Dagur - 02.10.1999, Qupperneq 5

Dagur - 02.10.1999, Qupperneq 5
 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 - 21 MENNINGARLÍFÐ íþróttaálfurinn stígur niður Þjóðleikhúsið: GLANNI GLÆPUR í LATABÆ eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigur- jónsson. Leikstjóri: Sigurður Sig- urjónsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Ljósahönnun: Guðbrandur Ægir Asbjörnsson. Danshöfundur: Astrós Gunn- arsdóttir. Höfundur söngtexta: Karl Ágúst Úlfsson. Höfundur og flytjandi tónlist- ar: Máni Svavarsson. Leikbrúðugerð og brúðuleik- ur: Guðmundur Þór Kárason. Frumsýnt á Stóra sviði Þjóð- leikhússins 30. sept. Eg játa að ég er lítt kunnugur í Latabæ, utan að ég þekki fyrstu bók Magnúsar Schevings um þann stað, sem lesin var sem var morgunsaga barna á rás 1 í sumar. Leiksýningu út frá þess- ari bók í Loftkastalanum sem mjög vinsæl sá ég ekki. En það er alveg ljóst að Iíkamsræktar- frömuðurinn Magnús Scheving hefur hitt vel í mark með þess- um hressilega áróðri sínum fyrir hollri hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum. Latibær er orðinn vel kunnur meðal barnanna og ekki nema sjálfsagt að róa enn á sömu mið eins og Þjóðleikhúsið gerir nú, með samvinnu þeirra Magnúsar og Sigurðar Sigur- jónssonar. Fólkið í Latabæ er að sönnu hið besta fólk yfirleitt, en það er ósköp hrekklaust og með ólík- indum leiðitamt. íþróttaálfínum hafði tekist að hressa upp á líð- an bæjarbúa, einkum með því að brýna fyrir þeim að rækta sitt eigið grænmeti og neyta þess, en ekki óhollustu úr dósum. Nú una allir glaðir við sitt og lifa heilsusamlegu lífí. En svo læðist höggormurinn inn í þennan Edensgarð í líki manns sem kall- ar sig Rikka ríka en er í rauninni enginn annar en Glanni glæp- ur. Honum tekst með undra- skjótum hætti að vefja bæjarbú- um um fingur sér. Hann fær heimsku lögguna til að þjóna sér, hefur stórfé af fólki fyrir næringarlausan dósamat, eitrar meira að segja fyrir það, og stel- ur frá því. Að lokum flæmir hann hinn elskulega en vit- granna bæjarstjóra úr embætti og tekur við þeirri tign sjálfur. Hvað er þá til ráða? Jú, ekki annað en kalla á íþróttaálfinn sem stígur niður í Latabæ, bók- staflega talað eins og „guð úr vélinni" og kippir öllu í Iag. Glanni glæpur fær makleg mála- gjöld og íbúar Latabæjar fara aftur að borða næringarríka fæðu og lífíð brosir við þeim. Sigurður Siguijónsson á vafa- laust mikinn þátt í þessu verki. Hann hefur valið kunnuglega barnasýningarleið í sviðsetningu þessa leiks. Sviðsmyndin er raunar stæld eftir teiknimynd- um Disneys. Búningar eru í skærum litum, mikið er um skemmtileg hljóðræn brögð og hreyfingar leikenda miklar, leik- máti ýktur eins og gerist í skop- leikjum. Allt þetta verkar ágæt- lega í sýningunni og gerir hana litríka, fjörlega, og áreiðanlega vel við hæfí barna. Verkið er að sönnu sáraeinfalt í sniðum, og ekki eru samræðurnar ýkja fyndnar eða smellnar í sjálfu sér. En það er yfir sjmingunni ein- hver hlýr þokki sem lætur varla nokkurn ósnortinn, þótt áhorf- andinn sé kominn langt yfír ald- ur markhóps sýningarinnar og áhugi á líkamsrækt í daufara Iagi eins og hjá þeim sem þetta skrifar. Aðalpersónan í leiknum er raunar ekki íþróttaálfurinn, því sannast að segja kveður ekki mikið að honum, nema hvað lík- amsfimi varðar. Magnús Schev- ing leikur hann sjálfur og líklega er honum