Dagur - 16.10.1999, Side 2
18 - LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
HELGARPOTTURINN
...Nýtt spuna- og töfrabarn kom í heiminn að-
faranótt síðasta fimmtudags þegar hin bráð-
vinsæla þáttargerðarkona Eva María Jóns-
dóttir varð léttari og fæddi fríska og fallega
dóttur. Faðirinn er töframaðurinn og grínistinn
Óskar Jónasson, enn betur þekktur sem
Skari skrípó. Óskar sem hefur verið ráðinn
kynnir í keppninni Fyndnasti maður íslands
1999 fékk frí frá því hlutverki á fimmtudags- Eva María Jónsdóttir.
kvöldið en Hjálmar Hjálmarsson, fyrrum
samstarfsmaður Evu Maríu úr Spunaþáttunum, hljóp í skarðið. Eitt sinn
skáti...
...Þar sem fjarlægja þurfti botnlanga úr Guðlaugu Elísabetu Ólafs-
dóttur nú í vikunni gerir Halldóra Geirharðsdóttir gerir sér lítið fyr-
ir og tekur að sér í hlutverk hennar í leikritinu Vorið vaknar, nú um helg-
ina. Þegar heilsan leyfir heldur Guðlaug Elísabet svo áfram að leika hina
teprulegu en vonlausu móður, frú Bergmann, á sviði Borgarleikhússins...
Roger Whittaker, sá heimsfrægi söngvari, kemur til landsins um mán-
aðamót að syncjja á Broadway og í tilefni þess hefur hann sent frá sér
ferilsskrá sína. í henni kemur fram að kappinn er fæddur í Kenýa 1936,
harðgiftur frá því í Lundúnum 1964 og fimm barna faðir. Hann hefur
gaman af golfi, garðrækt og veiði og hefur sérlegan áhuga á Ijósmynd-
un, antík-hlutum (sérstaklega klukkum) og víni og eyðir gjaman löngum
stundum í að spila bridds og kotru...
. Canan Gerede, hinn tyrkneski leikstjóri
myndarinnar um Sophiu Hansen-málið, var
yfir sig ánægð með samvinnuna við íslend-
inga og vildi gjarnan eiga við þá frekara sam-
starf. Heimildir helgarpottsins herma að svo
gæti jafnvel farið að Friðrik Þór tæki þátt í
framleiðslu á handriti hennar um sígauna á
Balkanskaganum en myndin á að gerast í
Makedóníu, Þessalóníku og ístanbúl. En eins
og frumsýningargestir hafa væntanlega tekið
eftir í gærkvöld fór heldur lítið fyrir íslenskunni
í þessari tyrknesk-íslensku mynd og er víst
hrina af slíkum „íslenskum" myndum í bígerð...
...En það eru ekki eingöngu kvikmyndagerðar-
menn sem leita á náðir annarra og prvænlegri
tungumála. Hallgrímur Helgason er á leið-
inni til Osló, enda hefur hann frétt að borgin
atarna sé óhemju leiðinleg, þar sem hann
hyggst sitja í tveggja mánaða einangrun við að
skrifa skáldsögu, sem kemur væntanlega út á
komandi hausti. Ekki á íslandi þó því bókin er
skrifuð á norsku fyrir norskan markað...
Hallgrímur er víst ekki alveg ókunnugur
frændmáli okkar norskunni því að sögn helg-
arpottara dvaldi hann lengi í því landi við
talningu trjáa. Hallgrímur hefur einnig sinnt
skjámiðlunum undanfarnar vikur en hann og
litli bróðir Gunnar Helgason leikari hafa
verið að undirbúa skemmtiþáttasyrpu fyrir
Skjá einn, sem mun fara bráðlega í loftið.
Þættirnir verða sýndir á laugardagskvöldum
og eru þeir stæling á því bandanska sjói
Jerry Springer Show. Þátturinn hefur
hlotið nafnið Nonni sprengja...
...Jólageisladiskaflóðið er farið af stað og einn af þeim sem tekur þátt í
útgáfuslagnum er Guðmundur Valur Stefánsson, fiskifræðingur og
trúbadúr. Hann er sonur Stefáns Valgeirssonar, fyrrverandi alþing-
ismanns, og tileinkar föður sínum diskinn. Stefán var hagmæltur mjög
og á einn texta á plötunni. Guðmundur Valur hefur búið í Noregi und-
anfarin ár og var meóal annars formaður íslendingafélagsins í Bergen. Á
samkomum félagsins var gítarinn oftar en ekki teki'nn upp og hélt Guð-
mundur Valur þá uppi stuðinu...
...Það er líf í Blús-, Rokk- og Jass- klúbbnum á Nesi (BRJÁN). Þessa
dagana eru þeir félagarnir önnum kafnir að æfa fyrir stórsýningu, sem
sett verður upp fyrsta vetrardag. Þar verða leikin og sungin lög eftir
helstu stórstjörnur sem gert hafa garðinn frægan í spila- og gleðiborg-
inni Las Vegas. Það er hátt á þriðja tug fólks sem stígur á svið í Egilsbúð
Neskaupstað. Það er Bjarni Freyr Ágústsson sem séð hefur um
þjálfun blásrasveitar en kynnir verður framkvæmdastjóri BRJÁN Jón
Björn Hákonarson, sem hefur verið útnefndur „kynnir aldarinnar" á
Austfjörðum...
