Dagur - 02.10.1999, Side 14

Dagur - 02.10.1999, Side 14
T LÍF OG HEILSA 30 - LAUGARDAGOR ~2. 'UKTÓBEH 199$ Ætti að skylda stjórnmálamenn til að læra söng áður en þeir fara í fram- boð eða draga af launum fréttaþula ef þeir reykja? Að áliti Ingibjargar Frí- mannsdóttur, málfræðings og kennara í raddbeitingu, þarf að beina athygli fólks að mikilvægi þess að vernda og þjálfa röddina, einkum þess fólks sem hefur atvinnu af því að koma boðskap til skila með raddböndunum. Hún telur góða meðferð raddar- innar ekki síður áríðandi en aðra þætti heilsuverndar. „Röddin er eitt af því sem við tökum sem sjálfsagðan hlut. Það er ekki fyrr en hún brestur sem við veltum því fyrir okkur hvað þetta tjáning- Ingibjörg Frímannsdóttir. „Röddin erstór hluti af okkar persónuleika." mynd: hilli na til að í þeim heyrist, vegna hávaða. Eg tala nú ekki um íþróttakenn- ara í stórum sal. Hann á tvímælalaust að nota hljóðnema. I Englandi höfðaði kennslukona mál á hendur ríkinu og krafðist skaðabóta þar sem kennsluaðstæður höfðu eyðilagt rödd hennar. Hún vann mál- ið. Söng, söng, meiri söng Ollum sem þurfa að nota röddina mikið væri hollt að fara í söngtíma. Þar er kennd öndun og staða og hvernig rödd- inni skal beitt. I þeirri fegurðar- og æskudýrk- un sem er áberandi í dag þar sem brýnt er fyrir fólki að þjálfa líkamann og borða réttan mat til að vera fallegt er merki- legt hvað röddinni er lít- Vemdum röddina artæki er gríðarlega mikilvægt. Radd- böndin eru nefnilega eins og strengur í hljóðfæri sem gefa sig séu þau þanin of mikið.“ Reykingar eitur fyrir röddina Þegar minnst er á hættur sem að rödd- inni steðja er best að byrja á reykingun- um. Þær eru algert eitur fyrir röddina. Kaffidrykkja getur líka verið slæm. Koff- ínið í kaffinu þurrkar raddböndin og því má nærri geta hvernig kaffi og sígaretta verka saman. Svo eru ýmsir þættir í um- hverfinu eins og ryk og þurrt loft. Ræsk- ingar fara illa með raddböndin og svo þessi nýja tíska að renna sér inn í setn- ingar með eeee... sem rispar raddböndin og er hrein misbeiting á þeim. Öllum finnst sjálfsagt að Kristján Jó- hannsson gangi um með trefil fyrir tón- Ieika og söngvarar er sú stétt sem okkur verður fyrst hugsað til þegar þegar minnst er á raddir og raddvernd. Hinir eru samt miklu fleiri sem hafa atvinnu að því að tala svo.sem kennarar, prestar, stjórnmálamenn, leikarar og útvarpsfólk. Þetta fólk þarf virkilega að passa röddina sína sem frami þess byggist á að veru- legu leyti. Enginn nenn- ir að hlusta á skemmda rödd til lengdar. Þurrt loft í útvarpshúsinu Aðstæðum fólks á vinnu- stöðum er of lítill gaum- ur gefinn hvað röddina varðar. Við getum tekið útvarpshúsið sem dæmi. Þar er mjög þurrt loft enda teppi á öllum gólf- um, borðum og veggjum í upptökuherbergjum. Þarna er verið að hugsa um tæknileg atriði en röddin sem er atvinnutæki útvarpsfólksins er ekki tekin með í reikninginn. Kennarar vinna oft í loftlitlum skóla- stofum og þurfa stöðugt að brýna rausti- ill gaumur gefinn. Hún er þó stór hluti af okkar persónuleika og þvi mikilvægt að halda henni í lagi fram eftir aldri. Raddir þessara ungu og spengilegu stelpna sem kenna erobik eru margar orðnar stórskemmdar enda eru þær undir álagi allan daginn. Mér finnst heldur ekki nægilega skýrt fyrir ungu fólki hversu alvarlegar reykingar eru fyrir rödd- ina. Marga unglinga dreymir um að komast í sviðsljós og sjónvarp, verða Ieikarar og söngv- arar - en reykja samt. Ég tel að alltof sjaldan sé bent á tengingu milli reykinga og ljótrar raddar. Þessu þarf að breyta því við eigum ekki nema þessa einu rödd og varahlutir í hana liggja ekki á lausu." - GUN Raddböndin Raddböndin eru í barkakýlinu. Þau eru gerð úr tveimur slímhimnufellingum sem geta opnast og lokast til að stjórna loftflæði frá lungum um barkakýlið. Raddglufa kallast bilið milli radd- bandanna. Raddböndin titra þegar loft- straumur fer um raddglufuna og við það myndast