Dagur - 16.10.1999, Síða 11

Dagur - 16.10.1999, Síða 11
Xk^MT LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 - 27 MATARGATJÐ Jón Stefánsson er mikil „gourmet“-kokkur. „Ég er oft orðinn úrvinda og upptættur á kvöldin og þá er það besta sem ég geri að elda einhvern fínan mat þvíað þá slappa ég best af. Það skiptir engu máli þó að ég sé einn heima. Ég elda bara eitthvað fyrir mig, “ segir hann. mynd: pjetur sigurðsson Eilífðarvandamálið um það hvenær dagsins skuli halda veislu er fýr- ir bí. Reglan er einföld. Veislu má halda hvenær sem er, jafnt að morgni, um miðjan dag sem að kvöldi. Löngum hafa verið fastmótaðar reglur í þjóðfélaginu um það hvenær halda skuli veislur en fólk er þó farið að gefa sér laus- ari tauminn en var fyrir tíu til tuttugu árum. Stöðugt verður algengara að bjóða til sameigin- legs morgun- og hádegisverðar, svokallaðs „brunsch", með létt- um og fjörugum veitingum, ann- að hvort úr kjöti og fiski eða grænmeti. Venjulega er ekki kornfleks og þess háttar morg- unmatur á boðstólum heldur frekar samblanda af fisk- og kjötréttum, brauði, áleggi, ost- um og salötum. Fjölskylduveisla „Það er orðið svolítið algengt að fólk komi saman á sunnudögum og haldi „brunsch". Það er þá meiri fjölskylduveisla,“ segir Fríða Soffía Böðvarsdóttir hjá fyrirtækinu Grænt og gómsætt í Kópavogi. „Það færist einnig stöðugt í vöxt, að fermingarveisl- ur séu haldnar sem „brunsch“.“ - Eru ekld í gildi frehxr fast- mótaðar reglur um veitingar í veislum; maður býður tæpasl upp ú það sama í kokkteilnum milli fimm og sjö og í „brunsch"? „Nei, maður býður ckki upp á það sama. Milli fimm og sjö er maður með alls konar snittur. „Brunsch" er sameiginlegur morgunverður og hádegisverður. Það getur þá bæði verið kjöt, grænmetisréttir, brauð og salöt,“ segir Fríða Soffía. „Ég hef til dæmis gert „brunsch“ veislu þar sem ég var bara með grænmetis- mat sem er miklu léttari en kjöt- ið. Við grænmetiskokkarnir ger- um öðruvísi veislur heldur en þessar hefðbundnu sem við eig- um öll að venjast.11 Afslappaðra á morgnana Halldóra Kristjánsdóttir og Þórður Helgason ítilheyra þeim hópi fólks sem hefur gaman af skrítnum nýjungum og skemmti- legheitum í veisluhöldum. Þau bjóða oft vinum og kunningjum í morgunverð á sunnudögum. „Fólk getur tekið börnin með og þau geta farið út eða inn í her- bergi að ieika sér á meðan full- orðna fólkið spjallar saman,“ segir Halldóra. A stórafmælum hafa Halldóra og Þórður ýmist haldið garðveislu eða morgun- verðarboð. „Þá klæðir fólk sig ekki eins stíft upp og getur slappað betur af. Gestirnir fara oft um eitt eða tvö og þá er allur dagurinn framundan." Halldóra var nýlega með kampavínsmorgunverð í tilefni fertugsafmælis síns. Hún var þá með kalt borð og kampavíns- bollu í melónu sem hafði verið holuð að innan. Kjötið úr melónunni keyrðu þau í mat- vinnsluvél og blönduðu út í boll- una. Kjötið er ríflegt þannig að hægt er að frysta það sem geng- ur af. BoIIan sjálf samanstóð af kampavíni og melónusafa til helminga og var styrldeikinn svipaður og mjög sterkur bjór. Kalt