Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999- 25
T}agur_
kjör var mér að sjálfsögðu Ijóst
að ekkert var gefið fyrirfram,
hvorki gengi mitt í prófkjörinu
né fylgi Samfylkingarinnar í
kosningum. Ef sú Samfylking
sem ég sá fyrir mér í janúar, og
vitnað er til í leiðaranum, hefði
orðið að veruleika þá hefði ég
ekki yfirgefið Alþýðubandalagið.
Kjarni málsins er að Samfylking-
in hefur einmitt ekld þróast í þá
veru sem ég vonaði og sýnir eng-
in merki um að hún sé á bata-
vegi. Eg er í pólitík til að hafa
áhrif á samfélagið í samræmi við
hugsjónir mínar, berjast fyrir
þeim og vinna þeim fýlgi. Það er
ekki nóg að hafa völd ef menn
nota þau ekki í þágu málstaðar
síns. Brotthvarf mitt úr Alþýðu-
bandalaginu á sér þá einu skýr-
ingu að ég fann þar ekki lengur
farveg fyrir pólitísk baráttumál
«
mm.
- Hvemig hefðir þú viljað sjá
sameiningarferlið, hvar hófust
mistökin að þtnu mati?
„Það er erfitt að finna ein-
hvern einn tímapunkt þar sem
mistökin hófust. Hugsunin var í
upphafi sú að allir flokkarnir
kæmu að samstarfinu eins heilir
og þeir mögulega gátu. Mikill
klofningur varð hins vegar í AI-
þýðubandalaginu og þar af leið-
andi kom flokkurinn veikur inn í
Samfylkinguna strax í upphafi
og tókst aldrei að gera sig gildan
þar. Hið sama á raunar við um
Kvennalistann sem í raun byij-
aði að leysast upp á undan Al-
þýðubandalaginu. Þannig voru
þessar stoðir samstarfsins alltaf
veikar. Ymsir gamalreyndir fé-
lagar í Alþýðubandalaginu og
raunar Alþýðuflokknum líka sáu
þessa þróun fyrir og vildu að
tryggt yrði jafnræði með flokk-
unum. Það voru hins vegar aðrir
og meiri tískupólitíkusar sem
réðu för og því fór sem fór.“
- Heldurðu að Margrét Fri-
mannsdóttir hefði getað með
meiri lagni og lipurð haldið Al-
þýðuhandalaginu saman?
„Ef styttri skref hefðu verið
tekin í upphafi og þannig tryggð
samheldni í Alþýðubandalaginu,
þá er ég sannfærður um að það
hefði verið hægt að halda hópn-
um saman. Mér sýnist að það
hafi verið græðgin í það að
stofna valdaflokk sem hafi ráðið
því að menn ákváðu að fara þá
leið sem farin var.“
- Vtkjum aðeins að þeim mál-
efnum sem skilja þig frá Sam-
fylkingunni.
„Eg hef nefnt einstök dæmi.
Ég hef nefnt hermálin, ég hef
nefnt Evrópusambandið og ég
hef nefnt Kosovo málið. Ég hef
líka nefnt einkavæðinguna en
þar er Samfylkingin stefnulaus.
Þar er ekki ljóst hvað á að vera á
hendi hins opinbera, hvað á að
vera á hendi einkaaðila og hvað
má einkavæða. Slíka hugmynda-
fræði skortir hjá Samfylkingunni
og þess vegna tala menn út og
suður. Ef hugmyndafræðina
vantar þá vaða menn í villu og
svíma. Flestir úti í samfélaginu
hafa horft upp á það að Sam-
fylkingin er sundurlaus hjörð og
hefur ekki náð vopnum sínum.
En það er ekki síst hluti af
ákvörðun minni að menn virðast
ekki hafa umburðarlyndi fyrir
öðrum skoðunum en geðjast for-
ystu Samfylkingarinnar. Mér
finnst að stóra nýja Samfylking-
in sé ekki eins umburðarlynd og
gamla, litla Alþýðubandalagið
gagnvart mismunandi skoðun-
um.“
- Heldurðu að Samfylkingunni
sé ekki við bjargandi?
