Dagur - 16.10.1999, Side 14
LÍF OG HEILSA
LAUGARDAGUR 16. OKTÚBER 1999
Hvaða fýrirbæri eru
þessir íþrótta-
drykkir sem menn
eru farnir að teyga
sem svaladrykki á
líkamsræktarstöðv-
um og börn eru
farin að kvabba um
líkt og þeir séu
hinir sætustu gos-
drykkir?
Svokallaðir íþróttadrykkir,
eins og Gatorade og Lepp-
in drykkirnir, hafa undan-
farna mánuði orðið æ
meira áberandi og er jafn-
vel farið að markaðssetja
þá sem svala- og orku-
drykki fyrir börn og ungl-
inga. Jón Gíslason, nær-
ingarfræðingur og for-
stöðumaður matvælasviðs íþróttadrykkir eru ekki hitaeiningarikir og eru notaðir til að bæta upp vökvatap. Þolfimi eða Sparkbox íklukkutíma kallar
HoIIustuverndar ríkisins, pins vegar ekki á íþróttadrykk heldur nægir vatnið til að bæta upp vökvatapið.
Vatn eða
íþróttadrykkir?
telur hins vegar að fyrir megnið af því fólki
sem stundi einhverja hreyfingu sé hrein-
asti óþarfi að eyða peningum í íþrótta-
drykkina.
Hannaðir fyrir íþróttafólk
„Iþróttadrykkir eru sérstaklega hannaðir
fyrir íþróttafólk. Það mikilvægasta við
íþróttadrykki er að bæta vökvatap og hjá
þeim sem stunda ekki mjög erfiðar fþrótt-
ir þá er betra að nota bara vatn og það
nægir fólki til að bæta vökvatapið."
- Gem íþróttadrykkimir ekki eitthvað
fleira ert að hæta vökvatapið?
„Jú, það eru yfirleitt í þeim kolvetni og
sölt, ein*og natríum og kalíum. Kolvetnin
geta korffeð að notum þegár við erum búin
að stunda fþróttir í nokkuð langan tíma en
við eigum að hafa orku í líkamanum sem
dugar alla vega í klukkutíma í einu,“ segir
Jón og bætir því við að söltin koma sér
einkum vel ef fólk svitnar verulega mikið
við áreynslu. Venjulegt fólk sem stundar
líkamsrækt í klukkustund nokkra daga í
viku hafi hins vegar enga þörf fyrir þessi
aukakolvetni eða sölt.
Vatnið er nauðsynlegt
Þótt íþróttadrykkir séu ekki nauðsynlegir
fyrir venjulegt fólk þá segir Jón afar mikil-
vægt að fólk drekki ætíð vatn fyrir og með-
an á líkamsrækt stendur. Ekki er óalgengt
að fólk tapi um lítra af vökva í gegnum
svita á um einni klukkustund í líkamsrækt
og ef vökvatapið er ekki bætt upp jafn-
harðan með vatni þá minnka afköstin. Ef
t.d. 70 kílógramma þungur maður tapar
um einum og hálfum lítra af vökva í ein-
um fótboltaleik þá missir hann um 20% af
sínum afköstum.
íþróttadrykkir eru þó ekkert slæmur
kostur, því Iíkaminn vinnur vel úr inni-
haldi þeirra, en Jón segir að fólk skuli var-
ast að drekka vökva sem innihalda of mik-
ið af kolvetnum við íþróttaiðkun. „Gos-
drykkir og ávaxtasafar innihalda t.d. of
mikið af kolvetnum. Þá nýtist vökvinn síð-
ur og frásogast seinna þannig að við bæt-
um ekki upp vökvatapið eins hratt.
íþróttadrykkir eru hins vegar með minna
magn af þessum einföldu kolvetnum sem
gerir það að verkum að þeir eiga ekkert að
hafa áhrif á nýtingu á vatninu. íþrótta-
drykkir eru alls ekkert slæmur kostur en
við getum fundið ódýrari lausn sem kem-
ur að sömu notum fyrir velflesta - og það
er vatnið.“ LÓA
Aldraðir lyfta lóðum
Eftirlaunafólk á aldrinum getur aukið styrk
sinn og hæfni með því að lyfta lóðum þótt
ekki sé nema einu sinni í viku samkvæmt
skýrslu sem birtist nýlega í bandarísku
læknatímariti. Könnun var gerð á fólki á
aldrinum 65-79 ára og var því skipt upp í
þrjá hópa til að mæla mismun á árangri
eftir því hvort fólk lyfti lóðum einu sinni,
tvisvar eða þrisvar í viku.
I ljós kom að allir þrír hóparnir juku
vöðvastyrk sinn, frá 37-42% á 24 vikna
könnunartímabili. Til að kanna hvort þessi
aukni vöðvastyrkur yki hæfni fólksins í
daglegu lífi voru gerðar ýmsar prófanir og
reyndust allir hópamir vera fljótari að
standa upp úr stól og að Iabba hænuskref
6 metra afturábak að æfingatímabilinu
Ioknu.
Rannsóknin þykir hafa sýnt að mót-
stöðuæfingar geti þannig haft umtalsverð
áhrif á hæfni aldraðra í daglegu lífi þótt
þeir lyfti lóðum aðeins einu sinni í viku.
