Dagur - 16.10.1999, Page 18

Dagur - 16.10.1999, Page 18
34 - LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Tfc^iir hann Jóhannsson í Lhooq. Diskó af gamla skólanum og svo danspopp af nýjustu gerð hverju sinni hafa einkennt tónlist Páls Oskars hingað til og þannig verð- ur það víst áfram öllum til mikill- ar ánægju. Svo er aldrei að vita nema að þessi plata eigi eftir að fara víða um allavega Evrópu, en þessi tónlistarblanda er einmitt ekki hvað síst í anda þess sem þar fellur í kramið. Titillag plöt- unnar er nú aðeins tekið að hljóma á öldum ljósvakans og er bara hinn bærilegasti „skrokka- skekir". -Á kaf-í og með Páll Óskar. Nýja platan er handan við hornið. Páli Oska Það fer víst ekkert á milli mála, kannski að Bubba undanskildum, að Páll Óskar Hljálmtýsson er sá ein- staklingur sem vinsælastur hefur verið í íslensku poppi undanfarin ár. Og nú hafa ungmeyjar og sveinar lands- ins ástæðu til að fagna, því á leiðinni er ný plata frá piltinum, sem verður sú fysta frá honum undir eigin nafni eingöngu í um þrjú ár, eða frá því að Save kom út. Feril Palla þarf víst ekki að rekja í smáatriðum, en hann hefur staðið í stórum dráttum frá barnsaldi er hann söng lög inn á barnaplötu sem Gylfi Ægis gerði. Svo var það í skemmstu máli Rocky horror, Milljóna- mæringarnir og síðast Casíno, svo örfá orð séu látin falla nánar um kappann. Einherjaplöturnar eru svo hingað til þrjár, auk Save, Palli og Stuð. Nýja platan er svo að koma út nú í Iok mánaðarins og heitir því góða nafni Deep inside Paul Oscar, en hana hefur kappinn unnið í hálft ár eða svo með mönnum á borð við Jó- „Stundin“ er. upprunmn David Bowie. Bregst ekki gömlum aðdáendum. Ferill Davids Roberts Jones, eða David Bowie eins og hann hefur lengst af kallað sig, hefur ein- kennst af mörgum andlitum, mis- munandi stflum og meiriháttar upphefð í flestum skilningi. Bowie sem Ziggy Stardust, The thin white Duke, eða bara sem hann sjálfur hefur á þeim þrjátíu árum sem hann hefur verið á ferðinni náð ótrúlega mikilli hylli og gengið meir og lengur í endur- nýjun lífdaga en flestir aðrir heimsfrægir popparar. En eins og margir sjálfsagt vita hefur hann ekki bara Iátið tónlistina nægja, leiklist og myndlist hefur hann einnig stundað auk þess auðvitað að vera mikill friðar- og umhverf- isfrömuður. Er hér annars staðar á síðunni einmitt minnst á þátt hans í Nett aid styrktartónleikun- um, sem fram fóru um sl. helgi. (sem dæmi um leik, þá eru tvær kvikmyndir, Absolute beginners og Cat People, meðal þess sem hann hefur komið nálægt á því sviðinu) * *Sem skýrt dæmi um það hversu Bowie hefur vel tekist upp og hversu merkilegur tónlistarmað- ur hann hlýtur að teljast enn í dag og það þó vinsældirnar hafi kannski ekki al- veg verið eins miklar í seinni tíð og fyrr- um, er að síðasta platan hans, Outsidc, sem hann vann með fornvini sínum Bri- an Eno, vakti góð og sterk viðbrögð þótt hún teldist af hálfu Iistamannsins aðeins millibilsástandsverk. Þar fengust þeir fé- lagar sem kunnugt er við nútímapopp- fyrirbærið drum & base tónlist, „bumbu- bassa“ eða eitthvað í þá áttina, eins og hægt er að kalla það á íslensku. Og nú tveimur árum eftir útkomu Outside, er næsta eiginlega plata Bowies komin út, algjör andstæða við hina fyrri, að mestu á hefðbundnum fullorðinspoppnótum. Hours nefnist gripurinn og kom eigin- lega fyrst út á netinu. Þar bauðst m.a. almenningi að skrifa texta við eitt lag- anna, What’s happening og fór svo að ungur