borð Kalt hangikjöt í sneiðum Kaldur hamborgarhryggur í sneiðum Kartöflusalat Waldorfsalat Grænt hrásalat Heitt hvítlauksbrauð Þunnar hrökkbrauðsneiðar með sýrðum rjóma (réttur frá Noregi) Áeftir: Kransakökur Konfekt Kaffi Líkjörar Koníak Slappa af við eldamennskuna Hjónin Olöf Kolbrún Harðar- dóttir söngkona og Jón Stefáns- son organleikari eru veisluglaðar manneskjur sem bjóða oft til sín fólki, bæði samstarfsmönnum úr tónlistinni og erlendum gestum, og þau halda stórar veislur heima frekar en að fara á veit- ingahús eða leigja sal. Jón er dæmigerður „gourmet“-kokkur sem hefur gaman af því að elda mjög sérstakan mat en sjálfur segist hann vera frekari en Ólöf í eldhúsinu. Hún sé prýðisgóður kokkur líka. „Þetta er eitt það alskemmti- legasta sem ég geri,“ byijar Jón þegar blaðamaður hringir í hann út af hans frægu veisluhöldum. „Organistastarfinu fylgja snún- ingar og álagið er oft mikið. I miðri viku er ég stundum að spila við þrjár jarðarfarir á ein- um degi, eina kannski í Hafnar- firði, aðra vestur í bæ í Reykja- vík og þá þriðju í Mosfellsbæn- um. Svo eru æfingar. Ég er oft orðinn úrvinda og upptættur á kvöldin og þá er það besta sem ég geri að elda einhvern fínan mat því að þá slappa ég best af. Það skiptir engu máli þó að ég sé einn heima. Ég elda bara eitt- hvað fyrir mig einan,“ segir hann. Bauð í skyrhræring og slátur Jón tilheyrir þeim hópi fólks sem hefur gaman af því að lesa mat- reiðslubækur og gerir það gjarnan þegar hann er í ieyfi. Hann er ekki duglegur að fara eftir upp- skriftum en fær oft hugmyndir úr hókunum og fer gjarnan nýjar leiðir í eldamcnnsku og veislu- höldum. Sem dæmi um það var þegar hann bauð í morgunverð á fimmtugsaímælinu sínu lyrir þremur árum. Hið formlega boð var þá í skyrhræring og slátur, það sama og hann borðar sjálfúr á morgnana, en að auki hafði hann brauð, reyktan Iax og þess háttar á boðstólum. Morgunverðurinn stóð frá átta um morguninn fram til hádegis. Gestirnir voru hátt í 400 talsins. „Þegar ég átti fcrtugsafmæli þá byrjuðu veisluhöldin klukkan átta um morguninn. Ég var með mat allan daginn, bæði morgunmat og svo hcilgrillað lamh og hálft svín grillað úti. Þetta afmæli stóð frá klukkan átta um morguninn til klukkan sex morguninn eftir. Margir fóru heim og Iögðu sig um miðjan daginn og komu svo aftur um kvöldið. Með árunum hefur maður ekki þessa endalausu orku þannig að ég vildi einbeita mér meira að morgunmatnum þegar ég varð fímmtugur. Þetta var Ifka eini möguleikinn, sem ég sá á því að halda veisluna heima. Mér fínnst það svo skemmtilegt ef maður á möguleika á því,“ segir hann og bætir við að það verði „alltaf erfiðara og erfíðara" að finna upp á einhverjum skemmti- legheitum í veisluhaldinu. „Ég veit ekki upp á hveiju ég á að taka þegar ég verð sextugur." - En af hverju morgunverður? „Ég hafði einmitt farið f „brunsch" hjá vinafólki og mér fannst stemmningin alveg frábær. Þegar verðinum er lokið er allur dagurinn eftir." Lambafilé og stóríúða Þegar útlendingar eru í heim- sókn bjóða Jón og Ólöf Kolbrún yfirleitt annað