„Ég ætla ekki að gerast dómari
í því efni en ég hef ekki trú á því
að bún verði það afl sem menn
vonuðu þegar lagt var af stað.“
- Forystuleysi virðisl hafa háð
pólitík sem ég er ekki viss um að
margir alþýðubandalagsmenn
vilji skrifa uppá. Kannski voru
stærstu mistökin í allri umræð-
unni um samfylkingu vinstri
manna gerð árið 1991 þegarjón
Baldvin og Alþýðuflokkurinn
ákváðu að hætta vinstri stjórn-
inni og leiða Davíð Oddsson inn
í stjórnarráðið þar sem hann sit-
ur enn.“
- Ntí held ég að flestum sé Ijóst
að málefnalega áttu mesta sam-
leið- með Vinstri-grænum, ertu
ekki tilbúinn að lýsa því yfir að
þú hyggist ganga til liðs við þá?
„Ég hef sagt að ég sé í mörgu
sammála þeirra málflutningi.
Það kann vel að vera að það fari
svo að ég lendi þar. Ég hef hins
vegar ekki gert það upp við mig.
Það hefur verið talsvert rót í
kringum þá ákvörðun mína að
fara úr Alþýðubandalaginu. Ég
ákvað strax að Iáta þá ákvörðun
nægja f bili, jafna mig á þeirri
breytingu sem það hefur í för
með sér og taka síðan ákvörðun
um framhaldið. Mfn stjórnmála-
barátta hefur að mestu leyti ver-
ið á sveitarstjórnarstiginu og ég
hef áhuga á að starfa þar áfram.
Ég er borgarfulltrúi og er for-
maður í bæði skipulagsnefnd og
í hafnarstjórn og hverfisnefnd í
Grafarvogi. Það eru mörg verk-
efni sem ég er að sýsla við og ég
sé ekki að ákvörðun mín að yfir-
gefa Alþýðubandalagið þurfi að
breyta nokkru þar um. Ég hlaut
góða kosningu í opnu prófkjöri
Reykjavíkurlistans fyrir kosning-
arnar 1998 og veit þess vegna að
ég á víða stuðning til að sinna
þessum trúnaðarstörfum."
- Er Vinstri hreyfingin græni
framboð að verða að Alþýðu-
bandalaginu gamla?
„Nei, VG er ekki að verða að
gamla Alþýðubandalaginu. Það á
sér nú stað endurskipulagning í
stjórnmálunum sem felur að
mörgu leyti í sér nýjar áherslur.
Umhverfismál fá þar til dæmis
sérstakan sess sem ekki hefur
tíðkast hingað til í íslenskum
stjórnmálum. Þótt margir félag-
ar úr Alþýðubandalaginu hafi
haslað sér völl í Vinstri hreyfing-
unni - grænu framboði þá sýnist
mér að þar sé mjög margt nýtt
og áhugasamt fólk sem ekki hef-
ur teldð þátt í stjórnmálum
áður.“
- Nú hefur Ögmundur Jónas-
son, þingmaður Vinstri-grænna,
gagnrýnt R-listann mjög harka-
lega og sagt að lítill munur sé á
honum og borgarstjómarflokki
sjálfstæðismanna. Hvað segirðu
um þá gagnrýni?
„Auðvitað verður Reykjavíkur-
listinn fyrir gagnrýni úr ýmsum
áttum. Ýmislegt í þeirri gagnrýni
á rétt á sér; annað síður og sumt
alls ekki. I mörgum atriðum er
ég alveg ósammála gagnrýni Ög-
mundar, mér finnst að hún hafi
stundum verið meir á persónu-
legu plani en pólitísku. En ég
virði skoðanir hans og rétt hans
til að koma þeim á framfæri."
- Á sínum tíma var lagt mikið
upp tír að halda þér inni í Al-
þýðubandalaginu af ótta við að ef
þú færir færu margir af stuðn-
ingsmönnum flokltsins með þér.
Nú virðist Margrét Frímanns-
dóttir gera því skóna að þeir
verði mjögfáir.
„Allmargir hafa þegar gengið
úr Alþýðubandalagsfélagi
Reykjavíkur ásamt mér og
reyndar er talsverð hreyfing á
fólki úr fleiri félögum. Ýmsir
ætla þó að bíða eftir landsfund-
inum og sumir vilja fara úr
flokknum í kyrrþey, og það virðir
maður að sjálfsögðu. Það er ósk-
hyggja en um Ieið mikið vanmat
hjá Margréti að halda því fram
að ég einn sé á förum.“
Samfylkingunni, finnst þér það
einn anginn af vandræðum
hennar?
