mennirnir erum verkamenn hans
í því að hlúa að lífinu og byggja
upp það sem til bjargar má verða
frá hættum heimsins. Við fram-
kvæmd snjóflóðamannvirkja hef-
ur vel tekist til og ég vona að guð
gefi að í framtíðinni þjóni þeir til-
gangi og veiti fbúum vernd, skjól
og öryggi," sagði sr. Bragi.
Stórkostlegt mannvirki
En hvað finnst íbúunum í suður-
hluta Siglufjarðarkaupstaðar sem
búið hafa við undirliggjandi
hættu af völdum snjóflóða allan
veturinn og verið logandi hrætt af
þeim sökum. „Fólk hefur verið
hrætt sem skiljanlegt er,“ segir
Sigrún Olafsdóttir, sem býr í
Norðurtúni 17. Hún og fjölskylda
hennar eru reyndar svo gæfusöm
að hafa aldrei þurft að flýja á
brott vegna snjóflóðahættu, svo
vel er hús þeirra staðsett. Ibúar í
30 til 40 húsum í nágrenninu
hafa hins vegar reglulega þurft að
flýja á brott þegar snjóflóðaeftir-
litsmönnum hættir að lítast á
blikuna.
„Við erum svo hrifin af snjó-
flóðavarnargörðunum. Þetta er
stórkostlegt mannvirki og að
mínu mati nægilega öflugur til að
standast snjóflóð. Ég er búin að
labba upp allan garðinn og finnst
garðurinn allur afar traustvekj-
andi.“
Erfltt að búa við þetta
Pétur Bjarnason og fjölskylda