Með því að auka vöðvastyrk og bæta jaíh-
vægisskyn líkamans minnki Iíkur á því að
aldrað fólk detti og brotni en slík beinbrot
geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólk
sem komið er á efri ár.
Tengsl kaffíns og beinþynningar
Nýjustu rannsóknir sýna að kaffidrykkja
getur hert á beinþynningu hjá eldri konum
sem taka inn lítið magn af kalki. Kaffinið er
þvagörvandi og þar sem dálítið kalk berst
út úr líkamanum með þvagi hafa læknar
haft áhyggjur af áhrifum kalfins á bein-
þynningu. Þess má geta að mannkynið inn-
byrðir um 120.000 tonn af kaffini á ári
hveiju sem jafngildir því að hver einasta
mannvera drekki u.þ.b. einn koffindrykk á
dag.
Bit og klór áríð núll
KYIMLIF
I Kama Sutfa er litið á
hina ýmsu þætti ástar-
lífsins sem listir og ekki
aðeins það sém kemur
‘“ftclst uppf'fíö'ga vest-
rænna nútímamanna
þegar talað er um kynlíf
(limur í skaut, munn
cða endaþarm og jafn-
vél munnur á skaut).
Kynlíf’shlutinn er kall-
______________ aður aðferðirnar sex-
tíuogfjórar (Chatushs-
hashti) en eitthvað hef-
ur verið deilt ufn það hvort nafnið sé til
komið vegna margfeldis kaflanna og að-
ferðanna sem útlistaðar eru í hverjum
þeirra (8x8=64) eða helber tilviljun (sbr.
8x4 sem er svitasprey). Það er dálítið mis-
munandi eftir útgáfum ritsins og þýðing-
um hvernig kaflarnir greinast niður og
hversu margar aðferðir til ásta eru út-
skýrðar oftast eru það þessar 64.
Ragnheiðtr
Eíríksdóttip
skrifar
Átta aðferðir til að drepa tímann
Kaflarnir átta innihalda eftirfarandi
spennandi umfjöllunarefni: faðmlög (allt
frá leynilegum strokum ókunnugra en
áhugasamra til þéttra faðmlaga elskenda),
kossar (mjúkir, djúpir, beinir, bognir,
snúnir o.s.frv.), klór (ah, tökum
það betur fyrir eftir nokkur slög),
bit (ah ah ah, já þetta Iíka), sam-
farastellingar (sumar aðeins á
færi yfir meðallagi liðugra), að-
ferðir við að slá og hljóðin sem
slíkir ástarslættir framkalla (létt
SM, t.d. dásamlega nákvæmar
leiðbeiningar um það hvernig
ung kona svarar Iéttum rass-
skell), hlutverkaskipti (konan of-
aná og aggressíf) og Auparishtaka
eða munnmök (aðallega gelding-
ar sem sugu og léku sér við limi
ógeldra karlmanna).
/ Kama Sutra er sérstaklega mælt með klóri I áköfum
ástarleikjum og við ákveðin tækifæri, til dæmis þegar eisk-
endur njótast í fyrsta skipti.
Klórukettir
f Kama Sutra er sérstaklega mælt
með klóri í áköfum ástarleikjum
og við ákveðin tækifæri: þegar
elskendur njótast í fyrsta sinn,
þegar annar elskenda er á leið í ferðalag,
þegar aftur er snúið heim, þegar sættir
verða eftir rifrildi og að Iokum þegar
kona er undir áhrifum (hmm?, ekki yfir-
færa þetta algerlega á nútímann). Það er
heilmikil list að klóra svo vel megi við
una og með æfingu er hægt að ná valdi á
hinum átta tegundum klórs sem eru
flokkaðar eftir farinu sem verður eftir á
húðinni. Páfuglsfót er til dæmis hægt að
skilja eftir á brjósti með því að pressa öll-
um nöglum annarrar handar á húðina og
skyldi það gert um leið og brjóstið er dá-
samað með orðum. Þegar munúðarfull
ástkona ber merki eftir neglur elskhuga
síns þarf hún ekki annað en að líta á
staðinn til að ást hennar magnist og un-
aður leiksins rifjist upp.
Bíttu mig
Staði sem gott er áð kyssa má gjarnan híta
líka. Þó eru nokkrar undantekningar þar á
skv. Kama Sutra, efri vörin, innan í munni
og augun. Nokkrar tegundir hita eru:
punktbit (smá óggulítið skinn er tekið
milli tveggja tanna), punktalínan (allar
tennurnar notaðar til að bíta í smá skinn),
kórall og gimsteinn (bitið þegar varir hylja
tennurnar) og gimsteinafesti (allar tenn-
urnar notaðar og bitið í dágóðan skammt
af holdi). Þegar karl bítur konu skyldi hún
svara með tvöföldu afli. Þegar karl sýnir
ástkonu sinni far eftir bit úr síðasta ástar-
leik þeirra skyldi konan brosa og Iíta niður
en síðan sýna honum bitförin á sér reið á
svip en bæði vita þau að bitin hafa eflt og
aukið ástríður þeirra í milli.
Varúð
Það er skýrt tekið fram að konur sem eiga
eiginmenn (sem eru ekki þátttakendur í
ástarleiknum) eigi aldrei að bíta eða klóra
svo að sjái á þeim. Þó má narta í og
merkja staði sem eru huldir dags daglega!
Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunar-
jræðingur.