Dagur - 16.10.1999, Page 16

Dagur - 16.10.1999, Page 16
32 - LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Fluguveiðar að sumri (140) Barátta sem borgar sig Stefán Jón Hafstein og Garðar á þingi fíuguveiðimanna i hiéi frá keppninni. Þegar íslensku keppnis- mennirnir á Alþjóðlega urriðaveiðimótinu á Ir- landi höfðu lokið þremur lotum af fjórum var stað- an þessi: 1) báðir höfðu dottið í ána, 2) hvorugur hafði veitt fisk, 3) Garðar Scheving hafði fengið góðar atlögur að þurr- flugunni, 4) Stefán Jón hafði ekki fengið högg, 5) allir voru í góðu skapi. Fararstjóri vor, Asgeir í Sportvörugerð- inni, var ekki síst ábyrgur íyrir liði númer fimm. Nú var komið að síðustu lotu. Hvflík heppni! Nú var loks komið að því að ég fengi að veiða hliðará sem hafði reynst fiskisæl, því hún var ekki jafn skoluð og aðaláin. Hér hlakkaði mjög í franskmanni við hlið mér því hann hafði dregið númer 28! Hann söng: 28! 28! 28! Allir vissu að í lotunni á undan hafði Pólverji náð FIMM fiskum í einum hyl, og í eitt skipt- ið dregið tvo á land í einu! A stað númer 28. Frakkinn taldi sig vera í góðum mál- um. Snéri sér að mér: og hvar ert þú? Eg sagði honum það. 29. Hann brosti: næst besti staðurinn! Þröngt Dómarinn benti: „Það er mjög þröngt hér“. Jájá. Áin var á stærð við Hólmsá sem rennur við Vesturlandsveg. En hún var að mestu hulin greinaþykkni sem slútti yfir. Fyrir aftan mig þar sem ég stóð á háum bakka var þéttur skógur. Yfir trjákrónur. Til beggja hliða tré sem teygðu sig yfir ána. Eftir þrjár festur í bakkasti ákvað ég að reyna að slæma flugunni út. Setti þungar púpur undir, og þær festust fljótt í trjárgreinum sem flóð í ánni hafði hrúgað við bakkann. Dómar- inn fór þögull inn í rjóður. Mr. Hafstein var einn með flugum og stöng. Glingló! „Plask!“ Hið undursamlega hljóð í sil- ungi sem tekur uppi vakti mig. Gára sást niður undan mér fyrir framan tré, út í miðri á, undir þykku laufskrúði, þar sem brotin grein hékk niður í ána. Fiskur! Sá fyrsti sem ég hafði komist í kastfæri við um daginn. Ef „kastfæri" skyldi kalla. Ég hugaði að því hvernig ég kæmi flugu út. Bakkast var mjög þröngt. Beint kast á staðinn þar sem fiskurinn vakti var ómögulegt fyrir tijákrónunni. Ég snéri mér við og horfði inn í þéttan skóginn. Gat! Það var gat f trjáþykkninu, skáhallt aftan við mig, í stefnu af vinstri öxl. Þar sá f himinn. Ég snéri baki í ána. Miðaði eins og fiskurinn væri uppi í trénu. Kastaði skáhallt upp í loftið frá ánni og skaut á gatið, náði að vinna út línu, sem ég slæmdi aftur fyrir mig, yfir ána í átt að hinum bakkanum. Dómarinn daufi lifn- aði við: „Þetta verð ég að muna!“ hrópaði hann og kallaði á nærstadda, „sjáiði, hann snýr baki í ána!“ Ég gaf slaka út af hjólinu og nú fór flugan y{\r staðinn sem fiskurinn hafði sýnt sig. Ég hafði sigrast á aðstæðum! Meira fjör Ég kastaði nokkrum völdum þurrflugum með þessum hætti og uppskar mikið lof viðstaddra, en engar viðtökur hjá fiskin- um. Erfitt var að láta þurrfluguna reka alveg frjálsa nákvæmlega yfir punktinn þar sem hann vakti, því á leið línunnar var greinin stóra sem lá brotin niður í vatnið. Ef ég gaf mikinn slaka dró Iínan fluguna til sín svo hún skautaði óeðli- lega, ef ég slakaði ekki nóg fór flugan framhjá. Svona fóru nokkrar flugur án árangurs. Ég rölti niður fyrir og reyndi að kasta púpum upp fyrir mig, inn und- ir tréið. Án árangurs. Var að hugsa um að snúa mér að öðru. Þá kom það aftur: „Plask!" Ég ákvað að nú yrði ekki hugs- að um annað en þennan fisk. Enn meira fjör Ég fór á sama stað, en setti lítinn nobbler undir, frá Stebba