sitthvað betur gefið en að leika, en hann tekur flott- ar æfingar á sviðinu. Það er hins vegar Rikki ríki, öðru nafni Glanni glæpur og Dói dós, skúrkurinn sjálfur, sem er stjarna sýningarinnar. Stefán Karl Stefánsson leikur þennan þokkapilt af miklu fjöri, öryggi og krafti svo verulega er gaman að fylgjast með honum. Að vísu er leikurinn ójafn því fólkið sem hann á við er sem fyrr sagði sakleysið sjálft. Það er ekki nóg með að Lolli lögga (Orn Árnason) sé mikill ein- feldningur eins og löggur eru yf- irleitt í leikjum og kvikmyndum, heldur eru hinir litlu skárri til höfuðsins, meðal annars bæjar- stjórinn (Magnús Ólafsson) sem er sem fyrr sagði besti náungi en veitir Iitla mótspymu gegn sókn Rikka ríka. Siggi sæti (Steinn Ár- mann Magnússon) er líka auð- veld bráð fyrir Rikka, enda af- brigðasólginn í sælgæti. Þama em líka Maggi mjói (Baldur Trausti Hreinsson), Goggi mega tölvutappi (Rúnar Freyr Gíslason) og Nenni níski (Kjartan Guðjóns- son). Meira kveður að Sollu stirðu (Lindu Ásgeirsdóttur) og Höllu hrekkjusvíni (Vigdísi Gunnarsdóttur). Þær em báðar skemmtilegar týpur. Stína síma- lína (Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir) \inkona bæjarstjórans reynist býsna tækifærissinnuð, en kannski mannlegri fyrir vikið. Þá er ótalinn Ólafur Darri Ólafsson sem fer með nokkur hlutverk. Og haninn í bænum hefur líka sínu hlutverki að gegna hver sem ljær honum röddina, líldega brúðu- gerðarmaðurinn, Guðmundur Þór. Allir skila leikendumir þessu vel og hafa bersýnilega gaman af því. Lög og textar hljómuðu nokkuð vel en gripu annars ekki föstum tökum. Það er því ekki hægt að segja að hér sé farin frumleg eða ný- stárleg leið í sviðsetningu barna- sýninga. Litríkur ævintýraheimur teiknimyndanna ríkir á sviðinu með öllum sínum brellum og hann nær til bamanna - og barns- ins í okkur hinum. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ Stóra svið Vorið vaknar eftir Frank Wendekind 3. sýn. sun3/10kl. 19:00 rauð kort 4. sýn. fös 15/10 kl. 19:00 blá kort Litla hryllings- búðin eftir Howard Ashman tónlist eftir Alan Menken í dag lau kl. 14:00 örfá sæti laus, lau 16/10 kl. 19:00, lau 16/10 kl: 23:00 miðnætursýning Sex í sveit 1 04. sýn. í kvöld lau kl.19:00 UPPSELT, 105 sýn. mið 13/10 kl. 20:00 Stóra svið kl. 14:00 Pétur Pan sun. 26/9, sun. 3/10, sun 17/10 Litla svið kl. 14:00 Fegurðar- drottining frá Línakri í dag lau. 2/10 kl. 15:00, fim 14/10 kl. 20:00 SALA ÁRSKORTA STENDUR YFIR Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnu- daga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383 jLii iiijuianiHgmjiiiJEiui í0Dbl,nBöI| ileikeélagakureyrarI Miðasala: 462-1400 KLUKKU- STRENGIR eftir Jökul Jakobsson Frumsýning föstudaginn 1. okt. kl. 20:00. UPPSELT 2. sýning laugardaginn 2. okt. kl. 20:00. Leikarar: Ari Matthíasson, Aðalsteinn Bergdal, Árni Pétur Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir, María Pálsdóttir, Sigurður Karlsson og Sunna Borg. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson. Ljósahönnun: Ingvar Björnsson. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. |Lil.ílijiiiBn<[rlat,^,:«ii,ir r<Jl |lafalri|yLlObuhj(i ILEIKFELAGAKUREYRARl Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninqu, sýninqardaqa. Sími 462 1400. Kortasalan í fullum gangi!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.