amerískur strákur, Alex Grant, varð hlutskarpastur. Það lag sem og smáskífulagið First days child gefa góða mynd af gripnum og er smáskífulagið reyndar aldeilis afbragðspopplag, sýnir Bowie í sínu allra besta formi. Ættu því eldri og reyndar yngri líka í aðdáenda- hóp hans að kunna vel að meta þetta nýjasta framtak. Poppfregnir *Oasis hefur verið mikið í fréttum vegna brotthvarfa gítar- og trommuleik- ara. Þau vandæði aftra því hins vegar ekki að ákveðið hefur verið að halda í tónleikaferð á næsta ári til að fylgja nýju plötunni, þeirri fjórðu, eftir. Hún kemur út í byrjun ársins, en nafn hennar hefur ekki verið ákveðið enn. Fyrsta smáskífan verður hins vegar með laginu Go, let it out. *Breska rokktríóið Bush, sem kcnn- ingin, „Enginn er spámaður í sínu föð- uriandi" á vel við um, sendir innan tíðar frá sér sína þriðju plötu, sem bera mun heitið, Science of things. Gavin Rose- croft söngvari og félagar hans hafa verið gríðarlega vinsælir í Ameríku, selt þar plötur í bílfarmavís, en hcima í Bret- landi hefur salan og vinsældirnar þar með ekki komist í hálfkvisti við það sem gerst hefur í Bandaríkjunum. *Nett aid tónleikarnir, sem fram fóru um síðustu helgi í þremur borgum, London, Genf og New Jersey og varpað var á nctinu til milljóna manna um allan heim, voru sérstök upplifun og f flesta staði vel heppnaðir. Valinkunnir friðar- postular og vinir þess smáa, t.d. Bono úr U2, David Bowie o.fl. komu fram auk nafna á borð við Eurythmics, Robbie WiIIiams og Big Country, sem er að bar- dúsa við að ná fyrri frægð. Eins og Band aid voru um árið, voru tónlcikarnir nú til styrktar baráttunni gegn fátækt. * Reykvíska rokkþríeykið Suð, hefur vcrið á ferðinni í um þrjú ár, en hefur ekki þar lil nú sent frá sér plötu. Nú hefur það hins vegar gerst og gefa þeir plötuna út sjálfir. Japís sér svo um að dreifa. Kallast gripurinn Hugsjónavélin og inniheldur ein 11 lög eftir jrá félaga. Framsækið og grípandi rokk er á mat- seðlinum, hrátt og bara nokkuð kraft- mikið á köflum. *Vestnorræna ungmennasamkundan, sem haldin var í Reykjavik um sl. helgi þar sem m.a. rokksveitir frá þessu svæði komu fram, hefur væntanlega tekist það vel að framhald verði á svo merku fram- taki. Ekki síst á tónlistarsviðinu, er mik- Bubbi. Nýja safnplatan að koma með kaupbæti. ilvægt að stilla saman strengi hinna nor- rænu þjóða og er næsta víst að lengi býr að íyrstu gerð. Tengslin sem þama hafa væntanlega myndast, munu skila enn meiru í framtíðinni. *Eins og poppunnendur margir hveijir vita, lést Michael Hutchins söngvari áströlsku sveitarinnar INXS með sorgleg- um hætti fyrir fáum árum. Kappinn var þá byijaður að vinna sína fyrstu plötu undir eigin nafni. Er hún nú komin út og nefnist Straight line. *llcyrst hefur, að Rúnari Þór, þeim gagnmerka tónlistarmanni, hafi tekist að selja sjálfum Clyderman eitt sitt allra þckktasta lag, 1.12. Ef satt er þá er um nokkuð merkilegan hlut að ræða, en sagt er að píanótröllið ætli að hljóðrita lagið á næstu plötu. Þetta verður þó að svo stöddu ekki selt dýrara en það var kcypt. *Fyrir hörðustu aðdáendur Bubba Morthens er rétt að minna á, að tvöfalda safnplatan með mörgum af hans vinsæl- ustu lögum er nú á leiðinni, og verður væntanlega komin í búðir 20. þessa mán- aðar. A fjórða tug laga verða á plölunni auk þess sem fyrsta kastið mun lylgja fimm laga aukaplata sem inniheldur upp- tökur sem Bubbi gerði með Botnleðju og Ensimi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.