Hjaltested, svartan, agnarsmáan. Snéri baki í ána, miðaði á gatið, skaut honum upp í gegnum þykknið, og slæmdi svo línunni alla leið yfir á hinn bakkann. Þetta var flott. Nobblerinn dró línuna aðeins niður undir yfirborð svo hún fór ekki í greinina, og nú kom hann á punktinn undir trjákrónunni. Plask! Og aftur plask! Tveir urriðar komu upp í flug- una!!! En tóku ekki. Einum hitnaði í hamsi. Næsta kast fór alveg eins, og nú komu fiskar upp aftur, og meira að segja sást í gulan kvið á einuni. En ekki tók hann. I þriðja kasti gerðist ekkert. Ég setti grænan nobbler undir, lítinn. Nú komu þrír í fluguna, án þess að taka. Ég sendi þann græna aftur út. Línan fór vel, ég vissi að flugan var á nákvæmlega sama stað og fiskurinn hafði skvett sér. Og þá stöðvaðist línan. Ekki biluðu taugarnar. Ég lyfti stönginni. Hægt. Festi í honum. Hann var á. Löndun í lagi Mr. Hafstein varð nú að draga fiskinn þéttingsfast að sér, framhjá tréinu, að bakkanum. 2ja punda urriði lét til Ieið- ast, en stakk sér beint f trjágreinahaug sem lá í vatninu. Flækti sig og var fast- ur. Ég lét mig sakka varlega niður mannhæðarháan bakkann, ég hélt með annarri hönd í trjágreinar á meðan, fyrir neðan var svakalegur pyttur, en fann fótfestu fyrir vinstri fót á hnédýpi. Þarna dinglaði ég og náði að kraka mér í Iausa trjágrein sem ég notaði til að losa Iínuna úr greinaruslinu. Fiskurinn synti aftur. Ungur bóndasonur, ekki lít- ið sterkur, lagðist á bakkann og greip í hálsmál mitt svo ég gæti skotið háfi út án þess að detta í ána. Eftir langa mæðu gat ég dröslað fiskinum framhjá greinaruslinu. Strákurinn slakaði mér neðar. „It is OK sir, you will not fall in the river“ sagði hann og hélt þéttings- fast í hálsmál mitt. Urriðinn hringsólaði fyrir neðan mig og ég rembdist með háf- inn neðar og neðar. Loks seig hann yfir brún háfsins: „Hífa“ æpti ég. Bóndason- urinn dró mig með heljarafli upp á bakkann ásamt fiskinum í háfnum. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar silungurinn skoppaði í forinni. Ég vissi að Frakkinn á 28 hafði náð einum. Flýtti mér, því nú voru 10 mín- útur eftir af kcppninni. Þrusaði nobblernum upp í skógarþykknið. Og festi. Urriðinn reyndist 38 sentimetra Iang- ur og dugði mér í 22. sætið af 53 í keppninni. FLUGUR Stefán Jón Hatstein skrifar If 1íiö J Ji' 1. 6Ll&T m mtoí " me 'f hlLLT 4 Kmí slæmt "— iÖTurM R'm- l«(l SPiK wto phR WpT- 1 Illl: .. • : - - vX;X"vX-X :•:■:•»»»:•>:• ■ ■ t /X..-». l>>>>x:»::.x vííj: »>»»:»» ■••- #11 ■ -:.S.■■• WÆm ' NÓT4Ö1 FU&LA o/ws FutiL 3 1 ^ R'iKu- LF-GlR wnr srén ÓV/L0 | l V W473J Skb 1 £ll- e&AR ** 1 'OTTI P’IPA • fLfiflfi mAt( TITT EFLIST SKbkl .VV.V.V.V/.V FÁ FllKIB WMf hm 'ofúí BÚMAi nmi w>r ÖRKA RbTA &ií &ARA 'OLTKT ö W- fV>T SMA ‘Hfrl ÆVl SKABfí « Vte ,EKK i 1 m 1 , 1 Kf?/»P Rb ÖNÆfll uri TtíSl pyfufi | uriA s 8 WTgF m NÉKi buöifii KlMi XvXxXvXK r •••* y.sy.v.ys.ýy. 'PiST- 5 ÆU n i GR/Efi- HE.TI LfJK- rÆ)o Mm 5 fW’ÓK FLríTlk 1ÍUOO PílKl wr mm firT- Eilitilt hbC,L BdKFT. til 1 uTM WKm mi KlAMP- Æk. ÍKAfA H'fíTT- PRð&kj V $TUm 'itlíád 1\ymmr Krossgáta nr. 158 Lausn ................. Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 158 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 1 58), Strandgötu 3 1, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 156 var „bílastæði". Vinningshafi er Sigurborg Einarsdóttir, Fannhorg I í Kópavogi og fær scnda bókina Morð í þremur þáttum eftir Agöt- hu Christie. Skjaldhorg gefur út. Verðiaun: Sunnu- dagsmorð eftir Agöthu Christie. Skjaidborg gefur út.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.