Dagur - 16.10.1999, Síða 12

Dagur - 16.10.1999, Síða 12
28 - LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 FjaMamt) með fyllmgu Lambakjöt á sinnfasta sess á matseðlum landsmanna, bæði hversdags og á hátíðum og tyllidögum. Fyllinggefurkjötinu gottbragð, hvortsem hún ersettí úrbeinað kjötstykki eða milli kjötsins ogpörunnar. Fylltur frampartur Framhluti lambsins, þ.e. hálshlutinn, báðir bógarnir og bringustykkin, er stundum matreiddur í heilu lagi. Vegna beinanna er þessi hluti ærið stór og óhönduglegur í meðförum. En séu rifin og bringubeinin skorin burt er auðvelt að eiga við hann. Og þá er hægt að setja fyll- ingu í stað bringubeinanna og sauma kjötið saman utan um hana, svo kjöt- stykkið verði heillegt. Setjið kjötið inn í 225°C heitan ofn. Lækkið hitann í 175°C eftir 10 mín. Lát- ið kjötið stikna í 2 klst. Ausið kjötsafan- um yfir það á um 30 mín. fresti. Eftir þann tíma hellið þið fitunni af og bætið hvítvínslögg í fatið. Látið nú kjötið enn stikna í um 1 klst. og ausið safanum yfir öðru hveiju. S vínakj öí s íyll ing Sjóðið 500 g af spínati í 30 sek., látið renna af því, kreistið vatnið úr og saxið það fínlega. 500 g svínahakk, magurt 250 g svínafita, hökkuð 2 msk. steinselja finsöxuð 1 hvítlauksrif, steytt eða fínsaxað 60 g mylsna af nýju brauði -________ 1 egg_____________________ 2 tesk. þurrkaðar jurtir (timjan, savory, majoram, oregano) 1 laukur, fínsaxaður og mýktur í 15 g af smjöri salt og pipar Blandið öllu í skál og hnoðið vel í höndum. Lambalæri með fyllingu Stundum er lærið úrbeinað svo hægt sé að koma fyllingu fyrir. Kjötið er þó alltaf safameira með beininu í. Því er betri lausn að setja fyllinguna undir fitulagið utan á lærinu. Þá er það losað frá og dregið upp svo hægt sé að smyrja fylling- unni á kjötið. Þegar það er búið er fitu- Iagið dregið aftur yfir og saumað niður. Síðan er lærið steikt á sama hátt og ófyllt læri. Ef þið viljið hafa yfirborðið vel stökkt, stráið þá brauðmylsnu á lærið og látið hana stikna með því síðustu 10 mín- úturnar. Safinn af kjötinu er notaður í sósu, ef til vill bragðbættur með sítrónu eða appelsínusafa. Kjötið skorið: Sneiðið kjötið sem hangir við hryggbeinið. Byrjið á aftari hiutanum og sneið- ið þvert á kjötstykkið. Fyiiingin sett í: Hér er búið að úrbeina fram- partinn að mestu verið að fyiia íopin eftir beinin og fituna sem fjarlægð var. Fitulagið á iærinu dregið varlega yfir fyllinguna. Síðan er saumað. Lærið borið fram: Þegar iærið er fullsteikt, látið það þá standa um stund. Skerið garnið burtu. Sneiðið og reynið að láta fyllingu fyigja hverri sneið. 1 50 hökkuð skinka 50 g brauðmylsna bleytt í mjólk og kreist 50 g smjör 1 lítill laukur, fínsaxaður og látinn mýkj- ast í 1 msk. af smjöri 100 g sveppir sneiddir þunnt og steiktir með lauknum 1 tesk. fínsöxuð steinselja 1 stórt egg Soðinn svíri í sósu Þótt svírinn sé í eðli sínu seigt kjötstykki verður hann meyr við langa, hæga suðu. Hleypiefni kjötsins halda því safaríku. Ef soðið er síðan Iátið sjóða niður og notað til að ausa á kjötið undir lokin, verður yf- irborðið fallega gljáandi. Svírinn er úrbeinaður og skornir 5 cm langir skurðir með 5 cm millibili í þykkari hluta kjötsins. Fyllingin sett á, kjötið rúll- að upp og sett í grisju. Látið malla undir loki í 2 klst. Þá er kjötið tekið upp, grisj- an skorin í burtu, soðið síað. Kjötið sett aftur í pottinn og svolitlu af soðinu hellt yfir, ásamt grænmeti. Sett inn í 175°C heitan ofn og látið malla í 45 mín. Sósa búin til úr soðinu. Fylltur svíri borinn fram. Fylling 125 g flesk, saltað eða reykt 50 g steinselja, söxuð 3 vorlaukar saxaðir (eða 1 blaðlaukur) salt og pipar 'A msk. blandað steikarkrydd 60 g smjör, mjúkt 60 g sveppir, saxaðir egg og brauðmylsna ef með þarf til að halda fyllingunni saman. Fínsaxið vor- eða blaðlauka, sveppi og steinselju. Blandið salti, pipar og smjöri í. Skerið pöruna af söltuðum eða reyktum svínaflesksneiðum og saxið þær. Hnoðið. Lambabógur með skmkufyQingu Bógurinn úrbeinaður. Stráið salti og pip- ar á kjötið og núið það með hvítlauknum. Blandið fyllingunni saman og hnoðið hana þar til hún er vel blönduð. Setjið fyllinguna innan í kjötið, þar sem beinin voru, vefjið kjötið þétt upp og bindið um með bómullargarni. Brúnið kjötið.allt ,um krlng. í. srujöri. eða. olíu, setjið það svo undir lok eða álpappír og steikið það við 200°C í 1 klst., eða þar til það er hæfilega steikt. Penslið með sýrðum rjóma stöku sinnum meðan á steikingu stendur. Skinkufylling 2 hvítlauksrif, marin 1,5 dl sýrður rjómi Fylltur bógur: Takið kjötið úr ofninum þegar það hefur fengið á sig sýrópslitan gljáa. Hellið sósu yfir. Skinku og ostafylling 200 g soðin skinka, skorin í teninga 1 hvítlauksrif, saxað 1 tesk. gróft salt 2 msk. steinselja, fínsöxuð 300 g kotasæla __________________1-3 egg_________________ 90 g brauðmylsna pipar 90 g mjúkt smjör 1 tesk. þurrkaðar kryddjurtir (timjan, savory, majoram, oregano) 'á tesk. múskat rifið (má sleppa) Ef þið viljið bæta Iit og bragð getið þið bætt í 500 g af spínati. Sjóðið það í 30 sek. látið renna af því, kreistið vatnið úr og saxið fínlega. Setjið hvitlauk í mortél, ásamt salti og steytið í mauk. Bætið í steinselju og færið blönduna í skál. Bætið í afganginum af hráefnunum og hnoðið saman í höndun- um þar til allt er vel blandað saman. Heimild: Lambakjöt, Útg. AB.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.