hljóð. Tónhæð raddarinnar fer eftir því hversu strekkt raddböndin eru. Við söng skiptir öllu máli hve nákvæm strekkingin er svo réttur tónn náist. Raddböndin stífna og dragast saman við kvíða sem skjrir það að fólk missir röddina eða talar í óvenjuhárri tónhæð þegar það er kvíðið eða hrætt. Raddbönd karlmanna eru lengri en kvenna og röddin dýpri. Barkakýli þeir- ra er mun fyrirferðarmeira. Raddbönd kvenna eru um 13 mm löng en karla um 18 mm. Barkakýli karla er að meðaltali 30% stærra en kvenna. Við hvísl er raddböndunum haldið stífari en við venjulegt tal. Bólgin radd- bönd valda hæsi eða jafnvel raddmissi um tíma. Þegar fólk hvíslar heldur það raddböndunum stífum svo þau titra ekki. Munnur tunga og varir móta svo útöndunarloftið og það talar án radd- bandanna. Hvísl fer illa með raddbönd- in. Heimild: Kvennafræðarinn (hinn nýrri). Raddböndin eru í barkakýlinu. Þau eru gerð úr tveimur slímhimnufellingum sem geta opnast og lokast ti! að stjórna loftflæði frá lungum um barkakýlið. Ræskingar fara illa með raddböndin og svo þessi nýja tíska að renna sér inn í setningar með eeee... sem rispar radd- böndin og er hrein mis- beiting á þeim. Einlífi Þú ert þrítug kona barnlaus, með háskóla- gráðu og átt sæta íbúð í Hlíðunum. Hittir svo vinkonu mömmu þinn- ar í pottinum í Laugar- dalnum (annars er það víst orðið hættulegt fyr- ir húðina - hún slaknar og verður kannski app- elsínukennd - himnarn- ir hjálpi oss hvérnig vérður þá hægt að lifa góðu kynlífi)? og eftir skylduspurningar og skyldusvör og hehe og nokkur bros er komið að sígildri skemmtun: „Ertu ekki ennþá búin að finna þér mann?“ og augnaráðið fyllist vorkunn og hallar undir flatt, svo kemur andvarp með Iokaðan munn þegar þú seg- ir „nei“. Og vinkonan hugsar í andvarpinu „mikið hlýtur þetta að vera erfitt, hvað ætli sé AÐ? Gvuðminngóður, ætli hún sé nokkuð kynvillingur." Segir svo upphátt „ææ, þú sem ert svo hugguleg“ og man hreinlega ekkert eftir því að hún sjálf er búin að sólunda síðustu 32 árum í ást- lausu hjónabandi með hrútleiðinlegum eiginmanni. Þú ert auðvitað vön og kippir þér síst upp við samúð vegna þíns ófull- KYNLIF komna lífs. Margir kostir Hvers vegna er það svona ótrúlegt að ung kona kjósi að búa ein, sé ekki í sambandi og ekki á barmi örvæntingar vegna barnleysis? Lít- um aðeins á kostina. Eina konan stundar reglulegt kynlíf með sjálfri sér og stöku sinnum titrara eða sturtuhausnum góða. Kynlífið er alltaf virkilega huggulegt og róm- antískt, alltaf þegar hana langar hundrað prósent og enginn öf- undar hana af raðfullnægingum. Stöku sinnum Iangar hana samt að deila bóli með öðrum og þá gerir hún það kannski með góðum vini sem er í svipaðri stöðu og hún og líður Iíka vel í sfnu lífi, jafnvel þótt hann búi ALEINN. Hún get- ur líka komið heim ldukkan fimm ef hana langar og haft emm- ogemm í kvöldmat og grenjað yfir ER og ekki vaskað upp í viku og talað í símann í tvo klukkutíma við vinkonu sína og daðrað við þá sem henni dettur í hug á Kaffi Reykja- vík án þess að nokkur geri upp- steyt. Svo þegar hún loksins hittir prinsinn sinn (sem vonandi er ekki axarmorðingi eða mjög mik- ill pervert) hefur hún nægan tíma til að læra að taka tillit og búa með öðrum og allt það. Að velja Kannski er þetta eitthvað sér- staklega íslenskt að allir þurfi að vera komnir í raðhús og með að minnsta kosti barn ef ekki tvökommasjö fyrir þrítugt. Að minnsta kosti er það mun al- gengara í öðrum Evrópulöndum að fólk noti árin fyrir þrítugt til að gera allt annað en það sem flest okkar kjósa að gera hér á landi. En auðvitað er þetta allt spurning um möguleika, aðalat- riðið að vera sáttur við val sitt og auðvitað að lifa góðu (kyn)lífi. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingu r Hvers vegna er það svona ótrúlegt að ung kona kjósi að búa ein, sé ekki í sambandi og ekki á barmi örvænting- ar vegna barnleysis?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.