...Það er í Kaffileikhúsinu sem þeir félagarnir KK og Magnús Eiríksson
verða með sinn Óbyggðarblús í kvöld og flytja lög af nýja geisladiskin-
um í bland við gamalt efni. Alltaf góðir...
...Hrafn Jökulsson ætlar ekki að láta hpim-
ildamyndina um sig og aðra Grandara ^eyja
drottni sinu. Myndin Grandrokk the movie
verður sýnd á Grandrokk í kvöld kl. 21 'en þar
á eftir. leikur djammhljómsveitin Sólon fyrir
dansi,,.
Hrafn Jökulsson.
Hugleikur frumsýnir í
kvöld Völina & kvölina
& mölina, baðstofu-
drama i rómantískum
raunsæisstí/.
Þingvörðurinn
leikur skraddara
Völin & kvölin & mölin er nýjasta afurð leikfélagsins Hugleiks og verður frumsýnd í
Möguleikhúsinu í kvöld. Strandamaðurinn Sigurður Atlason þingvörður leikur þar
bónda og skraddara.
Áhugaleikfélagið Hugleikur er á
sínu 16. starfsári og setur nú sem
oftast upp nýtt íslenskt leikrit.
Völin & kvölin & mölin er „bað-
stofudrama í rómantískum raun-
saeisstiT' eftir þau Hildi Þórðar-
dóttur, Sigríði Láru Sigurjónsdótt-
ur og V. Kára Heiðdal í leikstjórn
Þorgeirs Tryggvasonar. Sigurður
Atlason gaf sér í gærmorgun tíma
frá þingvörslu til að segja nánar
frá efni leikritsins.
Ofleika á köflum
„Þetta gerist seint á 19. öld og er
um ungan sveitapilt sem yfirgefur
foreldra sfna og unnustu og fer til
Reykjavíkur til náms. I borginni er
hann á heimili vinar föður síns
sem er ríkur kaupmaður. 1 borg-
inni fer nú ýmislegt að gerast,
rómantíkin spilar inn í og hann
kynnist brennivíninu og öllu því
sukki sem fylgir borgarlífinu. Við
erum dálítið að leika okkur með
leikstfla og höldum ckki sama
leikstíl út í gegnum verkið. Eg segi
gjarnan að þeir sem hafa gaman af
svart/hvítum bíómyndum ættu að
hafa gaman að þessu. Eins þeir
sem ekki hafa gaman að slíkum
myndum - því þetta er ekki
svart/hvít bíómynd.“
-Hvaða leikstíla leikið þið ykkur
með?
„Við Ieikum okkur að því að vera
mjög ástríðufull í sumum atriðum
og detta svo niður í þennan afar
dramatíska leikstíl eins og við
ímyndum okkur að Ieiklist hafi
verið stunduð fyrir hundrað árum.
Þetta er sem sagt ekki raunsæis-
verk, við reynum að lyfta undir
leikstílinn og jafnvel að ofleika á
köflum.“
Kúelskur bóndi
Sigurður leikur tvö hlutverk í sýn-
ingunni, annars vegar Jón hónda
föður sveitapiltsins og hins vegar
skraddara kaupmannsfjölskyld-
unnar. „Jón er ansi fámáll bóndi
og á mikið bú en hefur tekiö miklu
ástfóstri við eina kúna sína. Það
kemst eif/inlega ekkert annað að f
huga hans en kúin.“
-Hvernig stóð annars á þvt að þú
gekkst til liðs við Hugleik?
„Ég er nú eiginlega uppalinn í
Ieiklistinni norður á Ströndum og
hef stundað þar leiklist síðustu 20
árin. Svo flutti ég til Reykjavíkur
núna fyrir ári síðan og þetta er
bara áhugamál - svona eins og
aðrir hafa gaman af að fara á snjó-
sleða. Það hefur líka alltaf verið
draumur hjá mér að taka þátt í
Hugleik. Ég hef fylgst með þeim í
gegnum árin og þau eru nú alveg
skratti dásamleg og þegar Þorgeir
leikstjóri hringdi í mig í vor þá var
ég ekki í vafa um að ég skyldi taka
þátt í þessu með þeim.“
Og svo ertu þingvörður...
„Já, þetta er nú Ieikhús líka... vil
ég meina. Það eru nú nokkrir
þingmenn hérna sem eiga alveg
erindi upp á svið. Ég myndi gjarn-
an vilja fá að sjá t.d. Össur Skarp-
héðinsson og ísólf Gylfa Pálma-
son á sviði - ég held að þeir væru
öflugir..."
LÓA
MAÐUR VIKUNNAR ER ORMAGNA!
Maður vikunnar er örmagna iðnaðarmað-
ur sem hefur lagt dag við nótt undanfarna
daga til að hafa allt fínt og flott í Kringl-
unni fýrir borðaklippingu. Á meðan „fína
fólkið“ fagnar með kampavínsdiykkju og
öðrum fínheitum reynir örmagna iðnaðar-
maðurinn að sofa í fyrsta sinn í marga
daga. Kannski getur hann huggað sig við
það eitt að yfirgengilegur vinnutími hafi
skilað honum aukapeningi, sem hann
getur fljótlega farið að eyða hjá kaup-
mönnum - auðvitað í Kringlunni!
Örmagna i nýrri Kringlu.