hvort upp á grill- að lambakjöt eða stórlúðu. Lúð- una kaupir hann í fiskbúð f Gnoðarvoginum í Reykjavík en lambakjötið kaupir hann í Gall- erý Kjöt við Grensásveg. Það er þá lambafilé með fitunni á, sem er mjög Ijúffengt og gott kjöt, og matreiðslan er einföld. „Ég krydda kjötið mjög lítið, pensla það aðeins upp úr hvít- Iauk og grilla það svo. Ég pipra kjötið í lokin og salta með grófu sjávarsalti þegar ég er húinn að grilla. Með þessu ber ég fram bakaðar, stórar kartöflur. Ég sker þunnar sneiðar ofan í kart- öflurnar án þess að skera alveg niður, salta svo og nota hvítlauk. Með þessu er mjög vinsælt að nota kalda sveppasósu úr Gall- erý Kjöt sem við þynnum til hclminga með sýrðum rjóma. Hún er mjög mild og hefur gert mikla lukku hjá útlendingum. Þeir eru yfir sig hrifnir af Iamba- kjötinu okkar,“ útskýrir Jón einn af uppáhaldsréttunum sínum. Stórlúðuna grillar Jón úti enda er það alveg upplagt því að Iyktin af henni verður svo sterk ef hún er grilluð inni. „Ég grilla lúðuna líka beint á glóðinni, ekki á álpappír. Ég krydda hana með sítrónupipar og sjávarsalti, stundum með hvítlauk. Aðal- málið er að sneiðarnar séu vel þykkar. Svo ber ég fram með soðnar kartöflur, niðursneidda tómata og sítrónusneið." -GHS Friða Soffía gefur uppskrift að gómsætu grænmetis-lasagne til að hafa á grænmetishlaðborði veislunnar. mynd: teitur Grænmetis- hlaðborð Fríða Soffía Böðvarsdóttir kynnir hér grænmetishlað- borð í „brunsch" og gefur uppskrift að gómsætu græn- mctis-Iasagne. Hún mælir með hvítvíni, bjór og ávaxta- safa með matnum. Fríða Soffía þekkir veislusiði landans út og inn gegnum starf sitt hjá Grænu og gómsætu í Kópavogi. Hún hefur margoft búið til hlað- borð úr grænmeti fyrir ólík- ustu veislur. Hér gefur hún hugmynd að einu slíku hlað- borði ásamt uppskrift að ljúf- fengu og vinsælu lasagne. - matseðill - Heimabakað sólkjarnabrauð og rúgbrauð Paprikueggjakaka Grænmetisbaka með jógúrtsósu Spfnatbollur með ostasósu Villisveppapaté Grænnietislasagne Pastasalat Ferskt salat Avaxtasalat Nýrnabaunapottréttur með karrýhrísgrjónum Sýrðar rauðbeður Avaxtamauk Avaxtasalat Uppskrift að grænmetis-lasagne Hér kemur uppskrift að Ijúf- fengu grænmetislasagne-inu sem var á grænmetishlað- borðinu hér að ofan. 1 laukur 1 gulrót 1/2 dvergbítur 2 hvítlauksrif 1 tsk. tómatpúrra 100 g rjómaostur 2 msk. kotasæla 1 tsk. jurtakraftur 1 tsk. haselikum hnífsoddur af hvítlaukspipar 1/2 dós tómatar 12 litlar lasagne-plötur 100 g mozzarellaostur Aðferðin Afíiýðið og saxið smátt lauk, gulrót og dvergbít. Léttsteikið grænmetið upp úr olíu og tómatpúrru við vægan hita. Setjið tómatana í blandara og hrærið þar til þeir eru orðnir að mauki, blandið sfðan græn- metinu saman við. Kryddið með tilheyrandi kryddi og bæt- ið rjómaosti og kotasælu sam- an við. Látið sjóða við vægan hita þar til osturinn er bráðnaður. Setjið til skiptis í formið lasagne og grænmetissósu, lasagnc ncðst og grænmctis- sósu efst. Stráið mozzarellaosti yfir. Bakið í 180°c heitum ofni í 35 mín.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.