„Það er einn angi af vandræð-
um hennar að hana skortir for-
ystu. Vissulega þarf Samfylking-
in sterka og stefnufasta forystu.
Hana vantar og ég sé hana ekki í
forystusveit
Samfylkingarinn-
ar í dag. En það
er einföldun að
halda að það sé
bara skortur á
forystu. Það er
nefnilega mikið
til í því sem sagt
var í kjallara-
grein í DV ný-
lega að Samfylk-
inguna vanti ekki
andlit, heldur
vanti hana
hjarta."
Ertu mjög
ósáttur viðforystu
Margrétar Frí-
mannsdóttur íAl-
þrýðubandalaginu
og Samfylking-
unni?
„Ég studdi ekki
Margréti Frí-
mannsdóttur í
formannskjöri í
Alþýðu bandalag-
inu og taldi þá
að sterkara væri fyrir Alþýðu-
bandalagið að velja Steingrím J.
Sigfússon sem formann. Raunar
held ég að það hafi komið mjög
skýrt fram í kosningabaráttunni
í vor að það er stærðarmunur á
þessum stjórnmálamönnum.
Þótt Margrét hafi að mörgu leyti
staðið sig vel við erfiðar aðstæð-
ur, bæði sem formaður Alþýðu-
bandalagsins og talsmaður Sam-
fylkingarinnar,
þá hefur henni
ekki tekist að
halda fyllilega
utan um verk-
efnið."
Þií hefur
sagt að Sam-
fylkingin sé að
breytast í Al-
þýðuflokkinn.
En nú eru ýms-
ir kratar sár-
óánægðir og
segja að búið sé
að selja stefnu-
málin.
„Það er rétt
að óánægja
með Samfylk-
inguna er ekki
bara einskorð-
uð við minn
hluta í Alþýðu-
bandalaginu.
Ég bendi til
dæmis á athygl-
isvert viðtal við
Þröst Ólafsson
sem var í Degi á dögunum þar
sem hann lýsti skoðunum sínum
og var allt annað en ánægður
með Samfylkinguna. Óánægjan
er miklu útbreiddari en forysta
Samfylkingar vill vera láta og
þess vegna held ég að uppstokk-
uninni á vinstri væng stjórnmál-
anna sé ekki lokið. Reyndar þyk-
ir mér sérkennilegt ef einhver
hefur haldið að henni lyki með
stofnun Vinstri-grænna. Þegar
Samfylkingin verður að formleg-
um stjórnmálaflokki standa
menn aftur á krossgötum. Þá
verður mönnum ekki húrrað inn
í nýjan stjórnmálaflokk með
hópsamþykktum heldur verður
hver og einn að gera það upp við
sig hvort Samfylkingin sé það
stjórnmálaafl þar sem hann
finnur skoðunum sínum farveg.
Ég spái því að þessi uppstokkun
eigi eftir að halda áfram.“
Óskhyggja og vanmat
- / gagnrýni þinni á Samfylking-
una hefurðu sagt að hún sé að
verða Alþýðuflokkurinn endur-
borinn. Hvað átti við?
„Alþýðuflokkurinn hefur svo
að segja átt öll málefni sem
Samfylkingin hefur tekið upp á
sína arma. Þetta endurspeglast
líka í styrkleikahlutföllunum
inni á Alþingi og í umræðunni
um forystumál. Ég veit til dæmis
að umræðan um að fá Jón Bald-
vin aftur í pólitíkina hefur mjög
farið fyrir bijóstið á mörgum al-
þýðubandalagsmönnum. Jón
Baldvin var mjög hæfur stjórn-
málamaður en hann stóð fyrir
„Oánægjan er miklu út-
breiddari en forysta
Samfylkingar vill vera
láta og þess vegna held
ág að uppstokkuninni á
vinstri væng stjórnmál-
anna sé ekki lokið.
Reyndar þykir mér sér-
kennilegt ef einhver
hefur haldið að henni
lyki með stofnun
Vinstri-grænna. Þegar
Samfylkingin verður að
formlegum stjórnmála-
flokki standa menn aft-
ur á krossgötum."
„En það er ekki síst hluti afákvörðun minni að menn virðast ekki hafa umburðariyndi fyrir öðrum skoðunum en geðj-
ast forystu Samfyikingarinnar."